Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 19
Föstudagur 16. aprll 1982 j m 27 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ■ Kim Anderzon (Lena) og Janne Carlsson (Janne) I Bátarallý Regnbogans. Hressilegt bátarallý BATARALLÝIÐ (GÖTA KANAL, ELLER VEM DROG UR PROPPEN?). Sýningarstaöur: Regnboginn. Leikstjóri: llans Iveberg. Aöalhlutverk: Janne Carlson (Janne), Kim Anderzon (Lena), Stig Ossian Ericson (Sigurd), Yvonne Lombard (Rut), Nils Ek- lund (Rune).Stig Engström (Björn), Rolv Wesenlund (Ole).Per Oscarsson (Ulf Svensson). Myndataka: Petter Davidson. Framleiöandi: Göran Lindström fyrir Drakfilm, Europa Film, Ri-Film, 1981. ■ Regnboginn frumsýndi Bátarallýið með pomp og pragt i gær. Leikstjórinn, Hans Iveberg, og tvær helstu leikarastjörnurnar i myndinni — Janne Carlson.sem islensk- ir sjónvarpsáhorfendur kannast við sem nokkuð óvenjuegan leigubilstjóra i sjónvarpsleikriti sem sýnt var i islenska sjónvarpinu, og „Fleksnes”, þ.e. Norðmann- inum Rolf Wesenlund, komu hingað til lands sérstaklega til að vera við frumsýningu myndarinnar. Þetta er ein af þeim kvik- myndum, sem sænskir gagn- rýnendur hökkuðu i sig mjög óvægið, en almenningur þar sýndi mikinn áhuga með frá- bærri aðsókn. Og ég held að sænskir kollegar minir hafi dæmt þessa mynd alltof hart. Það getur einfaldlega ekki verið ámælisvert að gera kvikmynd sem kemur fólki til að hiæja þótt hún hafi engan annan tilgang en að skemmta fólki. Hláturinn lengir lifið og allt það. Söguþráðurinn fjallar um keppni á milli tveggja aðila um samning viö auðuga ara- bahöfðingja, sem vilja kaupa 1000 hraðbáta i Sviþjóö. Bátar tveggja fyrirtækja koma til greina, og ákveðið er að sá þeirra, sem sigri i kappsigl- ingu um Gauta skipaskurðinn til Gautaborgar hljóti samninginn. Keppinautarnir eru að sjálf- sögðu mjög ólfkir. Annars vegar er alþjóðlegt fyrirtæki, Uniship, sem tekur þátt i keppninni með öllu þvi hjálparliði sem stórfyrirtæki hafa tiltækt, en um borð i bát þeirra eru Björn Anson Lar- son, hörkuskipstjóri, Rut, sölukempa fyrirtækisins, og vélstjórinn Rune. Uniship á i höggi við fjölskyldufyrirtæki, sem er i fjárhagslegum krögg- um og það svo mjög, að fóget- inn vill gera bátinn þeirra upptækan vegna skulda. Þar að auki ætluðu þau hjónin Lena og Janne i ferð til Parisar, en þau lenda samt sem áður i keppninni ásamt Peter, vélstjóra og matsveini, á bátnum sinum, sem nefnist Carina. Siöan er fylgst með keppni þessara tveggja báta frá Stokkhólmi um skerjagarðinn og skipaskurðina allt til Gautaborgar, og gengur þar að sjálfsögðu á ýmsu. Mörg þau atriði eru vel gerð, stund- um jafnvel i Bondmyndastil, og mörg þeirra bráðfyndin. Sem dæmi um uppákomur, sem henda keppendur, má nefna, að bátar þeirra stima á land, aka yfir bila, hrella sak- lausa ferðamenn á seglbátum og húðkeipum og lenda i margvislegum öðrum ævin- týrum. Bátarallýið er einfaldlega bráðfyndin mynd, saklaust grin sem léttir lund. Hún er þvi likleg til að hljóta miklar vinsældir hér sem i Sviþjóð. —ESJ. lElias Snæland Jónsson skrif- ar * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ Bátarallý Leitin að eldinum Rokk i Reykjavik The Shining Fram i sviðsljósið Montenegro Hetjur fjallanna Uppvakningurinn Stjörnugjöf Tímans * * * * frðbær • * ■* * mjög góð • * * góð • * sæmileg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.