Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1982
England vel
undirbúið
Frá Erik Mogensen fréttamanni Tímans
á Spáni:
■ Kevin Keegan fyrirliði enska lands-
liðsins ábyrgist að undirbúningur liðsins
sé fullkominn og að þeir séu í toppformi.
Hefur hann tröllatrú á sigri i fyrsta
leiknum gegn Frökkum sem gæti haft
úrslitaþýðingu, segir spænska blaðið E1
Pais. Blaðið hefur siðan eftir Keegan:
„Vörnin er þétt fyrir og sóknin er glögg
HM-
PUNKTAR
Kevin Keegan
lykilmaðurinn í enska landsliðinu,
hefur í tvígang verið kosinn Knatt-
spyrnumaður Evrópu. Aðeins einn
annar leikmaður í HM nú hefur náð
sama árangri í þessum efnum, Karl
Heinz-Rummenigge.
30 þúsund löggur
og hermenn mynda sérsveitir örygg-
isvarða meðan á HM stendur.
Spánverjarnir taka greinilega enga
áhættu i þessum efnum.
Bryan Robson
er dýrasti leikmaðurinn í enska
landsliðshópnum. Hann verður
væntanlega í aðalhlutverki á miðj-
unni hjá enskum í keppninni.
Breski lávarðurinn
er markvörður Spánverja kallaður
vegna framkomu sinnar á leikvelli.
Lordinn þykir hafa vissan „stíl“ yfir
sér. Vörðurinn, sem ku heita Luis
Arconada leggur stund á hagfræði í
frístundum sinum.
Bikarinn
sem fyrirliði sigurvegaranna í HM
gómar og veifar í lok keppninnar, er
tryggður fyrir um 18 milljónir
islenskra króna. Hann er hafður í
geymslu í bankahólfi i Madrid,
umkringdur öryggisvörðum (að ut-
anverðu, vonandi).
Kamerun
er eitt landanna sem er með í HM.
Straumur knattspyrnumanna hefur
verið frá landinu til Frakklands
siðustu árin og munu atvinnumenn
þessir eiga að sjá fyrir þokkalegri
frammistöðu lands sins í HM.
Frægasti knattspyrnumaður Kame-
run heitir Milla og skoraði m.a.
sigurmarkið i frönsku bikarkeppn-
inni. Hann leikur með SEC Bastia.
á tækifæri þannig að ég get ekki séð af
hverju við ættum ekki að ná langt í
keppninni" segir Keegan.
England lauk undirbúningsleikjum
stnum með 1-0 sigri yfir Skotlandi, segir
spænska blaðið, en hvergi er minnst á
leikina gegn íslandi og Finnum.
Erik/röp-.
Frakkar
áhyggju-
fullir
— vegna
getuleysis
sóknarinnnar
Frá Erik Mogensen fréttamanni Timans
á Spáni:
■ Aðeins niu dögum fyrir fyrsta leik
Frakka i HM-keppninni hér á Spáni sem
verður gegn Englendingum leitar lands-
liðsþjálfari Frakka, Michel Hidaldo að
nógu öflugri sóknartaktik fyrir lið sitt.
Aðalvandamál franska landsliðsins
undanfarið hefur verið getuleysi sóknar-
innar, eins og best kom í ljós í 1-0 tapinu
gegn Wales á dögunum. Fyrir Hidaldo
yrði best að stilla upp í 4-4-2 til að ráða
bót á markaleysinu. Á þann hátt gæfi
hann aðalstjörnu liðsins Platini frjálsan
tauminn sem fremsta mann sóknar-
innar. Hið litla likamsþrek franska
liðsins í leiknum gegn Wales er annar
höfuðverkur fyrir Hildado fyrir byrjun-
arleikinn gegn Englandi, segir í spænska
blaðinu E1 Pais. Erík/röp
■ Rossi sendir knöttinn í net andstæðinganna í fyrsta leik sinum eftir knattspyrnubannið. Á innfelldu myndinni er hann
niðuríútur i réttarsalnum er dómur féll í mútuhneykslinu.
Paolo Rossi
Madurinn sem á að tryggja gengi ítala íHM
■ Paolo Rossi, eöa „Pablito“
eins og hann er kallaður í
heimalandi sínu, er maöurinn
sem leiða á ítalska liðið til
glæstra sigra i HM. Kappanum
kann eflaust að veitast róðurinn
þungur, einkum þar sem hann
hefur litið leikið knattspyrnu
siðustu tvö árin vegna mútu-
hneykslis sem hann var flæktur
í ásamt 37 öðrum knattspyrnu-
mönnum árið 1979.
