Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. april 1982 llimm , útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Pálí Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Þróun atvinnulífs á komandi árum ■ Framsóknarflokkurinn hefur frá öndverðu lagt á það megináherzlu að markviss fram- leiðslustefna væri grundvöllur þess að þjóðin nyti batnandi lifskjara. Þessi stefna er enn á ný áréttuð mjög rækilega i stjórnmálaályktun ný- lokins aðalfundar Framsóknarflokksins. I ályktuninni er þvi lýst, að þjóðin sé stödd á vissum vegamótum. Þjóðin geti ekki vænst sam- bærilegrar aukningar i fiskveiðum og þeirrar^em hefur verið grundvöllur velmegunar á siðustu ár- um. Við þetta bætist vaxandi erfiðleikar i markaðsmálum af völdum heimskreppunnar. Þessum nýju aðstæðum verði að mæta með áætlun um þróun atvinnulifs á komandi árum, þar sem lögð verði áhersla á eftirfarandi: Eflingu byggðar um allt land i samræmi við byggðastefnu Framsóknarflokksins, sem miðist við fulla nýtingu náttúrugæða og jafnvægi i að- stöðu fyrirtækja og heimila.en til þess þarf m.a. jöfnun á orkukostnaði og félagslegri þjónustu. 1 sjávarútvegi verði i vaxandi mæli lögð áhersla á aukna hagkvæmni, vöruvöndun og betri nýtingu. Unnið verði að endurnýjun fiskiskipa- flotans, án aukins sóknarþunga og að samræm- ingu veiða, vinnslu og markaðar. Þeim miklu erfiðleikum, sem fylgja munu gifurlegum sam- drætti á loðnuveiðum, verði mætt með skipulegri leit að nýjum atvinnutækifærum. Framsóknarflokkurinn hafði árið 1979 forgöngu um lagasetningu, sem lagði grundvöll að þeirri framleiðslubreytingu sem nú er hafin i land- búnaði. Þannig hefur tekist að halda mjólkur- framleiðslunni i samræmi við markaðsmögu- leika. Minnkandi erlendur markaður fyrir dilka- kjöt bendir til þess, að draga verði úr þeirri fram- leiðslu til að koma i veg fyrir stóráföll sauðfjár- bænda. í stað þess samdráttar komi nýjar at- vinnugreinar i sveitum, sérstaklega loðdýra- rækt. Á sviði iðnaðar og iðnþróunar er það frumskil- yrði að atvinnulifinu séu búin hagstæð vaxtar- skilyrði. Iðnþróunin þarf að eiga upptök sin hjá fólkinu sjálfu og fyrirtækjum þess, en varast ber ofstjórn af hálfu rikisins. Megináherzlu ber að leggja á að nýta jarðefni og orku. Forsenda þeirr- ar orkunýtingar, sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað er að byggðar verði þrjár meirihátt- ar virkjanir á næsta áratug, eða fyrst Blöndu- virkjun og siðar komi Fljótsdals- og Sultartanga- virkjanir. Hafnar verði skipulegar rannsóknir á háhitasvæðum. Harðnandi samkeppni og vaxandi styrkjum til atvinnuvega erlendis verði mætt með afnámi sér- gjalda og öðrum markvissum aðgerðum til að bæta starfsgrundvöll þeirra. Ráðstafanir verði gerðar til þess að tæknifram- farir svo sem tölvubyltingin verði til þess að auka almenna farsæld en leiði ekki til ójafnaðar eða at- vinnuleysis. Mikið átak hefur verið gert i samgöngumálum og er nauðsynlegt að fylgja i hvivetna þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið. Þ.Þ. á vettvangi dagsins BLÖNDU- STRÍÐIÐ eftir Rósmund G. Ingvarsson ■ Það er löngu orðið augljóst að deilan um Blönduvirkjun er ekki neinn venjulegur ágreiningur heldur strið eða styrjöld. