Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 30.05.1982, Blaðsíða 31
Sunnudagur 30. mai 1982 31 fáum oröum sagt hinn mesti svikahrappur. Sumir áttu erfitt meö aö trúa þessu en þó sáu nægi- lega margir nú i gegnum Netjaév til aö hann lenti i vandræöum. Rússnesk yfirvöld beittu Sviss- lendinga um þetta leyti miklum þrýstingi og vildu fá Netjaév framseldan á þeim forsendum aö moröiö á Ivanov væri bara venju- legt ruddalegt morö en ekki póli- tiskur verknaöur og útlagarnir i Genf tóku aö hallast aö þvf sama. Netjaév fór í felur og var sifellt á hreyfingu bjó um tima hjá Tötu og Natali en þær, sem áöur höföu veriö einlægir aödáendur hans vildu nú losna viö hann sem fyrst. Og loks kom reiöarslagiö: ofsa- fengiö rifrildi viö Bakúnin. Netjaév handtekinn Það er ekki fullvist af hverju þeir rifust. Kannski Bakúnin hafi loks séö aö þaö var fjárhagslegur ábati sem vakti fremur fyrir Netjaév en byltingin kannski hon- um hafi hann þótt fá nóg i sinn hlut sjálfur. Hvaö um þaö, Bakúnin afneitaðí Netjaév og skrifaði bréf til vina sinna og kunningja þar sem hann varaði viö „Boy”. Nú var snjallasti leynilögreglumaöur rússnesku stjórnarinnar, Karl Arved Rom- an, eöa „Postnikov ofursti” sömuleiöis kominn á hælana á Netjaév og hann sá sér þann kost vænstan aö hafa sig á brott og til Englands. Hann bjó I London i tvö ár og er ekkert vitaö um dvöl hans þar. En eftir tvö ár geröist hann svo djarfur aö snúa aftur til Sviss og Rússar beittu nú öllum þeim þrýstingi sem þeir máttu til aö fá hann framseldan. Þrátt fyrir aö Bakúnin hafi varaö Netjaév viö yfirvofandi handtöku skeytti ungi maöurinn þvi engu taldi þaö einungis bragö Bakúnlns til aö losna viö sig. Nokkrum dögum siðar var hann handtekinn og fluttur til Péturs- borgar. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli enda var Netjaév kjaftfor vel og reifst og skammaöist viö dómara sina. Hann heimtaöi aö fá réttindi póli- tisks fanga en fékk ekki og var aö lokum dæmdur til tuttugu ára þrækunarvinnu. Ef allt heföi ver- iö meö felldu heföi hann veriö sendur til Siberiu en yfirvöldin óttuöust þau áhrif sem róttækar ofsafengnar byltingarkenningar hans gætu haft meöal annarra fanga i Siberiu og þvi var ákveðið aö halda honum i sem mestri ein- angrun. Loksins fékk Sergei Netjaév að gista i Péturs- og Páls-virki. Vildi ekki frelsun Hann sat þar til æviloka, dó aö- eins 35 ára gamall. Þá haföi hann öölast mikil áhrif meöal ungra rússneksra byltingarsinna sem litu til algerra byltingarkenninga hans er þau sáu annaö bregöast. Netjaév hélt lika uppi stööugum áróöri i fangelsinu og mun hafa sannfært fjölda fangavarða og samfanga sinna um -aö byltingin væri ekki aöeins yfirvofandi heldur væri hún einnig nauösyn. Honum tókst aö halda sambandi viö nnkkra hópa byltingarsinna utan fangelsisins og sagan segir aö hópur byltingarmanna hafi boöist til að leggja áform sin um aö myröa Alexandr II Rússakeis- ara á hilluna I bili en einbeita sér aö þvi aö frelsa hann úr fangelsi. Netjaév sá auðvitaö i hendi sér aö upplausn svo sem eftir morö á Rússakeisara væri nákvæmlega þaö sem hann heföi alla tiö sóst eftir og þvi hafnaöi hann boöinu — sem svo aftur varö til þess aö orö- stir hans sem sanns byltingar- manns sem léti allt vikja fyrir hagsmunum byltingarinnar óx hrööum skrefum. Honum tókst aö viðhalda Imynd hins sannfæröa hugsjónamanns sem svifst einskis og sú imynd lifir enn i dag, enda þótt færa megi gild rök aö þvi aö Netjaév hafi verið allur annar maöur. Og kenningar hans um nauösyn niöurrifs, upplausn- ar og eyöileggingar hafa einnig haft mikil áhrif meöal borgar- skæruliöa nútimans sem hugsa, eins og hann, minnst um þaö sem taka á viö af upplausninni. 