Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur X. april 1982 fréttir Heilbrigðisráðuneytið mótmælir aðferð við að auglýsa megrunarpillurnar „Decimin”: JH) LATA ÓATAUÐ ER EKKI MÐSAMA OG AD SAMÞVKKIA” — segir Ingolf Petersen, deildarstjóri ■ „Ráðuneytið litur það alvar- legum augum að nafn þess og stofnana skuli notað á þennan hátt i þeim augljósa tilgangi að auka sölu,” segir m.a. i fréttatil- kynningu frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, sem ráðu- neytið sendi frá sér vegna villandi fuilyrðinga i auglýsingum um vörutegundina Decimin, sem eru megrunarpillur. Segir jafnframt i áðurnefndri tilkynningu: „í stórum áberandi auglýsingum um ágæti framan- greindrar vörutegundar er að þvi látið liggja, að ýmsir opinberir aðilar, þ.m.t. heilbrigðis- og try ggingaráðuneytið, hafi samþykkt eða sé meðmælt inn- flutningi og gæðum vörunnar. Hið rétta er, að ráðuneytið hefur látið innflutninginn óátalinn. Það er álit ráðuneytisins, að hér sé verið að blekkja almenning og fullyrðingar innflytjanda brjóti jafnvel i bága við lands- lög.” Vegna þessarar fréttatil- kynningar snéri Timinn sér til Ingolf Petersen deildarstjóra i heilbrigðisráðuneytinu og spurði hvað það væri i auglýsingunni sem ráðuneytið gæti ekki fellt sig við: „Upprunalega stóð i aug- lýsingunni „samþykkt af heil- brigðisráðuneytinu, landlækni og lyfjanefnd”, en slikt samþykki hefur aldrei legið fyrir. Að láta eitthvað óátalið er ekki það sama og að samþykkja það. Siðan féllst innflytjandi á að rasta þessa Ljósmyndarafélag Islands: Býdur öldruðum fría myndatöku ■ Frá 1. april til 1. nóvember 1982 mun Ljósmyndarafélag Islands standa fyrir gjafamynda- tökum til aldraða, 70 ára og eldri. Gjafamyndatökur fara þannig fram, að þær ljósmyndastofur, sem verða þátttakendur i þessu tilboði taka niður pantanir og taka siðan 4 uppstillingar þegar fólkið kemur i myndatökuna við- komandi að kostnaðarlausu. Segir i frétt frá Ljósmyndara- félagi íslands að tilboð þetta sé gert i tilefni af ári aldraðra, jafn- framt þvi sem ljósmyndarar vilji gjarnan reyna að ná til þessa aldurshóps. Þegar hafa eftirfarandi ljós- myndastofur tilkynnt þátttöku sina i þessu tilboði: Effect ljósmyndir, Klapparstig 16, Reykjavik Hannes Pálsson, Mjóuhlið 4, Reykjavik Ljósmyndastofa Gunnars, Suðurveri, Reykjavik Ljósmyndastofa Þóris, Rauðarárstig 16, Reykjavik Ljósmyndaþjónustan Mats, Laugavegi 178, Reykjavik Nýja Myndastofan Laugavegi 18, Reykjavik Studió Guðmundar, Einholti 2, Reykjavik Ljósmyndastofa Ólafs Arna- sonar, Akranesi Ljósmyndastofa Stefáns Peder- sen, Sauðárkróki Ljósmyndastofa Páls, Akureyri Ljósmyndastofan Norðurmynd, Akureyri Ljósmyndastofa Péturs, Húsa- vik Héraðsmyndir Ljósmynda- stofa, Egilsstöðum Ljósmyndastofa Suðurlands, Selfossi Ljósmyndastofa Suðurnesja, Keflavik Hreindýr komin heim í tún í Þingeyjarsýslu ■ „Hreindýr hafa komið heim á túná Syðralandi, i Þistilfirði, einu sinni,en að þau hafi ónáðað nokk- urn mann held ég að sé mesta fjarstæða.” Þetta hafði Kristján Asgeirsson