Tíminn - 09.06.1982, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982
10
heimilistíminn
umsjón: AKB
Hildur Hálfdanardóttir.
Rannveig Þórólfsdóttir.
■ Salóme Björnsdóttir (t. hægri) með Soffiu Eygló Jónsdóttur, sem unnið hefur á
skrifstofu Hjúkrunarheimilisins frá byrjun og gleðst nú yfir því að draumurinn um
Hjúkrunarheimilið er orðinn að veruleika.
Tímamyndir: Anna
■ ísleifur Hannesson er 85 ára. Hann
hefur búið í Kópavogi i 40 ár, en er
Ámesingur að ætt og uppruna, fæddur
i Stóru-Sandvik.
Þad er
sólríkt í
Sunnuhlíð
■ Rabbað saman, meðan beðið er eftir kaffinu.
? i |l|tí , V '\W-j i
Heimsókn í nýtt
hjúkrunarheimili
aldraðra í Kópavogi
■ Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, sem hlotið
hefur nafnið Sunnuhlíð, var vígt eins og áður hefur
komið fram 20. maí s.l. Sá dagur var sannkallaður
hátiðisdagur allra Kópavogsbúa og þeirra fjölmörgu
annarra sem lagt hafa hönd á plóginn við byggingu
heimilisins. Að baki er rúmlega þriggja ára öflugt starf
níu félagasamtaka í Kópavogi, en stofnendur og aðilar
að fjársöfnun og framkvæmdum voru Junior Chamber,
Kópavogi, Kirkjufélag Digranesprestakalls, Kiwanis-
klúbburinn Eldey, Kvenfélag Kópavogs, Lionsklúbbur
Kópavogs, Lionsklúbburinn Muninn, Rauðakrossdeild
Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópavogs og Soroptimista-
klúbbur Kópavogs.
Stofnfundur Hjúkrunarheimilisins
var haldinn 17. mars 1979. Kosin var
stjórn og fjárhagsráð auk þess sem
félagasamtökin tilnefndu menn i sér-
stakt fulltrúaráð. Fjársöfnun meðal
bæjarbúa hófst og fyrsta skóflustunga
var tekið 26. janúar 1980.
Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa-
vogi er 1450 m að stærð auk 750
m2 kjallara. Þar verður rúm fyrir 38
vistmenn auk þess sem vonir standa til
að unnt verði að nýta aðstöðuna til
dagvistunar fyrir mun fleiri aldraða
Kópavogsbúa. Heimilið er reist fyrir
almennt söfnunarfé auk opinberra
fjárframlaga.
Hér á síðunni segir frá heimsókn í
Sunnuhlíð einn dag í síðustu viku.
Hún var 5 ára um aldamótin
Salóme Björnsdóttur hitti ég í
kaffistofu Sunnuhlíðar. Salóme er 86 ára
gömul (að verða 87), en sagðist vera
stálhraust yfirleitt, en hún hefði fengið
inflúensu og verið slöpp undanfarið og
þvi hefði hún fengið pláss i um Itálfan -
mánuð i Sunnuhlíð.
Salóme býr ein og því kom sér vel fyrir
hana að geta dvalist þar á meðan hún
nær sér eftir veikindin.
Salóme er fædd í Álftártungu í
Borgarfirði árið 1895, en þar bjuggu þá
foreldrar hennar. Þegar Salóme var á
öðru árinu fluttu foreldrar hennar til
Ameríku, en Salóme varð eftir hjá
móðursystur sinni i Stapadal í Arnar-
firði og ólst þar upp.
„Foreldrar minir voru fátækir og gátu
ekki tekið með sér nema þrjú af okkur
systkinunum, hinum var komið fyrir.
Einn bróðir minn var Bjarni Björnsson,
leikari, en hann ólst upp hjá Markúsi
skólastjóra, hér í Reykjavík. Það var
voðalegt þetta hrun, þegar íslendingarn-
■ Dóttir og dótturdóttir i heimsókn hjá Þórdisi Einarsdóttur. Frá v. Rósa
Jóhannsdóttir, Guðrún Viggósdóttir og Þórdís Einarsdóttir.