1 vit- und borgarastéttarinnar er hann hins vegar erkitýpa hins brjálaöa siölausa byltingarmanns. Netjaév sjálfur var kannski fyrst og fremst I þykjustuleik. endursagt, tekiö saman —ij Hann fjarlægöi hugsanlegan svik- ara og aflaði sér algerrar hlýöni hinna fjögurra úr flokk Ivanovs meö þvi aö gera þá samseka sér. Þaö var þegar til kom Netjaév einn sem framdi moröið en hinir fjórir fylgdust meö skelfingu lostnir. Moröiö vakti gifurlega athygli i Rússlandi, svo mikla aö Netjaév var i raun og sannleika stein- hissa. Þaö var tekiö til marks um hnignun siöferöis i landinu og Dostoévskij notaöi þaö til aö byggja á sögu sina „Djöflana”, og fylgir málsatvikum nokkuð nákvæmlega. Sjá þá bók. En Netjaév taldi sér altént ekki leng- ur óhætt aö halda kyrru fyrir i Rússlandi og I desember flýöi hann land ööru sinni. Hann hélt til Genfar á fund Bakúnins sem þá haföi flutt sig til Locarno á ttaliu. Er þangaö kom uppgötvaöi Netjaév sér til mikillar undrunar aö Bakúnln var önnum kafinn viö aö þýöa Das Kapital eftir Marx — erkióvininn — á rússnesku. Þaö geröi hann aöeins til aö afla sér peninga og haföi fengiö nokkra fyrirframgreiöslu en Netjaév sannfæröi hann um aö þetta verk væri honum alls ekki samboöiö. Bakúnin óttaöist aö veröa lögsótt- ur en þá ritaði Netjaév bréf til út- gefandans, rússnesks Gyöings aö nafni Poljakov, þar sem hann skipaöi honum, I nafni Réttlætis alþýöunnar aö láta Bakúnin I friöi. Er taliö aö Réttlæti al- þýöunnar hafi i bréfinu minnt á afdrif Ivanovs heima i Rússlandi, vitanlega heyröist hvorki hósti né stuna frá Poljakov. Siöar frétti Karl Marx af máli þessu og notaöi þaö meöal annars til aö fá Bakúnin rekinn úr Alþjóöasam- bandinu áriö 1872. Á hverju eiga Bakkabræður að lifa? En á hverju áttu Bakka- bræöurnir tveir nú aö lifa? Þegar neyöin er stærst er hjálpin næst. Herzen var nýdáinn og enn á ný leituöu þeir Bakúnin og Netjaév á fund Ógerévs sem haföi enn um- sjón meö Bakmetévsjóönum og hvöttu hann til aö afhenda sér af- gang sjóösins. Ógarév féllst á þaö sömuleiðis erfingjar Herzens og Bakúnin og Netjaév virtust á grænni grein. Einnig þetta varö Karli Marx aö vopni. Netjaév geröi sér fljótlega grein fyrir þvi aö sterlingspundin 400 myndu ekki duga lengi og þvi tók hann aö leita' sér aö næsta fórnarlambi. Hann var ekki lengi að finna þaö. Elsta dóttir Her- zens, Tata, kom til Genfar en hún haföi erft dágóöa fjárupphæö eftir fööur sinn og var auk þess byltingarsinni af lifi og sál. Netjaév var maöur gæddur mikl- um persónutöfrum og hann þurfti ekki mikið aö hafa fyrir þvi aö sannfæra hana um aö bæöi peningar hennar og hún sjálf gætu komið byltingunni aö mikl- um notum — ef hvorttveggja væri notaö eins og hann sjálfur kysi. Hún ákvaö aö setjast aö i Genf — en þangaö voru þeir Bakúnin og Netjaév nú komnir aftur — þrátt fyrir andstööu fjölskyldu sinnar. Frekar en aö hún færi ein ákvaö Natali Ógarév — en milli Herzen- og ógarév-fjölskyldnanna voru mikil tengsl — aö fara meö henni. Hallar undan fæti Tata Herzen var til aö byrja meö heilluö af Netjáév og til i allt fyrir hann. Áöur en langt um leiö fóru hins vegar aö renna á hana tvær grimur. Þó hann gæti veriö afar kurteis og finn á ytra boröi var hann ruddi hiö innra og Tata varð hrædd viö hann. Er hann heimtaði aö fá aö nota nafn henn- ar og peninga til aö hefja á ný út- gáfu á blaöi Herzens, Bjöllunni, neitaöi hún samkvæmt ráðlegg- ingum bæöi Nataliu Ógarév og bróöur slns. Netjaév leitaöi þá til Ógarévs og fékk hann til aö veita peninga til útgáfunnar en aðeins komu