Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 6
mrnrn Fimmtudagur 15. april 1982 6 stuttar fréttir ■ Krá Þorlákshöfn. „Hefur valdið mikilli reiði meðal Sunnlendinga”' SUÐUHLAND: „Samkvæmt niðurstöðum Iðnaöarráðu- neytisins, er Sauðárkrókur sisti valkosturinn sem til greina gat komið að reist yrði steinullarverksmiðja. Allir rekstrarþættir verksmiðj- unnar stórir og smáir eru ó- hagstæöari á Sauðárkróki en i Þorlákshöfn”, segir i samþykkt sérstaks fundar Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga, atvinnumálanefndar samtakanna og stjórnar Iðn- þróunarsjóðs Suðurlands, er haldinn var s.l. föstudag. En sú ráðagerð iðnaðarráðherra að mæla með staðsetningu verksmiðjunnar á Sauðár- króki hefur valdiö mikilli reiði meðal Sunnlendinga og mót- mælti fundurinn henni harö- lega. Jafnframt segir, að ef byggöasjónarmiö eigi alfariö að ráða um staðsetningu verk- smiöjunnar megi ljóst vera, að hvergi sé meiri þörf á at- vinnuuppbyggingu en á Suður- landi. „Þar tala tölur sinu máli”. Framkominni þingsá- lyktunartillögu frá þingmönn- um Suðurlands um steinullar- verksmiðju í Þorlákshöfn er fagnað og skorað á Alþingi að samþykkja hana. —HEI 40% þátt- taka í prófkjöri IIÖFN: Helgina 3. og 4. april, fór fram sameiginlegt prófkjör Alþyðubandalags, Framsóknarflokks og Sjálf- stæöisflokks á Höfn i Horna- firði, vegna sveitarstjórna- kosninga i mai n.k. Alls tóku 374 þátt i prófkjörinu og eru það um 40% þeirra sem á kjör- skrá eru. Úrslit urðu þau að listi Alþýöubandalags hlaut 95 at- kvæði, listi Framsóknarflokks 143 atkvæði og listi Sjálf- stæðisflokksins 134 atkvæði. Eftirtaldir urðu i l'jórum efstu sætum hjá hverjum fiokki: Hjá Alþýöubandalagi: Haukur Þorvaldsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Sigurður Geirssonog Úlafia Gisladóttir. Hjá Framsóknarflokki: Birnir Bjarnason, Guðbjartur öss- urarson, Asgerður Arnar- dóttir og Sveinn Sighvatsson. Hjá Sjálfstæðisflokki: Unn- steinn Guðmundsson, Eirikur Jónsson, Ingólfur Waage og Aöalheiður Aðalsteinsdóttir. t sveitarstjórnakosningun- um 1978hlaut Alþýðubandalag 157 atkvæði og tvo menn kjörna. Framsóknarflokkur 221 atkvæði og tvo menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur 244 atkvæði og þrjá menn kjörna. HH/SV Framboðslisti framsóknar- manna í Njarðvík ■ Framboðslisti f:ram- sóknarmanna i Njarðvik fyrir bæjarstjórnarkosningarnar i vor hefur nýlega verið ákveð- inn. Tiu efstu sæti listans eru óbreytt frá úrslitum sam- eiginlegs prófkjörs sem efnt var til i Njarövik i vetur. List- inn er þannig skipaður: 1. Ólafur t. Hannesson, lög- fræðingur, Brekkustig 4. 2. Ólafur Eggertsson, húsa- smiður, Kirkjubraut 9. 3. Gunnar Ólafsson, lög- regluþjónn, Hæðargötu 4. 4. Steindór Sigurðsson, sér- leyfishafi, Klapparstig 10. 5. Ólafur Þórðarson, vél- stjóri, Hæðargötu 3. 6. Sigurjón Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri, Hliðar- vegi 76. 7. Margrét Gestsdóttir, hús- móðir, Njarðvikurbraut 12. 8. Ólafur Guðmundsson, toll- vörður, Grundarvegi 1. 9. Gunnlaugur Óskarsson, rafvirki, Hjallavegi 5. 10. Einar Aöalbjörnsson, lagermaður, Hjallavegi 5. 11. Jónas Pétursson, bilstjóri, Fifumóa 5. 12. Páll Ólafsson, rafvirki, Njarövikurbraut 11. 13. Sigurður Sigurðsson, yfir- lögregluþjónn, Grænási 3. 14. Kristján Konráðsson, skip- stjóri, Þórustig 14. —HEI Kristján Eidjárn flytur erindi SAUÐARKHÓKUR: tbúar á Króknum verða þeirrar á- nægju aðnjótandi i kvöld, að dr. Kristján Eldjárn mun flytja erindi, sem hann nefnir „Sumardvöl á Grænlandi fyrir 40 árum”. Erindið verður flutt i Safna- húsinu og hefst klukkan 21. Gó/Sauöarkróki. þingfréttir Sykurverksmiðja í Hveragerði ■ Iðnaðarráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um sykurverk- smiðju i Hverageröi. Þaö er ráö fyrir gert aö rfkisstjórninni sé heimilt aö taka þátt i hlutafélagi, er eigi og reki sykurverksmiðju I Hveragerði og aö leggja fram allt aö 40% hlutafé þess, enda veröi hlutaféð minnst 30% af stofn- kostnaði. Málefni