Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22 JÚNÍ 1982. Ódýrar bókahillur Stærð: 184x80x30 Ijós eik kr. 1.395.- Bæs " 1.350.- Tréhurðir kr. 395.-, Glerhurðir kr. 495.- Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut Í8 Sími 86-900 Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða járniðnaðarmann vanan pípusuðu. Vínnan felst í almennu viðhaldi dreifikerfis. Krafist er hæfnisvottorðs í pípusuðu, rafsuðu og logsuðu frá Rannsóknarstofnun Iðnaðarins. Upplýsingar um starfið veitir Örn Jensson að bækistöð Hitaveitu Reykjavíkur Grensásvegi 1. ÓLAFSFJARÐARKAUPSTAÐUR JMW Tónlistarmenn Skólastjóra vantar að Tónlistarskóla Ólafs- fjarðar.Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. september n.k. Umsóknir skulu hafa borist til Svanfríðar Halldórsdóttur, Hlíð, Ólafsfirði fyrir 15. júlí n.k. og veitir hún jafnframt allar nánari upplýsingar. Skólanefnd. Starf við leikskóia Fóstra óskast í 1/2 starf á Leikskólann við Háholt frá 3. ágúst. Fólk sem hefur reynslu af uppeldisstörfum getur einnig komið til greina. Umsóknir er tiigreini aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 28. júní. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona i sima 93-2263 fyrir hádegi. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 2 Akranesi. Sveitarstjóri óskast Staða sveitarstjóra hjá Búðarhreppi, Fá- skrúðsfirði er laus til umsóknar. Gögn varðandi menntun og fyrri störf ásamt kaupkröfum sendist til oddvita Búðarhrepps fyrir 1. júlí 1982. Búðarhreppur. fréttSr Góður þorskafli hjá togurum fyrir vestan: FENGtl 250 TONN í EINUM TURNUM ■ „Já, við gerðum ágætis túr. Það var nokkuð góð veiði siðustu sólarhringana áður en við komum í land“, sagði Hermann Skúlason, skipstjóri á Jóliusi Geirmundssyni sem síðasta föstudag landaði um 250 tonnum, nær eingöngu þorski, á ísafirði. Guðbjörgin landaði um 210 tonnum tveim dögum áður og Guðbjartur var einnig búinn að landa nokkuð góðum afla fyrir stuttu. „Maður veit bara ekki hvað þetta endist, þvi það er á haldur litlu svæði sem þessi skárri fiskur er og ógurlegur fjöldi skipa á þessu“, sagði Hermann. Þama væru nó nánast aliir togarar landsins nema Austfirðingamir, flestir loðnnbátarnir og aðrir troilbátar, þannig að það gæti farið yfir 100 skip sem em þama á frekar litlu svæði. „Það er þvi ekki vist að það verði svo mikið fyrir alla þegar svo er komið“. Aflann sagðist hann hafa fengið á Halanum og i kantinum og vestur undir Víkurál, ágætis fisk, eða um 4 kg. og nokkuð jafnan. Afli hefði einnig verið ágætur undan Kögurgrunni, en fiskurinn bara miklu smærri. Að sögn Jóns Jónssonar, forstöðu- manns Hafrannsóknarstofnunar er þama yfirleitt um mjög smáan fisk að ræða, alveg á mörkunum að lokað sé á veiðamar og hafi reyndar verið lokað á þrem svæðum. Það væri að visu ekki gott þegar allur flotinn þjappaðist svona á b'tið svæði, „en við getum ekki bannað mönnum að veiða fisk yfir löglegri stærð. Á þessum árstima sagði hann algengt að fiskur þjappist svona saman i nokkurskonar torfur og þekkt fyrir- brigði að skip fái aflahrotur á þessum svæðum yfir sumarið. Jón kvaðst þó ekki þora að segja um hvað þama væri um mikið magn að ræða nóna. - HEI * ■ Komsa skólahljómsveitin, en i henni em böm og ungiingar frá 