Tíminn - 09.06.1982, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982
6_____________
stuttar fréttir
■ Úr hinu nýja náttúragripasafni í Valhúsaskóla, en þar era m.a. til sýnis
margir mjög fagrir og sérkennilegir steinar sem Siguröur K. Árnason hefur
fundið á feröum sínum viða um land og nú gefiö safninu.
Náttúrugripasafn
opnaðí
Valhúsaskóla
SELTJARNARNES: Nýtt náttúru-
gripasafn var opnað í Valhúsaskóla
á Seltjarnarnesi hinn 18. maí s.l. Þeir
gripir sem nú eru til sýnis i skápum
safnsins eru úr einkasafni Sigurðar
K. Árnasonar. Eru það ýmsir
erlendir náttúrugripir, íslenskir
steinar og steingervingar. íslensku
gripina hefur Sigurður gefið safninu,
en þá hefur hann fundið á ferðum
sinum viðs vegar um landið. Margir
þeirra eru mjög fagrir og sérkenni-
legir.
Við opnunina lýsti Björn Jónsson,
skólastjóri safninu fyrir gestum og
sagði frá aðdraganda að stofnun
þess. Magnús Erlendsson, forseti
bæjarstjórnar þakkaði Sigurði fyrir
gjöf hans til safnsins og hafði góð orð
um stuðning bæjarstjórnar til að
auka vöxt og viðgang þess. „Hér hafa
stærri hlutir gerst en ég átti von á“ I
sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- [
stjóri m.a. Þakkaði hann stjórn
Lista- og menningarsjóðs Seltjarnar-
ness fyrir gott starf. Ólafur H.
Óskarsson, skólastjóri lýsti ánægju
sinni með að hýsa safnið i Valhúsa-
skóla, og kvað húsnæðisskort ekki
þurfa að hindra stækkun þess fyrst
um sinn.
Stjórnarmenn Lista- og menning-
arsjóðs beina þvi til manna að
athyglisverðir náttúrugripir séu vel
þegnir í hið nýja safn.
- HEI
Um 340
kosnir í ráð
og nefndir á
fyrsta bæjar-
stjórnarfundi
■ AKUREYRI: Nýkjörin bæjarstjórn
Akureyrar kom saman til sins fyrsta
fundar þriðjudaginn 1. júní s.l. Og
það var ekkert smáræðis verkefni
sem fyrir lá á þessum fyrsta fundi,
þvi samkvæmt dagskrá áttu bæjar-
stjórnarmenn að kjósa ekki færri en
1 ® um 340 aðalmenn og varamenn í nær
alls 50 nefndir, stjórnir, ráð og
stofnanir bæjarins. Vist má telja að
■ sömu mennirnir hafi verið kosnir í
nokkrar og jafnvel margar nefndir og
stjórnir. En hefði hver maður aðeins
verið kosinn i eina nefnd (sem kallast
víst dreifing valdsins á finu máli) er
ekki fjarri lagi að 4-5% kjörgengra
Akureyringa hefði hlotið kosningu i
einhverja nefnd eða stjórn.
Þar sem þessar nefndir eru
sennilega svipaðar í fjölmörgum
bæjarfélögum getur verið fróðlegt að
telja þær hér upp: Byggingarnefnd -
Hafnarstjórn - Rafveitustjórn -
Kjörstjórn - Hitaveitustjórn - Vatns-
veitustjóm - Atvinnumálanefnd -
Framkvæmdaáætlunamefnd - Dval-
a’rheimilisstjórn - Félagsmálaráð -
Bókasafnsnefnd - Leikhúsnefnd -
Æskulýðsráð - Skólanefnd - Skrúð-
garða- og vinnuskólanefnd - Sjúkra-
hússtjórn - Iðnskólanefnd - Krossa-
nesstjórn - Menningarsjóðsstjórn -
Fjallskilastjórn - íþróttaráð - Fram-
talsnefnd - Leikvallanefnd - Hús-
stjórnarskólanefnd - Náttúrugripa-
safnsnefnd - Skipulagsnefnd - Heil-
brigðisnefnd - Umferðanefnd -
Stjórn Eftirlaunasjóðs - Jarðeigna-
nefnd - Stjórn Húsfriðunarsjóðs -
Stjórn Sparisjóðs Akureyrar -
Áfengisvarnanefnd - Minjasafns-
stjórn - Kjarasamninganefnd -
Stjórn Heilsuverndarstöðvar.
