Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 22.JUNI 1982. í spegli tímans umsjón: B.St. og K. FRÆGA Á Loch Ness skrímslid ættingja? Knn þann dag i dag er deilt um tilvist skrímslis- ins, sem kennt er tið tatniil l.och Ness i Sknt- landi. Kkki hefur þo tantail vitni, sem gefið hafa sig fram og eru reiAuhuin aft vitna um að hafa sed til þess. Nu tirilist sto. sem einhter ;ettingi þess hafi gert tart tiA sig i kína! I vatninu Tien Zhi - ..Himnavatninu" - i fjall- gardinum Changpai Shan. sem liggur a landa- mærum kina og koreu. hefur orðið vart við ein- hverja torkennilega lif- veru. Fer hún gevst yfir vatnið. og lysa titni henni svo. að hun hafi höfuð a stærð við tísund. en trynið minni helst a and- argogg. Nu þegar hafa a.tn.k. 12 manns gefið sig fram. sem hafa séð til þessarar undarlegu skepnu. M.a.s. segjast tveir starfsmenn veðurat- hugunarstöðvar þarna a vatnshakkanum hafa seð það í aðeins farra metra fjarlægð og séu því vel færir um að lysa þvi nákvæmlega. ’ V.; - . | u Elizabeth Taylor vill hafa allt umhverfi sitt lillablátt ■ Það þýðir ekki að bjóða Joan Collins upp á það að leggja sig á bekk með teppi í búningsherberginu, - nei takk „ég vil rúmið mitt“, sagði hún. ■ Þeir sem leigja frægar stórstjörnur til að koma fram á skemmtistöðum eða leik- sviði, mega búast við alira handa sérkröfum af hálfu listamannanna - fyrir utan himinháar fjárhæðir, sem fyrir- fram er samið um sem kaup- greiðslur. Elizabeth Taylor hefur t.d. undanfarið fyllt Victoria Palace leikhúsið i London, þegar hún hefur leikið í leikritinu „Refirnir“, og stjórnendur leikhússins gerðu allt sem þeir gátu til að hún kynni við sig þar, t.d. var búningsherbergið hennar mál- að og skreytt og skipt um húsgögn. Allt varð að vera i uppáhaldslitnum hennar - Ijós- fjólublátt - : veggir, húsgögn, teppi og blómaskreytingar (nýjar á hverjum degi) og meira að segja fiskarnir i fiskabúrinu. Leikkonan Joan Collins vildi aftur á móti láta breyta sinu búningsherbergi svo það væri eftirliking á svefnherbergi hennar i Beverly Hills, en Joan lék um tima i London í gamanleikritinu „The Last of Mrs. Cheyney". Hún sagðist ekki geta hvilst þar nógu vel nema að allt væri eins og i svcfnherberginu hennar. Þetta var gert, og breytingin kostaði um 3.000 pund. Söngkonan Diana Ross er á ferð og flugi um heiminn að troða upp, og auðvitað vill hún að allt sé eftir hennar höfði á hverjum stað. Hún syngur og dansar og áreynslan kemur út í svitanum, en til þess að þurrka sér vill hún hafa sérstaka tegund af mjúkum bréfþurrkum, sem eiga að vera með sítrónuilmi. A einum skemmtistaðnum höfðu veríð settir nýir kassar með þurrk- um, sem voru alveg eins - en með rósailmi. Diana fékk algjört reiðiskast og hótaði að ■ Rolling Stones með langan óskalista hætta í miðju kafi, en samn- ingar tókust og söngskemmt- unin hélt áfram, og söngkonan mátti þola það að strjúka af sér svitann með rósilmandi þurrkum. Umboðsmaður Rolling Stones sendir á undan þeim lista yfir þarfir þeirra, þar sem hljómsveitin kemur fram. M.a. eru nauðsynlegustu hlut- imir: Fimm „ráðherrabQar“ tU umráða á staðnum, góður læknir, pakkar af Alka-Selz- ers-magadufti, hvítvín í köss- um, nokkrar flöskur af viskí, tequUa, og vodka, minnst fimm lítrar af eplasafa og appelsinusafa, nóg af ávöxt- um, kalt kjöt og ostar með góðu kexi, minnst 50 duglegir öryggisverðir o.s.frv. Það er nokkuð langur listi yfir brýn- ustu þarfir hljómsveitarmann- anna. Alice Cooper, hryllingsmeistarinn og söngv- arinn, heimtaði eitt sinn 10 dverga til að þjóna sér i búningsherberginu sinu og tíl að hugsa um slöngumar sinar, sem hann hefur með sér á sviðinu þegar hann syngur. Þó slær Yul Brynner allt þetta fólk út í sérviskunni. Hótelin sem hann heiðrar með nærvem sinni verða auðvitað að hafa á boðstólnum aUar uppáhaldstegundir hans af víni og bjór. Hann verður að hafa ísskáp í svefnherberginu. Sér- stakur hálssérfræðingur verð- ur að vera stöðugt tU taks, og hótelin verða að ábyrgjast að herbergin hans séu algjörlega myrkvuð, því að hann vUI sofa fram eftir þegar hann vinnur i leikhúsi. Einnig verður algjör þögn að rikja, bæði í búnings- herbergi hans og hótelíbúð. Það getur verið erfitt að sjá tU þess en það er þó reynt. M.a. varð að láta taka niður sima- sjálfsala, sem var á ganginum fyrir framan búningsherbergi hans, þegar hann lék i London PaUadium í söngleiknum fræga „Konungurinn og ég“ ■ AUce Cooper vUdi fá 10 dverga ■ En Yul Brynner slær alla út í sérviskunni! ■ Diana Ross reiddist yfir rósailminum fyrir tveimur ámm. Auðvitað var búningsherberginu breytt samkvæmt hans fyrirmælum, og kostaði það ógrynni fjár. Meðleikendur hans í The King and I ætluðu að hefna sín á honum fyrir sérviskuna, og stráðu teiknibólum á gólfið, þar sem hann þurfti að ganga um berfættur inn á sviðið, - en öryggisverðir hans vom á verði, svo þetta kom ekki að sök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.