Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22 JÚNÍ 1982. 7 eríént yfirlit ................. ■ BRETAR eiga viðar í deilum út af eyjum en í Suður-Atlantshafi. Ný deila virðist nú i uppsiglingu um Indlands- hafseyjuna Diego Garcia eftir kosninga- sigur vinstri hreyfingarinnar á Máritius. Þegar Bretar. veittu eyjarskeggjum á Máritíus sjálfstæði árið 1968, drógu þeir Diego Garcia undan, en áður hafði hún lotið sömu stjóm í nýlenduráðuneyti Breta og Máritius. Þessu var þá mótmæit af stjórn Máritíus, en hún sæíti sig við þetta, enda mat hún þá mest að tryggja Máritius sjálfstæði. Bretar létu ekki við það sitja að halda áfram yfirráðum á Diego Garcia. Þeir fluttu alla íbúana þar, 1400 talsins, til Máritíus og hafa þeir dvalizt þar síðan. Eftir þetta leigðu svo Bretar Bandaríkja- stjórn Diego Garcia til 50 ára og hafa Bandarikjamenn siðan unnið að þvi að koma þar upp flotastöð og herflugvelli. Þetta mun verða aðalbækistöð banda- ríska hersins á Indlandshafi. Á siðustu árum hefur sú krafa fengið aukinn hljómgrunn á Máritius, að Diego Garcia tilheyrði Máritius að nýju, enda þótt fjarlægð sé mikil milli eyjanna, eða um 1200 mílur. Þá hefur það verið gagnrýnt að Máritíus þyrfti að annast innflytjenduma frá Diego Garcia. Verkamannaflokkurinn, sem hefur farið með stjórn á Máritius undir forustu Seewoosagurs Ramgoolam, hefur kraf- izt að undanförnu að Máritíus fengi yfirráð yfir Diego Garcia, en heitið þvi að rjúfa ekki 50 ára leigusamninginn við Bandaríkin. Bretar hafa hafnað þessu, en nýlega fallizt á að leggja fjórar milljónir sterlingspunda i sjóð til styrktar innflytjendum frá Diego Garcia. ■ Paul Bérenger. Bretar lenda í nýrri Indlandsdeilu Nu berst leikurinn til Indlandshafs ÚRSLIT þingkosninganna, sem fóm fram á Máritius 11. þ.m. munu gerbreyta stöðunni. Verkamanna- flokkurinn tapaði öllum þingsætum, en nýja vinstri hreyfingin, sem gengur undir skammstöfuninni MMM, vann öll þingsætin, sem kosið var um á Máritius, 62 talsins. MMM-hreyfingin var stofnuð fyrir nokkmm árum af Paul Bérenger, sem varð þekktur á sínum tíma fyrir þátttöku í stúdentaóeirðunum i Paris 1968. Bérenger, sem er nú 37 ára, hélt nokkm siðar heim og stofnaði áður- nefnda hreyfingu, sem nú hefur náð völdum á Máritíus. Hann er fram- kvæmdastjóri hennar og ætlar að halda því starfi áfram en fela öðmm að annast rikisstjómina Bérenger telur MMM-hreyfinguna frekar hægfara sósíalíska hreyfingu, sem hafi tekið franska sósíalista og griska sér til fyrirmyndar. Hreyfingin mun beita sér fyrir takmarkaðri þjóðnýtingu, a.m.k. fyrst um sinn. Markmið hennar er að gera Máritius að lýðveldi, en nú heyrir hún undir brezku krúnuna. Gefið hefur verið til kynna, að Ramgoolam, sem verið hefur forsætisráðherra síðan 1968, verði gef- inn kostur á að verða fyrsti forsetinn og sýna á þann hátt þjóðareiningu. Ramgoolam er orðinn 82 ára. Ekki er talið útilokað, að hann taki þessu tilboði og fái þannig sárabætur vegna ósigursins i kosningunum. KOSNINGARNAR voru sóttar af miklu kappi. Verkamannaflokkurinn fékk til ráðuneytis ameriska auglýsinga- stofnun, sem á sinum tima skipulagði kosningabaráttu Huberts