Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 4
4 TIL FERMINGARGJAFA ;;,-y Skrifborð, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Skrifborðið á myndinni með hillum kr. 1.490.- Húsgögn og . . . Suðurlandsbraut mnrettmgar simi 86 900 18 ;'/í/T l-»"i \ i’a i» U J » 1 I 1’ ’ Fimmtudagur 15. april 1982 fréttir ? Konur auka sinn hlut í háskólanámi: ERU NÚ YFIR 42% AF STÚDENTUM VIÐ H.I. — en skipting kynjanna milli námsgreina hefur lítið breyst • Þótt hlutfall kvenna i háskóla- námi hafi kannski aukist undan- farin ár virðist þó hægt miða i breytingaátt, i hinni gamalþekktu skiptingu starfsgreina eftir kynj- um, aö þvi er ráða má af skipt- ingu kynjanna i deildum og grein- um Háskóla íslands. Samkvæmt Fréttabréfi Há- skóla tslands sitja nú alls 3.615 stúdentar i háskólanum þar af 2.084 karlar og 1.531 kona eöa 42,4%. Af þessum fjölda eru 1.419 nýskráðir, þar af 797 karlar og 622 konur eða 43,8%. Þegar aftur er litið á einstakar deildir og greinar kemur t.d. i ljós að konur eru aðeins 14 af 67 i guð- fræðideild, aðeins 126 (22%) af 563 i viðskiptadeild, aðeins 14 (24%) i tannlæknadeild, 91 (36%) af alls 253 i lagadeild og 165 (25%) af alls 650 stúdentum i verkfræði- og raunvisindadeild. Sé litið nánar á þá deild sést að þær greinar sem konur standa nokkuð jafnfætis körlum eru : efnafræði, matvæla- fræði, jarðfræði og landafræöi. í greinunum: stærðfræði, tölvu- fræði og eðlisfræði eru konur hins vegar aðeins 33 á móti 105 körl- um. t læknadeild virðist hlutfall kvenna gott við fyrstu sýn eða 336 á móti 317 körlum. Munurinn er hins vegar sá að i læknisfræði eru karlar 287 (73%) af alls 392 stúd- entum, en i hjúkrunarfræði eru konur 166 á móti 10 körlum. Þegar kemur aö félagsvisinda- deild snúast hlutirnir viö, þar eru konur 312 (65%) af alls 477 stúd- entum. Konur eru yfirgnæfandi i bókasafnsfræöum og uppeldis- fræði og einnig i' töluveröum meirihluta i sálarfræði og þjóð- félagsfræði. Heimspekideildin skiptist siöan nokkuð jafnt milli kynja, eða 473 konur á móti 422 körlum. Einnig þar er þó munur þegar nánar er að gætt. Konurnar eru miklu fleiri i málum svo sem ensku, frönsku, þýsku og norsku, en karlarnir nær þrisvar sinnum fleiri i sagnfræði og meira en fimm sinnum fleiri i heimspeki. Loks má taka fram að skipting nýskráöra stúdenta milli deilda og greina er nánast sú sama og hér hefur verið rakið, þannig að engra afgerandi breytinga verður a.m.k. vart þar. — HEI Dregid í happ- drætti SÁÁ ■ Þann 7. april s.l. var dregið i byggingariiappdrætti SÁA. Dreg- ið var i viðurvist fulltrúa borgar- fógeta. Dregið var úr 29308 mið- um er seldir voru i lausasölu og 140692 miðum, (nr. 30001-170692) er sendir voru f B-giró til kvenna á aldrinum 18-70 ára, eða samtals 170.000 miðum. Vinningar komu á eftirtalin númer: * 1. vinningur. Saab 900 Turbo bif- reið nr. 85220 2. vinningur, Opel Ascona bifreið nr. 44499 3. til 9. vinningur Colt Mitsubishi bifreiðar á nr. 42244, 154957, 170581, 137713, 2835, 80581, og 136231. Vinninga skal vitjað á skrif- stofu SAA, Siðumúla 3-5, Rvik, alla virka daga frá kl. 9-17. Simi 82399. W-360 dragt. vinnubr. 3.60 m. W-450 dragt. vinnubr. 4.50 m. W-540 dragt. vinnubr. 