Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 8
■ Island hefur verslaö viö Nigeriu frá árinu 1951.1 rúm 30 ár hefur Nigerla keypt af okkur skreiö. Þegar Bretar settu löndunarbann á Islendinga, þá snerust Islendingar viö þeim aö- geröum meö þvi aö hætta aö sigla meö fisk til Bretlands. Islending- ar tóku til og verkuöu fisk I skreiö. Þaö var ekkert erfitt þvi frá þvi Islendingar námu landiö kunnu þeir þau visindi aö mat væri hægt aö geyma meö þvl t.d. aö þurrka hann. Þeir kunnu einnig aö reykja mat og geyma matvæli í súr. Salt þekktist ekki. Skreiöarverkunin tókst mjög vel, svo vel aö íslenska skreiöin þótti jafngóö þeirri norsku, ef ekki betri, þegar hún kom á markaö I Nigerlu. Verslunin meö skreiö viö Nlgerlumenn hefur yfirleitt gengiö vel. Ég, sem þessar llnur rita, hefi starfaö viö sölu skreiöar alllang- an tlma, eða frá árinu 1953, er ég hóf störf I Samlagi skreiðarfram- leiöenda. Ég hef tekiö þátt I þess- ari verslun alla tlö síöan. Þaö er ekki staöur né stund til þess að skrifa hér 30 ára sögu. Hana má lesa m.a. I Hagtíðindum og I skýrslum Samlags skreiöar- framleiöenda. Ef þessi gögn eru lesin til hlitar, kemur I ljós, aö Is- land hefur ekki keypt neitt frá Nigeriu, sem tali tekur. Hins veg- ar hefur Nlgerla greitt Islandi haröan gjaldeyri allan þennan tima. Nú er svo komiö málum, aö Nlgeria er hin mesta dollarlind fyrir tsland. A árinu 1981 keypti Nigeria fyr- ir 8.575.410.- krónur. Island keypti ekkert frá Nígeriu. Nlgería er þvi einn þýöingarmesti markaöur, sem islenskur sjávarútvegur hef- ur. Samt er svo komið málum, þrátt fyrir óskir Skreiðarsam- lagsins og Sambands isl. sam- vinnufélaga, þá er ekki einu sinni ■ Bragi Eirlksson ræöismaður. starfandi ræöismaöur fyrir Island i Lagos, hvaö þá heldur sendi- herra. Bæöi þessi samtök hafa óskaö eftir þvi, en ekki fengiö lausn á þeirri beiðni. Til þess aö lesandi þessarar greinar sjái betur, hversu þetta er fáránlegt, aö tsland hefur ekki einu sinni ræöismann i Lagos, þá hefir verið skipaöur ræöismaöur fyrir Island I borginni Kano I Nigeriu. Flugleiöir óskuöu eftir aö Is- land skipaöi ræöismann I Kano. Þaö var gert. En viö höfum ekki fengið ræöismann I Lagos. Viö teljum þaö þaö minnsta, sem hægt heföi veriö aö gera. Island r'.T r' n ,i' 'f.i.f if c i? J’Á'-vPt y Miövikudagur 31. mars 1982 g&i'P i í- m . 'lmA iía N II í ijUt IíTtÍ d ■ Skreiö I hjöllum. ir þvi, og núverandi sendiherra, Sigurður Bjarnason, hefur verið boðinn og búinn til þess aö feröast til Nigeriu, hvenær, sem okkur hefir þótt þaö nauðsynlegt. Hefur hann skilað sínu verki með af- brigöum vel og eru feröirnar orönar margar. Frú Olöf Páls- dóttir sendiherrafrú hefir jafnan komið meö til Nigeríu, þegar Sigurður Bjarnason hefir farið þangaö. Hún er einnig góður sendiherra fyrir Island og hefir gert sér mikið far um aö kynnast listamönnum I Nígeríu, og þeir eru margir, sem þekkja hana og meta hana mikils. A frú Ólöf miklar þakkir skildar fyrir ósér- hlifni I þessum erfiðu ferðum. Verslun við Nfgeríu Skreiöarverslun er á höndum alltof margra útflytjenda. Þaö þarf ekki samkeppni innanlands og hún hefur ekki leitt til hækkaös verös. Hins vegar hefur samkeppnin leitt til of mikils útflutnings siöari hluta árs. Afleiðingar eru þær aö