Tíminn - 09.06.1982, Side 4
Kristján Thorlacius
að loknu BSRB þingi:
„Þolinmæði
opinberra
starfsmanna
á þrotum”
■ „Það voru tvímælalaust samnings-
réttarmálin og kjaramálin sem voru í
brennidepli á þessu þingi,“ sagði
Kristján Thorlacius, formaður BSRB
þegar blaðamaður Tímans hitti hann að
máli i þann mund er BSRB þinginu var
að ljúka í gær.“ Á þinginu hefur verið
mikil eining um öll höfuðmálin og þá
sérstaklega kjaramálin. Það sem mest
var áberandi var óánægja með kjörin og
það er greinilegt að þolinmæði opin-
berra starfsmanna er á þrotum."
- Má þá reikna með mikilli hörku i
komandi samningaviðræðum?
Stjórnarkjörid á
BSRB þinginu:
Jafnræði
með
kynjunum
■ Konur réttu mjög hlut sinn við
kjörið í stjórn og varastjórn Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja sem fram fór
á þingi bandalagsins í gær. í aðalstjórn-
ina voru kjörnar fjórar konur og fjórir
karlar, en í varastjórnina voru kjörnar
fjórar konur og þrír karlar.
Aðalstjórnin er þannig skipuð: Ágúst
Geirsson, Ásta Sigurðardóttir (ný),
Einar Ólafsson, Guðrún Árnadóttir
(ný), Haukur Helgason, Sigurveig Sig-
urðardóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir (ný) og
Örlygur Geirsson. •
Varastjórn: Vilborg Einarsdóttir,
Elsa Eyjólfsdóttir, Þorgeir Ingvason
(nýr), Ögmundur Jónasson (nýr), Helgi
Andrésson, Hildur Einarsdóttir og
Ragna Ólafsdóttir (ný). - Sjó.
„Mér sýmst menn gera sér fyllilega
Ijóst að leiðrétting kostar átök. Þótt allir
voni að ekki þurfi til verkfalla að koma,
þá virðist mér fólk vera tilbúið i verkfall
ef nauðsyn krefur," sagði Kristján.
- Það var gerð ályktun um kjaramál?
„Já stefna í komandi kjarasamningum
var mörkuð á þinginu. Það var ákveðið
að fara fram á átta þúsund króna
lágmarkslaun og verulega bætt kjör fyrir
alla opinbera starfsmenn.
Það liggur Ijóst fyrir að laun opinberra
starfsmanna eru mun lægri en greidd eru
á hinum almenna vinnumarkaði. Það
hefur einnig komið fram að 53%
starfsmanna hins almenna vinnumark-
aðar eru yfirborgaðir, en yfirborganir
þekkjast ekki meðal opinberra starfs-
manna. Við. ásamt láglaunahópum
innan ASÍ, erum greinilega þær stéttir
sem orðið hafa á eftir í launabaráttu
undanfarinna ára og það verðum við að
fá leiðrétt i sumar," sagði Kristján.
- Nú hefur heyrst að einhver félög vilji
kljúfa sig út úr BSRB. Kom eitthvað
fram á þinginu sem bendir til þess?
„Það er fjarstæða að BSRB sé að
klofna. Það sést best á samstöðunni sem
rikti á þessu þingi. En hins vegar er alltaf
viss keppni milli einstakra félaga i stóru
sambandi. Það hefur verið og verður
sennilega alltaf.
- Þið viljið láta endurskoða samnings-
réttarmálin?
„Já. Við viljum fá fullan samningsrétt,
og þar með verkfallsrétt, um öll atriði
kjarasamninga og þar á meðal röðun í
launaflokka. Við ætlum líka að leggja til
að kjaradeilunefnd verði lögð niður og
að ákvörðunarvald um undanþágu í
verkfalli verði algjörlega i höndum
samtakanna sjálfra,", sagði Kristján að
lokum.
- Sjó.
Listahátíd:
„Adsókn
allsæmileg”
■ „Aðsókn á Listahátíð i Reykjavík
hefur verið allsæmileg", sagði Guðríður
Þórhallsdóttir miðasölustjóri Listahátið-
ar í viðtali við Tímann, „og hefur selst
Leiðrétting
■ Leiðinleg mistök urðu í myndatexta
með grein um 75 ára afmæli Sláturfélags
Suðurlands í blaðinu í gær. Var þar
mynd af Hirti Eldjárn Þórarinssyni, en
hann sagður heita Þórarinn Eldjárn. Er
hann beðinn afsökunar á þessum
mistökum.
þónokkuð af miðum á mörg atriði
hátíðarinnar11.
Sem dæmi úm einstakar sýningar,
sagði Guðriður að alltaf væri uppselt í
Norræna húsið og uppselt að kalla á
„Skilnað" Kjartans Ragnarssonar, en
minna hlutfall miða hefði selst á tónleika
i Laugardalshöllinni, enda tekur hún
miklu fleiri gesti en hin húsin.
