Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 22.JÚNÍ 1982. Lestunar- áætlun Skipafréttir GOOLE: Arnarfell _ 23/6 Arnarfell ... 12/7 Arnarfell _ 26/7 Arnarfell ... 9/8 ROTTERDAM: Arnarfell ... 28/6 Arnarfell ... 14/7 Arnarfell _ 28/7 Arnarfell ... 11/8 ANTWERPEN: Arnarfell ... 29/6 Arnarfell ... 15/7 Arnarfell ... 29/7 Arnarfell ... 12/8 HAMBORG: Pia Sandved ... 28/6 Helgafell ... 12/7 Helgafell ... 30/7 Helgafell ... 19/8 HELSINKI: Disarfell ... 16/7 Disarfell ... 12/8 LARVIK: Hvassafell _ 5/7 Hvassafell ... 19/7 Hvassafell ... 2/8 Hvassafell ... 16/8 GAUTABORG: Hvassafell ... 6/7 Hvassafell ... 20/7 Hvassafell ... 3/8 Hvassafell ... 17/8 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ... 23/6 Hvassafell _ 7/7 Hvassafell ... 21/7 Hvassafell ... 4/8 Hvassafell .. 18/8 SVENDBORG: Pia Sandved .. 26/6 Hvassafell .. 8/7 Helgafell .. 14/7 Dísarfell .. 21/7 Helgafell .. 2/8 ÁRHUS. Disarfell .. 25/6 Helgafell .. 15/7 Dísarfell .. 22/7 Helgafell .. 3/8 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell - 25/6 Skaftafell - 27/7 HALIFAX, CANADA: Skaftafell .. 28/6 Skaftafell .. 29/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Til sölu dráttarvélar, Massey- Ferguson 35, árg. ’57, einnig Ford 6700, 78 hö. árg. ’80. Upplýsing- ar í síma 99-6543. Sveitapláss Ég er13ára, óskaeftir sveitaplássi. Ég er vanur aö vera í sveit, helst á Suður- landi. Upplýsingar í síma: 41882 næstu daga. 14 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili. Upplýsingar í síma 74204. fréttir Nábúadeilurnar á Bergþórshvoli: FÓGETIFELLST A LÖG- BANNSKRÖFU EGGERTS -Prestur hótar nýju lögbanni á nýtingu Eggerts á umdeildu túnunum ■ Fógetaréttur Rangárvallasýslu sam- þykkti i gær að lagt yrði lögbann við yfirvofandi afnotum séra Páls Páls- sonar, sóknarprests, Bergþórshvoli I, af túnum og landi jarðarinnar Bergþórs- hvols I árið 1982 og til fardaga árið 1983, að kröfu Eggert Haukdals, alþingis- manns, Bergþórshvoli II. Eggert verður þó að leggja fram tryggingu að fjárhæð 100 þús. kr. svo lögbannsgerðin nái fram að ganga. Með úttektargjörð, sem framkvæmd var í október árið 1980, var séra Páli afhent til ábyrgðar og umönnunar það, sem Bergþórshvolsprestakalli tilheyrði. Málsaðilar gerðu síðan með sér samning fyrir réttu ári síðan um nýtingu jarðarinnar Bergþórshvols I. Samkvæmt honum átti Eggert þá þegar að fá til nýtingar og afnot tún „vestan heimreið- ar og sunnanvegar að Káragerði". Séra Páll átti hins vegar að halda til eigin afnota „túni öllu austan heimreiðar, umhverfis prestsetrið, Floshól og gömlu húsin.“ Auk þess gerði samningurinn ráð fyrir að Eggert Haukdal fengi á fardögum árið 1982 til afnota allt land Bergþórs- hvols I, að undanteknum skika af óræktuðu landi. Hins vegar segir í samningnum: „Séra Páll getur þó jafnan tekiðundan meira land til eigin afnota. Þessi leiga gildir frá fardögum 1982 til eins árs í senn, en framlengist sjálfkrafa, ef ekki er sagt upp, allt eins og lög og venja stendur til.