markaðsverö fellur og innflytj- endur tapa fé. Ein lausn á þessum vanda er aö hefja viðræöur við Nlgeriumenn og Norömenn um þaö, aö Nígerlu- menn kæmu sinum málum þann- ig fyrir, aö innflytjendur fengju innflutningsleyfi, sem jafnframt er gjaldeyrisleyfi, dreift á alla mánuði ársins og viö þaö miöað, aö hæfilegur skreiöarinnflutning- ur yröi reglulegur hvern mánuö. Að slikum málum gæti sendi- herra vor unnið. A aöalfundi Samlags skreiðar- framleiöanda þ. 4. mars siöastliö- inn var samþykkt aö vekja at- hygli viöskiptaráöherra Tómasar Arnasonar á þessari stöðu skreiöarsölumála. Skipulagsleysi i útflutningi skreiöar hefir þegar valdiö ómældu tjóni á markaði okkar I Nigeriu. ísland - Nígería eftir Braga Eiríksson, ræðismann þarf meira. Þaö þarf starfandi sendiherra I Lagos. Það er enginn sendiherra þar nú. Norðmenn hafa sendiráö i Lagos. Nýlokinn aöalfundur Samlags skreiöarframleiöenda samþykkti áskorun til utanrikisráöherra Ólafs Jóhannessonar að sendi- herra yrði skipaöur fyrir Afriku með setu i Nigeriu. I Nlgerlu búa nú 100 milljónir manna og fjóröi hver Afrikubúi er Nigeriumaður. Nigeriumenn eru mjög undr- andi á þvl aö tsland hefir ekki starfandi sendiráö þar i landi. tsland þarf á þessum markaöi aö halda. Ef stjórnvöld skipuöu þar sendiherra, þá mundi hann hafa nokkra aöstööu til að vita, hvaö er aö gerast þar, og betri að- stööu en viö, sem störfum aö sölu- málum, höfum. Viö, sem höfum daglegt sam- band við Nigerlu i bréfaskiptum, skeyta- og telexsambandi og beinu simasambandi nú orðið, vitum talsvert um markaöinn I Nigeriu, en starfandi sendiherra getur talað viö ráöherra, þegar hann óskar þess. Viö sölumenn komumst oft á tiöum ekki aö æöstu mönnum, oft hefur veriö þörf á þvi. Islenski sendiherrann, sem sit- ur I London, er jafnframt skipaö- ur sendiherra i Nigeriu. Sendiherrar þeir, sem ég hefi feröast meö til Nigerlu, hafa allir veriö boönir og búnir til þess aö starfa meö okkur sölumönnum, hvenær, sem viö höfum óskaö eft- ■ A leiö til Nigeriu ■ Ég kveö þig kæri vinur. Vegna aöstæöna I Nigeríu er nauösynlegt, aö stjórn þessara mála sé i föstum skoröum hér heima. Horfur Nigeria er fjölmennt land og taliö er, aö um 100 milljónir manna búi þar. Fólksfjölgun er mikil, en ekkert manntal hefur veriö gert i 15 ár. Vegna geysilegs útflutnings á oliu hefur Nigeria komist I röð þeirra landa, sem mest flytja út af oliu. Peningaflóö streymdi til Nigeriu. Hafnir voru geröar, hús og hall- ir reistar, vegir lagöir og brýr byggöar. Fólksflutningar hófust úr sveit- um landsins til athafnasvæöanna i helstu borgum landsins, svo sem Lagos, Apapa, Port Harcourt, Warri og fleiri. Landbúnaður minnkaöi stór- lega og er svo komið, að mat- vælaframleiösla landsins er ekki nóg fyrir hinn mikla mannfjölda. I Nigeriu er stefna stjórnvalda aö landbúnaður veröi aukinn sem mest og aö fólk hverfi aftur frá borgunum til sveitanna til land- búnaöarins. Sett hefur verið i framkvæmd svokölluö græn bylting eöa „Green Revolution.” Hins vegar er þaö ljóst, aö þessi græna bylting hefur ekki viö á móti fólksfjölguninni. Þetta er aöalástæöan fyrir þvi, aö þaö er taliö afar mikilvægt, aö Nigeria geti haldið áfram aö flytja inn skreiö. Bragi Eiriksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.