á Þórshöfn að segja, þegar Timinn leitaði svara við þvi hvort hreindýr væru að ónáða bændur norður þar. Timinn ræddi einnig við Öla Halldórsson á Gunnarsstöðum og bar þeim Kristjáni saman um það að hreindýrin væru aufúsugestir, þar um slóðir og þar verði ekki amast við þeim. Hreindýra hefur orðið vart á þessum slóðum á hverju ári meira og minna allt frá 1965, að sögn óla Halldórssonar. Þau hafa komið nokkur saman, þrjú til fimm, stoppa nokkra daga og hverfa siðan aftur. En i haust, strax í nóvember, varð vart við fimm dýr i' Tunguselsheiðinni og þau hafa sést þar öðru hverju si'ð- an. Þau eru reyndar ekki nema fjögur eftir, þvi' kálfur, sem var i hópnum virðist hafa fallið. „Það eru hreindýr hérna hreint um allt,” svaraði Kristján spurn- ingu um hvort mikið væri um dýr á þessum slóðum. Hann sagðist einu sinni nýlega hafa séð sjö dýr rétt fyrir ofan Þórshöfn og i ann- að sinn hefði hann talið 24 dýr i einum hóp uppi á heiðinni og stór hópur hefði komið á hauga Þórs- hafnarbúa fyrir utan Þórshöfn. Kristján sagðist hafa gert til- raunir til að reka dýrin út á Langanes, þar sem hann taldi að þau gætu haft það betra, en það væri gjörsamlega útilokað að reka þau. „Þetta eru náttúru- börn, frjáls og öllum óháð og láta ekki reka sig eitt eða neitt. Þau hlaupa bara á mann,” sagði Kristján. SV setningu út úr auglýsingunni, en bætir aftur seinna inn „lagt fyrir heilbrigðisráðuneyti, landlækni og lyfjanefnd” en það er augljós- lega gert með það fyrir augum að koma inn nafni ráðuneytisins sem eins konar gæðastimpli, til þess ,eins að auka söluna. Með þessari fréttatilkynningu erum við aö benda á að við höfum engan dóm lagt á vöruna sem slika og mun- um ekki gera, og viljum þvi ekki að nafn ráðuneytisins sé notað á svona villandi hátt i beinu aug- lýsingaskyni.” —AB ■ Valdimar Jónsson framkvæmdastjóri var kosinn formaður Hestamannafélagsins Fáks á mjög fjölmennum aöalfundi félagsins I fyrrakvöld. Valdimar hlaut 172 atkvæöi eftir haröa hriö viö Gisla B. Björnsson, sem einnig sóttist eftir kjöriog fékk 165 atkvæði. Meö- fylgjandi mynd var tekin þegar GIsli til vinstri óskar Valdimar til hamingju meö kosninguna. TimamyndGTK Bændur - Hestamenn Framleiði: Heyvagna — Gripavagna Jeppakerrur — Fólksbilakerrur Geri upp gamla vagna Allir vagnar á fjöðrum eða eftir ósk kaupanda. Hafið samband sem fyrst og tryggið ykkur vagn fyrir vorið SB vagnar og kerrur Klængsseli, simi 99-6367. I > < m J3 Ertu aó byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? m J3 > < m J3 m J3 m J3 I dPUTAVER AUGLÝSIR Teppi Nylon-Akríl-Filtteppi. Akríl + Ull-Ullarteppi. Stök teppi-Mottur-Baðteppi Gólfdreglar-Baðmottusett Gólfdúkar Ný þjónusta Sérpöntum: Ullar-Akríl-Nylon teppi Littu við í Litaver því þaö hefur ávallt borgaö sig OPIÐ: Til kl. 7 á föstudögum. Grensásveg18 Til hádegis á laugardögum. Hrevf.ishr.sin,. Hreyfilshúsinu nn . . . Simi 82444 > < m J3 > < m J3 > < m 73 > < m J3 m J3 LITAVER - LITAVER — LITAVER - LITAVER i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.