Tíminn - 09.06.1982, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982
7
eríent yfirlit
■ Reagan á Versalafundinum ásamt tveimur helstu ráðunautum sinum, Haig utanríkisráðhera (t.v.) og Reagan
fjármálaráðhcrra (t.h).
Fátt gerðist sögu-
legt í Versölum
Mitterrand og Reagan látast þó ánægdir
■ FUNDUR hinna sjö þjóðarleið-
toga, sem hittust i Versölum um helgina,
varð ekki eins sögulegur og ýmsir höfðu
gert sér vonir um fyrirfram, og þó framar
öðrum Mitterrand forseti. Hann hafði
lagt sig fram um að fundurinn yrði
honum falleg rós í hnappagatið.
Mitterrand reyndi líka að bera sig vel,
þegar hann ræddi við blaðamenn að
fundinum loknum. Það mátti á honum
skilja, að meginsjónarmið hans hefði
farið með sigur af hólmi.
Reagan forseti lét einnig vel af þeim
árangri, sem hann hefði náð á fundinum.
Sjónarmið hans hefði fyllilega verið
tekin til greina.
Hið rétta var, að þeir Mitterrand og
Reagan höfðu fengið samþykkt orðalag
á vissum þáttum yfirlýsingarinnar, sem
birt var i fundarlokin, er gat talist
ávinningur fyrir sjónarmið þeirra. Nán-
ar aðgætt er þetta orðalag þó á þann veg,
að hægt er að túlka það á marga vegu,
eða eins og hver og einn telur sér best
henta.
Mitterrand hafði lagt áherslu á, að
leiðtogarnir lýstu yfir því, að þeir myndu
hafa samvinnu um aðgerðir i gjald-
miðlamálum, sem drægi úr óeðlilegum
breytingum og sveiflum á gjaldeyris-
mörkuðum. Hér átti hann fyrst og
fremst við, að Bandarikjastjórn beitti
ekki hávaxtastefnu til þess að tryggja
yfirburði dollarans.
Bandaríkjamenn hafa áður ekki
viljað fallast á neitt, sem væri bindandi
varðandi slíkt samstarf. Nú féllust þeir
hins vegar á það, að gert yrði ráð fyrir
slikri samvinnu í þeirri yfirlýsingu, sem
birt var. Orðalagið er hins vegar á þann
veg, að hver rikisstjórn ákvarðar það
fyrir sig, hvort eða hvenær slíkt samstarf
sé nauðsynlegt. Rikisstjórnirnar hafa
þvi í raun jafnt óbundnar hendur og
áður.
Sigur Mitterrands er því meiri i orði
en á borði.
Svipað er að segja um þann sigur, sem
Reagan telur sig hafa unnið á fundinum.
Aðalmál Reagans var að fá hin rikin til
að draga úr verslun og viðskiptum við
Sovétríkin og fylgiriki þeirra.
Það virðist nú skoðun Reagans og
félaga hans, að leiðin til að knýja
Sovétmenn til undanláts og afvopnunar-
samninga, sem tryggi yfirburði Banda-
rikjanna, sé að þrengja að þeim sem
mest efnahagslega og beita þá sem
mestum viðskiptahöftum.
Vestur-Evrópurikin hafa ekki litið á
þetta sömu augum. Þau telja hættu á að
þetta leiði af sér nýtt kalt strið milli
austurs og vesturs og muni þvi frekar
standa i vegi samninga um afvopnun en
■ Mitterrand
hið gagnstæða. Þá benda þau réttilega
á, að umræddar viðskiptahömlur séu
jafnt þeim til óhags og Rússum, og auki
efnahagsvandræði jafnt vestantjalds og
austan.
Að sjálfsögðu hafa þau takmarkaðan
áhuga á slíku. Reagan hafði það þó
fram, að skilja má orðalag yfirlýsingar-
innar á þann veg, að tekið verði vaxandi
tillit til áðurgreindra sjónarmiða hans.
Orðalagið er hins vegar þannig, að hægt
er að túlka það á ýmsa vegu. Það skilur
eftir nógar smugur til þess að hægt er
fyrir viðkomandi riki að halda áfram
svipuðum viðskiptum við Sovétríkin og
verið hefur.
í HEILD má segja, að Versalafundur-
inn hafi ekki markað nein timamót eða
þáttaskil. Hann leggur ekki neinn
grundvöll að sameiginlegu átaki þessara
rikja til að vinna bug á þeirri
efnahagskreppu, sem nú er fengist við.
Hún mun þróast áfram með svipuðum
hætti og áður og sennilega mun það þvi
dragast i nokkur misseri eða ár, að
batinn, sem spáð hefur verið, komi til
sögu.
Eins og er, virðist ekki annað
sjáanlegt en að efnahagsvandræðin hatdi
áfram að aukast. Að visu hefur i sumum
ríkjum dregið heldur úr verðbólgu en
atvinnuleysið hefur haldið áfram að
aukast og hagvöxturinn hefur frekar
minnkað en hið gagnstæða. Meðan
hagvöxturinn eykst ekki að nýju, þykir
ekki mikil batavon.
Það setti annars mestan svip á siðasta
fundardaginn i Versölum að fréttir
bárust af innrás ísraelsmanna i Libanon,
enda þótt Sameinuðu þjóðirnar og
Bandaríkin hefðu krafist þess af ísraels-
stjórn að hætta árásunum á Libanon.