verksmiöj- unnar heyra undir iönaðarráð- herra. í athugasemdum er grein gerð fyrir þeirri ákvörðun að reisa verksmiðjuna og reka hana og segir þar m.a.: „Með frumvarpi þessu er stefnt að stofnsetningu sykurverk- smiðju i Hverageröi. Reiknað er með að rikið sé eigandi allt að 40% af hlutafé félagsins. Ein- staklingar, fyrirtæki og sveitar- félög verði eigendur 60% hluta- fjár. Hugmyndin um byggingu sykurverksmiðju á sér nokkurn aðdraganda. Máliö kom til kasta Alþingis voriö 1977, þegar samþykkt var þingsályktunartil- laga þess efnis að gerð yrði hag- kvæmniathugun á aö byggja sykurhreinsunarverksmiðju á tslandi. Var finnska fyrirtækið Finska Socker AB fengið til að gera skýrslu um málið. Skýrslan var tilbúin i október 1977. Lagt er til i skýrslunni aö framleiða sykur úr melassa og var hérum grundvallarbreytingu aö ræða, þar sem áöur hafði verið reiknaö með að hreinsa hrásykur. Rófumelassi er tiltölulega ó- dýrtog vannýtt hráefni, sem fell- ur til i venjulegum sykurverk- smiðjum.sem framleiða sykur úr rófum. Niðurstöður úr skýrslu Ahuga- félags um sykuriönaö hf. og Finska Socker AB frá þvi i febrú- ar voru þessar m.a.: Á árinu 1978 er stofnaö Áhuga- félag um sykuriðnað hf. Beitti félagið sér fyrir þvi i samvinnu viö Finska Socker AB með stuðningi Norræna iönaöarsjóös- ins aö vinna ýtarlega skýrslu um sykurvinnslu i Hverageröi. Skýrslan inniheldur m.a. for- hönnun á verksmiöjunni. Niðurstöður úr skýrslu Ahuga- félags um sykuriðnað hf. og Finska Socker AB frá þvi I febrú- ar voru þessar m.a.: 1. Þaöerfullkomlega tæknilegur möguleiki að byggja sykur- verksmiðju sem grundvallast á melassahráefni. 2. Það er mögulegt að framleiöa fyrsta flokks kristallaöan sykur úr sykurinnihaldi frum- melassa með venjulegri kristöllunaraöferð. 3. Sú orka, sem vinnslan þarf á mismunandi stigum, sérstak- lega eiming á sykurupplausn- inni og lokamelassanum, fæst úr jarögufu. Einnig er hægt að framleiða raforku til eigin þarfa með jarögufunni. 4. Það er hagkvæmt að velja verksmiöjunni staö i Hvera- gerði, þar sem nauðsynlegar forsendur fyrir framleiðslu af þessu tagi eru fyrir hendi: vinnuafl, vatn, kælivatn og það, sem er mikilvægast, jarögufa, en tilraunir sýna, að nægjanleg gufa meö heppileg- um eiginleikum er fyrir hendi. 5. Núverandi dreifi- og sölukerfi á tslandi getur séð um dreif- ingu og sölu á allri ársfram- leiöslunni, um 10.000 tonnum á ári. 6. Tilraunir sýna, aö þaö er mögulegt aö þurrka þann hluta hráefnisins, sem ekki er sykur, hinn svokallaöa loka- melassa, og gera úr honum þurrt fóður, svokallað melassamjöl (mjölkenndur melassi). Það ætti aö vera mögulegt að koma melassa- mjölinu meö tiltölulega skjót- um hætti á markaöinn með hjálp islensku fóður- blöndunarfyrirtækjanna. 7. Á grundvelli tiltölulega ná- kvæmrar forhönnunar er fjár- festing f verksmiðjunni áætluð um FIM 106.300.000, reiknuö á verðlagi i nóvember 1979. Fjárfestingin nær yfir verk- smiðjulóð, verksmiðju- byggingar og vélbúnað, búnaö til öflunar og dreifingar á orku, geymslur fyrir hráefni og framleiösluvörur og flutningstæki svo og annan óhjákvæmilegan kostnað. Það vekur athygli, að hlutdeild tolla, skatta og opinberra gjalda í heildarf járfestingunni er um 20%. 8. Ef 15 ára endurgreiðslutimi og 12% ársvextir eru notaðir á fjárfestinguna, þá veröur kostnaðarverö sykursins FIM 2,4/kg. Þegar 36% verslunar- álagningu er bætt viö, fæst verðið isl. kr. 350/kg á venju- legum kristölluðum sykri. Þetta verð er vel samkeppnis- hæft við sykurverð eins og það var á Islandi I nóvember-des- ember 1979. Almennt er hægt að draga þá ályktun, að sykurframleiðsla á íslandi tryggir sykurverð til neytenda, sem er hóflegt og sambærilegt verðlagi i öðrum Evrópulöndum. ■ Lagðir hafa verið fyrir Alþingi til staðfestingar fjórir Noröur- landasamningar um vinnu- markaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. Þeirra viðamestur er samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað sem