Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22.JÚNÍ 1982. ■ Skúli Sigurgrimsson bæjarfulitrúi. neytið um að breyta menntaskólanum í fjölbrautaskóla. Hann hefur verið í grunnskólahúsnæði í átta ár og verið þröngt um hann. Það hefur reyndar verið þröngt um grunnskólana líka. í kosningabaráttunni lögðum við fram- sóknarmenn á það mikla áherslu, að við byrjum á því að byggja yfir grunnskól- ana. Það er alveg ljóst að fjölbrautaskól- inn verður áfram að meginhluta til í Grunnskólahúsnæði næstu árin. Við höfum lagt á það megináherslu að það verði fyrst byggt yfir grunnskólann og hans vandamál leyst. í þessari samvinnuyfirlýsingu er vitn- að til samþykktar skólanefndar frá 1. okt. s.l., ar sem þessi meginstefna er tekin og við leggjum mikla áherslu á að haldið verði áfram viðræðum við menntamálaráðuneytið um framtíðar- húsnæði fjölbrautaskólans og uppbygg- ingu hans og þess náms sem honum er ætlað að sinna. Þetta hefur verið mikið deilumál, en fjölbrautaskólinn tekur til starfa í breyttri mynd nú strax í haust. Bæjarstjóm samþykkti nýlega hvemig leysa ætti húsnæðisvandamál skólans yfir næsta vetur. Ákvæði em um að unnið verði að því að stofna öldungadeild við fjölbrauta- skólann, auk fleiri ákvæða í skóla- málum, svo sem lengri skólavist sex ára bama, að stefna að samfelldum vinnu- degi allra nemenda og kannað hvort ekki verður mögulegt að útvega nem- endum að minnsta kosti eina máltíð á dag í skólum, þar sem aðstæður leyfa. Framkvæmdir og áróður Gatnagerð er mikið mál hjá okkur i Kópavogi. í samstarfssamningnum segir að við munum leggja höfuðáherslu á fullnaðarfrágang gatna ásamt gangstétt- um og lýsingu. Verði nú þegar gerð fullnaðaráætlun um þessar framkvæmdir og unnið markvisst eftir henni. Við stefnum að því að ljúka þegar í sumar við að leggja bundið slitlag á nær allar götu bæjarins. Það er þjóðsga sem gengur hér á landi og er almennt trúað að í Kópavogi sé litið um götur með varanlegu slitlagi og gangstéttir séu fáar og lýsing bágborin, og að engin leið sé að rata um bæinn. - Að ekki sé hægt að rata um Kópavog er hálfgerður Hafnarfjarðarbrandari. Það fer enginn upp í Breiðholt, sem ekki er þar kunnugur, án þess að líta fyrst á kort. Án þess er erfitt að finna þann stað sem maður ætlar að fara á. Hið sama gildir auðvitað um Kópavog. Þjóðsagan hefur skapast að nokkru af því að Hafnarfjarðarvegurinn í gegnum Kópavog og tengibrautir hans voru lengi i byggingu og þá voru oft gerðar breytingar á leiðum vegna framkvæmd- anna. Þá var von að fólk ruglaðist, en þetta er löngu liðin tíð. Sjálfstæðismenn lögðu á það mikla áherslu i kosningabaráttunni að ekkert hefði verið gert i gatnagerð siðan þeir voru í meirihluta. Þetta er náttúrlega reginfirra, en sl. vor komu götur illa undan vetri í Kópavogi eins og annars staðar, og með þessum áróðri sínum náðu þeir því miður eyrum fólks, en framkvæmdir hafa verið mikiar og verða meiri. Það er annað sem sjálfstæðismenn komust upp með í kosningabaráttunni, sem ekki var svarað sem skyldi. Þeir tóku dæmi af hjónum á Seltjamamesi sem gefið var að hefðu 260 þús. kr. í árstekjur, að þau greiddu um 9 þús. kr. minna í útsvar, skatta og fasteignagjöld, heldur en ef þau byggju í Kópavogi. En við höfum hærri álagningarprósentu en þeir á Seltjamamesi. Þetta er að vísu rétt ef miðað er við prósentuna eina, en það kemur ýmislegt fleira til. Þegar hjónin á Seltjamamesi byggðu sitt hús hafa þau þurft að kaupa lóðina undir það. Seltirningar hafa ekki lagt i það að kaupa upp lönd og úthluta þeim síðan eins og gert er i Kópavogi. Gangverð á lóðum undir einbýlishús er á Seltjamarnesi í dag rúmar 500 þús. kr.. Þetta era peningar sem ekki fást greiddir til baka. Þeir eru fastir undir húsinu. Ef reiknaðir eru vextir af þessari upphæð em það rúml. 200 þús. kr. á ári. Ef við litum á þessa þætti og bemm saman kemur í ljós að það er 200 þús. kr. dýrara á ári fyrir hjónin að búa á Seltjamamesi en í Kópavogi. Með þessu móti hefur Seltjamames- kaupstaður komist lett út úr hlutunum og lagt fjármuni í ýmislegt svo sem gatnagerð o.fl. Það hefði getað munað miklu i Kópavoginum ef við hefðum ekki þurft að leysa til okkar lönd og erfðaleigu i stórum stíl. Hagkvæm samskipti Getið þið útvegað öllum lóðir sem um sækja í Kópavogi. - Fjarri því og það er matsatriði hvort stefna beri að því. Það er matsatriði hversu hratt á að byggja bæinn. Við höfðum þá stefnu á síðasta kjörtimabili að byggja ekki fyrir fleira fólk, en sem næmi fjölgun á landsvísu. Nýrri byggð fylgja mörg félagsleg verkefni sem bærinn verður að leysa og það hlýtur