Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 20
VAJRA HLUTIR HikiA nrval Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrus Sími (»1) 7 - 75 - 57, <91) 7 - 80 - 30. Skemmuvegi 20 KOpavogi HEDD HF. Opið virka daga 9-19 • Laiigar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag HÖGGDEYFAR QJvarahlutir 19 f ímmtudagur 15. april 1982 síðustu fréttir •« mn. —Sjó. Sigurður Rúnar Steingrimsson, vigtarmaður I Grindavik er uggandi, þrátt fyrir góða vertið, vegna þess að smáfiskinn vantar. — Timamynd: Róbert. BARA ROLLUR, ENGIN LÖMB NUIVANTAR SMAFISKINN” segir Sigurður Rúnar Steingrímsson, vigtarmaður í Grindavík ■ „Viö vorum með 5000 tonnum meiri afla um siðustu mánaða- mót, en á sama tima i fyrra og ég held að það verði að teljast gott fiskeri þótt auövitaö sé það misjafnt eftir bátum,” sagði Sig- urður Rúnar Steingrimsson, vigtarmaður i Grindavik, þegar blaöamaður Timans heimsótti hann fyrir skömmu. „Núna fyrir páskastoppið vorum við búnir að fá 25.255 tonn á land frá áramótum i 2204 löndunum. Fiskurinn hefur verið skínandi, stór og góður. Þó er fiskurinn nokkuð misjafn eftir þvi hvar hann hefur veiðst. Hann er áberandi stærri á grunnslóðum, eða 110 til 120 i tonninu, en á djúp- slóö eru yfirleitt 150 til 160 þorskar i tonninu.” Vantar smáfiskinn „Þetta sýnir okkur að það vantar smáa fiskinn. Það eru bara rollur engin lömb,” sagði viktarmaöurinn. „Það finnst mér vægast sagt uggvænlegt. 1 hitteöfyrra var fiskurinn mjög smár, i fyrra stærri og núna enn stærri. Eftir þvi sem ég kemst næst þá er fiskurinn núna um einu kilói þyngri að meðaltali en hann var i hitteöfyrra.” — Af hverju stafar þetta? „Þetta segir okkur einfaldlega það að það er alltof mikið veitt af smáfiski á haustin og vorin. Ég veit að togaramenn vilja ekki viðurkenna þessa staöreynd, en mér sýnist hún bæði einföld og ljós.” Aðkomubátum fjölgar — Hvað eru margir bátar gerðir út héðan? „Undanfarna daga hefur 81 bátur landað hérna. Þar af eru sennilega 45 heimabátar. Ég held að aðkomubátum fjölgi mjög eftir páska, blessaður það má reikna með a.m.k. 95 til 100 batum hérna áður en yfir lýkur. Þá verður lif i tuskunum. Þetta er fjórða árið mitt hérna á vigtinni og þaö allra liflegasta. En eins og ég sagði áðan þá list mér ekkert á framhaldið ef smái fiskurinn fer ekki að sjást. Menn verða aögera sér það ljóst fyrr en seinna.” — Hvaða bátar eru hæstir hér i Grindavik? „Það eru einir fjórir bátar sem hafa náð 800 tonnum eða meiru. Vörður er með 865.7 tonn, Hrungnir með 852,1, Hafberg með 817,9 og Gaukur með 800,4, svo er mikill fjöldi báta búinn að fá frá 600 til 800 tonn,” sagði Sigurður Rúnar að lokum. — Sjó. Mokafli hjá tog- bátum í Eyjum ■ Mokfiskeri var hjá togbátum i Vest- mannaeyjum i gær og fyrradag og lönduðu þeir allt að 32 tonnum af vænum þorski eftir sólarhringsúthald i gær. Freyja RE var aflahæst með 32 tonn, næstir komu Sæfaxi og Baldur með rúm tuttugu tonn eftir sama tima. Aðrir bátar voru með frá tólf til tuttugu tonn eftir sama tima. Aðrir bátar voru með frá tólf til tuttugu tonn. Afli netabáta var hinsvegar mun rýrari, eða allt niöur i þrjú tonn eftir sólarhring- Innbrotið í Gull og silf ur: Ungi maðurinn enn i gæslu. ■ Ungi maðurinn, sem úrskurðaöur var i gæsluvarðhald hjá rannsóknarlögreglu rikisins vegna gruns um aðild að innbrotinu i skartgripaverslunina Gull og silfur aðfara- nótt skirdags, sat enn I gæslu þegar Timinn hafði samband viö rannsóknarlögregluna i gærkvöldi. Að sögn rann- sóknarlögreglunnar hefur maðurinn ekki viðurkennt aðild aö verknaðinum og sagði rannsóknarlögreglan að enn hefðu ekki fundist neinir munir sem stolið var i inn- brotinu. Gæsluvarð- hald unga mannsins rennur út á mánu- dagskvöld. —Sjó. dropar Af vara- mönnum ■ Guðnin Helgadóttir, alþingism aður, hafði samband við okkur vegna klausu um væntanlega ferð hennar og Sigurjóns Péturssonar til Norður- landa sfðar i þessum mánuði. Vildi Guðrún koma þvi á framfæri að hún færi á höfuðborgaráöstefnuna sem varamaður Kristjáns Benedikts- sonar. Ekki gaf hún þó mikiö út á að hún myndi sem slíkur „agitera” sér- staklega fyrir Fram- sóknarflokkinn meðal tslendinga ytra... Eftirsótt sýslumanns- embætti ■ t dag rennur út um- sóknarfresturinn um hið eftirsótta embætti sýslu- manns á Selfossi, cn Páll Hallgrímsson, míverandi sýslumaður og hinn siðasti slikur sem skipaðurvar af Danakon- ungi, lætur af störfum innan skamms . Siðdegis i gær höfðu fimm umsóknir borist, og þar sem þræöir Dropa liggja viða getum við upplýst hverjir áttu þær: Sigurður Gizurarson, sýsiumaður á Húsavik, Haiidór Kristins son, bæjarfógeti á Bolungar- vík, Einar Oddsson, sýslumaöur I Vik í Mýr- dal, Kristján Torfason, bæjarfógeti i Vestmanna- eyjum og AUan Magnús- son, fulltrúi á Selfossi. Til viðbótar þessum umsóknum töldu fróðir menn líklegt að þrjár um- sóknir að minnsta kosti ættu eftir að berast til viðbótar, þ.e. frá Boga Nilssyni bæjarfógeta á Eskifirði, Andrési Valdi- marssyni sýslumanni á Stykkishólmi og Jó- hannesi Árnasyni, sýslu- manni á Patreksfiröi. Sumir hafa leitt að þvi getum að Friöjón Þóröar- son, dómsmálaráöherra, hafi ætlað sjálfum sér umrætt embætti, en fátt þykirbenda til þess nú að af þvi verði. Ef hins vegar Friðjóni snýst hugur þá getur hann frestað þvi að m-%. tf veita embættið, — sett mann I það til bráða- birgða og auglýst þaö siðan laust til umsóknar aftur einhverntima Krummi ... sá i dagblaðsfyrirsögn i gær að „Svarti dauði fer vel i Luxara”. Harðgert fólk i Luxemborg...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.