Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22.JÚNÍ 1982. 5 ■ „Ekki hefur veríð fjallað um neitt mál eins mikið innan Samvinnuhreyf- ingarínnar og stefnuskrána og mér finnst að við séum komin með í hendumar prýðilegt framvarp sem ekki er hægt að gera neinar meiriháttar breytingar á til bóta“ sagði Valur Amþórsson stjóraar- formaður Sambands islenskra samvinnu- félaga m.a. i umrxðum um stefnuskrá Sambandsins á 80. aðalfundi þess sem haldinn var á Húsavik um helgina. Tvö mál settu öðrum fremur svip sinn á 80. aðalfund Sambandsins að þessu sinni en það voru annars vegar ofangreind stefnuskrá og hinsvegar tillaga um stofnun Samvinnusjóðs ís- lands. Allmiklar, og á stundum nokkuð heitar, umræður urðu um stefnuskrána eftir að Hjörtur Hjörvar formaður stefnuskrárnefndar hefði flutt skeleggt framsöguerindi um hana. Harðasta gagnrýnin kom frá Andrési Jónssyni fulltrúa Kaupfélags Borgnesinga og gekk hann svo langt að koma með nýja tillögu að stefnuskrá á fundinum, en tillaga hans var í stuttu máli þessi: „Samvinnuhreyfingin stuðli að almanna- heill og síðan komi Rockdale-regl- urnar“. í máli sínu sagði Andrés að hann væri á móti því að semja nýjar trúarjátningar, Rockdale-reglumar hefðu dugað hingað til. Hann gerði einnig minniháttar athugasemdir við málnotkunina á sum- um stöðum í stefnuskránni, eins og til dæmis grein 11.12 þar sem segir að allir samvinnumenn séu neytendur. Fannst honum óþarfi að taka þetta fram og sagði að hann vissi dæmi um einn mann fyrir vestan sem hefði verið meðlimur i hreyfingunni í eitt ár eftir að hann lést... „Er þetta kannski dæmi um mann innan Sambandsins sem er ekki neytandi“?... Fjölmargir tóku til máls eftir Andrési og lýstu undrun sinni á málflutningi hans. Fannst þeim stefnuskráin nauðsyn- leg og góð fyrir hreyfinguna og væri það samboðið hreyfingunni að hún gæfi sér þessa stefnuskrá í afmælisgjöf á afmælis- fundinum. Valur Arnþórsson sagði til dæmis að sér fyndist það fátæklegt ef hreyfingin kysi sér stefnuskrá Andrésar á aldar- afmælinu auk þess sem það væri misvirðing fyrir fólkið sem unnið hefur mikið starf ef öllu væri kastað fyrir róða fyrir þetta fátæklega plagg Andrésar. Andrés dró síðan tillögu sína til baka og var stefnuskráin siðan samþykkt samhljóða á fundinum. Svipmynd frá 80. aðalfundi Sambandsins sem haldinn var á Húsavík. Tímamynd: FRI Stefnuskrá og Samvinnusjóður aðalmál 80. adalfundar Sambandsins „PRVULEGT FRUMVARP” Samvinnusjóður Islands gerir Sambandinu kleift að taka þátt í orkuf rekum iðnaði Sem fyrr segir hefur ekki verið fjallað um neitt mál eins mikið innan Samvinnu- hreyfingarinnar og stefnuskrá þá sem samþykkt var á fundinum. Tvívegis á undanförnum árum hafa verið send út frumvarpsdrög að stefnuskránni til Kaupfélaganna þar sem þau hafa hlotið ítarlega umfjöllun á fundum félags- manna og þaðan hafa komið fjöldinn af tillögum og ábendingum til stefnuskrár- nefndarinnar sem tekið hefur þær til athugunar. Mörg ávörp voru flutt af fulltrúum á aðalfundinum um skrána sjálfa og töldu flestir að um tímamótamál væri að ræða hjá hreyfingunni. Hér væri grundvallar- stefnuskrá hreyfingarinnar komin fram, höfuðdrættirnir, en siðan mætti útfæra stefnu í ýmsum málaflokkum, eins og til dæmis iðnaðar og sjávarútvegsmálum, nánar á næstu árum. Hér má sérstaklega geta ávarps Harðar Zophaníussonar en hann gerði sér litið fyrir og flutti ávarp sitt um stefnuskrána á bundnu máli og var góður rómur gerður að því af öðrum fulltrúum. Samvinnusjóður íslands „Aðalfundur Sambands islenskra samvinnufélaga haldinn á Húsavík 18. og 19. júní 1982 samþykkir að fela stjórn Sambandsins að gangast fyrir stofnun Samvinnusjóðs íslands á 100 ára afmælisári Samvinnuhreyfingarinnar. Auk Sambandsins skal aðild að stofnun Samvinnusjóðs íslands boðin öllum kaupfélögum innan Sambands ■ „Við viljum ekki útiloka slíkt og stefnum að þátttöku á þvi sviði enda er það verðugt verkefni Sambandsins að geta komið inn i þá uppbyggingu þannig að ekki verði bara um að ræða ríki og