“ 24. október á sl. ári sendi séra Páll Eggert bréf þar sem hann segist hafa ákveðið að taka til eigin afnota allt land prestsetursjarðarinnar frá og með far- dögum 1982, þ.e. 14. maí sl. Eggert lætur sér fátt um finnast og tilkynnir presti 5. júní sl. að hann hafi þegar greitt leigugjald fyrir túnin og lagt það á geymslureikning á nafni sr. Páls. Páll mótmælti þessu um hæl. Eggert Haukdal telur að skýra verði samning aðila svo að Páll geti aðeins tekið meira land til afnota af jörðinni en hann hafði árið 1981, en heimili hins vegar ekki að hann taki alla jörðina til eigin afnota. Auk þess telur Eggert að uppsagnarbréf sr. Páls viðskiptum þeirra óviðkomandi „þar sem ekki hafi verið hægt að segja upp leigumálanum fyrr en i fyrsta lagi á fardögum 1983.“ Sr. Páll telur sig hins vegar eiga skýlausan rétt til að nytja sjálfur ábúðarjörð sína, og vísar þar um til ábúðarlaga, og bendir á að Eggert hafi engar athugasemdir gert við uppsögnina. 1 úrskurði fógetaréttar segir að sr. Páll hafi með röksemdum sínum ekki sýnt tvimælalaust fram á, að sú „skýring á þessu atriði samningsins, sem sóknar- aðili heldur fram, að samningnum megi ekki segja upp fyrr en frá fardögum 1983 að telja, eigi ekki við rök að styðjast. Af þessum ástæðum verður ekki hjá því komist að taka til greina þá kröfu sóknaraðila, að lagt verði á lögbann." Úrskurðinn kvað upp Markús Sigur- björnsson, setudómari í málinu. - Kás. Ingiríði drottningu fannst mikið koma til hraunhitaveitunnar í Vestmannaeyjum. ■ Páll Zóphóniasson, fráfarandi bæjarstjóri i Vestmannaeyjum, leiddi Ingiriði drottningu og fylgdarlið hennar um Eyjamar. Ingiríður heimsæk- ir Vestmannaeyjar ■ Ingiríður ekkjudrottning Danmerkur hefur undanfarna daga verið í heimsókn hér á landi, en hún kom til landsins sl. laugardag. í heimsókn sinni sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur haft veg og vanda af hefur Ingiríður drottning komið viða við. M.a. hefur hún heimsótt Þjóðminjasafnið, Grasagarðinn í Reykjavík, og á sunnu- dag var ekið austur á ÞingvöU, staðurinn skoðaður, en siðar snæddur málsverður í boði dr. Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra. í gærdag flaug Ingiríður ásamt forseta íslands til Vestmannaeyja, og skoðaði sig þar um undir leiðsögn Páls Zóphón- iassonar fráfarandi bæjarstjóra þar. Þótti henni mikið koma til þeirrar endurreisnar sem átt hefur sér stað i Vestmannaeyjum frá því eftir gos, en Danir ásamt öðrum Norðurlandaþjóð- um o.fl. studdu þá viðreisn. Siðdegis var flogið til Fagurhólsmýrar, en þaðan ekið um Skaftafell og til Hafnar á Hornafirði þar sem snæddur var kvöldverður i boði sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu, Friðjóns Guðröðarsonar. í dag verður ekið til Egilsstaða og skógurinn í Hallormsstað skoðaður. Síðdegis verð- ur flogið til baka til Reykjavikur. Ingiriður heldur héðan af landi brott í fyrramálið í einni af vélum danska flughersins sem sérstaklega er send hingað til lands til að sækja hana.- Kás ■ Við komuna til Vestmannaeyjaflugvallar voru Ingiríði drottningu og Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands, blómvendir. > Ljósmyndir Guðmundur Sigf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.