Frumsýningin á Silkitrommunni gekk
mjög vel, og einnig er lífleg aðsókn á
myndlistarsýningarnar sem eru í gangi,
að sögn Örnólfs Árnasonar fram-
kvæmdastjóra Listahátíðar. - SVJ
Átta lúðrasveitir á Landsmóti
lúðrasveita í Hafnarfirði
■ Laugardaginn 12. júni verður 10.
Forsætisráð-
herra erlendis
■ Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra fór i gær til útlanda til að sitja fund
æðstu manna rikja Atlantshafsbanda-
lagsins.
Fundurinn stendur í Bonn dagana 9.
og 10. júní.
í för með forsætisráðherra eru
Gunnar G. Schram prófessor og Jón
Ormur Halldórsson aðstoðarmaður for-
sætisráðherra. - SVJ
landsmót Sambands íslenskra lúðra-
sveita haldið í Hafnarfirði.
Sjö lúðrasveitir víða af að landinui
taka þátt í mótinu aúk lúðrasveitar
Hafnarfjarðar, sem hefur annast undir-
búning mótsins.
Dagskráin hefst með því að kl. 13:30
verður safnast saman við gatnamót
Hringbrautar og Hvammabrautar og við
Reykjavikurveg 50. Ganga fjórar lúðra-
sveitir frá hvorum stað að Lækjarskóla.
Þar munu þær leika nokkur lög hver og
enda á þvi að leika allar sameiginlega.
Slegið hefur verið merki mótsins úr
málmi og verður það selt á mótssvæðinu.
H U Wþœi&jíl*. fp 1 »■; l : wLt 'V
1 || Pr |1|
■ Veislugestir rómuðu mjög léttreykta islenska lambið sem var aðalrétturinn i kveðjuhófi Páls Hallgrimssonar, að
Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni, sl. laugardag. rimamyndir gbg - Seifossi
Sýslumadur kvaddur
eftir 45 ára starf
■ Sýslunefnd Árnessýslu hélt fráfar-
andi sýslumanni sinum, Páli Hallgrims-
syni, veglegt kveðjuhóf siðastliðinn
laugardag, en Páll hefur gegnt embætti
sýslumanns Árnessýslu undanfarin 45
ár, og lætur formlega af störfum 1. júli
næstkomandi.
Hófið var haldið í Húsmæðraskóla
Suðurlands og voru allir boðnir til
hófsins sem setið hafa með Páli á
sýslufundum undanfarin 45 ár. Tíminn
hafði samband við Gunnar Sigurðsson,
bónda í Seljatungu, einn sýslunefndar-
manna og spurði hann fregna af hófinu.
„Þarna voru samankomnir allir þeir
sem setið hafa sýslufundi með Páli
Hallgrímssyni, bæði sýslunefndarmenn,
varamenn og ritarar sýslunefndar siðast-
liðin 45 ár. Það segir sig sjálft að ýmsir
eru horfnir af sjónarsviðinu núna, en
reynt var að ná til sem allra flestra, og
niðurstaðan varð sú að 112 manns voru
boðnir og liðlega 90 manns komu til
hófsins.“
- Var þetta vel heppnað hóf?
„Þetta var ákaflega vel heppnað hóf.
Það fór þannig fram að nefndarmaður
Gaulverjabæjarhepps, Gunnar Sigurðs-
son, bauð gesti velkomna og afhenti
sýslumanni málverk að gjöf frá héraðs-
búum. Það er Þingvallamálverk sem
Eiríkur Smith listmálari gerði fyrir
sýslunefndina. Þá flutti Páll Lýðsson,
nefndarmaður Sandvlkurhrepps sýslu-
mannsfrúnni, frú Svövu Steingrímsdótt-
ur ávarp og auk þess var almennur
söngur. Að þessari athöfn lokinni var
sameiginlegt borðhald og yfir borðum
voru sýslumanninum fluttar nokkrar
vísur, en önnur ræðuhöld voru ekki,
enda hafði Páli verið lofað að svo yrði
ekki, og var staðið við það. Að
borðhaldi loknu spjölluðu gestir saman
fram eftir kvöldi, og var hófinu lokið um
kl. 23 á laugardagskvöld."
í máli Gunnars kom einnig fram að
nýskipaður sýslumaður Árnessýslu And-
rés Valdimarsson og kona hans Katrín
Helga Karlsdóttir voru einnig í þessu
hófi, en Andrés tekur við embætti
sýslumanns 1. júlí næstkomandi. Voru
þau hjónin sérstaklega boðin velkomin
af veislustjóra.
- AB
■ Þrir góðir saman: Steinþór Gestsson
frá Hæli, alþingismaður, Páll Hallgríms-
son, sýslumaður og Siguröur Óli
Ólafsson fyrrverandi alþingismaður.
■ Páll Hallgrimsson, sýslumaður Ámessýslu óskar eftirmanni sinum Andrési
Valdimarssyni velfamaðar i starfi.