Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. april 1982 il !i A!i !i»S' 9 „Sá stórkostlegi munur, sem orðið hefir á fylgi Fram- sóknarf lokksins á stjórnarár- um hans og Sjálfstæðisflokks- ins annars vegar og á árum þriggja flokka hins vegar get- ur ekki verið nein tilviljun". flokksins og Alþýöuflokksins undir forsæti Hermanns Jónas- sonar. Sú stjórn sat þar til snemma árs 1938. Þingkosningar fóru fram 1937 og fékk Fram- sóknarflokkurinn þá 24.9% gildra atkvæöa og hafði aukið fylgi sitt frá 1934 um 13.7% þrátt fyrir Breiðfylkingu Sjálfstæðisflokks- ins og Bændaflokksins. Það skiptir þvi i tvö horn um fylgi Framsóknarflokksins hvort hann var I stjórn með Alþýðuflokknum eða Sjálfstæðisflokknum enda var Alþýðuflokkurinn annarrar gerð- ar þá en hann er nú. 1950-1956 Þriöja samstjórn tveggja flokka, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð 1950 undir forsæti Steingrims Steinþórssonar. Þingkosningar fóru fram 1953 en sömu flokkar voru saman i stjórn áfram, en nú undir forsæti Ólafs Thors. Stjórnarsamstarf þessara tveggja flokka varö þvi sex ár. Þingkosningar fóru fram 1956, en þá var kosningabandalag milli Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Það liggur þvi ekki ljóst fyrir hvert raunverulegt fylgi Framsóknarflokksins var i þess- um kosningum. Þar sem fylgistap þessara tveggja flokka til samans var 9.6% 1956 frá 1953, og ef reiknað er með að fylgistapið hafi veriö hlutfallslega hið sama hjá báöum flokkunum, þá hefur raun- verulegt fylgi Framsóknarflokks- ins 1956 verið 19.8%. Samkvæmt þessu hefir Framsóknarflokkur- inn tapað 19.2% fylgi frá 1949 til 1956. 1959-1971 Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur mynduðu stjórn 1959 og sat hún til 1971. Var þetta fjórða tveggja flokka stjórnin. Ýmis mannaskipti urðu i stjórninni á samstarfstima hennar. Þar sem Framsóknarflokkurinn átti ekki hlut að rikisstjórn á þessu tima- bili þarf ekki frekar hér um að ræöa. 1974-1978 Fimmtu og siðustu tveggja flokka stjórnina mynduðu Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur 1974 undir forsæti Geirs Hallgrimssonar. Hún sat i fjögur ár. 1 kosningunum 1974 fékk Framsóknarflokkur 24.9% gildra atkvæða en 1978 reyndist fylgiö 16.9%. Fýlgistapið á þessum fjór- um árum varð þvi 32.1% og komst þvi næst þvi sem varð 1934, þegar flokkurinn var klofinn. En allt þetta fylgistap vann flokkurinn upp að fullu eftir hálft annað ár i kosningunum i des. 1979. Eins og hér hefir veriö greint frá tveggja flokka rikisstjórnum Framsóknarflokksins og Sjálf- stæöisflokksins er svo aö sjá að samstarfiö hafi haft endurtekna óhollustu á kjörfylgi Fram- sóknarflokksins. I þessu yfirliti er miðað við kosningaúrslit, annars vegar næst á undan stjórnar- Þá athugasemd ber að gera, að tæp tvö ár liðu frá kosningum 1937 þar til þriggja flokka stjórnin var mynduð 1939. Það er þvi vandséð hvað af fylgisaukningu Fram- sóknarflokksins (10.8%) var á ár- unum 1937-1939 og hvað frá árun- um 1939-1942 Sá stórkostlegi munur sem myndun, hins vegar sem næst eru stjórnarslitum. Að sjálfsögðu eru fjölmargar orsakir aö verki, sem áhrif hafa á fylgi flokka aðrar en þær hvaða flokkar eru saman i rikisstjórn. En þess konar orsakir láta ekki siður aö sér kveða þegar þriggja flokka stjórnir eru við völd, en þegar tveir flokkar fara með völdin. Þaö er þvi freistandi að bera saman fylgi Fram- sóknarflokksins á timum tveggja flokka stjórna annars vegar og þriggja flokka hins vegar. Sá samanburöur litur þannig út á 50 ára timabili: orðið hefir á fylgi Framsóknar- flokksins á stjórnarárum hans og Sjálfstæðisflokksins annars vegar og á árum þriggja flokka hins vegar getur ekki veriö nein tilvilj- un. Það er þvi verðugt um- hugsunarefni fyrir framsóknar- menn hvort hér er um einhvers konar lögmál að ræða. Sigurvin Einarsson Tveggja flokka ríkisstjórnir Kosninga- Samstarfs- Fylgi tímabil flokkar Framsóknarflokks 1931-1934 Framsf og Sjálfstf. 1932-1934 39% tap 1934-1937 Framsf 1 og Alþf 1. 1934-1938 13.7 aukning 1949-1956 Framsf og Sjálfstf. 1950-1956 19.2% tap 1974-1978 Framsf og Sjálfstf. . 1974-1978 32.1% tap Þriggja flokka ríkisstjórnir Kosninga- Samstarfs- Fylgi tímabil flokkar Framsóknarfl 1937-1942 Framsf. Sjálfstf. og Alþýðuf. 1939-1942 10.8% aukning 1946-1949 sömu flokkar 6.1%aukning 1947-1949 1956-1959 Framsf. Alþ.bandal 41.7% aukning Alþýðuf 1. 1956-'58 1971-1974 Framsf 1. Alþbandal. Samt.fr .v. 1971-74 1.6% tap 1978-1979 Framsf. Alþbandal 47.3%aukning og Alþ.fl 1978-79 ■ Mælifellskirkja. Mynd A.S. Stórgjafir til kirkna í Mælifellsprestakalli stöðum i Þverárhlið 8. nóvember 1979 ásamt félaga sinum, einnig komungum flugmanni. Hinir veglegu altarisstjakar eru mikil kirkjuprýði á Mælifelli og ber fagurlega við hina stóru og glæsilegu altaristöflu, málverk sira Magnúsar Jónssonar pró- fessors frá Mælifelli. 1 fyrravor smiðaði Indriði Sig- urjónsson bóndi á Hvlteyrum járnboga I rómönskum stil og með helgitáknum á sáluhliðiö á Mælifellskirkjugarði. Þykir hin mesta prýði að hinum haglega gerða hliðboga Indriða. Gaf hann hvorttveggja efni og vinnu og eru færöar alúöar þakkir fyrir þá smiöi, sem lengi mun fegra kirkjugarö og staðarhlað á Mæli- felli. Monika Helgadóttir á Merkigili i Austurdal hefur keypt giæsileg- an hökul frá Englandi og fært A- bæjarkirkju að gjöf,en á komandi sumri er þess að minnast að liðin eru 60 ár frá vigslu kirkjunnar. Monika hefur lengi veriö formaö- ur sóknarnefndar Abæjarsafn- aðar og látiö sér mjög annt um kirkjuna, sem er elzta steinsteypt kirkjuhús I Skagafiröi, og greitt úr eigin vasa ýmsan tilfallandi kostnað af viðhaldi hennar. 1 söfnuðinum eru nú 14 manns, en staðurin að Abæ með öllu i eyði i sl. rúm 30 ár. — Iöu- lega heyrast raddir úti i frá um að Ábæjarkirkja skuli niður lögð og sókn af hinum tveimur byggöar- bólum i Abæjarsókn lögð til Goð- daiakirkju. Fyrir forgöngu Moniku á Merkigili og höfðings- skap fá slikar hugmyndir litlar undirtektir og mun Abæjarkirkja enn lengi standa, betur búin gripum en nokkru sinni fyrr, er henni hefur nú bætzt hinn fagri hökull. Ljúfar og skyldar þakkir skulu færöar hinum þjóðkunna skör- ungi Moniku á Merkigili. Ágdst Sigurftsson. ■ Fyrir skemmstu lék Heiðmar Jónsson organisti I Goðdölum fyrsta sinni viö guðsþjónustu á nýtt harmonium, sem hafði verið gefið kirkjunni, keypt til landsins frá Hamborg fyrir meðalgöngu söngmálastjóra. Hljóöfærið sem er bæöi dýrt oe vandað oe eefur |færi á fjölbreyttum og orgelleik, gáfu hjónin I Árnesi, Helgi Valdi- marsson og Snjólaug Guðmunds- dóttir og Guðmundur sonur þeirra. Errausnþeirra mikilogá lorði höfö. Hið nýja kirkju-harmonium er minningargjöf um foreldra Snjó- llaugar, hjónin i Litluhlíð I Vestur- Idal, Guðmund ólafsson og óllnu ;Sveinsdóttur ljósmóöur. Guð- Imundur var lengi organisti i Goð- dölum, um hálfan fimmta áratug. Þegar hann tók við starfinu, var aeði gamalt og lélegt hljóðfæri I kirkjunni, en hann beitti sér fyrir þvi, að harmoníum þaö sem fram til þessa hefur verið i kirkjunni og vel dugað var keypt, a.m.l. fyrir samskotafé og ágóöa af hluta- veltu, sem haldin var á Tungu- hálsi. Gamla hljóðfærið var gefiö Arbæjarsöfnuði, en spilltist mjög er Abær var fallinn I auðn. Var það loks tekið þaðan,gert upp og mun enn vera til á Siglufirði. F.h. Goödalasafnaðar færir undirritaöur fjölskyldunni i Ar- nesi alls hugar þakkir fyrir hina góöu gjöf til kirkjunnar og mun hlutast til um, að silfurskjöldur með nöfnum Litluhliðarhjóna verði settur á hljóöfærið. — Með tilkomu þess hafa allar 3 kirkj- urnar I Lýtingsstaðahreppi eign- azt vönduö hljóðfæri en til Reykjakirkju var keypt stórt og nýlegt harmonium vorið 1977 og nýtt hljóöfæri til