undirritaður var i Kaupmanna- höfn 6. mars s.l. Um samninginn um sameigin- legan norrænan vinnumarkað segir: „Hinn 22. mai 1954 var geröur Norðurlandasamningur um sam- eiginlegan vinnumarkað. Island gerðist aldrei aöili að þeim samningi. Meginregla þess sam- ings var aö ekki skyldi i samningsríkjunum krefjast at- vinnuleyfis fyrir rikisborgara neins hinna samningsrikjanna. Ariö 1978 ákvað norræna ráö- herranefndin (vinnumálaráð- herrar) að láta endurskoða samninginn frá 1954. Arangur þessarar endurskoðunar var nýr samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkaö sem undirritaöur var i Kaupmanna- höfn 6. mars 1982. Samingurinn er prentaöur sem fylgiskjal 1 með þingsályktunartillögu þessari. Eins og i samningnum frá 1954 er meginreglan sú að i samnings- löndunum skuli ekki krafist at- vinnuleyfis fyrir rikisborgara neins hinna samningslandanna (1. gr.). 1 nýja samningnum er meiri áhersla lögð á hlutverk hinna opinberu vinnumiölana i samningslöndunum (3. gr.). Enn- fremur skulu samningslöndin leitast við að tryggja að flutningur starfsfólks milli landa skuli fara fram við félagslega tryggar aöstæður sem fyrirfram eru kunnar. Islensk stjórnvöld tóku ekki beinan þátt i endurskoðun samningsins. A siðastliönu ári var þó athugað hvort grundvöllur væri fyrir aðild Islands aö væntanlegum samningi. Félags- málaráðuneytið leitaði umsagnar Þetta er mögulegt viö nú- verandi aðstæður án niður- greiðslna eöa með litilsháttar stuðningi eins og Ukast i flest- um löndum Evrópu. 9. Hin áframhaldandi mikla hækkun á eldsneytisveröi eykur stöðugt verðið á hreins- uðum sykri á heimsmarkaðin- um. Þar sem jarðvarmi er fyrir hendi á Islandi, býður eigin sykurframleiðsla upp á mikilvægan möguleika til aö hagnýta þessa orku. Þurrkun lokamelassans i fdðri eykur enn notkunargildi jarðvarm- ans. 10. Þjóðhagsleg áhrif fjár- festingarinnar verða í fyrsta lagi tiltölulega jafnt og hóflegt sykurverð, I öðru lagi næst umtalsverður gjaldeyris- sparnaður, um það bil FIM 15- 18 milljónir á ári. Þar fyrir ut- an er hægt að reikna með hag- stæðum áhrifum á atvinnuá- standið, þar sem verksmiðjan býður upp á ný störf fyrir 60-70 manns. Einnig hlýtur hin nýja tækni sem berst til landsins að vera áhugaverð.” samtaka vinnumarkaðarins hér á landi. 1 ljós kom aö áhugi væri fyrir hendi á þátttöku Islands að uppfylltum vissum skilyrðum, m.a. að islenskum stjórnvöldum yrði heimilt aö gera sérstakar ráðstafanir til að koma i veg fyrir röskun jafnvægis i vinnu- markaðnum vegna t.d. hóp- flutninga starfsfólks. A þaö var bent að atvinnumarkaöur á tslandi væri svo litíll að jafnvel tiltö lulega litlir flutningar gætu raskaö jafnvægi og skaðað efna- hagslega og félagslega þróun i landinu. Aö loknum viðræðum við full- trúa hinna samningslandanna var ákveðið að koma til móts við óskir tslendinga og í 7. lið bók- unar við samninginn er að finna eftirfarandi ákvæði: „7. Samningurinn skal ekki vera þvi til fyrirstööu að íslensk stjómvöld geti, i sér- stökum tilvikum og að höfðu samráði við hin samningslönd- in, áskilið atvinnuleyfi i þvi skyni aö koma i veg fyrir rösk- un jafnvægis vegna hóp- flutninga starfsfólks eða meiri háttar flutninga einstaklinga sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eöa atvinnu- greinum.” Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um atvinnuréttindi út- lendinga (nd. 93. mál). Þar segir i 11. gr.: „Ekki þarf að sækja um at- vinnuleyfi fyrir útlendinga, sem undanþegnir eru atvinnuleyfi samkvæmt alþjóðasamningum sem ísland er aöili að.” „Ekki þarf að sækja um at- vinnuleyfi fyrir útlendinga, sem undanþegnir eru atvinnuleyfi samkvæmt alþjóðasamningum sem Island er aðili aö.” Lögfesting sliks ákvæðis er for- senda fyrir þvi aö hægt verði að fullgilda samninginn.” OÓ Samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað: Island vill fyrirvara svo að hópflutningar hingað raski ekki jafnvægi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.