Af þessu má nokkuð marka að það
er margt sem fjalla þarf um í einu
bæjarfélagi.
- HEI
Kosið r
hreppsnefnd
eftir afstöðu
manna til
Blöndu-
virkjunar
LÝTINGSSTAÐAHREPPUR: Að
þessu sinni verða sveitarstjómar-
kosningar í Lýtingsstaðahreppi hlut-
bundnar, en ekki hafa komið fram
listar til hrepps- og sýslunefndar-
kosninga í byggðinni siðan 1966.
Á K-lista framfarasinna eru í 5
efstu sætunum til hreppsnefndar:
Sigurður Sigurðsson á Brúnastöðum,
Borgar Simonarson i Goðdölum,
Sveinn Jóhannsson á Varmalæk,
Kristján Kristjánsson Lækjarbakka
9 og Ólafur Björnsson á Krithóli. -
Fyrstu 5 menn á L-lista óháðra
kjósenda eru: Rósmundur G.
Ingvarsson á Hóli, Elín Sigurðardótt-
ir í Sölvanesi, Guðmundur Helgason
i Árnesi, Friðrik Rúnar Friðriksson
Lambeyri og Jón Guðmundsson frá
Breið. - Til sýslunefndar eru i
framboði: Ágúst Sigurðsson Mæli-
felli af K-lista og Friðrik Ingólfs-
son Laugarhvammi af L-lista.
Skipun listanna er ekki flokkspól-
itisk, heldur bundin afstöðu manna
til Blönduvirkjunar, hins eldheita
deilumáls. Eru á K-lista þeir, sem
ýmist fylgja virkjuninni fast eftir eða
sætta sig við hana skv. virkjunarleið
nr. 1, en á L-lista þeir, sem barist
hafa gegn þessari virkjun og andæfa
enn og benda á virkjunarleið nr. 2
o.s.frv. sem kunnugt er af yfirlýsing-
um landverndarmanna og blaðaskrif-
um.
- Á.S./Mælifelli
HÆTT VIÐ UTHLUT-
UN í SOGAMÝRINNI
„Dýrri og vandaðri skipulagsvinnu kastad
á glæ í sigurvímu kosninga’%
segir fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluti
■ „Við hljótum að harma að meiri-
hluti sjálfstæðismanna skuli nú án
nokkurra faglegra raka kasta á glæ dýrri
og vandaðri skipulagsvinnu i sigurvímu
kosninga og þar með svipta 120
Reykvíkinga möguleika á að byggja yfir
sig á þessum ákjósanlega stað“, segir i
bókun fulltrúa fyrrverandi meirihluta i
borgarstjórn, þ.e. borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags, þegar núverandi meirihluti
sjálfstæðismanna i borgarstjórn hafði
samþykkt að falla frá fyrirhugaðri
ibúðarbyggð i Sogamýri i Reykjavík.
„Allur undirbúningur þessa skipulags
sem nú er gerð tillaga um af Sjálfstæðis-
flokknum að fellt verði úr gildi, hefur
verið óvenju vandaður. Á öllum stigum
málsins hefur skipulagstillagan verið
kynnt opinberlega með sýningum og
Lands-
samband
iðnaðar-
manna
50 ára
■ „Það er nú almennt viðurkennt,
ekki aðeins á Norðurlöndunum heldur
einnig á öllum Vesturlöndum, að smá-
og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingar-
miklu hlutverki í atvinnulifi einstakra
landa,“ segir m.a. í samþykkt Norræna
iðnráðsins, sem hélt stjórnarfund sinn
hér á landi s.l. föstudag i tengslum við
50 ára afmælishátiðarhöld Landssam-
bands iðnaðarmanna. En Norræna
iðnráðið er jafnframt 70 ára nú í ár.
