Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 1. april 1982 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í aprflmánuði 1982 Fimmtudagur 1. april R-16501 til R-17000 Föstudagur 2. aprfl R-17001 til R-17500 Mánudagur 5. april R-17501 til R-18000 Þriöjudagur 6. aprii R-18001 til R-18500 Miðvikudagur 7. april R-18501 til R-19000 Þriðjudagur 13. april R-19001 til R-19500 Miövikudagur 14. april R-19501 til R-20000 Fimmtudagur 15. april R-20001 til R-20500 Föstudagur 16. april R-20501 til R-21000 Mánudagur 19. april R-21001 tii R-21500 Þriðjudagur 20. april R-21501 til R-22000 Miðvikudagur 21. april R-22001 til R-22500 Föstudagur 23. april R-22501 til R-23000 Mánudagur 26. april R-23001 til R-23500 Þriðjudagur 27. april R-23501 til R-24000 Miðvikudagur 28. april R-24001 til R-24500 Fimmtudagur 29. april R-24501 til R-25000 Föstudagur 30. april R-25001 til R-25500 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til Bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubif- reiðum til mannflutninga, allt að 8 far- þegum, skal vera sérstakt merki með bók- stafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. í skráningarskirteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stillt eftir 31. júli 1981. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 29. mars 1982 Auglýsing frá Póst- og símamálastofnuninni Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavik, Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Seltjarnarnes og Varmá er komin út og er til sölu i afgreiðslum pósts og sima i Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Varmá. Verð skrárinnar er kr. 170, með söluskatti. Póst- og simamálastofnunin. ^ Staða forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar er laus til umsóknar. Launakjör eru skv. kjarasamningi við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Staðan verður veitt frá 1. júli 1982 að telja. Umsóknum skal skilað til skrifstofu minnar fyrir 20. april n.k. Borgarstjórinn i Reykjavik Egill Skúli Ingibergsson. Fá Sunnlendingar sykurverksmiðju í sárabætur? „MIKLU HAGKVÆM- ARIEN STEINULUN” — segir Garðar Hannesson í Hveragerði ■ „t þessari steinullarumfjöllun hefur talsvert verið um það að skít hafi verið kastað i okkur sykurmenn,” sagði Garðar Hannesson, einn stjómarmanna i Ahugafélagi um sykuriönað h.f., i viðtali viö Timann i gær, þegar hann var spurður álits á ummæl- um Öfeigs Hjaltested, þess efnis að allir viti að sykurverksmiðja verði aldrei reist. „Sannleikurinn er sá,” sagöi Garðar, „að við höfum haldið að okkur höndunum til að spilla ekki fyrir málum hjá steinullarmönn- unum, þvi við geröum ekki ráð fyrir þvi að hvort tveggja kæmi i einu. Allar niöurstöðutölur sýna, að sykurinn er miklu hagkvæm- ari valkostur en steinullin. Hann veitir miklu fleiri mönnum vinnu og gefur meiri arö, þvi sam- kvæmt nýjustu Utreikningum, þá gefur sykurverksmiðja 29.5% I rekstrararð, á móti 11% aröi steinullarverksmiðju. Sykur- verksmiðjan veitir 68 manns vinnu, á móti 40 i steinullarverk- smiðju. Auk þessa kæmi þessi verk- smiöja hér i Hverageröi á þurran stað, þvi hér vantar alveg at- vinnugrundvöll, ef svo má aö orði komast,” sagði Garðar. Garöar sagði aö sjónarmið mjög margra á Suðurlandi væri það að staðsetja bæri steinullar- verksmiöjuna á þeim stað, þar sem undirbúningsvinnan heföi veriö unnin, þ.e. að ef stór verk- smiðja yrði fyrir valinu, þá bæri að velja Þorlákshöfn, en ef litil verksmiöja yrði valin, þá bæri að velja Sauöárkrdk. Garðar var að þvi spuröur hvort sykurverksmiðja i Hvera- geröi yröi samkeppnishæf i veröi við innfluttan sykur og sagði hann þá: „Já, þaö er ekki rétt sem komið hefur fram, aö kilóverð okkar veröiumS krónur. bað yrði um 5 krónur, ef verksmiðjan ætti aö skila fullri arðsemi strax, en við dreifum þvi á 10 ár, og náum þannig sem meðalverði á kilóið á þessu timabili 2 krónum og 60 aurum, þannig að arðsemin á þessu timabili verður 15%, en þar eftir 29.5%.” —AB ■ Lúðrasveit Verkalýösins. Sveitin er stofnuð 1953 og er þvi 30 ára á næsta ári. Um þessar mundir eru félagar 30 talsins. Lúdrasveit Verkalýdsins með tónleika í Gamla Bíói ■ Árlegir tónleikar LUÖrasveitar Verkalýösins verða laugardaginn 3. april kl. 14.00 I Gamla bioi. Efnisskráin veröur aö vanda mjög fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Hluti efnisskrárinnar verður fluttur á tónleikum sveitarinnar i Pori, Finnlandi, en þangað heldur hún i lok jUní- mánaöar, ásamt Samkór Tré- smiðaféiags Reykjavikur og kór Starfsmannafélags Alafoss, til þátttöku i 8. samnorræna alþýðu- tónlistarmótinu. Aðgangur aö tónleikum Lúðra- sveitar Verkalýðsins i Gamla Biói er ókeypis. Stjórnandi er Ellert Karlsson Kynnir verður Jön MUli Arna- son. Ályktun Starfsmannafélags ríkisstofnana af niðurstöðu Kjararannsóknarnefndar: „Atvinnurekendur tilbun- ir að greiða hærra kaup^ ■ „Samkvæmt skýrslu Kjara- rannsóknarnefndar er mikið um yfirborganir á hinum almenna vinnumarkaöi. Þetta sýnir betur en margt annað, að litið mark er takandi á sifelldum barlómi at- vinnurekenda og fullyrðingum þeirra um aðtaxtakaupséof hátt. Atvinnurekendur á almennum vinnumarkaöi hafa sýnt i verki að þeir eru tilbúnir að greiða hærra kaup, en samið hefur verið um I almennum kjarasamningum”, segir i samþykkt aðalfundar Starfsmannafélags rikisstofnana er haldinn var fyrir helgina. Aðalfundurinn telur aö ekki sé lengur hægt að una við að skerö- ing kaupmáttar launafólks vaxi ár frá ári og skorar á félagsmenn sina aö standa einhuga að undir- búningi þeirrar kjarabaráttu sem framundan er. SU krafa er gerð til rikisvaldsins, sem stærsta at- vinnurekenda landsins, að lág- markslaun fullnægi framfærslu- þörf heimilanna. Bent er á þá miklu óánægju sem nú er meöal láglaunahópa i landinu með kaup og kjör, og vak- in athygli á þeirri staöreynd aö stórir hópar láglaunafólks hafi neyöst til að gripa til uppsagna eða annarra aðgerða til að knýja á um leiðréttingu launa sinna. Jafnframt er fullri ábyrgö lýst á hendur rikinu komi til neyöar- ástands t.d. á sjUkrahúsunum. Stjórn SFR er falið aö vera vel á verði gagnvart hugsanlegum breytingum á útreikningi fram- færsluvisitölu og lögð sérstök áhersla á stuðning viö kröfu BSRB um óskertar visitölubætur á laun. Þá kraföist aðalfundurinn þess aö ákvæði i stjórnarskrá Islands um félagafrelsi sé virt og þaö fari ekki eftir geðþótta ráöamanna i hvaða samtök launamanna starfsmenn raðast. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.