að vera matsatriði á hverjum tima hversu hratt á að byggja upp. Hvernig gengur samstarfið við ná- grannabyggðarlögin? - Við höfum mjög góð samskipti við Reykjavikurborg og stofnanir borgar- innar. Við höfum gert samninga um þjónustu af ýmsu tagi, svo sem vatnsveituna, slökkviliðið, kirkjugarð- ana, strætisvagna svo eitthvað sé nefnt. Við borgum þessa þjónustu miðað við höfðatölu, stofnkostnað og rekstur slökkviliðsins, við kaupum vatn eftir mæli. Sjúkrasamlögin hafa gert samning um rekstur slysavarðstofunnar. Hita- veituna á Reykjavik alla, en á þvi sviði höfum við góð samskipti. Ég held að þessi samskipti séu hagkvæm fyrir báða aðila. T.d. gæti Reykjavíkurborg ekki sparað meira við sig rekstur á slökkviliðinu þótt þessi samningur væri ekki i gildi. Við höfum samninga við strætisvagn- ana og er sameiginlegt skiptimiðakerfi. Hins vegar þurfum við að stefna að bættri þjónustu strætisvagnanna þannig að fólk geti ferðast tiltölulega hindr- unarlítið um allt höfuðborgarsvæðið. En það er miklu stærra mál og þarf að ná líka til Garðabæjar og Hafnarfjarðar og jafnvel Mosfeilssveitar. Yfirleitt þurfum við að stefna að nánari samvinnu alls þessa svæðis á næstu árum og áratugum. En samt alls ekki með sammna sveitarfélaga. Of stórar einingar Ég held að sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu séu orðin of stór sem félagslegar einingar. Sérstaklega á þetta við um Reykjavík og reyndar Kópavog líka. Þegar sveitarfélögin verða svona risavaxin gera þau miklu minni eða engar kröfur til einstaklings- ins til að sinna félagslegum störfum i sinu umhverfi. Ef við bemm þetta saman við smærri sveitarfélög úti á landsbyggðinni, þar sem einstaklingurinn verður að taka þátt í meginhluta félagsstarfsins, hvort sem það er að sinna safnaðarstörfum, setja upp leikrit, eða vinna að. íþrótta- málum, þá kemst eiginlega enginn hjá því að taka þátt í einhverju af þessu og öðrum sameiginlegum athöfnum innan sveitarfélagsins. í þéttbýlinu getur einstaklingurinn orðið ákaflega einangraður. Þessu þurf- um við að breyta og vinna að þvi að fólk geti haft einhver áhrif á nánasta umhverfi sitt. Hugsanlega gæti skóla- hverfi orðið heppileg eining í þessu tilliti. Sóknimar em orðnar of stórar, en skólahverfin yrðu þægilegustu eining- arnar að mínu viti. Nánara samband Komast þá bæjarfulltrúar yfir að sinna sínum skyldum sem skyldi i stórum sveitarfélögum? - Það hefur tiðkast hjá bæjarfulltrú- um að starfa fullan vinnudag og tekið síðan til eftir venjulegan vinnutíma að stjórna bæjarfélaginu og ráðið sér framkvæmdstjóra, þ.e. bæjarstjóra og aðra embættismenn til að sinna dagleg- um rekstri. Þetta held ég að sé orðið löngu úrelt og ættum við að taka upp svipað kerfi og er á öðmm Norðurlöndum og viðar, að bæjarfulltrúar em framkvæmdastjór- ar fyrir hina ýmsu málaflokka og eru við það að minnsta kosti að hluta eða í fullu starfi. Þá þarf ekki að ráða pólitiskan framkvæmdastjóra eins og bæjarstjóri er. í raun og vem vinna bæjarfulltrúar ekki það sem þeir em kosnir til, að stjórna bæjarfélaginu, en ráða menn til að gera það fyrir sig. Bæjarfulltrúar leggja aðeins helstu linurnar og taka lokaákvarðanir og aðrir sjá um fram- kvæmdina. Þegar svo bæjarbúi kemur á bæjar- skrifstofuna til að fá lausn á sinum erindum, hittir hann ekki fyrir kjörinn fuiltrúa heldur embættismenn. En þetta eru hlutir sem menn hafa ekki verið tilbúnir að takast á við. En hvar og hvenær geta bæjarbúar hitt sina kjörnu fulltrúa? - Við höfum viðtalstima á kvöldin hálfsmánaðarlega. Þá eru tveir fulltrúar til viðtals á bæjarskrifstofunum og eiga allir sem erindi eiga gott tækifæri til að koma málum sinum þar á framfæri. En því miður notfæra menn sér þetta ekki eins og skyldi. íbúarnir fara fremur til bæjarstjórans að bera upp vandkvæði sín. En það er einmitt mjög æskilegt að fólk komi til kjörins bæjarfulltrúa, þvi þá kynnumst við lika betur hver þau vandkvæði em sem menn þurfa að fá lausn á. -OÓ ■ Það er reisuleg byggð i miðbæ Kópavogs. Vestan Hafnarfjarðarvegar á að skipuleggja hverfi menningarstofnana. OÐRUM TIL FYRIRMYNDAR Það dylst engum að Opel Rekord er lúxus- bíll. Hvar sem á hann er litið, hvar sem í honum er setið og hvert sem honum er ekið þá er ekkert sem hægt er útá að setja. Opel Rekord er rúmgóður, þægilegur og eins öruggur og hugsast getur. Aflmikill, en neyslugrannur og endingin er slík að við endursölu er bíllinn sem nýr. Vekur Opel áhuga þinn? Reiðubúinn í reynsluakstur? Hringdu og pantaðu tíma. $ VÉIADEILD i Ármúla3 CC 38900 | o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.