Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. april 1982 Forsenda fyrir dvöl vamarliðsins hér á landi, er að það hafi ekki af- skipti af innan- landsmálum. Yrði misbrestur i þvi efni, væri brostin veruleg forsenda fyrir dvöl varnar- liðsinshérálandi. og er utanrlkisráðherra til ráðu- neytis um þau málefni. Hafréttarmál Hafréttarmálefnin eru okkur íslendingum jafnan hugstæð. Rétt er að geta þess, að á fundin- um i Genf i ágúst 1981, var I fyrsta sinn gefið út uppkast að haf- réttarsáttmála, en hinar fyrri út- gáfur höfðu verið óformleg drög. Þetta undirstrikaði m.a. að nú færi að draga að lokum ráðstefn- unnar, sem þá hafði verið að störfum i nær átta ár. Einn stóran skugga ber þó þarna á og er þar um að ræða æði viðtækar breytingatillögur, sem Banda- rikjastjórn hefur sett fram um málmvinnslu á alþjóðahafsbotns- svæðinu. Viðbrögð þróunarrlkja við þessum breytingatillögum hafa verið mjög neikvæð og þvi er sú hætta vissulega fyrir hendi að ekki náist eining um endanlega gerð sáttmála. Hvort þá yrði gengið til atkvæða um textann eða starfi ráðstefnunnar frestað um óákveðinn tima er enn óljóst. Viö hljótum að vona I lengstu lög að fullt samkomulag náist svo að öll rlki heims treysti sér til að fullgilda sáttmálann. Að öðrum kosti kynnu hættulegar deilur um einstök ákvæði hans að geta blossað upp hvenær sem væri. Ellefu ríki á hafréttarráöstefn- unni, Norðurlönd öll, Ástralia, Nýja Sjáland, Kanada, Holland, Irland og Austurriki hafa komið upp óformlegum vinnuhópi til að leita að málamiölun milli sjónar- miða Bandarikjamanna, sem reyndar njóta nokkurs skilnings ýmissa stærri iðnrikja og þróunarríkjanna hins vegar, Sviss hefur bæst I hópinn. Hvort slfk málamiðlun tekst er enn alls- endis óvist, en við verðum að vona hið besta. Samskipti ríkra þjóða og snauðra Iframhaldi af því, er segir IVI. kafla skýrslunnar um þróunar- samvinnu, langar mig til að bæta við nokkrum orðum um norður- suður vandamálin svokölluðu. A undanförnu ári hefur þvi miður nær ekkert þokast áfram I norður-suður málaflokknum, eða um samskipti rikra þjóða og fá- tækra. Þar með á ég þó ekki við aö umræður hafi legið niðri. 36. allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna fjallaöi nokkuð um þennan málaflokk á sJ. hausti og raunar hefur þessu jxngi enn ekki verið formlega slitið aöallega vegna þess að þingforseti kveðst enn standa fyrir óformlegum viðræð- um varðandi þennan dagskrárlið sem fjallar um alhliða samnings- viðræður um alþjóða efnahags- samvinnumál og verði þingið kallað saman til að fjalia um það mál þegar þokast i samkomu- lagsátt. 1 október var haldinn fundur leiðtoga 22 rikja i Cancun til að ræða þessi sömu mál og reyna að marka framtiðarstefnu. Lltill árangur hefur enn komið i ljós af þeim fundi þótt llnur kunni að hafa skýrst eitthvað. 