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt Blöndustríðið veröitalið frægasta strið álslandinæstá eftir þorska- striði. Það minnir lika dálitið á þorskastriðið. Sitthvað er likt með þeim. Er þaö ekki dáli'tið svipað þegar smáþjóðin islenska átti i striði við stórveldið Bretland og stórveldið beitti smáþjóöina ofriki og yfir- gangi og notaði aðferðir sem voru vægast sagt ódrengilegar og ljót- ar. Reyndu t.d. oft aö sigla varð- skipin i kaf en viöurkenndu það aldrei. Þeir beittu lika áróðri og lygum. NU er það stórveldi sem samanstendur af áhrifamönnum i þjóðfélaginu og fjöldanum i kaupstöðum og þorpum hér norðanlands sem er að niðast á nokkrum bændum, sem eru að reyna að verja eignir sinar og undirstöðuatriði bUsetu i viðkom- andi sveitum og jafnframt að verja gróðurlendi fósturjaröar- innar. Blöndungarnir nota ekki allir sömu aðferðirnar og Bretar áður enósköp er þetta nU keimlikt samt. Unnið fyrir andstæðinginn Eitt áhrifamesta tæki sterka aðilans i Blöndustriðinu er hinn gifurlegi þrýstingur sem beitt er og sannleikur ekki alltaf ráöandi. Aberandi er, aö hinir svonefndu Blöndungar standa höllum fæti málefnalega en bætaþaðupp með áðurnefndum striösvopnum o.fl. og hefur tekist aö afla sér fylgis harösviraðra hópa i hverju samningsaðila sveitarfélagi. Er eigi annað aö sjá en aö foringjar þeirra hópa vinni beinlinis fyrir virkjunaraðila enláti lönd og Ieið hagsmuni sinna sveitarfélaga. Hafa þeir haft veruleg áhrif til að veikja samningastööu sveitar- félaganna. Með þessu taka þeir á sig mikla siðferöislega ábyrgð en túlka málið þveröfugt. Forsendur þeirra eru margar hverjar ekki réttar. M.a. ganga þeir út frá þeirri forsendu að mikill skortur sé á rafmagnií landinu og þó einkum á vestanverðu Norðurlandi og þvi sé bráðnauðsynlegt að virkja Blöndu tilað bæta úr þvi ástandi. Orkuspáin sýnir hins vegar, að miðað við að engin stóriðja bætist við þá verður næg raforka næstu 10 árin. An meiri stóriðju er ekki fyrirsjáanlegur markaður fyrir raforkufráBlöndu fyrr en eftir 10 ár, en gert er ráð fyrir ca. 6 ára byggingartima. Rangar forsendur Margt af þvi sem haldið var fram sem forsendu fyrir Blöndu- virkjun haustið 1980 hefur reynst rangt. T.d. var sagt að Villinga- nesvirkjun kæmi alls ekki til greina. En eigi voru liðnir nema fáir mánuðir þegar frumvarp til laga um raforkuver var lagt fram á Alþingi og siðar samþykkt en það eru heimildarlög fyrir fjórum virkjunum, þ.m. Villinganes- virkjun og Blönduvirkjun. 1 júli s.l. var rætt um Villinganes- virkjun i ráðherranefnd og ákveðiðaðljúka undirbúningi. Og i lok jan. s.l. sagði svo fjármála- ráðherra á fundi á Sauðárkróki, aö Villinganesvirkjun geti orðið næsta virkjun á eftir Blöndu- virkjun. Þannig er það með fleiri fullyrðingarfrá haustdögum 1980. Annað slikt dæmi er um notkun raforku frá Blöndu. Þaö hefur alltaf verið reynt aðbreiðayfir þá staðreynd að rafmagnið er ætlaö til stóriðju. En það er bara engin sölumöguleiki fyrir orkuna á þeim tima sem hún á að koma á markaðinn (1. áfangi 1887) nema til komi stóriðja (með hlutdeild erlendra aöila). Þetta vita t.d. framámenn á Akureyri, sem knýja á um Blönduvirkjun og vilja fá orkuna handa álveri við Eyjafjörð. Andstaða við álver viö Eyjafjörð er tiltölulega litil ennþá þvimargirEyfirðingar sofa enn á málinu. Mál er fyrir þá að