Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. april 1982 erlent yfirlit ■ Hernaðarsigrar Irana i styrj- öldinni við Iraka hafa treyst mjög klerkaveldið i Iran. Siðan i byltingunni fyrir þrem árum hefur þvi i raun aldrei verið veru- lega ógnað, en andstaða gegn þvi samt verið verulag og hermdar- verk tið. Allri mótspyrnu innan- lands hefur verið mætt af fyllstu hörku og pólitiskar handtökur verið mun tíðari og fleiri en opin- berar tölur gefa til kynna. And- legt frelsi er ekki til i landinu. Staðfest dæmi eru um að menn og konur hafa verið handtekin og tekin af lifi fyrir það eitt að i fór- um þeirra fundust bækur eftir evrópska rithöfunda og verk Karls Marx. Allir verða að hlita vilja klerkanna og sýna i orði og verki nákvæmlega sömu trú og þeir. Frjáls hugsun er bannfærð og frávik frá réttri trú kosta menn lifið. Byltingarverðir Khomeinis er sú svipa sem dynur á hverjum þeim sem verður á i messunni. Upphaflega var þetta samsafn alls kyns götustráka og ofbeldis- seggja iðulega kallaðir „náms- menn” í vestrænum fjölmiðlum, en heima fyrir ganga þeir undir heitinu Pastras. Þeir eru nú agaður hópur ofstækismanna, sem hlýðir vilja klerkanna i einu og öllu. Sigurganga írana i striðinu við nágranna sina Iraka siðustu vikurnar er ekki sist að þakka byltingarvörðunum. Þeir berjast nú við hlið hersins og ganga fram af sliku hugrekki og ofstæki að engu er likar en þeir gangi fagn- andi beint i dauðann á móti byssukjöftum andstæðinganna. Mannfall i liði Irana hefur verið mikið en nóg er af mannskapnum og fyllt er i skörðin eftir þörfum. Það er athyglisvert að tranir hafa um 20 þúsund striðsfanga i haldi en írakar ekki helming þess fjölda á sinu valdi. líanir berjast til að sigra, hvað sem það kostar. Það vakti undrun á sinum fima, þegar styrjöldin hófst hve vel vopnum búinn og bardagahæfur iranski herinn var. Þá var byltingarstjórnin búin að hreinsa verulega til i hernum og fjöldi hershöfðingja og liðsforingja teknir af lifi eða i fangelsum. íran: ■ Khomeini erkiklerkur gerist nú aldraður og er farinn að heilsu. Hann á ekkieftirað sitja á valdastóli lengi enn. Hvaðtekur þá við? Klerkar og herinn treysta völd sín — vígtennurnar dregnar úr andstöðuhópum Irakar álitu greinilega að landa- mærahéruð Irans væri þeim auðveld bráð. En annað kom á daginn. Iranski herinn barðist af þrótti og hefur haldið sinu allt frá þvi að Irakar hertóku nokkur landsvæði innan irönsku landa- mæranna. En nú er eins og iranski herinn hafi fengið nýtt blóð og gagnsókn er hafin á miðvigstöðvunum. Og herinn hefur fengið nýtt blóð i orðsins fyllstu merkingu. Byltingarverðir berjast við hlið hermannanna með fyrrgreindum árangri. En herinn er samt sem áöur ekkert sérlega hrifinn af þessari liðveislu. Hans veldi er ógnað. Byltingarverðirnir til- heyra ekki fastahernum.þótt þeir berjist með honum, og heima fyrir er þeim þakkað hve hernaðurinn gengur vel um þess- ar mundir og að verið er að hrekja óvinina út fyrir landa- mærin. Þvi er herinn afbrýðisam- ur og er ekki einn um sigurgöng- una. 1 ræðu sem Khomeini flutti nýverið gætti hann þess að gera ekki upp á milli hersins og byltingarvarðanna er hann fór fögrum orðum um sigurvinning- ana,þvi herinn er sterkt afl i land- inu sem ekki er vert að hafa á móti sér. Khomeini gerist nú aldraður og farinn að heilsu og menn velta mjög fyrir sér hvað gerist i land- inu eftir hans dag. Iranir þekkja ekki lýðræði. Allur fjöldinn er hlutlaus hvað stjórnmálum við- kemur. Einræði keisarans og siðan einræði klerkanna hefur ekki orðið til þess að vekja þjóðina til pólitiskrar vitundar. Þaö er öllu stjórnað og íranir al- mennt taka þvi sem að höndum ber. Þeir þekkja ekki hugtakið um valfrelsi einstaklingsins, sem Vesturlandabúar telja sjálfsagt og eðlilegt. Þvi er ákaft haldiö að lands- mönnum að þaó hafi eingöngu verið shitarog klerkar þeirra sem börðust gegn keisarastjórninni og felldu hana. Hlutur vinstrisinna alls konar er gerður litill sem enginn. Mujaheddin-hreyfingin var öflugust andstæðinga klerka- veldisins og höfðu hermdar- verkamenn hennar sig mjög i frammi og talið var að hún ætti talsverð itök. tfebrúarmánuði s.l. var gengið á milli bols og höfuös á hreyfingunni með aðgerðum sem virðast hafa lamað hana og hafa Mujaheddin skæruliðar litið látið á sér kræla siðan. Marxistafylkingin Fedayeen er klofin. Tudeh flokksbrotið sem er hallt undir Moskvu hefur enn nokkur völd og hefur starfað með klerkastjórninni og ræður með meiru nokkrum ráðuneytum, er að missa áhrif sin og sýna