út sex eintök af blaöinu og þóttu heldur léleg. Það var komiö fram á vor 1870 og skyndilega fór aö halla undan fæti hjá Netjaév. Rússneskur út- lagi vammlaus og heiöarlegur birtist I Genf nýkominn frá Rúss- landi og hann þekkti ýmislegt til Netjaévs. Otlagi þessi, Lopatin aö nafni sagöi öllum sem heyra vildu frá þvi aö Netjáev heföi aldrei setiö i fangelsi aldrei skipulagt samtök sem nokkuö raunhæft lögöu til byltingar og hann væri i m Ógarév. Drykkjusjúkur og vonsvikinn var hann Netjaév auöveld bráö. ■ Dostoévskij. Eins og flestir Rússar hneykslaöist rithöfundur- inn mjög er Nctjaév myrti ívanov. Máliö varö honum tilefni skáldsögunnar um „Djöflana”. ■ Ekki vitum viö til þess aö mynd hafi varöveist af Netjaév. En I vitund flestra var hann eitthvaö á þessa leiö: snaróöi anarkistinn og hryöjuverkamaöurinn... ipeningarnir færu i svo ótryggar hendur. Herzen treysti Bakúnin ekki heldur svo þeir tvimenning- ar sneru sér aö Ógerév. Hann var oröinn veiklundaöur af drykkju og ýmislags vonbrigðum og lét fljótlega undan. Að kröfu þeirra skrifaði Ógarév til Herzens og lýsti stuðningi við að rússneska byltingarráöiö.Réttlæti alþýöunn- ar og Alþjóöabyltingarsamtökin og aö lokum varö Herzen svo leiöur á þessu suöi aö hann sam- þykkti aö þeir gætu fengiö helm- ing fjárins. Bakúnín fékk i hendur 400 pund, tók hluta af þvi I eigin þarfir en lét Netjaév hafa afgang- inn. Netjaév „skipuleggur byltingu" Netjáev haföi nú nokkra ástæöu til aö vera ánægður meö sig. Hann haföi á nokkrum mánuðum komist i innsta hring rússneskra byltingarmanna i Evrópu, hann var dáöur af sjálfum Bakúnin og hann haföi aflaö sér vænnar fúlgu fyrir ekki neitt. Hann hélt nú af staö til Rússlands og fór meö leynd, sagöi Bakúnín aö byltingin myndi hefjast 19. febrúar 1870, er nákvæmlega niu ár væru liðin frá þvi aö þrælum var gefiö frelsi eystra. Netjaév kom til Rússlands i lok ágúst 1869 án þess aö leynilög- reglan heföi hendur I hári hans. Hann settist aö i Moskvu og nafn Bakúnins dugöi til aö fjöldi ungra byltingarmanna gekk i flokk meö honum. Netjaév, sem fulltrúi Al- þjóöabyltingarsamtakanna kraföist algerrar hlýöni af undir- sátum sinum sem hann skipti niöur i fimm manna flokka sem höföu ekkert samband hver viö annan. Hver flokkur taldist vera sérstök byltingarnefnd en ekki var haft fyrir þvi aö skilgreina hvaö byltingarnefndirnar ættu að aðhafast. Eina raunverulega hlutverk þeirra var aö hlýða Netjaév. Þaö má kallast nokkuö kaldhæðnislegt aö löngu síöar náöi Nikolæ Lenin völdum i Rúss- landi meö tilstyrk flokks sem hann haföi byggt upp, vitandi eöa óafvitandi meö rugludallahóp Netjaévs sem fyrirmynd. Eftir á leiddu umfangsmiklar athuganir lögreglunnar á þessum furöulegu samtökum ekkert i ljós um raunverulegt starf þeirra aö byltingu. Þess i staö voru Netjaév og fylgismenn i stööugum þykjustuleik en þykjustuleikurinn var stór hluti i persónu Netjaévs, likt og Bakúnins. Aöeins einn glæp drýgöu þessi samtök og það var aö drepa mann úr sinum eigin röðum. ivanov myrtur Maöurinn hét Ivanov og geröi sig sekan um aö taka forystuhlut- verk Netjaévs ekki alveg nógu hátiölega. Netjaév leit á þaö eöa þóttist i þaö minnsta lita á þaö sem hættulegt athæfi sem gæti komið i veg fyrir yfirvofandi byltinguna. Netjaév ákvaö þvi aö drepa Ivanov en þannig slægi hann tvær flugur i einu höggi. ■ Aiexander keisari II. Fylgis- menn Netjaévs utan fangelsis- múranna buöu honum aö leggja á hilluna áform um aö myröa Alex- ander en freisa hann i staöinn. Netjaév neitaöi og Alexandcr var myrtur, Netjaév til mikillar ánægju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.