■ Hjónin Helga Einarsdóttir og Þórður Þorsteinsson, frumbyggjar Kópavogs.
Þórður var fyrsti vistmaðurinn, sem kom í Sunnuhlið. Þegar Þórður og Helga fiuttu
í Kópavoginn var þar engin byggð utan Digranesbæjaríns, Fífuhvammsbæjar og
Kópavogshælis. Þau hjón mega muna timana tvenna, en Þórður var fyrsti og eini
hreppstjórinn í Kópavogi. Hann er nú 80 ára, en Helga er 83 ára.
ir hentust af landinu. En fátæktin var
mikil og þeir höfðu von um betra lif í
Ameriku. Ég hitti einu sinni systur
mínar. Þær komu upp og voru hjá mér
og þá fundum við sárt til þess að hafa
ekki getað alist upp saman.
Ég bjó lengi á ísafirði, en svo
drukknaði maðurinn minn. Ég byggði
hús á ísafirði, fékk lán fyrir þvi, eftir að
hann dó, en það eyðilagðist í snjóflóði.
Ég á nú þrjú börn á lifi og heilmörg
barnabörn og barnabamabörn og hef
lengi búið i Kópavogi í litlu húsi, sem ég
á þar. Ég hef unnið mikið um ævina, í
fiskvinnu, við ræstingar og ég vann i 18
ár í Málningu hf. Það hafa allir verið
mér mjög góðir og ég hef ekki yfir neinu
að kvarta.
Tæpt ár síðan reisugiilið var haldið
Við erum óskaplega ánægð með að
það skyldi takast að koma þessu upp,
sagði Hildur Hálfdanardóttir, framkv.-
stjóri.
- Það er ekki nema tæpt ár síðan
reisugillið var haldið. Við fórum
upphaflega af stað með bygginguna án
rikisstyrks og aðeins með fé frá
Kópavogsbúum og framlögum frá klúbb-
unum. Fljótlega kom til stuðningur bæði
bæjar og ríkis, en rúmlega helmingur af
byggingarkostnaði heimilisins er fram-
lag Kópavogsbúa sjálfra og annarra
velunnara.
Hjúkrunarheimilið er sjúkrastofnun
og rekið eins og aðrar hjúkrunarstofn-
anir á landinu með dagpeningum, sem
daggjaldanefnd úrskurðar. Hér er gert
ráð fyrir að sjúklingamir hressist og
meiningin að festa sem fæst rúm, en hins
vegar gerum við okkur grein fyrir þvi að
það eru alltaf einhverjir, sem hér þurfa
að dveljast að staðaldri.
Enn er ekki búið að ljúka nema
annarri álmunni og er reyndar verið að
leggja síðustu hönd á hana þessa dagana
og ennþá vantar mikið og gjafir eru vel
þegnar. Við erum með langan óskalista
um það sem vantar, en á vígsludegi
bárust margar gjafir og styttist þá listinn
töluvert. En ennþá er brýn þörf á
fjárstuðningi fólks, þvi að kostnaður er
geysimikill á lokastigi.
Andleg og líkamleg þjálfun er
mikilvæg fyrír vistmenn
Rannveig Þórólfsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, sagði að þegar allir vistmenn yrðu
komnir í þá álmu, sem nú er komin í
notkun, yrðu þeir samtals 22. Seinni
álman yrði svo tekin í notkun siðar á
árinu og ætlunin væri að þá kæmi svo
aðstaða til endurhæfingar og sjúkraþj álf-
unar.
„Best hefði þó verið“, sagði Rannveig
„ að sú aðstaða hefði verið fyrir hendi
strax, þvi að andleg og likamleg þjálfun
er nr. 1 fyrir vistmenn. En vegna
sumarleyfa, gæti ég hugsað að það yrði
ekki fyrr en með haustinu, sem við fáum
iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara".