Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 18. aprll 1982 [ sjónvarpinu er nú verið að sýna myndaflokkinn A Town Like Alice þar sem segir frá hörmungum Breta og Ástralíumanna sem féllu í hendur Japana í síðari heimsstyr jöldinni, en Japanir voru annálaðir fyrir grimmd við stríðs- fanga. I eftirfarandi grein segir Bretinn John AAortimer frá vist sinni í japönskum fangabúðum — ekkert sældarlíf það... fangar ■ 1 janúar 1942 kom herdeild mln til Singapore. Hún heyröi til ind- verska hernum og átti aö fara til æfinga i Basra og siöar taka sér stöðu til aö verjast hugsanlegri sókn Þjóðverja yfir Kakasus-fjöll og niöur aö Persaflóa. Er Japanir geröu innrás i Malaya var deildin hins vegar snarlega send á vett- vang þangaö. Sókn Japana gekk hins vegar afar vel niður Malaya-skagann og herjum okk- ar tókst ekki aö veita þeim mikla mótspyrnu. Þeir höföu þann hátt- inn á að laumast aftan aö viglin- um okkar og ollu þannig mikilli óreiöu i stööu okkar og mannfall var mikið. Viö Muar ána var heil herdeild þurrkuð út þrátt fyrir hetjulega vörn gegn miskunnar- lausum og þrautþjálfuöum óvini. Bresku og indversku hermenn- irnir höföu hins vegar enga reynslu I frumskógarhernaöi og voru auöveld bráö. Þegar deild min kom til Singa- pore var ástandiö oröið alvarlegt. Japanir voru komnir inn i héraöiö Johore og flotastööinni i Singapore var ógnaö. Varnir voru litlar á Singapore eyju og var deild minni skipaö aö verja hana ásamt fleirum. Viö komum okkur fyrir á norövestanveröri eynni, ásamt ástralskri hersveit, en ein- mitt þar gengu Japanir á land. Læknar og sjúklingar Alexöndru-sjúkrahússins myrtir 8. febrúar hófst stórskotaliðs- hriö þeirra á eyna og i skjóli hennar gengu landgönguliöar á land. Astraliumennirnir voru fyrstir til varnar en uröu aö láta undan siga svo Japanir gátu rekiö fleyg milli hersveita okkar. Al- mennt undanhald var fyrirskipað en aöfaranótt 12. febrúar haföi ný varnarlina veriö mynduö. Ég var foringi fyrir hluta hersveitarinn- ar og var skipað aö halda aö hæö nokkurri. Mannfali var þegar orðiö töluvert, og næstráöandi minn, Robert Brown höfuös- maður, særöist i skothriöinni. Hann hélt til sjúkraskýlis en ég sá hann aldrei framar. Þess má geta aö þaö var mjög mikilvægt fyrir baráttuþrek indversku hermann- anna að hinir bresku foringjar þeirra tækju virkan þátt i orrust- um en þaö þýddi aö þeir uröu aö taka mikla áhættu og þannig misstu margar indverskar deildir foringja sina. 1 dögun geröu Japanir alls- herjar árás aö hæöinni og eitt sinn er ég var aö svipast um I von um aö sjá aö hvaöa bletti mestum þunga væri beint sprakk sprengja mjög nálægt mér. Sprengjubrot lenti i likama minum og ég varö aö halda til sjúkraskýlisins þar sem gert var aö sárum minum og ég fékk morflnsprautu. Siöan var mér bögglaö upp i sjúkrabil sem einhvern veginn komst til Alex- andru sjúkrahússins þótt Japanir héldu uppi stööugri skothriö á bil- inn alla leiöina. Þá haföi ég nær þvi misst meövitund. 1 sjúkrahúsinu var allt fullt út úr dyrum af særöum hermönnum og læknarnir kváðust ekki geta tekiö viö mér. Þar var ég heppinn vegna þess aö Japanir myrtu siöar alia á sjúkrahúsinu, lækna, starfslið og alla sjúklinga. Þeir réöust inn á skuröstofurnar og skutu lækna viö störf áöur en sjúklingarnir voru lagðir byssu- stingjum. Grímuklæddur Japani skoðar fangana Frá Alexandru héldum viö til Fullerton hússins þar sem fjölda særöa hermanna haföi verið kom- iö fyrir. Læknadeild hafði veriö sett upp þar og hún bjargaöi lifi minu. Mér var gefiö bióö og sprengjubrotiö var fjarlægt úr lærinu. Er ég komst til meövit- undar lá ég á gólfinu innan um aöra sjúka og særöa en ailt um kring glumdi skothrlö japönsku