Áður en Rossi lenti i hneykslinu hafði
hann leikið 19 landsleiki fyrir blátreyj-
urnar, Azzurro (ítalska landsliðið) og i
Heimsmeistarakeppninni i Argentinu
árið 1978 var hann lykilmaður í
sóknarleik ftalanna. Þess má geta að
Ítalía var eina landið sem lagði
Argentínu að velli i þeirri keppni.
Það var þvi hreint ótrúlegt hvi hann
flæktist i mútumálið, milljónamæringur
sem gerði sig að skúrki fyrir skitnar 18
þúsund krónur. En nú hefur Rossi
semsagt afplánað dóm sinn og er til í
slaginn. í fyrsta leiknum með félagi sínu,
Juventus, skoraði hann eitt mark og
lagði upp tvö. Stórkostlegt „come-back“
og hinir blóðheitu ftalir máttu vart vatni
halda af hrifningu.
Gamlingjarnir á HM:
Eru á sfdasta
snúningi
■ í fyrsta riðli HM leika margir gamlir
jaxlar sem ætla nú að sýna knattspyrnu-
heiminum að i fótbolta er ekki alltaf nóg
að vera ungur og sprækur. Gömlu
„rebbarnir“ fá nú sitt síðasta tækifæri til
að sanna kenningu sina.
ítalir slá öll met þvi i rammanum hjá
þeim stendur Dino Zoff, 40 ára, og
ekkert á þvi að leggja hanskana á
hilluna. f framlínunni eru tveir „ungling-
ar“ (sé miðað við Zoff), báðir 30 ára,
Oriali og Graziani. í vörninni eru m.a.
Gentile og Schirea, sem eru 29 ára. Þess
má geta að flestir leikmenn italska
liðsins eru yfir 27 ára.
í liði Perúmanna eru gamlingjarnir
allsráðandi: Cubillas, (33 ára), Quiroga
(32 ára), Oblitas (31 árs), Diaz (30 ára)
og Salguero (30 ára).
Pólverjarnir koma ekki langt á eftir
og þeir treysta á kappa eins og Lato,
sem leikur með Arnóri hjá Lokeren (32
ára), Szarmach leikur einnig með
Arnóri (32 ára), Mylnarczyk (30 ára),
Janas (29 ára) og Zmuda (28 ára).
Nú er bara að biða og sjá hvernig
þeim gömlu reiðir af í síðasta stóra
slagnum.
Italir með
einkakokk
■ Einn úr gamlingjahópnum, Pólverjinn Lato, sem leikur með
Arnóri Guðjohnsen hjá Lokeren, er ákveðinn í að sýna og sanna
að lengi lifir í gömlum glæðum.
Frá Erik Mogensen fréttamanni Tímans
á Spáni:
■ ítalska landsliðið i knattspyrnu sem
telur 42 menn er komið til Spánar, með
einkakokk og mikinn forða af matar-
olíu, spaghetti skinku og osti. Liðið
samanstendur af 22 leikmönnum fjórum
sérfræðingum, þremur nuddurum, ein-
um lækni, Ijósmyndara, einum kokk og
heilum helling af aðstoðarfólki af ýmsu
tagi. Hver leikmaður fær 100 dollara
(1100 islenskar) i vasapening á dag og
leyfi til að hringja eitt símtal á dag og
má það takaallt að tíu minútum. Siðan
eru í boði miklar upphæðir ef þeim
vegnar vel. Hver leikmaður fær um 170
þúsund dollara (1870 þúsund íslenskar)
ef þeir komast í úrslitaleikinn.
Það var sjálfur landsliðsþjálfarinn
Enzo Bearzot sem krafðist þess að fá
einkakokk með í förina. Bearzot segir:
„Leikmenn liðsins verða eingöngu að
borða fæðu sem þeir eru nú þegar vanir.
En ekki að leggja út i það ævintýri að
breyta um matarvenjur“, segir Bearzot
Fiskur, kjöt, grænmeti og ávextir verða
eina spánska hráefnið sem italska liðið
kemur til með að borða. Allt annað
flytja þeir með sér, til að mynda hið
bráðnauðsynlega pasta, spaghettí,
skinku, ost og matarolíu.
Áætlaður heildarkostnaður fyrir hóp-
inn er um 850 þúsund dollarar (9
milljónir 350 þúsund) og eykst ef þeir
komst áfram í úrslit
Erik/röp -.