klerkarnir þessum bandamönn- Oddur Ólafsson skrifar um sinum sifellt meiri tortryggni. Haldi sigurganga hersins i landamærahéruöum áfram og geti hann rekið óvinina af hönd- um sér, verður hann vafalitið sterkasta afl landsins, að Khomeini gengnum. Herinn hefur löngum verið valdamikill i Iran og er þess skemmst að minnast að hann var það afl sem stóð að baki keisara- stjórninni. Það var ekki fyrr en herinn brotnaði innan frá sem unnt reyndist að fella keisarann úr stóli. Það var innrás Iraka sem sam- einaði og styrkti herinn á nýjan leik, og takist honum að vinna sigur i striðinu verður hann af- gerandi afl i landinu. Þvi er það að þátttaka og framganga byltingarvarðanna i bardögunum núna draga úr ljóma hersins. Margs konar getgátur eru á lofti um hvers konar stjórnarfar verður i Iran eftir lát Khomeinis. Eins og mál standa nú hallast flestir að þvi að klerkastjórn verði áfram i landinu og að baki hennar standi öflugur og valda- mikill her. Ósköp svipað og á dög- um keisarans. erlendar fréttir Thatcher aðvarar Argentínumenn ■ Margaret Thatcher, for- sætisráðhérra Breta sagði i ræðu i breska þinginu i gær að Bretar héldu áfram að leita friðsamlegrar lausnar á Falk- landseyjadeilunni eftir dipló- matiskum leiðum, en sagði að ef það hrykki ekki til, muni verða að láta vopnin skera úr. Þetta var þriðji skyndiíundur- inn i neðri málstofunni sem efnt er til á hálíum mánuði vegna deilunnar og sagði for- sætisráðherrann að frumskil- yrði væri að Argentinumenn drægju liðsafla sinn frá eyjun- um. Niðurstaða mála yrði svo að ráðast fyrst og fremst af vilja ibúanna sjálfra. Hún lagði áherslu á að ei Argen- tinumenn brytu 200 milna bannsvæði þaö sem Bretar hafa lýst i kring um eyjarnar, þá yröi það skoðað sem svo að enginn vilji væri lengur fyrir hendi til þess að ná friðsam- legri lausn. „Enginn skyldi halda að Bretar hikuðu þá við aðgripa til sinna ráða,” sagði Thatcher. Leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, Michael Foot, sagði að hann styddi þá ákvörðun stjórnarinnar að senda flotann af stað til eyjanna, þar sem með öðru móti hefði ekki verið hægtað leita neinna samninga við Argentinustjórn. Hann lagði um leið áherslu á að öll- um Bretum væri efst i huga að deilan leystist friðsamlega. áhyggjufullur ■ Reagan l'orseti hefur nú fengiö skýrslu Haig um sátta- tilraunir hans i Falklands- eyjadeilunni og sagði hann á blaðamannaíundi i gær að deilan væri nú á aíar alvar- legu stigi og mikilsvert að báðir aðilar kosti kapps um að láta ekki koma til átaka. Haig er nú á leið til Buenos Aires til frekari sáttaviðræðna. Reagan var spurður að þvi hvort bandariskir sérfræðing- ar hefðu gefið Bretum upp- lýsingar um flotamál á Suður Atlantshafi að undaníörnu og hvort Rússar hefðu veitt Argentinumönnum samskon- ar upplýsingar. Reagan vildi sem minnst segja um banda- riska aðstoð við Breta, en hins vegar fullyrti hann að Rússar hefðu veitt Argentinu ýmsar upplýsingar og ráðlagði hann þeim að hætta að skipta sér af deilunni. Argentinski sendi- herrann i Washington hefur neitað þessum ummælum Reagans. 32 borgarar yfirgefa Falklandseyjar ■ Varnarmálaráðuneytið i London hefur nú tilkynnt aö fleiri hraðfleygar flugvélar, sem geta halið sig lil flugs af flugmóðurskipum, verði nú sendar ílotadeildinni sem stefnir til Falklandseyja. Sex- tán skip sem borið geta ílug- vélar munu nú vera með flota- deildinni og mun ætlunin að auka fjölda þeirra um helm- ing. Fréttir hafa borist af þvi að 32 borgarar lrá Falklandseyj- um séunúkomnirlil Uruguay. Meðal þeirra er mr. Baker, landritari, sem var æðsti mað- ur á eyjunum, eitir að land- stjórinn var hrakinn úr landi við innrásina. Ekki er enn kunnugt um hvort mönnunum var visað úr landi, eða hvort þeir fóru af írjálsum vilja. Viðskiptabann EBE á föstudag ■ Nánari ákvarðanir hafa nú verið teknar af hinum tiu aðildarlöndum Efnahags- bandalagsins vegna viðskipta- banns gegn Argentinu. Skal bannið taka gildi á föstudag og gilda í einn mánuð til að byrja með, en ákvörðun um fram- lengingu þess verður tekin eft- ir þvi hvernig mál skipast i deilunni. Ekki skal bannið þó taka til viðskiptasamninga sem þegar eru i gildi. Rauða herdeild in fyrir rétti ■ Réttarhöldhófust i gær yfir 63 fyrrverandi meðlimum Rauðu herdeildarinnar á Italiu fyrir morðið á Aldo Moro fyrir fjórum árum og fyrir ýmsar aðrar misgjörðir, morð mannrán og hermdar- verk. Eru þetta umfangs- mestu réttarhöld yfir hryðju- verkamönnum á Italiu til þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.