H. Humphrey i forsetakosningunum 1968. MMM- hreyfingin túlkaði þetta á þann veg, að raunvemlega væri það leyniþjónusta Bandarikjanna, CIA, sem legði á ráðin um kosningabaráttu Verkamanna- flokksins. Leiðtogar Verkamannaflokksins töldu sig hafa fengið gott svar við þessu, þegar þeir birtu bréf, sem átti að sanna, að Bérenger hefði fengið um eina milljón dollara í styrk frá Líbýustjórn. Bérenger færði rök að því, að bréfið væri falsað og að hann hefði engan slíkan styrk fengið, enda myndi hann ekki hafa þegið hann. Ibúar á Máritius eru taldir tæp milljón. Meirihluti þeirra er indverskrar ættar. Enda þótt eyjan sé ekki stór að flatarmáli, tæplega 800 fermílur, er sykurrækt helzta atvinnugreinin. Lágt sykurverð hefur valdið efnahags- legum erfiðleikum að undanfömu og atvinnuleysi verulega aukizt. Talið er að það eigi mikinn þátt í ósigri Verka- mannaflokksins. MMM-hreyfmgin hefur lýst yfir því, að rikisstjórn hennar muni fylgja hlutleysisstefnu í utanríkismálum. Þvi verði herskipum risaveldanna ekki leyft að hafa viðkomur á Máritíus, en það hefur verið gert að undanförnu. Þá muni hún fylgja miklu fastara fram tilkallinu til Diego Garcia. Það mun bæði gert innan Einingarsamtaka Afríku og Sameinuðu þjóðanna. Einnig verði leitað tilstyrks Asiurikjanna. Á fundi Einingarsamtaka Afriku fyrir tveimur árum, var lýst stuðningi við tilkall Máritius til Diego Garcia og mótmælt ameriskri herstöð þar. Hinir nýju stjórnendur segjast vilja hafa góða samvinnu við öll ríki, en mest áherzla verði þó lögð á nána samvinnu við Frakkland og Indland. Frakkar réðu um skeið yfir Máritius en urðu að láta hana af hendi við Breta 1814 eftir ósigur Napóleons. Frönsk áhrif eru sögð sterkari en brezk áhrif á Máritius. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Enn er bar- ist í Beirút — þrátt fyrir að eigi að vera í ■ ísraelsmenn og Palestinumenn skiptust á stórskotahríð í kringum og í Beirut mestan hluta gærdagsins þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera i gildi milli þeirra. Fréttamenn staddir í Beirut segja að sprengjuskotum ísraelsmanna rigni niður i borgina, allt að 2-3 á minútu, og standi skothríðin bæði af landi og sjó. Talið er að mannfall sé mikið. Palestinumenn segja að einn af spítölum þeirra hafi orðið fyrir sprengjuskotum með þeim afleiðing- um að tveir óbreyttir borgarar fórust og 13 særðust. Palestinumenn saka ísraelsmenn um að hafa byrjað skothríðina til að dylja áframhaldandi sókn sína, en ísraelsmenn svara þvi til að þeir séu að svara árásum Palestínumanna. Fréttastofan TASS sagði að í einni vopnahlé gildi skothriðinni hefði sendiráð Sovét- rikjanna i V-Beirut orðið fyrir skotum, og hefði sendiráðsbyggingin skemmst, en ekki var getið um annað i fréttinni. Enn er reynt að leysa þessa deilu og mun Begin forsætisráðherra ísraels eiga viðræður við Reagan i Washington, þar sem meðal annars verður rætt um hugsanlega þátttöku Bandarikjamanna i alþjóðlegum sveitum sem eiga að halda friðinn I Libanon. Sarkis forseti Líbanon hefur átt viðræður við Philip Habib sérlegan sendifulltrúa Bandarikjanna i Mið- austurlöndum. ísraelsmenn hafa