Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 12
■ Vigdis Finnbogadóttir forseti ísiands flytur ávarp sitt. Mikið fjölmenni var samankomið í iþróttahúsinu á Laugum og þéttsetinn bekkurinn þar, Erlendur Einarsson forstjóri í ræðustól. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra heilsar Vigdisi Finnbogadóttur forseta „SAMVINNUHREYFINGIN ER EIN VARMN A VEGFERD ÍSLENDINGA sagdi Vigdfs Finnbogadóttir, forseti Islands að Laugum ■ Sigriður Ella söng við undirleik Ólafs Vignis. ■ „Samvinnuhreyfingin, sem nú er eitt hundrað ára, er ein varðan á vegferð íslendinga til eigin sjálfstæð- is. Hún er einnig sönnun þess að okkur er unnt að starfa saman, þótt ráðrík séum hvert og eitt og hver vill vera sinn eigin herra“ sagði Vigdis Finnbogadóttir forseti Islands í upphafi ávarps sins á hatíðarfundi Samvinnuhreyfingarinnar sem haldinn var að Laugum í Reykjadal á sunnudaginn til að minnast þess að hreyfingin á 100 ára afmæli um þessar mundir. Lúðrasveit Húsavíkur lék undir stjórn Sigurðar Hallmarssonar áður en fundurinn hófst, en siðan setti Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga fundinn og var hann fundarstjóri. Vigdís Finnbogadóttir flutti ávarp sitt að lokinni setningu fundarins og þar sagði hún m.a.: „Sameiginlegur arfur og sameiginleg framtið okkar íslendinga hefur eflaust verið ofarlega i hugum þeirra, er stofnuðu fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag Þingeyinga fyrir réttum eitt hundrað árum. Fyrsti framkvæmdastjórinn, Jakob Hálfdánarson á Grímsstöðum við Mývatn, og fyrsti formaður kaupfélagsins Jón Sigurðsson á Gautlöndum, sáu fyrir sér nýja tíma á íslandi, menn sem trúðu á afl og samtakamátt þessarar þjóðar.“ í lok ávarps síns sagði Vigdis Finnboga- dóttir, forseti, síðan: „Efnaleg velferð og andlegur auður getur orðið að ösku í bræðravígum, það ættum við að hafa lært af eigin sögu. Með samstarfi og samstöðu er hinsvegar afl okkar íslendinga ómælt. Þann samhug má flytja út og gefa öðrum þjóðum á sama hátt og brautryðjendur Samvinnuhreyfingar- innar á íslandi gáfu öðrum landsmönnum á sínum tíma. Ég óska okkur íslendingum til hamingju með afmælisbarnið - öldunginn sem ber aldurinn með virðulegri reisn - og við vonum öll að megi, ásamt okkur sjálfum, lifa og dafna í anda þeirra hugsjónamanna sem horfðu fram á við i traustri trú á gott land og góða skynsama þjóð“. Á eftir Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands,flutti Finnur Kristjánsson, formað- ur samstarfsnefndar um afmælishald, ræðu og fjallaði hann m.a. um tilurð Samvinnu- hreyfingarinnar á fyrstu árum hennar, en að ræðu hans lokinni var fluttur leikþáttur- inn „fsana leysir“ eftir Pái H. Jónsson og var Páll sögumaður. Þótt sagt væri í upphafi að allar persónur leikþáttarins ættu sér ekki stoð í raunveruleikanum þá blandaðist engum hugur um að leik þátturinn fjallaði um þann merkisatburð, fæðingu Samvinnuhreyfingarinnar á fs- landi. Að loknum leikþættinum flutti Robert Davies fulltrúi Alþjóða samvinnusam- bandsins ávarp og siðan söng Sigriður Ella Magnúsdóttir einsöng við undirleik Ólafs Vignis. Ný öld í islensku samvinnustarfi „Upphaf samvinnustarfs á íslandi varð heillaríkt skref i sjálfstæðisbaráttunni. Samvinnustarfið jók mátt og styrkti trú á framtið þjóðarinnar einmitt sökum góðs árangurs sem samvinnuverslunin skilaði félagsmönnum sínum" sagði Erlendur Einarsson forstjóri Sambands islenskra samvinnufélaga i upphafi hátiðarræðu sinnar sem hann flutti á fundinum. í ræðu sinni rakti hann tilurð hreyfingar- innar og þær aðstæður sem voru i þjóðfélaginu á þeim tíma er hún fæddist: „Líkt og til að ögra öllum rökum á sagan stundum til, að haga svo samspili aðstæðna og atgervis, á óvæntum augnablikum, að þegar niðurlægingin og vonleysið er hvað mest þá er björgin næst. Við hljótum að undrast þann kjark og það æðruleysi, að einmitt á þessum tima, þegar varla var lífsbjörgina að sjá frá degi til dags, vandamálin hrönnuðust upp og leiðir virtust fáar til björgunar gegnum harðind- in, þá lögðu bændur i Þingeyjarsýslu þann grunn sem hundrað ára samvinnustarf á íslandi hefur byggst á. Okkur íslendingum nútímans hrýs oft hugur við vanda líðandi stundar og við sjáum varla armslengd frá okkur í moldviðri vandamála, sem hver vikan þyrlar upp i verðbólguþjóðfélagi kröfugerðar og allsnægta - Við mættum margt læra af stórhug þingeysku bændanna sem létu ekki baslið smækka sig og draga úr sér kjarkinn, heldur hugsuðu hæst, þegar úrræðin virtust fæst.” Undir lok ræðu sinnar sagði Erlendur: „f hönd fer ný öld í islensku samvinnu- starfi. Sem fyrr mun samvinnuhreyfingin setja markið hátt í uppbyggingu íslensks atvinnulifs, með þátttöku fjöldans sem kjölfestu og manninn í öndvegi. Það er boðorð nýrrar aldar“. Síðasta atriði hátiðardagskrárinnar var söngur Kirkjukórasambands Suður-Þing- eyjasýslu, sem lauk með þvi að allir gestir risu úr sætum og sungu með kórnum þjóðsöng íslands en að þvi loknu sagði Valur Arnþórsson fundinum slitið. Myndir og texti FRI ■ Hátiðin að Laugum var fjölskylduhátið, þar sem allir meðlimir fjölskyldunnar mættu. (Tímamyndir FRI) ■ Á fremsta bekk má þekkja Ingvar Gislason menntamálaráðherra, Robert Davies fúlltrúa Alþjóða samvinnusambandsins, Eriend Einarsson forstjóra Sambandsins, Finn Kristjánsson fyrrverandi kaupfélagsstjóra KÞ, Vigdisi Finnbogadóttur forseta tslands og Hjalta Pálsson framkvæmdastjóra Innkaupadeildar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.