Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 22
22 ÞRÍÐJÚDAGUR 22JÚNÍ 1982. * <s * g W0W* v . (J • > \ f “írr*sw,iw^.... *• ■ S5fí*5Ss ’,ú' **•• ■ ■ »'/' - *****.'./.' ,-... .... sentrum ■ 13. júni. Sú gerð Svíþjóðar er hin visindalega veðurfræði þar í landi notar i sjónvarpinu, litur út eins og mynd af tveim ólögulegum vísitöl- ubrauðum, eða franskbrauðum. Þeir sleppa Finnlandi, Danmörku og Noregi og lika Sovétrikjunum, og spáin var vægast sagt draugaleg. ískalt regnið grét á strætunum, syðst, en um mitt næturbrauðið, en þeir hafa eitt visitölubrauð fyrir daginn og annað fyrir nóttina, spáðu þeir næturfrosti. Skíðaskipið flaug áfram norðuryfir sundið og ágjöfin skall eins og svipuhögg á rúðunum og náttmyrkrið hjúfraði sig þétt að siðunum og það faðm.aði kaldan storminn. Já svona var þetta, þrátt fyrir allt talið um hitabylgjuna yfir Skandin- aviu, sem maður hafði séð á veðurkortum sjónvarpsins heima og það settist drúngi að sálinni og maður fékk seiðing fyrir hjartað. Vindaldan og stormurinn héldu áfram að berja skíðaskipið svotil alla leiðina frá Kaupmannahöfn til Malmö og niðurinn frá dieselvélun- um blandaðist angurværum söng frá drukknum sænskum unglingum og eftirlaunamönnum, scm skroppið höfðu til Hafnar til þess að gleyma allri þessari sorg, sem því fylgir að búa í landi, þar sem peningatréð í sócialkontórnum er byrjað að visna. Enga vinnu er lengur að fá, nema fyrir félagsfræðinga og fólk sem býr til bæklinga um það hvernig manneskjan á að hegða sér til að vera hamingjusöm á réttan og sænskan máta. Himininn hélt áfram að gráta og þegar hafið var búið að berja bátinn nægjanlega mikið og regnið búið að lemja hann hæfilega, greindum við fyrstu Ijósin í Sviþjóð. Þau voru gul, sem ef til vill var táknrænt. Vesturevrópsk menning og sjúkra- samlagið er nefnilega á gulu um þessar mundir og enginn veit með vissu hvort næsta ljós verður grænt, eða rautt. Við gengum á land. Til norðus blasti við borgin. Turnar sem teygðu sig til himins og leðurblökurnar sleiktu útum, en til suðurs var eitrað svart hafið fullt af kafbátum með bilaða kompása. Þeir að leita að þremur núna. Enginn veit hvert þeir eru að fara, né hvaðan þeir koma, sögðu sænsku blöðin, en Rússland er víst ekki til hjá þeim á fréttastofunni, fremur en í brauðgerðinni á veðurstofunni sænsku. Það var kominn nýr dagur og hin borgaralega stjörnufræði hafði tekið tvo tima af ævi vorri. Flýtt lifi okkar j og dauða um tvo heila klukkutíma. Að visu eru tveir klukkutimar ekki j lengi að líða, en eru þó nægjanlega langir til þess að maður vaknar fyrir allar aldir og ris upp ásamt veikri sólinni. Það fyrsta sem ég sé, er ég lit út um gluggann er stór einnrar | hæðar bygging með flötu þaki servicecentrum stendur þar á j fornislensku, því Sviar hafa enga Kana til að eyðileggja í sér tunguna, en á þeirri ensku sem töluð er i Vesturbænum heitir þetta Dagvistar- stofnun fyrir aldraða og elliheimili. Og ég fer niður í lyftunni, til að reyna að finna brauðbúð, því hinumegin við elliheimilið eða Servicecentrum er centrum en það útleggst á islensku verslunarmiðstöð og bakarinn er kominn á fætur. Og brátt er búið að hella upp á könnuna og glóðvolt brauðið er komið á borðið. Smám saman vaknar sænski sunnudagurinn til lífsins og regnið byrjar að missa heilsuna. Hafgolan vaggar lágvöxnum trjánum bliðlega og brátt byrjar sólin að skina. Fáir eru á ferli og eina lifsmarkið á götunni er likbíll, sem ekur hægt í áttina að Servicecentrum, því einhver hefur verið að eiga við klukkuna þar. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson, ■ rithöfundur skrifar flokksstarf Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn í Hlégarði miðvikudaginn 23. júní 1982 kl.20.00 Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Vesturland Viðtalstimar alþingismannanna Alexanders Stefánssonar og Davíðs Aðalsteinssonar, verða sem hér segir á eftirtöldum stöðum: Grundarfirði 22.6. kl. 21. Stykkishólmi 25.6. kl. 21. Hlaðir 28.6. kl. 21. Almennir stjórnmálafundir í Norðurlandskjördæmi vestra Almennir stjórnmálafundir verða haldnir i Norðurlandskjördæmi vestra á eftirtöldum stöðum: Sauðárkróki, í Framsóknarhúsinu, þriðjud. 22. júní kl. 21 Hofsósi i Höfðaborg, miðvikud. 23. júní kl. 21 í Ketilási, fimmtud. 24. júní kl. 14 Siglufirði, Aðalgötu 14, fimmtud. 24. júní kl. 21 Blönduósi, mánudag 28. júní kl. 21 Skagaströnd þriðjud. 29. júní kl. 21 Hvammstanga mánud. 30. júni kl. 21 Alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðnason eru frummælendur á fundunum. Allir velkomnir. Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í happdrættinu. Vinningsnúmerin innsigluð hjá borgarfógeta næstu daga, á meðan fullnaðarskil eru að berast. Þeir sem fengið hafa heimsenda miða eru vinsamlegast beðnir að greiða þá í næsta pósthúsi eða banka, sem allra fyrst. Einnig má senda uppgjör til skrifstofu Happdrættisins Rauðarárstíg 18. Bingó F.U.F. í Reyjavík heldur bingó að Hótel-Heklu Rauðarárstíg 18 næstkomandi sunnudag kl. 14.30. Stjórnin. F.U.F. í Reykjavík - Félagsfundur F.U.F. i Reykjavik heldur félagsfund um stjórnarskrármálið á fimmtudag 24. júní kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18. Dagskrá: 1. Stjómarskrármálið. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Önnur mál. Stjórnin. Keppnisgreinar: unglingakeppni, Hestamót Geysis verður haldið á Rangárbökkum 3.-4. júlí. A og B flokkur gæðinga, 150 m. nýliðaskeið, 250 m. skeið, 250 m. stökk, 350 m. stökk, 800 m. stökk, 800 m. brokk. Dómar gæðinga og undanrásir kappreiða verða laugardaginn 3. júlí. Skráning fer fram í símum 99-(173, 8245 og 8330. Síðasti skráningardagur er 28. júní. Dansleikur í Hvoli laugardagskvöld 3. júlí, Kaktus leikur. Hestamannafélagið Geysir. Kvikmyndir Sími 78900 (W Patrick Patrick cr 24 ára coma-sjúklingur sem býr yfir miklum dulrænum hsfileikum scm hann nær fullu valdi á. Mynd þcssi vann til vcrðlauna á Kvikmyndahátlðinni ( Asiu. Leikstjóri: Richard Franklin. Aðalhlutvcrk: Robert Helpmann, Sus- an Penhaligon og Rod Mullinar. Sýnd Id. 5, 7, 9 og 11. Eldribekkingar (Seniors) Stúdcntarnir vilja ckki útskrifast úr skólanum vilja ckki fara út i hringiðu lífsins og nenna ekki að vinná hcldur stofna félagsskap scm ncfnist Kyn- fræðsla og hin frjáls»skólastúlka. Aðalhlutvcrk: Príscilla Barnes, JefTrey Byron, Gary ImhofT Sýnd kl. 5, 7, 9, 11 Texas Detour Spcnnandi ný amcrísk mynd um unglinga scm lcnda ( alls konar klandrí við lögrcglu og ræningja. Aðalhlutvcrk: Patríck Wayne, Prísdlla Bames, Anthony James Bönnuð innan 12 ára Sýnd U. 5, 7 og 11.20 Allt í lagi vinur (Ilallcluja Amigo) Sérstaklcga skcmmtileg og spcnnandi vcstcrn grlnmynd mcð Trinity bolanum Bud Spencer scm cr f essinu s(nu ( þessari mynd. Aðalhlutvcrk: Bud Spencer, Jack Palance Sýnd U. 5, 7 og 9. Morðhelgi (Death VVeekend) I Það er ekkert grin að lenda i klón- | um á þeim Don Stroud og félög- um, en það fó þau Brenda Vacc- I aro og Chuck Shamala að finna j ! fyrir. Spennumynd i sérílokki. : Aöalhlutverk: Doh Stroud, Brenda Vaccaro, Chuck Sha- i mata. Hichard Ayres ■ lsl. texti. I; Bönnuö innan 16 ára Sýnd U.11 Fram í sviðsljósið (Being There) (4. mánuður) Grinmynd I algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk hún tvenn Oskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. AÖalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas. Jack ! Warden. Islenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. L-Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.