7-18 ára. Timamynd: GE. Alta-kynning í Norræna húsinu Vilja endur- skoða löggjöf um iðnrekstur ■ „Sambandsstjórn Landssambands iðnaðarmanna - sámtaka iðnaðarmanna i löggiltum iðngreinum - beinir þeirri áskorun til rikisstjórnarinnar og Alþingis að strax á komandi hausti verði skipulega hafist handa um að endur- skoða alla löggjöf varðandi nútíma iðnrekstur“, segir í ályktun sambands - itjórnarfundarsambandsins frá 3. þ.m, „Markmið slíkrar endurskoðunar væri að koma starfsskilyrðum íslenskra iðnfyrirtækja í það horf, að þau yrðu ekki lakari en starfsskilyrði annarra höfuðatvinnuvega þjóðarinnar, og a.m.k. ekki síðri en þau, er erlend iðnfyrirtæki í samkeppni við innlend njóta í sinum heimalöndum. Sam- bandsstjórn vonast til að næstu Iðnþing íslendinga þurfi ekki enn að álykta um hin sömu baráttumál sem frumhverjar Landssambands iðnaðarmanna settu fram fyrir50árum“, segiri ályktuninni. ___________________- HEI Véladeild Sambandsíns: Aukin þjónusta ■ Véiadeild Sambandsins hefur nú aukið þjónustu sína við landsbyggðina i sölu á nýjum bílum. Véladeild KEAá Akureyri, sem hefur nú flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði annast sölu á nýjum Genera! Motors bilum og eru jafnan flestar gerðir af Izuzu og Ope! bifreiðum á lager nyrðra. Nú hefur Vélaverkstæðið Foss á Húsavik tekið að sér að annast sölu á GM .bílum fyrir Þingeyjarsýslu og nágrenni, og eru fyrstu bilarnir þegar komnir norður. Áætlað er að bílasýning verði haldin i húsakynnum Foss á Húsavik helgina 19.-20. júní. ' SVS ■ Nú stendur yfír í Norræna húsinu sýning frá Alta í Finnmörku.Norður- Noregi. Hér er um að ræða skermasýningu með mynd- um frá Alta og öðrum hlutum Finnmarkar, og er menning, saga, náttúra og atvinnulíf kynnt. Auk þess eru listaverk og listiðnaður og dæmi um ftögusíeina- gerð sýnd, en flögusteina- gerð er annar helsti atvinnuvegur Altabúa auk fiskveiða. Sýningunni lýkur 4. júli. í tengslum við Finnmerkurkynning- una eru stödd hér á landi blandaður kór frá Alta og KOMSA skólahljómsveitin. Kórinn mun halda tónleika í Norræna húsinu í dag. 22. júní, kl. 20.30, og eru á efnisskrá kirkjuleg verk, lög úr söngleikjum, verk eftir norræna höfunda og norsk, sænsk og islensk þjóðlög. Aitahéraðið hefur upp á margt að bjóða, stórfenglega náttúrufegurð, veiði i vötnura, ám og fjörðuin og þar má kynnast menningu Sama. í Aita hafa fundist hellnaristur, sem vitna um elstu menningarleifar Norð- manna og byggð fyrir um 10 þús. árum síðan. SVJ Þriðja vlkinga- ferð Sam- hygðar ■ Þriðjudaginn 22. júní nk., fara 3 Samhygðarfélagar, þau Methúsalem Þórisson, Helga Öskarsdóttir og Sigrún Jóhannssdóttir, vestur um haf til New York. Tilgangur ferðarinnar er að koma á fót virkum Samhygðarhópum í borg- inni, sem munu takast á við það verðuga verkefni, að opna framtiðina með því að vinna skipulega að uppbyggingu jákvæðs og manneskjulegs þjóðfélags. Þetta er þriðja ferð Samhygðarfélaga á jafnmörgum mánuðum og koma þessir ■ Metúsalem, Sigrón og Helga við styttu Leifs Eirikssonar, - tilbóin að feta í fótspor hans. 3 félagar til með að vinna með þeim ferðunum. Fyrirhugaðar eru áframhald- hópum sem stofnaðir voru i fyrri andi ferðir, mánaðarlega út árið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.