Til að styrkja stöðu lítilla og
n meðalstórra fyrirtækja hafa samtök þau
er mynda Norræna iðnráðið mótað
svokallaða „smáfyrirtækjastefnu“, en i
henni felast hugmyndir um hvað
fyrirtækin sjálf og stjórnvöld eigi að gera
til að auka viðgang atvinnulífsins.
Tekur þetta til mikilvægra sviða
atvinnurekstursins, svo sem opinberra
gjalda, lánafyrirgreiðslu, fræðslumála,
endurmenntunar o.fl.
Það er skoðun manna í Norræna
iðnráðinu að í þrengingum þeim sem
atvinnulifið, ekki sist iðnfyrirtækin,
hafa gengið i gegn um undanfarin ár hafi
það sýnt sig að lítil og meðalstór
fyrirtæki hafi að öllu jöfnu verið betur i
stakk búin til þess að bregðast við nýjum
og óvæntum aðstæðum. En rekstur
smáfyrirtækja lýsi sér oft á þann hátt, að
miðað við það fjármagn sem i honum er
bundið, skapi hann til muna fleiri störf
heldur en stórar rekstrareiningar.
Þótt stefnumörkun í atvinnumálum
hafi viða tekið mið af uppbyggingu
stórra fyrirtækja og margir hafi litið svo
á að stórar rekstrareiningar tryggi
hagkvæmni i rekstri, hafi reynsla siðasta
áratugar sýnt og sannað, að þetta séu
ekki algild visindi.
Innan vébanda þeirra samtaka sem
standa að Norræna iðnráðinu eru um
100.000 fyrirtæki og einstaklingar sem
veita um einni milljón manna atvinnn.
En þeir þyrftu þó að verða miklu fleiri,
þvi atvinnuleysið er sagt númer eitt af
þeim vandamálum sem við er að stríða
á hinum Norðurlöndunum.
umræðufundum auk þeirrar umfjöllunar
sem málið hefur fengið í fjölmiðlum.
ítarleg könnun á aðstæðum m.t.t.
stofnkostnaðar svæðisins, félagslegrar
þjónustu, verslunarþjónustu, þjónustu
SVR o.s.frv. fór fram til að auðvelda
ákvarðanatöku um leið og sýnt var fram
á að sú íbúafjölgun sem af byggingu
svæðisins leiddi myndi efla og styrkja þá
þjónustu sem fyrir er í aðliggjandi
hverfum. Almenningur hefur tekið
tillögunni vel, ef undan eru skildir
nokkrir íbúðaeigendur við Gnoðarvog.
Bygging svæðisins hefði orðið mikilvæg-
ur liður i þeirri viðleitni fyrri meirihluta
að efla byggðina vestan Elliðaáa um leið
og borgarmyndin hefði batnað", segir
ennfremur í bókun fyrrverandi meiri-
hluta borgarstjórnar.
Á þessum sama fundi borgarstjórnar
þegar ákveðið var að falla frá lóðaúthlut-
un við Sogamýri, var einnig ákveðið að
tillögu og með atkvæðum sjálfstæðis-
manna að leggja niður Framkvæmdaráð
borgarinnar, hætta við bryggjufram-
kvæmdir út í Tjörnina, sem fyrrverandi
meirihluti taldi fyrir löngu búið að
ákveða að hætta við, og hætta við
hugmyndir um ibúðarbyggð i Laugar-
dalnum, sem fyrrverandi meirihluti
sagði að engar ákvarðanir hefðu verið
teknar um.