hersveitanna. Ekkert vatn var til, nema maður vildi drekka upp úr salernunum, og enginn matur. Ég var hvort sem er of veikburöa til að gera rellu út af hungri. Skyndilega þagnaöi skothriðin og dauðakyrrö komst á. Okkur var sagt aö Bretar heföu gefist upp og viö værum nú japanskir striösfangar. Nokkrum klukku- stundum sföar komu Japanir á vettvang. Grimuklæddur liösfor- ingi gekk milli raöa hinna særðu rýtti ööruhvoru likt og stunginn gris, en skipti sér að öðru leyti ekki af okkur. Ég var þarna i eina fimm daga en þá höföu Japanir skipað svo fyrir aö allir breskir striðsfangar skyldu fluttir til Changi, noröausturhornseyjar- innar I 15-20 milna fjarlægö frá sjálfri borginni. Fangarnir uröu aö ganga þessa vegalengd en þar sem ég var særöur á fæti var ég svo heppinn aö vera fluttur i sjúkrabil. Þaö var fyrst þá sem ég gerði mér fyllilega grein fyrir ■ Japanskir hermenn meö breskan striösfanga I Búrma. Vegna forlagatrúar sinnar og ofstækisfullrar dýrkunar á keisara sinum létu japönsku hermennirnir frekar lifiö en aö gefast upp, og þvi fyrirlitu þeir fanga annarra þjóða, sem ekkihöföu sama hugarfar. hlutskipti minu: ég var strlös- fangi Japana. 1 Changi voru aöstæður slæm- ar. Ég þekkti engan þeirra sem var komiö fyrir nærri mér, viö urðum aö sofa á gólfinu og matur var af skornum skammti sem og fatnaöur. Mér varö fyrst fyrir aö reyna að finna liösforingjana úr minni eigin deild og þaö tókst mér. 12 breskir foringjar höföu veriö i sveitinni og aöeins einn falliö, en fimm, auk min, voru særöir. Indversku liösforingj- arnir höföu hins vegar veriö flutt- ir i sérstakar búöir, sem og allir óbreyttir indverskir hermenn. Hungrið sverfur að í Changi héldum við til i kin- verskri verslun sem var nú yfir- gefin. Japanir útbýttu lágmarks- skammti af hrisgrjónum til okkar en annars var ekkert að éta nema þaö sem okkur tókst sjálfum aö útvega á einn eöa annan hátt. Við áttum nokkrar dósir af niöur- soönu kjöti einn eöa tvo poka af rúsinum en þaö var allt og sumt. Má heita kraftaverk hvernig okk- ur tókst aö láta þetta endast. Samt sem áöur vorum viö hræöi- lega svangir. Ég þurfti ekki aö ganga örna minna I 28 daga! Alls vorum viö I kinversku búöinni i um þaö bil tvo mánuöi en þá vor- um viö fluttir til gamalla herbúöa i Selerang og fengum þar ögn betri húsakost. Leiöindin þennan tima voru óhugananleg. Hiö eina sem viö höföum um aö hugsa var maginn, Japanir skiptu sér á hinn bóginn litið af okkur. Stundum vorum viö sendir inn til Singapore aö vinna og þar fengum viö tækifæri til aö leita aö mat þegar verðirnir litu undan þar sem vöruhúsin viö höfnina höföu enn ekki veriö rýmd. 1 júni 1942 heimtuöu Japanir að allir striösfangar undirrituðu yfirlýsingu þar sem þeir hétu aö reyna ekki aö flýja. Þessu vorum viö algerlega andvigir og sögöum Japönum aö slik yfirlýsing bryti I bága viö Genfarsamkomulagiö um réttindi striösfanga og þar aö auki væri þaö sjálfsögö skylda okkar sem hermanna aö reyna aö flýja. Mótleikur Japana var mjög dæmigerður fyrir þá. Þeir lýstu þvi yfir aö allir striösfangarnir á svæöinu 17 þúsund talsins, skyldu hafast við á litlu svæöi, án nokk- urs skjóls, matar eöa vatns, þar til við létum undan. Þannig höföumst viö viö I fimm daga. Aöstæöur voru hræöilegar, i einu orði sagt, og hitabeltissjúk- dómar grasséruöu meöal fang- anna. Eftir þessa fimm daga skipaöi æösti breski herforinginn svo fyrir aö viö skyldum skrifa undir og kvaöst hann taka á sig alla ábyrgö og þar sem viö skrif- uöum undir undir svo miklum þrýstingi væri pappirinn hvort eð væri einkis viröi. Japanir héldu þvi andlitinu og okkur var á ný smalað til Changi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.