Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 10
Fimmtudagur ÍS. april 1982 10 heimilistíminn - JEBs umsjón: B.St. og K.L. i'l M. r T|T| inch 1 TFj 1 K Þad er vanda- verk að velja réttan brjósta- haldara ■ Flestar fullorðnar konur hér á landi nota brjóstahaldara dags daglega. En þó að við þykj- umst vita nokkurn veginn hvaða stærð og númer á skálum hentar okkur, lendum við oft i megnustu vandræðum, þvi að i ljós kemur, að ekki passa allir brjóstahaldarar okkur jafn vel, þrátt fyrir að stærð- in og skálarnar eigi að heita það sama. Þar sem oft er óhægt um vik að máta brjóstahaldara i verslun- um svo að vel sé, gefum við hér nokkrar leiðbein- ingar, sem vonandi gera innkaupin auðveldari. ■ Hvernig gott er a& gera sér grein fyrir þvi, hvort brjóstahald- arinn passar Þegar þiö eruð komnar i brjóstahaldarann, skuluö þið grandskoða ykkur i speglinum. x Brjóstahaldarinn á að falla þétt að likamanum og skálarnar eiga að passa brjóstunum nákvæmlega. Stykkið milli skál- anna á aðfalla á milli brjóstanna. x Ef brjóstahaldarinn er of þröngur, þurfið þiö sennilega stærra númer en þið höföuð hald- ið. Ef hann er of viður, sérstak- lega ef hann hefur tilhneigingu til aö renna upp eftir hryggnum, er hann of stór. x Ef skálarnar eru allar i hrukkum, eru þær of stórar, velj- iö brjóstahaldara með minni skálum. x Ef skálarnar hrukkast i miöj- unni eða flá til hliðanna, eða ef brjóstin vella út úr skálunum, eru skálarnar of litlar. Veljið stærri skálar. x Ef „yfirmaginn” bungar út undan bandinu undir skálunum, ættuö þið aö athuga, hvort ekki væri betra að velja siðan brjósta- haldara. x Ef i brjóstahaldaranum eru virar umhverfis skálarnar, gætiö þá vel aö þvi, að þeir stingist ekki inn i brjóstin, heldur liggi þétt aö likamanum. Ef virarnir stingast inn ibrjóstin, særa þeir þau. En ef brjóstahaldari af þessari gerö passar eins og hann á að gera, veitir hann mjög góðan stuðning og er þægilegur. x Ef brjóstin stækka að mun viö tiðir, ættuð þið að athuga, hvort ekki væri skynsamlegt að eiga brjóstahaldara með tveim skála- stæiðum. x Þegar þessari grandskoöun er lokið.ættuð þiðaðsetjast niður og ganga úr skugga um, aö brjósta- haldarinn passi enn jafnvel. Gerið þessar athuganir heima á nýlegum brjóstahaldara áður en þið farið i innkaupaleiðangur til að kaupa nýjan. Það ætti aö gefa ykkur svolitla viðmiðun hvað varðar stærð og skálar. Ef þiö komist að þeirri niöurstöðu að sá brjóstahaldari sé of stór, skuluð þið hafa i huga, að hugsanlegt er, að ykkur passi brjóstahaldari i minna númeri en meö stærri skálum. Hvaða gerð af brjóstahaldara? Mikilvægast er að brjóstahald- arinn sé af réttri stærð (sjá leið- beiningar um mælingar). Þeim konum, sem hafa miðlungs brjóstastærð, brjóstin hvorki of stór né of litil, henta flestar geröir jafn vel. En séu brjóstin stór, þarf að at- huga vel sinn gang. Flestar geröir veita of litinn stuðning, jafnvel þó aðskálastærðin sé C. Athugið vel, hversu margir saumar eruáskál- unum. Saumlausar skálar veita minnstan stuðning, gerðir með, einn saum þvert yfir veita meiri stuöning, en bestar eru skálar meö lóöréttum saumum sem saumaöir eru i geira frá þver- saumnum niður að bandinu undir skálunum. Það er rétt að; benda á, að þeg- ar þið hafið fundið sniö, sem ykk- ur likar, er ekki vitlaust að kaupa nokkur stykki eins, þvi aö það er ekki einfalt mál að finna alveg rétta sniðið. Mjög litii brjóst: Þaö hefur Hvernig á að mæla up? fyrir brjóstahaldara- stærðinni? Stærðirnar ákvarðast af máli, sem tekið er rétt undir brjóstunum. Það þykir ekki ráðlegt að mæla beint yfir brjóstin sjálf, þar sem stærðin breytist oft um tiðaleytið og brjóstvefirnir eru svo lausir i sér, að ekki er mögulegt að taka nákvæmt mál þar. Málið rétt undir brjóstunum 68 til 72 Brjóstahaldarastærð i sentimetrum 70 Brjóstahaldarastærð i þumlungum 32 73 til 77 75 34 78 til 82 80 36 83 til CO 85 —58" 88 til 92 90 40 93 til 97 95 42 98 til 102 100 44 Takið málið óklæddar heima áður en þið farið i inn- kaupaferðina. Skálarnar Það eru margar aðferðir viðhafðar til að mæla brjóstin varðandi skálastærðina og hafa það allar sameiginlegt að vera algerlega óáreiðanlegar! Besta aðferðin er að skoð£ Upplyftingarprófunin Farið i brjóstahaldara, krækið saman en hafið hlýr- ana lausa. Gangið úr skugga um að bandið undir brjóstun- um sé i sömu hæð að aftan og framan. Hallið ykkur áfram og haldið höndunum utan um brjóstin eins og myndin sýnir. Réttið ykkur upp og hafið hendurnar kyrrar. Stillið nú hlýrana þannig að brjóstin verði i sömu hæð og hendurnar héldu þeim. Þetta er auðveld-, ara ef einhver nærstaddur. getur aðstoðað ykkur ef þið þurfið að gera þetta einar^ brjóstin i spegli og taka ákvörðunum, hvort þau teljist litil, miðlungs eða stór. Mátið brjóstahaldarana sem þið þegar eigið og hafið hugfastar þær ábendingar, sem hér eru gefnar á siðunni til hliðsjórtar. Það gerir ykkur auðveldara að ákveða hvort skálarnar eru af réttri stærð eða hverju sé ábótavant. 121 151 161 181 191 201 211 221 231 241 251 261 271 281 291 301 reynst mjög erfitt að finna hent- ugt snið fyrir þær konur, sem hafa þennan vöxt, þar sem brjóstahöldurunum hættir við að skreppa upp. Bestu gerðirnar eru meö breiöu bandi undir skál- unum og oft hjálpar aö stoppa skálarnar upp. Mjög stór brjóst: I þeim tilfell- um er best að dreifa þunganum, svo hann lendi ekki allur á herð- unum. Þá er best að velja siða brjóstahaldara, jafnvel með vira undir eöa til hliðar á skálunum. Breiöir hlýrar eru ákjósanlegir. Allir þessir brjóstahaldarar eru seldir sem nr. 36B. Sama stúlkan sýnir þá alla ■ Skálarnar flá að ofan og sniöifi passar ekki. I Þessar skálar eru of stórar og sni&iö alrangt. ■ Hér eru skálarnar saumlausar, en snifiið er ekki gott og skálarnar of stórar. ■ Saumlausar skálar, en snifiiö gott og passar vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.