ákveðið að leyfa sjálfboðaliðum hjálparstofnana að- vinna að hjálparstörfum í Líbanon og mun leyfa að fluttar verði birgðir um hafnir i ísrael. Thatcher sækir Reagan heim: Munu ræða um Falklandseyjar ■ Margret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, hefur verið boðið til Washington til viðræðna við Reagan forseta á morgun, miðvikudag. Falklandseyjadeilan mun vera aðalmál fundar þeirra, en vangavelt- ur hafa verið um það, að Bandarikja- stjórn sé miður sin vegna harðrar afstöðu Thatcher i þvi máli, sérstak- lega að hún hefur sagt að hún muni ekki ræða við Argentinumenn um stjórn eyjanna. Reiknað er með að leiðtogamir tveir muni einnig ræða ástandið i Líbanon. Thatcher mun fara til Washington frá New York þar sem hún situr afvopnunarráðstefnu SÞ Viðræðurnar um Gíbraltar: Spánn hættir ■ Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að hætta við þátttöku í áframhald- andi viðræðum um framtið Gibraltar og jafnframt hefur verið frestað þvi að opna landamærin á milli höfðans I og meginlandsins, sem hafa verið ! lokuð i 13 ár. Talsmaður stjórnarinnar i Madrid sagði að eins og málin stæðu nú væru Bretar í engri aðstöðu til að uppfylla skilyrðin fyrir áframhaldandi viðræð- um, og mun hér vera skírskotað til Falklandseyjadeilnanna. Viðræðum átti að halda áfram i Portúgal síðar í þessari viku og áttu þá að ræðast saman utanríkisráðherr- ar landanna og sögðust þeir báðir vera leiðir yfir því að hætta varð við viðræðumar. V-Þjóðverjar reiðir ígarð Reagan: Vilja afnám banns á Siberíuleiðslunni ■ Vestur-Þjóðverjar munu vera Reagan Bandarikjaforseta mjög reiðir eftir að sá siðamefndi ákvað að framlengja bannið á afhendingu bandariskra tækja til gasleiðslunnar frá Siberiu og til Evrópu. Talsmaður stjórnarinnar í Bonn sagði, að þeir mundu leggja að Frökkum, Bretum og ítölum að fá Reagan til að hætta við þessa ákvöröun. Hann sagði ennfremur að vegna þessarar ákvörðunar væri hætta á að þúsundir misstu vinnuna. Argentína: Ágreiningur innan herstjórnarinnar ■ Stöðugir fundir eru nú hjá herstjórninni i Argentinu um eftir- mann Galtieris, sem sagði af sér eftir töku Breta á Falklandseyjum. Á- greiningur mun vera kominn upp meðal hinna þriggja greina hersins og mun flugherinn hafa litinn áhuga á fyrirætlunum landhersins, sem ávallt hefur ráðið embætti forseta, um að setja hershöfðingja á eftir- launum í embættið en flugherinn þótti standa sig best i Falklandseyja- átökunum. Breska flutningaskipið Noland er komið til hafnar i Argentínu með 2000 striðsfanga Breta frá Falklands- eyjum, og er þetta i annað sinn sem slikir flutningar eiga sér stað. Karl prins viðstaddur fædinguna ■ Þúsundir Englendinga fögnuðu fyrir utan St. Mary sjúkrahúsið i London í gærkvöldi þegar tilkynnt var að Diana prinsessa af Wales hefði eignast hraustan dreng. Diana var flutt á sjúkrahúsið snemma i gærmorgun og þá þegar byrjaði fólk að safnast fyrir utan og fögnuður var mikill þegar tilkynning- in um burðinn kom laust eftir klukkan 21 i gærkvöldi. Karl prins af Wales var viðstaddur fæðingu sonar sins. Drengurinn vó um 14 merkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.