1 tillögum þróunarrikjanna sem fram komu 1979 eru vissulega settar fram róttækar hugmyndir um grundvallaratriði i alþjóðleg- um efnahagsmálum. Byrðarnar munu fyrst I stað aðallega falla á vestræn iðnaðarriki þótt segja megi að ýms atriði þessara til- lagna gætu bætt hag allra þegar til lengri tima er litið. Ýms vesturlönd, einkum Bandaríkin, hafa ekki verið reiðubúin til heildar samningaviðræðna um þessi mál, ekki sist vegna þess að erfiðleikar i efnahagsmálum heimsins og heima fyrir gerir þeim ekki fært að taka á sig frek- ari byrðar. Sovétrikin og þeirra fylgiriki halda sig svo að mestu utan við með þeirri gamalkunnu röksemdafærslu að þau eigi enga sök á ástandinu og hafi þvi engum skyldum að gegna. Óhugnanlegar staðreyndir Meðan hvorki gengur né rekur i þessum málum, stendur aðstoð við fátækustu rlki heims i stað eða dregst jafnvel saman. Nýlega fékk ég í hendur upplýsingarit frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sem gefur yfirþyrmandi mynd af einum þætti ástandsins. Ég held að það sé hollt fyrir okkur að heyra nokkrar staðreyndir, sem þarna koma fram. Við höfum lengi talið það hér á landi að barnslifið væri ekki unnt að meta til fjár. En á árinu 1981 hefðu eitt þúsund krónur á ári á barn gert gæfumuninn. Hefði þeirri upphæð verið eytt á skyn- samlegan hátt handa hverjum og einum hinna fimm hundruð milljóna fátækustu mæöra og barna I heiminum hefði mátt sjá þeim fyrir bættum mat, hættu- minni meðgöngu, grundvallar- menntun og heilsugæslu, auknu hreinlæti og heilnæmara vatni. Jafnframt þvi að draga þannig úr neyðinni hefðu slikar aðgerðir stuðlað að þvi að draga úr of- fjöigun mannkyns og auka hag- vöxt á komandi árum. I stuttu máli sagt hefðu slíkar aðgerðir til að tryggja grund- vallarþarfir allra barna i heimin- um bæði verið stærsta mannúðar- mái, sem unnt er að vinna að og einhver besta fjárfesting sem heimsbyggðin hefði getað lagt i. A árinu 1981 reyndust þúsund krónur á ári hærra verð en heims- byggðin var reiðubúin að greiða. Greitt verð reyndist vera eitt barnslif aðra hverja sekúndu eða 17 milljónir yfir árið. Innan við 10% þessara barna voru bölusett gegn sex algengustu og hættuleg- ustu tegundum barnasjúkdóma. Slikt kostar 50 krónurábam. Það er hins vegar of dýrt og þvi varð kostnaöurinn 5 milljónir barns- lifa. Arið 1982 verður ekkert betra. Núídagmunu40þúsund börn lát- ast, 100 milljónir munu fara hungruð að sofa i kvöld og áður en árið er liðið hafa 10 milljón böm beðið varanlegt tjón til Ukama og sálar af næringarskorti og 17 milljónir munu hafa dáið áöur en 5 ára aldri er náð. Þetta eru óhugnanlegar staðreyndir en staðreyndir eigi að siður. Okkur hlýtur öllum að vera hollt að hafa þær Ihuga þegar við deilum hér um skiptingu á þjóðarkökunni og veltum þvl fyrir okkur hvort þetta allsnægtaþjóð- félag eigi að láta sér nægja að leggja fram 50 aura af hverjum eitt þúsund krónum þjóðarfram- leiðslunnar til að lina þessar þjáningar eða hvort við eigum að vera svo rausnarlegir aö hækka þetta upp I 65 aura af hveijum þúsund krónum þjóðarfram- leiðslu. Okkur finnst sjálfsagt, að þessar óhugnanlegu staðreyndir séu okkur fjarlægar. Þær em vissulega ekki fyrir hendi I okkar allsnægtaþjóöfélagi, þó að við finnum okkur næg tilefni til að kveina og kvarta. En ég hefi viij- að vekja menn til umhugsunar um þessi efni. ■ Margrét ólafsdóttir, Aöalsteinn Bergdal og Gisli Halldórsson I hlutverkum sfnum f Hassið hennar mömmu HASSIÐ HENNAR MÖMMU LEIKFÉLAG REYKJAV ÍKUR HASSIÐ HENNAR MÖMMU Höfundur DARIO FO Þýðandi: Stefán Baldursson. Leik my nd og bún inga r: Jón Þórisson. Lýsing: Daniel Williamsson. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Frumsýning 4.4.1982 Dario Fo ■ Hassið hennar mömmu, heitir nýinnfluttur leikur eftir italska leikhúsmanninn Dario Fo, sem er fyrir löngu orðinn heimsfrægur fyrir verk sin, en hann lítur ekki aðeins á leikhúsið sem leikhús, heldur einnig sem tæki i baráttu fyrir skoðunum og þeirri mann- úðarstefnu er hann fylgir. t leikskrá er hann kynntur m.a. meö svofelldum orðum: „Dario Fo fæddist árið 1926, i bænum San Giano á Norður- ttalíu.þar sem faðir hans starfaði við járnbrautimar. Hann var sið- ar gerður að stöðvarstjóra i Milanó og þar hefur Fo búið og starfaðlengst af. Hann stundaði i fyrstu nám i húsagerðarlist en snerisér fljótlega einvörðungu að leiklistinni. Hann bæði lék og samdi leikrit, og byggði þá gjarn- an á gamalli italskri hefð Commédia dell’arte leikjanna en i þeim má að sjálfsögðu einnig finna áhrif annars staðar frá, svo sem frá Moliere, Piscator og Brecht. A þrjátlu ára höfunda- ferli, hafa verk hans tekið marg- vlslegum breytingum, orðið bein- skeyttari og jafnvel hættulegri, einkum á heimaslóðum. Lengi vel þóttu ærslaleikir hans gamanið eitt og jafnvel ekki ýkja grátt, misskilningsflækjur sátu i ; fyrirrúmi, framhjáhald og ástar- | brall oft sem áður aðal-viðfangs- 1 efnin. En svo fór hann að nota leikhúsið sem tæki i pólitískri réttinda- og vakningarbaráttu ítalskrar alþýðu I æ rikara mæli. Um árabil gekk hann svo langt að setja sýningarbann á verk sin, ef svokölluð stofnanaleikhús áttu I hlut. Stór, opinberlega styrkt leikhús voru handbendi borgara- stéttarinnar að hans mati, verk- in varð að sýna af róttækum, sjálfstæðum leikhópum, sem þá voru aö spretta upp um alla álf- una. Siðustu árin hefur hann af- létt þessu banni og verk hans eru nú sýnd allsstaðar. Sjálfur er hann hinn sanni þús- undþjalasmiður: höfundur, aðal- leikari, leikstjóri, leikmynda- teiknari og semur jafnvel tónlist, ef á þarf að halda. Asamt konu sinni, Franca Rame, hefur hann farið víöa með leikflokk sinn (eða flokka, þvi að hópurinn hefur breyst, sundrast og stundum sameinast á ný), og gert að sögn þeirra sem til þekkja ómælanlegt gagn með þeirri hvatningu og baráttuörvun sem felst i öllum hans siðari verkum. Þau eru iðu- lega samin i samráði við væntan- lega áhorfendur, Ibúa fátækra- hverfanna, I itölskum borgum og I leikritum eins og VIÐ BORGUM EKKI og STJÓRNLEYSINGI FERST AF SLYSFÖRUM, byggir hann beinlinis á atburöum sem raunverulega áttu sér stað þannig að verkin urðu vopn i baráttu fólksins fyrir bættum kjörum og betra lifi”. Að vlsu veit ég ekki hvernig sá árangur er mældur I kjarabótum, sem unnist hefur með Dario Fo, en sem höfundur ærslaleikja, þá greinum við hann frá öðrum I þá veru, að hann kemur okkur ekki aðeins til að brosa, heldur lika til þess að hugsa. Skopið er nefni- lega skæðara vopn er margt ann- að og haröstjórar gjöra sér grein fyrir þvi. Má minnast I þvl sam- bandi sjónvarpsþáttar, þar sem prófessor I einu Austantjalds- landanna var dæmdur i nauðung- arvinnu