Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 15. april 1982 !i !.1 2Í Iþróttir „Þeir vilja halda mer segir Sævar Jónsson sem leikur í Belgíu ■ FH sigraði Val i undanúrslitum bikarkeppninnar I gærkvöldi. Guðmundur Magnússon sést hér I leik gegn Vikingi en hann átti góðan leik með FH i gærkvöldi. ■ //Það var fundur hjá stjórn félagsins um síðustu helgi og á þeim fundi var ákveðið að félagið myndi halda mér ef ég hefði á- huga á að gera við þá samning" sagði Sævar Jónsson landsliðsmaður i knattspyrnu sem leikur rneð belgíska félaginu CS Brugge. Fyrir 15. april þurfa félögin að láta belgíska knattspy rnusambandið vita hvort þau ætli að halda þeim leikmönnum sem eru með stutta samninga. „Ég hef ekki fengið neitt samningsuppkast i hendurnar, en mér hefur verið sagt að það muni Strákarnir ________ hungradir í bikar — sagði Geir Hallsteinsson eftir að FH hafði sigrað Val og tryggt sér rétt til að leika til úrslita í bikarkeppninni ■ „Við höfum alltaf haft góð tök á Valsmönnum, leikum sérstaka varnartaktik gegn þeim sem gef- ur góða raun” sagði Geir Hall- steinsson þjálfari FH eftir að þeir höfðu sigrað Val 27-20 i undanúr- slitum bikarkeppninnar i íþrótta- húsi Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Staðan i hálfleik var 14-10 fyrir FH. FH-ingar eru þar með komnir i úrslit bikarkeppninnar og leika til úrslita annaðhvort við Hauka eða KR, en þessi félög leika i Hafnar- firði i kvöld. „Strákarnir eru orðnir hungraðir i bikar, við urðum i öðru sæti á tslandsmótinu bæði utanhúss og innanhúss og nú er- um við komnir i úrslit og þá lang- ar að fá bikar. Við sýndum góðan leik og markvarslan hjá okkur var mjög góð, hefur ekki verið betri i vetur.” Hvorir eru óskamótherjarnir i úrslitunum? „Það er engin spurning að KR vinnur þennan leik gegn Haukum. Ég er ekkert óhress með að fá KR-ingana. Viö höfum haft sæmi- leg tök á þeim hingað til. Það var sárt tapið gegn Vikingi i úrslitum Islandsmótsins og það er alveg öruggt að strákarnir selja sig dýrt i úrslitaleiknum. Þeir verða að selja sig dýrt”. Leikur FH og Vals bauð ekki upp á þá spennu sem til er ætlast af leikjum i undanúrslitum. FH- ingar náðu strax forystunni i leiknum og þeirri forystu héldu þeir til loka leiksins. Valsliðið sýndi aldrei þá takta að hægt væri að búast við þvi af þeim að þeim tækist að jafna metin i leiknum. Varnarleikur liðanna var frekar lélegur, sérstaklega hjá Val og markvarslan hjá Val var litil i fyrri hálfleik. Jón Gunnarsson bætti það upp i seinni hálfleik, en hann komst ekki með tærnar þar sem Harald- ur Ragnarsson i marki FH hafði hælana. Haraldur varði mjög vel i seinni hálfleik, og virtist þá einu skipta hvort um langskot eða dauðafæri væri að ræða. Svo til allt variö sem á markið kom. FH náði mest sjö marka forystu i leiknum og sigri þeirra var aldrei ógnað. Markahæstir hjá FH voru þeir Kristján 11 og Hans 6. Hjá Val var Jón Pétur með 6 og Jakob sem var besti maður Vals meö 5. röp —. Þjóðverjar fengu vfli á silfurfati — Nokkrir vináttulandsleikir í knattspyrnu voru í gærkvöldi ■ Þjóðirnar sem taka þátt i heimsmeistarakeppninni i knatt- spyrnu á Spáni i sumar undirbúa sig nú af miklum krafti. 