vakna þvi vegna staðhátta og hægviðra er hætta á alvarlegri loftmengun þar um slóðir. Af framanrituöu sést aö ýmsar fullyrðingar frá haustdögum 1980 og forsendur fyrir nauösyn virkjunar voru settar fram I blekkingarskyni. Hinir ýmsu valkostir Þaðhefur veriðfundið aðþviað ég hafi hvergi i minum skrifum gert samanburð á stærð miðlunarlóns við hinar ýmsu „til- haganir”, sem um er talað. Þetta er ekki eins auðvelt og ætla mætti þvi mönnum ber ekki saman. Ætla verður þó, að tölur Ingva Þorsteinssonar (Rannsóknar- stofnun landb.) séu réttari.enda hefur hann gert þær beitarþols- rannsóknir sem gerðar hafa verið á Blöndusvæðinu. Samkv. bréfi hans til Rarik dags. 03.03.81 verður tap á algrönu landi við til- högun I 5505 hektarar og við til- högun II 2984 ha. og við tilhögun- IA 4848 ha. Af þessu verður aust- an Blöndu: við tilh. I 1002 ha., við tiih. II 1505 ha. og við tilh. IA 345 ha. Þetta er allt miðað við 400 Gl. lón. Tilhögun IIA er ekki nefnd og ekki heldur tilhaganir með 220 G1 miðlun ( þ.e. minna lónið). At- hygli vert er, að tilhögun IA spar- ar mikið land austan ár, saman- boriö við tilh. I (6,5 ferkm.) en eyðir þó ekki meira landi vestan ár. Verkfræðistofa Sigurðar ’. horoddsen hefur gert saman- buröarskrá dags. 06.04.81, yfir nokkra valkosti Blönduvirkjunar og óska ég eftir þvi aö hún veröi birt hér með. Þvi miöur vantar bæði IA og IIA á þessa skrá en hún sýnir samt glfurlegan mis- mun á graseyöingu og að virkjun með 220 Gl. miðlun er mjög hag- kvæm (meölægstan stofnkostnað á orkueiningu). Þungur þrýstingur Sem dæmi um þau vinnubrögö sem viöhöfö eru af hálfu stór- veldisins i Blöndustriðinu má nefna að hreppsnefndamenn hafa verið sóttir heim (jafnvel af ráðherrum) til að hafa áhrif á þeirra afstööu. Þrýstingurinn sem beitt er, er þungur og hafa nokkrir sveitastjórnarmenn látið Samanburdur á orkuspá og hugsanlegri orkuvinnslugetu 1981-1991 Samanburdur á orkuspá og hugsanlegri orkuvinnslugetu 1981—1991. Ár Orkuvinnslu- geta GWh Orku- spá GWh Mis- munur GWh Uppsctt afl MW 1980 Landskerfið (Krafla = 40 GWh) 3140 3275 - 135 528 1981 Viðbót Hrauneyjafossv. 1 (60 d.) 100 GWh — Kvíslavcita 70 — 3310 3407 - 97 598 1982 Viðbót: Hrauneyjafossv. I (70 MW.) 400 — — Hrauneyjafossv. 11 (70 MW.) 300 GWh 668 - — Kvíslaveita 10 — — Sultartangaslífla 15 — 4035 3540 + 495 1983 Viðbót Hrauneyjafossv. 11 50 — — Kvíslaveita 40 — — Sultartangastífla 135 — 4260 3673 + 587 1984 Viðbót Hrauneyjafossv. III (70 MW.) 50 — — Kvíslaveita 40 — 4350 3803 + 547 738 1985 Viðbót Kvíslaveita 15 — 4365 3932 + 433 1986 Viðbót Kvíslaveita') 140 — 4505 4058 + 447 1986/87 Viðbót Nývirkjun2)(FDV I/BLV)(80 MW) 390 4895 4182 + 713 818 1987/88 Viðbót — — (80 MW) 390 — 5285 4307 + 987 898 1988/89 Viðbót — — (80 MW) 390 — 5675 4424 + 1251 978 1989/90 Viðbót — — (80 MW) 390 — 6065 4540 + 1525 1058 1990/91 Viðbót — — (80 MW) 390 — 6455 4658 + H97 1138 ]) Auk þess mismunar sem hér að ofan kemur fram eru uppi áætlanir um lúkningu Kröfluvirkjunar, sem gefa mundi allt að 350(iWh/ári aukningu og um aukningu Þórisvatnsmiðlunarmeðdýpkun oghækkun sem gefa myndi allt að 350 GWh/ári. 2) Meðaltalstölur á afli ob orku frá fvrri áfanea Fliótsdalsvirkiunar ov Blönduvirkiunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.