Þetta þóttu vitanlega slæm tíðindi, en
þó sennilega mest vegna þess, að þau
sýndu i verki, að vestrænu rikin hafa
ótrúlega lítil áhrif á það, sem gerist og
kann að gerast í þeim heimshluta, þar
sem þau eiga hvað mest undir að friður
haldist, sökum hinnar miklu oliufram-
leiðslu þar. Fyrir Bandaríkin var sú
staðreynd ekki síst alvarleg, að þau ráða
bersýnilega litið við ísraelsmenn, þrátt
fyrir allan stuðninginn við þá.
Jafnhliða þvi, sem leiðtogarnir mót-
mæltu innrásinni í Libanon, lýstu þeir
stuðningi við Thatcher og strið hennar i
Suðurhöfum. Það sýnir hversu enn eru
ólik sjónarmið gömlu nýlenduveldanna
og þeirra rikja, sem hafa brotist undan
nýlendukúgun. Gömlu nýlenduveldin
lita fyrst og fremst á formlegu hliðina og
þvi hafi Bretar lögin sin megin.
Þjóðirnar, sem hafa brotist undan
nýlenduoki, lita hins vegar á siðferð-
ilegu og landfræðilegu hliðarnar og telja
Breta ekki hafa neinn rétt til að ráða
löndum i fjarlægum heimsálfum.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
erlendar fréttir
■ Israelskur þyrluflugmaður dreginn á eftir bfl í Suður-Líbanon. Hann fórst,
þegar þyrla hans var skotin niður.
ísraelsmenn
skutu niður
6 MIG-þotur
■ ísraelsmenn sækja æ lengra inn i
Líbanon og voru herir þeirra um 10
milur frá Beirút siðdegis i gær. Begin
forsætisráðherra hefur skorað á
Sýrlendinga að skipta sér sem minnst
af striðinu. í yfirlýsingu frá herstjórn
Sýrlendinga sem lesin var í útvarpið
í Beirút i gær, segir að ísraelir hafi
ráðist inn á svæði sem Sýrlendingar
hafa friðargæslu á og er rétt
suðaustur af Beirút. Hafa Sýrlend-
ingar skýrt svo frá að til árekstra hafi
komið á milli herflokka þeirra og
ísraelsmanna i lofti og á jörðu niðri.
Þá segir að skriðdrekaorrusta milli
sýrlenskra og israelskra skriðdreka
hafi verið háð austan við Sidon, sem
ísraelsmenn hafa nú umkringt og
tekið þrjú palestinsk vigi, Tyros,
Nabatiyeh og Hasbaya. Á þessu
svæði kveðast Sýrlendingar einnig
hafa skotið niður tvær ísraelskar
flugvélar í gær. ísraelsmenn neita
þeirri fregn og segja enga flugvél
hafa laskast en að 6 MIG-þotur hafi
verið skotnar niður.
ísraelsmenn svöruðu áskorun Ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær
þeim orðum að herlið þeirra mundi
halda stöðvum sinum þar til það væri
fullvíst að skæruliðar mundu láta af
hermdarverkum gegn óbreyttum
borgurum.
Sprengjuárás
á olíuskip
■ Galtieri forseti Argentinu sagði i
gær að Argentinumenn mundu
berjast til hinsta blóðdropa gegn
Bretum, enda hefðu þeir fórnað of
miklu til þess að hægt væri að draga
í land nú. Segir í fréttum frá stöðvum
Argentinumanna að þeir hafi hrakið
þrjár Harrier-þotur Breta i burtu frá
Port Stanley í gær og skotið eina
þeirra niður.
í gær varð stórt oliuskip fyrir árás.
Var olíuskipið, sem siglir undir fána
Liberiu á siglingu um 480 milur
austan Falklandseyja, þegar orrustu-
þotur réðust á það og vörpuðu að þvi
sprengjum. Ekki er staðfest hvaðan
þoturnar voru
Reagan hvetur
til varðstödu
um frið og
lýðræði
■ Reagan Bandaríkjaforseti á-
varpaði báðar deildir breska þingsins
i gær. Þar lýsti hann yfir fullum
stuðningi við Breta i Falklandseyja-
deilunni.
Forsetinn bar einnig fram i ræðu
sinni ákall til allra vestrænna þjóða
að standa vörð um frelsi og lýðræði.
Á blaðamannafundi sem Haig
utanríkisráðherra hélt í London í
gær sagði hann að Bandaríkjamenn
mundu ekki slita sambandi við
ísraelsmenn, þrátt fyrir það að þeir
beittu bandariskum vopnum i strið-
inu i Líbanon. Sagði Haig að Habib,
sendifulltrúi Bandarikjanna, sem nú
reynir að stilla til friðar i Miðaustur-
löndum mundi halda áfram friðaum-
leitunum sínum. Orðrómur hefur
verið uppi um að Bandarikjamenn
hafi hótað að stöðva vopnasölu til
ísraels, kveðji Begin sveitir sínar
ekki heim.
Bandaríkja-
menn komi til
hjálpar
■ Á fundum leiðtoga helstu iðn-
ríkja Vesturlanda i Versölum i gær
var fjallað um að setja hömlur á
viðskiptin við Ráðstjómarrikin og
um efnahagságreining vestrænna
rikja. Kom i Ijós að margir
leiðtoganna gera sér vonir um ýmsar
tilslakanir af hálfu Bandaríkja-
manna, til þess að takast megi að
stemma stigu við sivaxandi atvinnu-
leysi og verðbólgu. Er vonast til að
Bandaríkjamenn stuðli að þessu með
lækkun vaxta og með þvi stemma
stigu við stórsveiflum á gjaldeyris-
mörkuðum..