Eins og kunnugt er þá gáfu sj álfstæðis-
menn út loforðalista með niu loforðum
sem efna átti ef flokkurinn næði á ný
meirihluta í Reykjavík. „Þessi loforð
voru það fyrsta og nær eina sem rak á
mínar fjörur sem varðað getur stefnu-
skrá þessa stóra og volduga flokks fyrir
kosningar. Þegar maður litur á þessi niu
stefnumið, þá kemst maður ekki hjá þvi
að sjá að sum þeirra eru þess eðlis að
ekki hefði verið rétt að gefa um þau
sérstök loforð, þar sem þau eru á
misskilningi byggð", sagði Kristján
Benediktsson, borgarfulltrúi, i umræð-
unum i borgarstjórn. Sagði hann
greinilegt að sum þeirra væru gefin í hita
kosningabaráttunnar ög væru illa grund-
uð, eins og ætti eftir að sýna sig.
„Nú á greinilega að fara að efna hin
smærri loforð á þessum loforðalista, en
hin stærri bíða seinni tima. Hins vegar
ber þau öll að sama brunni, sem er sá
að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að breyta
öllu til fyrra horfs, þegar hann missti
meitihlutann fyrir fjórum árum, eins og
þeir liti á að ekkert sem gerst hafi sl.
kjörtimabil hafi komið að notum“, sagði
Kristján Benediktsson.
- Kás
veiðihornið
■ Sigurjón Pétursson rennir fyrir lax opnunardaginn i fýrra
ELLIÐAÁRNAR
OPNAÁ MORGUN
Davlð Oddsson rennir fyrir lax
■ Elliðaárnar opna með hefð-
bundnum hætti á morgun og það er
Davið Oddsson borgarstjóri sem
rennir fyrir laxinn fyrstur. Nokkuð
annað fyrirkomulag verður á röðun
manna í fyrsta hollinu þar sem forseti
borgarstjórnar verður ekki með að
þessu sinni, eins og í fyrra, en þá
stöðu skipar nú Albert Guðmunds-
son.
Fyrsta daginn i fyrra komu 11
laxar upp úr ánni og var Sigurjón
Pétursson þáverandi forseti borgar-
stjórnar manna fengsælastur, hann
fékk 6 af þessum 11 löxum i fossinum
og var af þeim sökum kallaður
fossseti. Aðrir sem fengu lax fyrsta
daginn í fyrra voru Egill Skúli
Ingibergsson sem fékk tvo og
Gunnlaugur Pétursson, Gunnar Ey-
dal og Þórður Þorbjarnarson sem
fengu einn hvor.
Lítil veiði?
Samkvæmt upplýsingum sem
Veiðihornið aflaði sér hjá Friðrik
Stefánssyni framkvæmdastjóra
SVFR þá er ekki hægt að búast við
svipaðri veiði nú á morgun og var
fyrsta daginn í fyrra. Allt er seinna
á ferðinni nú og i fyrradag voru
aðeins 5-6 laxar komnir i gegnum
teljarann i ánum. Það er þó örlítil
von til að úr þessu rætist þar sem
stórstreymt hefur verið og þvi líkur
á að lax hafi gengið upp i ámar í
einhverjum mæli.
Þrjár stangir verða i ánum til að
byrja með og kostar leyfið nú 500 kr.
á stöngina fyrir hálfan dag sem ekki
er hægt að telja mjög dýrt leyfi.
1074 laxar i fyrra
Allt sumarið í fyrra komu 1074
laxar upp úr Elliðaánum og var
meðalþyngd þeirra 5.5 pund. Þetta
er ivið betri veiði en árið þar á undan
er aðeins veiddust 938 laxar en mun
verra ef mið er tekið af næstu sex
árum og má sem dæmi nefna að
veiðin 1975 nam 2071 laxi.
-FRI
- HEI