1 gær- kvöldi voru nokkrir landsleikir á dagskrá og úrslitin sem okkur er kunnugt um eru þessi. Sovétrikin léku gegn heimsmeisturum Argentinu og fór leikurinn fram i Sovétrikjunum. Sovétrikin sigr- uðu 2-1. Þá léku A-Þjóðverjar við Itali i Leipzig og sigruðu A-Þjóð- verjar meö einu marki gegn engu. 1 V-Þýskalandi léku heima- menn við Tékka og sigruðu V- Þjóöverjar 2-1. Sá sigur var færð- ur Þjóðverjunum á silfurfati af dómara leiksins. Rétt fyrir leikslok dæmdi dómarinn hendi á leikmann Tékka fyrir innan vitateig. Bolt- inn fór ekki i höndina á Tékkan- um heldur i brjóstið. Breitner tók vitiö og skoraði sigurmarkið. Littbarski náði for- ystunni fyrir Þjóðverja i fyrri jafna metin. Þá sigruöu Hol- hálfleik, en Tékkum tókst að iendingar Grikki 1:0. röp—. KR náði í aukastig - sigraði Ármann 4-0 í gærkvöldi ■ Einn leikur fór fram i Reykja- vikurmótinu i knattspyrnu á Melavelli i gærkvöldi. KR-ingar sem nýkomnir eru úr æfingaferð til Þýskalands hafa eflaust haft gott af þeirri ferð ef marka má úrslit leiksins. KR sigraði Ar- mann 4-0 en þess ber þó að geta að KR leikur i 1. deild en Armann i hinni nýstofnuöu fjórðu deild. Þessi úrslit sýna eflaust muninn þar á milli. Þar sem KR skoraði fleiri en þrjú mörk fá þeir eitt aukastig og hafa þar með tekið forystu á mótinu. Einn leikur verður i kvöld og leika þá Reykjavikurmeistarar Fylkis og Valur. Leikurinn hefst kl. 19. röp —. koma eftir nokkra daga. Ég hef sjálfur mikinn áhuga á þvi aö endurnýja samning minn viö félagið. Það er mjög gott að vera hérna”. Sævar sagði að CS Brugge þyrfti nú aðeins tvö stig úr þeim fjórum leikjum sem félagiö ætti eftir i deildinni. En þessir leikir væru mjög erfiöir. Þeir eiga eftir aö leika gegn Standard á heima- velli, og við Anderlecht, Antwerp- en og Waterschei, félagið sem Lárus Guðmundsson leikur meö,á útivelli. Það væri þvi erfitt pró- gramm framundan þó að vel hafi gengið i siöasta leik. En þá sigruðu þeir Vinterslag með átta mörkum gegn engu. röp-. Fræðslu og leiðbein- ingarstöð SÁÁ i Siðu- múla 3-5, Reykjavik. Viðtalstímar leiðbein- enda alla virka daga trá kl. 9-17. Sími 82399. Fræðslu- og leiðbein- ingarstöð Siðumúla 3-5, Reykjavik. Upplýsingar veittar i síma 82399. Kvöldsímaþjónusta SÁÁ alla daga ársins frá kl. 17-23 í síma 81515. Athugið nýtt heimilis- fang SÁÁ, Siðumúli 3-5, Reykjavík. Getum við orðið þér að liði? Er ofdrykkja í fjöl- skyldunni, i vinahópnum eða meðal vinnufélaga? Ef svo er — mundu að það er hlutverk okkar að hjálpa þér til að hjálpa öðrum. Hringdu i fræðslu- og leiðbein- ingastöðina og leitaðu álits eða pantaðu við- talstima. Hafðu það hugfast aö alkóhólistinn sjálfur er sá sem minnst veit um raunverulegt ástand sitt. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið. Siðumúla 3-5. Sími 82399. Auglýsið m / Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.