fyrir að fara með skrýtl- ur um valdið og láta leika þær. Járnkerfið stenst f lest vopn þessa heims, en við skopi er það varn- arlaust með öllu. Hassið hennar mömmu Hassiö hennar mömmu segir frá afa og móður drengs, sem byrja að reykja hass. Rækta það og selja, eftir að hafa staðið drenginn aö neyslu á hassi og LSD og fleiri vimugjöfum. Móðir- in vinnur á sjúkrahúsi, eða er hjúkrunarkona, — eða gjörði það öllu heldur, en afi gamli er aðeins gamall kommúnisti, sem safnar mynt og sækir fundi. Afi og mamma byrja ekki af neinu fikti. Þau taka eiturlyfja- neyslu sina alvarlega og visinda- lega. Verða sérfræöingar i ávana- og fíkniefnum, þannig að drengn- um verður um og ó. Aö visu notar hann þetta efni. En hann hafði ekki hugsað sér, að móðir hans og afi færu aö stunda búðarhnupl og annað, er v-imuefnum fylgir, og reyndar fellur honum allur ketill i eld, þegar hann kemst að lifnaö- arháttum fullorðna fólksins. Lestarstjórinn á hæðinni fyrir ofan er llka orðinn afkastamikill hassræktarmaður, og er jafnvel farinn að pissa út af svölunum, þvi klósettið er einnig notað sem gróðrarstöö fyrir hass. Antonio frændi mömmu fyrr- verandi herlögreglumaður, sem læturafherþjónustu vegna bækl- unar, er ráðinn I vinnu hjá flkni- efnalögreglunni og kemur i óvænta heimsókn. Hann á að rannsaka tvær hassfjölskyldur i hverfinu, eftir tilvlsan sóknar- prestsins. Ogþá er auðvitað alLt i voðanum. Fyrri hluti þessa leiks er mjög fjörugur á köflum og frumlegur. Dario Fo er engum likur og svifst einskis. Niðurlagiö er á hinn bóg- inn minna sannfærandi, og I raun- inni mistekst honum að ljúka þessu verki. Dæmið gengur ekki upp.. Þetta verður þd naumast skrif- að á leikarana, þótt Leikfélag Reykjavikur sé stofnanaleikhús, sem leikur fyrir borgun, eða er á opinberu framfæri. En sem áður sagði, þá vildi Dario Fo um tima ekki leyfa slikum leikhúsum að sýna verk sin. Mest mæðir á þeim Rosettu, eða mömmu, sem leikin er af Margréti ólafsdóttur, afa, sem Gisli Halldórsson leikur og á syn- inum Luigi, sem Emil Gunnar Guðmundsson leikur en auk þeirra fara þau Aðalsteinn Berg- dal, Ragnheiður Steindorsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Guð- mundur Pálsson með hlutverk, einkum i siðari hluta verksins. Þau Gisli og Margrét fara þarna á kostum, og það sama má segja um Emil Gunnar Guð- mundsson. Hitt fólkið vantar á hinn bóginn leikrit, ef svo má orða það. Þau koma ekki i spilið, fyrren skömmu áður en DarioFo byrjar að leita aö útgöngudyr- um til að komast af sviðinu, og sú leið, er hann velur er vægast sagt áhrifalaus, að minnsta kosti I þeirrigerð.enhún er sýnd i Iðnó. Leikstjóm er annars vel unnin og leikmyndin alveg sérlega góð, nema góðir hurðarhúnar stinga dálítið i stúf við hina sólsviðnu veggi I leiguhjallinum. ÞýðingStefáns Baldurssonar er lipurt verk og fullt af oröaleikj- um. En þrátt fyrir þetta, þá kemst eitt og annað vel til skila I þessu verki, sem öðrum eftir sama höf- und, og margt er smellið og það er hvass broddur I ádeilunni að vanda. Jonas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar um leik- list.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.