Mælifellskirkju ári fyrr. A sl. sumri gáfu hjónin Jóhann- es Reykjalin Snorrason flugstjóri og Arna Hjörleifsdóttir Mælifells- kirkju forkunnarfagra altaris- stjaka tii minningar um Hauk son þeirra, er átti lögheimili i Háu- brekku, nýbýli sem reist var i Mælifellslandi 1949 og er nú eign þeirra hjóna. Haukur Jóhannes- sonvar fæddur 20. april 1959 og fórst I flugslysi að Sigmundar- |in \4~ FUÓTSDALSVIRKJUN FRAM FYRIR RlAHIMI? þykjast vilja sveitungum sinum vel, að styðja á anna hátt við bakið á frumbýlingum. Kannski má veita þeim ráðleggjendum það til vorkunnar að þeir viti ekki betur, þvi þeir sem slik ráð gefa eru að þvi er virðist menn sem tekið hafa við af foreldrum sinum og hafa ekki þurft að standa i sporum þeirra er allt þurfa að byggja á áhuganum og bjartsýn- inni. En þar sem Blanda er nú til umræðu, kemur mér til hugar landsvæði það er hún rennur um og næsta nágrenni. Þá er fyrst til aö taka Auökúluheiöi, sem er vafalitiö eitt hvert besta heiðaland til sumarbeitar fyrir sauðfé, sé það skynsamlega nýtt en ekki ofbeitt. Fleira er það sem prýðir og bætir þann ágæta stað en gróðurinn sem við eigum allt of litið af á Islandi og ættum fremur að hlúa að en tortima, það eru vötnin sem náttúran hefur þar komið fyrir á þann hátt sem henni hefur svo vel til tekist. Þessum skilyrðum fylgir svo það að fiskur er i vötnum og fuglar i mó. Fari svo ógæfulega að sökkt verði allt að 60 ferkiló- metrum gróins lands austan og vestan Blöndu munu eiga sér stað miklar breytingar til hins verra á þeim slóðum. A vetrum frýs svo þetta svæði að sjálfsögðu, varla eykur 60 ferkilómetra jökull mikið á hitastigið á okkar kalda landi, sem talið er vera á mörkum hins byggilega vegna kulda. Ekki hef ég heyrt neinn minn- ast á það hvernig Blanda verður að vetrinum eftir að virkjaö hefur verið. Ekki hefur það ósjaldan gerst að Blanda hefir reynst nokkuð óþjáll ljár i þúfu þeim Langdælingum og Blöndósingum vegna flóöa, sem orsakast hafa af klakastiflum, hefur þó Blanda verið að jafnaöi vatnslitil að vetr- inum, en þó oft valdið hinum mestu óþægindum af þessum sökum. Vatnsmagn Blöndu verður að sjálfsögðu mun meira að vetrinum eftir að virkjað hefur verið og þarf þá varla að sökum að spyrja hvernig fer ef stiflur koma i ána. Við höfum nú fyrir okkur áþreyfanlegt dæmi, þar sem Þjórsá er. Hún hefur sýnt lands- mönnum svo ekki verður um villst að fleira fylgir virkjunum en kostirnir. Eflaust þykir þeim er lesa þessar linur ég vera andstæðing- ur allra virkjana, þar sem vatns- afl er orkugjafinn, ekki er það nú svo.en best er kapp með forsjá. Það er haft á oröi að velja verði ódýrasta virkjunarkostinn sem er að mati þeirra sem um hafa fjallað virkjunarleið 1. hefur þetta veriö það vel kannað að hægt sé að fullyrða. Við höfum vafalaust færa menn til rannsókna um tilhögun og framkvæmdir ýmissa stór- framkvæmda, en þaö hefur nú sannastsvoekki verðurum villst, að þeim getur skotist þótt skýrir séu. Má þar nefna Kröflu ævintýrið sem allir kannast við, þó þar sé ekki i öllu saman að jafna. Væri ekki nokkurt vit i að fara sér að öllu með gát, en flana ekki um ráðfram. Velja til dæmis úr þá virkjunarkosti sem minnst- um skaða valda okkar ágætu fósturjörð. Við lifum á öld hinna hröðu framfara, erfitt er að segja um hversu lengi vatnsorkan verði hinn æskilegi orkugjafi enda nú þegar nokkur kurr i landsmönnum vegna verðlags á raforku meðan raforkan er allt að þvi gefin útlendingum. Eitthvaö finnst manni skjóta skökku við að raforkuverð skuli vera mun dýr- ara hér á lslandi til almennra nota, en víða i nágrannalöndum, þar sem verður sumstaðar að greiða fyrir orkuna sem knýr orkuverin. Væri þetta ekki veröugt rannsóknarefni ein- hverjum óhlutdrægum aðila. Reykjavik, 4. apríl 1982 Haraldur Karlsson, 3781-3206.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.