5.40 m. Gott verð og greiðslukjör Meiri afköst — lengri ending IDfMXÍJttjCLhLAAéjLcM/l* A./* Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík Skemmtun fyrir og til studnings vid aldrada ■ Félagsmiðstööin Tónabær og hljómsveitin ARtA gangast fyrir skemmtikvöldi fyrir aldraöa i Tónabæ i kvöld kl. 17.00-20.00 i til- efni af ári aldraöra. Mjög vönduð skemmtidagskrá, þar sem koma fram margir af þekktustu skemmtikröftum landsins: Hauk- ur Morthens og Þurfður Sigurðar- dóttir syngja við undirleik hljóm- sveitarinnar. Þá munu grín- istarnir Magnús Ólafsson og Þor- geir Astvaldsson skemmta. Einn- ig mun Sigurður ólafsson syngja. Spilað verður bingó, þrjár um- ferðir, og 1. verölaun eru sólar- landaferö til Mallorca með Útsýn, að verömæti 10.100,- kr. önnur og þriöju verðlaun veröa skreyttar körfur, sem Rolf Johansen gefur. Hrafn Pálsson stjómar bingóinu og verður kynnir. Kaffiveitingar verða á lágu veröi, og rútubilar Vestfjarðaleiða — Jóhann Ellertsson sjá um akstur endur- gjaldslaust til og frá Tónabæ. Nú þegar hefur boösmiðum verið dreift á þessa skemmtun. Allur ágóði af bingóinu rennur i sjóð til stuðnings málefnum aldraðra. Þegar er ljóst að húsfyllir verð- ur á skemmtuninni og hefur þvi verið ákveðið að hún verði endur- tekin i mai. „Leirhausinn” sýndur austanlands um helgina ■ A annan i páskum frumsýndi ungmennafélagið Mývetningur „Leirhausinn” i félagsheimiiinu Skjólbrekku. Þetta er gamanleik- ur i þremur atriðum eftir Starra i Garði.Tónlistin er eftir örn Frið- riksson og fl. Leikstjóri er Þráinn Þórisson, en leikendur eru niu. Leikurinn gerist i Mývatnssveit á sjöunda áratug aldarinnar og tekur mið af atburðum, sem þá eru að gerast. Fullt hús var á frumsýningunni og fékk leikurinn framúrskarandi góðar viðtökur. Næstu sýningar á leiknum verða i Skjólbrekku nk. fimmtu- dag, Þórshöfn á laugardag og Vopnafirði á sunnudaginn. Að lokinni þessari leikför er ætlunin aö sýna aftur i Skjólbrekku og ef til vill viðar. BRÚÐUVAGIMAR 3 geróir BRÚÐU- KERRUR 4 gerðir Póstkröfusími 14806 Krafa Verslunarmannafélags Reykjavíkur: „Launataxtar færðir til samræmis því sem meirihluti vinnuveitenda greiðir” ■ „Krafan i dag er sú, að launa- taxtar verði færðir til samræmis þvi sem mikill meirihluti vinnu- veitenda greiðir nú þegar, og að bæta lægst launaða fólkinu upp taxtaskeröingar undanfarinna ára. Leggja veröur áherslu á þessi atriöi i samningaviðræöum sem þegar eru hafnar”, segir i samþykkt aðalfundar Verslunar- mannafélags Reykjavikur sem haldinn var fyrir skömmu. 1 samþykktinni segir að mikil- vægt skref hafi verið stigið i rétta átt i samningunum í nóvember, þegar samið var um lágmarks- dagvinnutekjur, án þess aö sú hækkun færi sjálfkrafa upp i gegn um álagstaxtana. Þá er bent á að vinnumarkaðs- rannsóknir sýni ótvirætt að fólk við verslunarstörf i lægstu launaflokkunum hafi eng- ar aörar tekjur en samkvæmt umsömdum töxtum. Þetta fólk fái ekki bónusgreiðslur né aðrar yfir- borganir, sem þýði að þetta lægst launaöa fólk fari verst út úr taxtaskerðingum undanfarinna ára. 1 skýrslu stjórnar kemur fram aö fullgildir félagsmenn V.R. eru um 6.200 þar af 58% konur og 42% karlar. Hins vegar greiddu um 10.300 manns félagsgjald til félagsins á s.l. ári, hvar af nær tveir þriöju voru konur. Á árinu 1981 úthlutaði félagið atvinnu- leysisbótum til 88 félagsmanna, 52 kvenna og 36 karla i alls 5.134 bótadaga. Upphæðin var samtals 775.781 krónur. 1 flestum tilfellum var um stuttan tima að ræöa en nokkrir nutu fullra bóta, eða alls 180 virka daga. — HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.