Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 19
‘tfiriimtudagtifr Í5'. aþfril 1982 ,«V»' 27 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Ika (fremst til vinstri) og ættmenn hennar horfa á Noah nær á kafi í feni. I FRUMBERNSKU HOMO SAPIENS LEITIN AÐ ELDINUM (Quest for Fire). Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud. Aöalhlutverk: Everett McGiII, Ron Perlman, Nameer E1 Kadi, Rac Dawn Chong. llandrit: Gerard Brach, byggt á skáidsögu eftir J.JH. Rosny Aisne. Leiðbeinendur um mái og atferli: Anthony Burgess og Desmond Morris. Framleiöandi Michael Gruskoff, 1982. „Leitin að eldinum”, sem einu, sem byggja sér hibýli, og Háskólabió frumsýndi á skir- dag, er vissulega óvenjuleg kvikmynd. Hún á að gerast á steinöld, fyrir um 80 þúsund árum siðan, og lýsa þvi frum- stæða mannlifi, sem þá var að þróast. Söguþráðurinn er tiltölulega einfaldur. Sagt er frá stein- aldarmönnum af svonefndum Ulam ættbálki, sem hafa lært að nýta sér eld og viðhalda honum, en kunna hins vegar ekki að kveikja eldinn. Ulam fólkið býr i hellum og leggur sér til munns flest tiltækt, nema hvað það vill ekki mannakjöt. Þessi ættbálkur verður fyrir árás Neanderdalsmanna, sem vilja ná eldinum. Eftir mikil átök tekst Ulam-fólkinu flestu að komast undan, en eldurinn þeirra slokknar. Það verður þviað ráði, að þrir menn, und- ir forystu Noah (Everett Mc- Gill), eru sendir til að leita að eldi, og lýsir mestur hluti myndarinnar þessari leit, sem tekur langan tima og liggur vfða um byggða staði og óbyggða. Annaud lýsir ýmsum lifnaðarháttum Ulam-fólksins og þeim margvislegu hættum, sem það mætir i daglegu lifi. Jafnframt lætur hann þre- menningana komast i kynni við ýmsa ólika ættbálka aðra en Neanderdalsmennina, sem áður eru nefndir. 1 þeim hópi eru m .a. mannætur, en i þorpi þeirra tekst Noah og félögum að stela eldi. i leiðinni bjarga þeir ungri stúlku, Ika, af enn einum ættflokki, Ivaka. Stúlk- an slæst i för með þeim á flótta þeirra með eldinn undan mannætunum. Þar komast þau m.a. i návigi við mammúta. Noah og Ika dragast hvort að öðru, en þegar þau halda i átt til bækistöðva Ulam-ætt- bálksins með eldinn hverfur hún á brott til sins heima. Eft- ir nokkurt hik heldur Noah, og förunautar hans,á eftir henni, og er hann handtekinn af Ivaka-mönnum, sem reynast vera þróaðri en aðrir menn, sem fram koma i myndinni. Þeir eru til að mynda þeir þeir kunna listina aö kveikja eld með þvi að núa saman spýtum. Noah og félagar hans dvelja um hrið hjá Ivaka-ættbálkn- um, en hverfa að lokum á brott með eldinn og Ika slæst þá meði förina. Þegar heim til Ulam er komið tekst svo slysalega til, að eldurinn slokknar á ný, en Ika kennir þá Noah og ættmönnum hans að kveikja eld. Annaud leggur á það áherslu i myndinni að reyna að sýna raunverulega lifnaðarhætti frumstæðs fólks, og notar jafnvel frumstætt tungumál, sem Anthony Bur- gess bjó til. Honum tekst lika að gera þessa foríeður okkar, lifsbaráttu þeirra og hegðan trúverðuga og raunsanna. Lifsbaráttan á þessum tima hefur verið hörð og ruddaleg, og lifið stutt. Maöurinn átti i vök að verjast, þvi náttúran var óblið, þekkingiruáf skorn- um skammti og fjajjdmenn á hverju strái. Og Annáud tekst einstaklega vel að sýna, að við slikar aðstæður . þróaðist maðurinn og varð a^nnlegri. Það er ekki bara, af gínátt og smátt lærðu menrifrínr nýja tækni, heldur uröuv'jákvæðar mannlegar tilíinnirigar sifellt rikari þáttur i ékapgerð þeirra. Þetta kemur hest fram isamskiptum Noah og Ika, en ástarsaga þeirra — myndin endar þar sem þau sítja sam- an i tunglsljósinu — $r rauður þráður i myndinni. Þótt mörg atriðí innarséu ljót.eins ar sem hún á að 1 einnig mörg þeirr in, og myndin i heil aðeins forvitnileg h> ig skemmtileg, ai vera tæknilega verk. yndar- ieir tim- þá eru áðfynd- Sþvi ekki ur einn- ess að afreks- ESJ. ,EIIas Snæland Jónsson skrif- ar j-¥- -¥• Leitin að eldinum + + ★ Montenegro ★ ★ Rokk i Reykjavik Hetjur fjallanna [★ ★ ★rlhe Shining * ^ Uppvakningurinn [★ ★ ★Fram i Sviðsljósið Stjörnugjöf Tímans * * * * frðbær • * + * mjög gód - * * góð ■ * sæmileg - O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.