Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. april 1982 3 Einkennileg saga Sæhrímnis IS-100: FYRST GERT VID HANN FYRIR 420 ÞÚSUND - SÍDAN RIFINN! „Hneyksli að henda þessum bát’% segir Gunnar Richter, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar Daníel Þorsteinsson & Co. ■ „Það er hneyksli að henda þessum bát á þennan hátt, hann var vel þess virði að gera við hann,” sagði Gunnar Richter, forstjóri hjá skipasmiðastöðinni Daniel Þorsteinsson & Co. hf., um Sæhrimni 1S-100, sem hefur staðið i slipp fyrirtækisins siðan i ágúst 1980. Gunnar sagði i viðtali við Timann að þegar skipið kom i slippinn hefði verið gert við ýmis tjón, sem á þvi hefðu orðið, og sitt hvað annað. Reikningar hefðu verið gerðir mánaðarlega og skömmu eftir áramótin ’80/’81 hefðu þeir numið samtals um 320 þúsund krónum. Af þvi hefðu tryggingar greitt talsvert á annað hundrað þúsund, en það sem á vantaði fékkst ekki greitt þá. Þegar hér var komið sögu var ljóst að gera þurfti meira við skipið og var þá settur i það nýr skrúfuöxull og hækkuðu þá reikningarnir upp i 420 þúsund krónur. Ekki gat útgerðin greitt þann reikning frekar en hinn fyrri og er þá farið þess á leit að skipið verði dæmt til úreldingar. Kröfuhafar vildu ekki við þá málsmeðferð una og kröfðust uppboðs á skipinu. Það var gert, eins og fram hefur komið fyrr. „Þetta var hreint nauðungarupp- boð, en ekkertformsatriði,” sagði Gunnar Richter. Annar fyrri eigenda keypti skipið á uppboðinu og fékk það siðan dæmt ónýtt. Þá greiddu Úr- eldingarsjóður og Aldurslaga- sjóður viðgerðarreikningana. Þá var hafist handa við að rifa skipið og hefur það nú kostað um 100 þúsund krónur og er verkinu ekki nærri þvi lokið. SV ■ Leifarnar af Sæhrimni, eins og þær litu út i Slippnum i gær. Timamynd: GE ■ Nú erum viðsólarmegin í Ilfinu, gæti Halldór Þórarinsson, sem er til vinstri á þessari mynd, verið aö hugsa. Halldór, sem verður 81 árs á morgun, var svo heppinn að vinna Mallorkaferð I bingó á skemmtun, sem Félagsmiðstöðin Tónabær og hljómsveitin Aria héldu öldruðum siðdegis i gær. Lagt verður upp iferðina 5.main.k. Timamynd Ella Frumvarp um skyldusparnad Hætta á kkrfningi hvalveiðiráðsins — Stofna ríki sem hagsmuna eiga að gæta sérstök samtök? ■ Stjórnarfrumvarp um skyldu- sparnað var lagt fram á Alþingi i gær. Skyldusparnaðurinn verður lagður á þá sem eru tekjuskatt- skyldir og er reiknaður á tekju- skattstofn sem er yfir 90 þús. kr. Sparnaðurinn er 6% og verð- tryggður og greiðast 1% vextir af honum. Hið sparaða fé verður bundið á reikningum til 1. febr. 1986. Féð rennur til Byggingarsjóðs rikisins og er gert ráð fyrir að það verði notað til að hækka lán til þeirra sem eru að byggja ibúðir i fyrsta sinn. Aðeins þeir sem eru á aldrinum 16-67 ára greiða skyldusparnað. OÓ ■ Búast má við að til tiðinda dragi á aðalfundi hvalveiðiráðs- ins sem haldinn verður i júli i sumar, vegna vaxandi sóknar i aðild að ráðinu frá rikjum sem engra efnahagslegra hagsmuna þurfa að gæta vegna hvalveiða, og fylla flokk þeirra rikja sem krefjast algjörs banns. Hefur þetta haft þau áhrif að riki sem hagsmuna eiga að gæta og hafa þar að auki stundað visindalegar rannsóknir á hvölum, eru mörg farinað hugleiða þann möguleika að segja sig úr ráðinu og haga stjórnveiöannaað eigin geðþótta. Einnig hefur sá möguleiki verið ræddur að þau riki sem hval- veiðar stunda