erlenda aðila sem standa i þessu“, sagði Erlendur Einarsson forstjóri Sambands islenskra sam- vinnufélaga er hann var spurður um hvort eitt af markmiðunum með stofnum Samvinnusjóðs Islands væri þátttaka i orkufrekum iðnaði. Erlendur Einarsson og Valur Am- þórsson stjórnarformaður Sambands- ins héldu blaðamannafund í Þverár- stofu í Safnahúsinu á Húsavík að loknum 80. aðalfundi Sambandsins en segja má að vagga Samvinnuhreyf- ingarinnar hafi verið þessi stofa. Valur sagði að hann væri ánægður með aðalfundinn, mæting hefði verið með besta móti og fjallað hefði verið um tímamótamál eins og stefnuskrána og Samvinnusjóðinn. í sambandi við sjóðinn þá sagði Valur Amþórsson og Erlendur Einarsson á aðalfundi Sambandsins. Tímamynd: FRI Stefnum að þátttöku f orkufrekum iðnaði — sagdi Erlendur Einarsson forstjóri SÍS um Samvinnusjód íslands Erlendur að hreyfingin hefði lagt vaxandi áherslu á þátt sinn í at- vinnulífinu og mætti sem dæmi nefna myndarlega verksmiðju hennar í Bandaríkjunum. Sjóðurinn væri ekki nein fjármagnsuppspretta heldur ætl- aður til að sameina krafta félaganna og fyrirtækjanna innan hreyfingarinn- ar. Stofnfé sjóðsins yrði nokkurs konar hlutafé og gert væri ráð fyrir að lögð yrði ákveðin upphæð i sjóðinn á hverju ári í fimm ár. Síðan yrði leitað eftir fjármagni í ákveðin verkefni en reynslan yrði að skera úr um hvernig til tækist. Valur sagði að einstök verkefni í dag væru orðin það stór að það væri ofviða fyrir einstök kaupfélög og Sambands- félög að ráðast í þau en með sjóðnum teldu þeir að þar væri kominn ákveðinn farvegur í að leysa þau vandamál auk þess sem sjóðurinn mundi efla islenskt atvinnulíf. - FRI islenskra samvinnufélaga og samstarfs- t'yrirtækjum Sambandsins. Aðild að sjóðnum skal bundin því skilyrði að viðkomandi félag samþykki að kaupa samvinnusjóðsbréf fyrir á- kveðna lágmarksfjárhæð næstu 5 ár frá stofnun sjóðsins, eftir því sem nánar verður kveðið á um í stofnsamningi. Skal haft samráð við stjórnir kaupfé- laga og samstarfsfyrirtækja um gerð stofnsamnings svo viðtæk samstaða geti orðið um uppbyggingu sjóðsins. Hlutverk Samvinnusjóðs íslands skal einkum vera í því fólgið að efla þátttöku Samvinnuhreyfingarinnar í atvinnulifi landsmanna og frekari uppbyggingu þess i anda og samræmi við stefnuskrá Samvinnuhreyfingarinnar". Þannig hljóðaði tillaga um stofnun Samvinnusjóðs íslands á aðalfundinum og var hún samþykkt samhljóða. Erlendur Einarsson forstjóri Sam- bandsins hafði framsögu að tillögu um þennan sjóð og sagði hann þá m.a. að til lengri tíma litið væri nauðsynlegt að stiga þetta skref og að sjóðurinn yrði lyftistöng fyrir hreyfinguna í framtíð- inni. Hann sagði að rætt hefði verið um nauðsyn þess, innan Sambandsins, að koma sér upp stofnun sem gæti sameinað félögin í meiriháttar átök á sviði Samvinnuhreyfingarinnar. Mörg verkefni væru orðin það stór að ofviða væri fyrir einstök félög að ráðast í þau sjálf og væri sjóðnum m.a. ætlað að leysa þann vanda. í umræðunum sem urðu um þessa tillögu kom m.a. fram að með stofnun sjóðs sem Samvinnusjóðs Islands væri hreyfingunni gert kleift að takast á við verkefni sem hingað til hefðu verið á færi ríkisvaldsins og erlendra fyrirtækja eins og til dæmis þátttaka i orkufrekum iðnaði og hugsanlega stóriðju. Eysteinn Jónsson sagði að hann vildi lýsa ánægju sinni með framkomna tillögu. Við værum á tímamótum nú og hætta á að við yrðum vinnumenn í eigin landi þar sem eriendir risar réðu öllu, við hefðum þegar fengið nasasjón af því. Einkafjármagnið væri ekki það beysið eða hefði það hugrekki að því væri að treysta. Það vildi helst hafa umboð og flytja inn en síðan ættu aðrir að taka áhættuna..„Hvernig er komið fyrir þjóð sem ekki getur tekið áhættu á eigin atvinnurekstri"? Aðrir fulltrúar tóku undir með Eysteini og lýstu yfir ánægju sinni með framkomna tillögu en hins vegar var það gagnrýnt að hún bæri svo brátt að og að ekki hefði gefist tækifæri til að ræða hana í kaupfélögunum. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.