og visindarann- sóknir i tengslum viö þær stofni með sér eigin samtök, þvi gremju hefur orðið vart með það að riki sem aðeins taka afstöðu til mála á tilfinningalegum grundvelli segi öðrum fyrir verkum. Timinn ræddi þessi mál i gær við Jón B. Jónasson hjá sjávarút- vegsráðuneytinu og sagði hann mjög litlu þyrfti til að kosta að fá aðild að hvalveiðiráðinu og væru þess dæmi að friðunarlega sinn- aðir menn, búsettir utan við- komandi rikja, hefðu beitt áhrif- um sinum til að láta ýmis stjórn- völd sækja um aðild að ráðinu og skipa sjálfa sig fulltrúa. „Mönn- um hefur þótt þessi þróun heldur vitleysisleg,” sagði Jón, „enda hafa nú að undanförnu streymt inn riki, sem vilja stöðva allar hvalveiðar. Er von að mönnum þyki hart að sætta sig við ákvarð- anir sem ganga þvert á tillögur færustu visindamanna og oft eru studdar af rikjum sem sist hafa efni á að hafa hátt um sig t.d. riki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Þetta hefur lika orðið til þess að riki sem til þessa hafa verið friðunarlega sinnuð hafa farið að skoða sinn gang og hafa ýmist setiö hjá eða greitt atkvæði gegn tillögum, sem úr hófi hafa keyrt að endemum. Þetta á til dæmis við um Bandarikin.” Strangari skilyrði Margir hafa rætt um að setja strangari skilyrði fyrir aðild að hvalveiðiráðinu en nú er, til dæmis að rikin eigi einhverra hagsmuna að gæta á þessu sviði eða stundi einhverjar visinda- ■ Samkomulag náðist um miðj- an gærdag milli samninganefnda Vöku og Umbótasinna um meiri- hlutasamstarf i Stúdentaráði ný- byrjað kjörtimabil. Félagsfundur i Vöku samþykkti samkomulagið með megin þorra atkvæða sið- degis i gær. Það verður tekið fyrir á fundi hjá Umbótasinnum i dag, og bendir allt til þess að þar verði það samþykkt. Samkomulag hefur verið um málefnasamning milli þessara tveggja félaga um nokkurn tima, en hins vegar hefur stirr staðið um hvernig hin ýmsu embætti stúdentapólitikurinnar eigi að skiptast milli fylkinganna. Sú blanda sem varð ofaná er sú aö Vaka fær i sinn hlut formann Stúdentaráðs, sem Umbótasinnar höfðu sl. ár, formann Félags- stofnunar stúdenta, fulltrúa stúd- enta i Æskulýðssamband íslands, rannsóknir sem tengjast þvi. Enn er rætt um sérstakan samning eða samtök milli hagsmunarikja, ef önnur leið sýnist ekki fær, eins og áöur segir. Hvalveiðar Islendinga eiga að hefjast i byrjun júni i sumar. Veiðikvótinn er nú enn takmark- aðri en i fyrra og verður þetta siðasta árið sem heimilaðar eru veiðar á búrhval, nú alls 87 dýr- um. Sandreyðar sem veiöa má verða 100, og 194 langreyðar. og formenn tveggja stórra nefnda, þ.e. Hagsmunanefndar og Utanrikismálanefndar. Umbótasinnar fá hins vegar fulltrúa stúdenta i stjórn Lána- sjóðs isl. námsmanna, ritstjóra Stúdentablaðsins, báða fulltrúa stúdenta i stjórn Félagsstofnunar stúdenta, auk formanna i Funda- og menningarmálanefnd og Menntamálanefnd. Þá mun hafa veriðsamið um það bakvið tjöldin að Umbótasinnar fái að ráða þvi hver verði ráðinn starfsmaður á skrifstofu Stúdentaráðs. Að öðru leyti verða helminga- skipti i stjórn Stúdentaráðs, og fær hvor flokkur um sig þrjá menn. Samkvæmt heimildum Timans mun Gunnar Jóhann Birgisson (Isleifs Gunnarssonar) vepaformannsefni Vöku i Stúd- entaráði. — Kás -AM Meirihlutasamstarfi komið á í Stúdentaráði: Samkomulag á milli Vöku og Umbótasinna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.