Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Mikið úrvai Séndum um land allt. Kaupum nýleg a Opið virka daga bíla til niðurrifs ® 19 ,^auPr Sími(91) 7-75-51, (91) 7-80-30. daga 10 lfa HEDD HF. Skt,K,)pavo|20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 „STEFNUM HNflTTREISU” ÞRIÐJUDAGUR 22.JUNI 1982. — rabbað við Anthony Davies, skipstjórann á Sören Larsen, seglskútunni stóru sem nú liggur í Reykjavíkurhöfn ■ „Ég hef nú eiginlega verið viðloðandi seglskip frá þvi ég fyrst man eftir mér. Ég ólst upp í Brightlingsea, litlu (iskimanna- þorpi á Englandi. Og þegar ég var að alast upp var þar mikið af litlum seglfiskibátum. Strax eftir að ég lauk skóla lieima, fór ég ásamt bróður minum suður i Karíbahaf og þar réðum við okkur á stóra seglskútu sem sigldi með ferðamenn mUli eyjanna. Þar má segja að framtiðin hafi ráðist þvi við ákváðum strax að verða okkur úti um eigið skip og sigla síðan óheftir um heimsins höf.“ Það er Anthony Davies, skipstjórinn á Sören Larsen, seglskútunni glæsilegu sem nú liggur við togarabryggjuna i Reykjavikur- höfn, sem talað er við. „Sören Larsen er þriðja skútan sem við bræðumir eignumst og jafnframt sú stærsta", sagði Anthony. „Hún er byggð við Lima- fjörðinn í Danmörku árið 1949. Þar var hún notuð til strandsiglinga þangað til við keyptum hana fyrir einum fimm árum.“ - Þið hljótið að hafa gert á henni ýmsar breytingar? „Já. Hún var seglskúta að hálfu leyti þegar við keyptum hana. Við byrjuðum strax á að breyta henni og það má segja að það sé ekkert eftir af hinu upprunalega, nema náttúrlega sjálfur skrokkurinn. Við þurftum að hækka möstrin, breyta yfirbyggingunni, við minnkuðum lestalúgurnar, breyttum lestunum sjálfum, skiptum nánast um fjalir i þilfarinuo.fl., ofl. Við erumennekki búnir að gera það sem þarf að gera, því svona breytingar kosta mikla pcninga." - Hvernig dragið þið svo fram lífið? „Fer með hlutverk Endurance „Við gerum eiginlega allt sem okkur býðst að gera. Við höfum unnið mikið fyrir sjónvarp, erum nú t.d. á leið til Grænlands, en þar er verið að gera heimildarmynd um leiðangur enska landkönnuðarins Shackle- ton. Sören Larsen fer þar með hlutverk eins frægasta skips i heimi, Endurance, sem varð innlyksa i is i leiðangri Shackletons i Suður-íshafið árið 1914. Áður en við iegnuðumst Sören tókum við þátt i gerð þáttanna um Onedin skipafélagið. S t undum tökum við með okkur farþega og siglum með þá þangað sem þeir vilja fara. Við höfum sem sagt alveg nóg að gera.“ - Hvað er áhöfnin stór? „Við erum ellefu fullorðin, sex hásetar, vélstjóri, kokkur, tveir stýrimennogég. Auk þess er litill sonur minn um borð núna.“ - Þú hefur væntanlega farið viða um höf ? „Ekki nógu víða. Ég hef næstum eingöngu verið í Karíbahafinu og Miðjarðarhafinu. En við stefnum að þvi að fara i hnattsiglingu. Fara vestur um, i gegnum Panamaskurðinn, siðan yfir Kyrrahafið og Indlandshafið og síðan suður yfir Góðrarvonarhöfða og upp með vesturströnd Afriku.“ - Hvað tekur svoleiðis ferð langan tíma? „Það er ómögulegt að segja til um það.“ - Sjó. ■ Margra draumur er þeirra veruleiki. Hvern langar ekki að sigla um heimsins höf á glæstri seglskútu, með alla fjölskylduna. Á myndinni eru hjónin Anthony og Fleua Davies og sonur þeirra Tristan. Fleua er háseti, Anthony skipstjóri, Tristan er enn bara farþegi. Tímamynd Ari. fréttir Tíu daga i viðbót á grásleppunni. ■ Þar sem grásleppu- veiðar hafa gengið mjög illa, það sem af er ver- tiðar, hefur sjávarút- vegsráðuneytið ákveðið að ósk Samtaka grá- sleppuhrognaframleið- enda, að framlengja veiðitfmabilið á Aust- urlandi og við Húna- flóa um 10 daga. Síðan verður tekin af- staða til þess, hvort veiðitimabil verður framlengt á öðrum veiðisvæðum. Sex þúsund hænu- ungar köfnuðu ■ Um sex þúsund hænu- ungar köfnuðu af reyk þegar eldur kom upp i hænsnabúi Gróðurs h/f í Keflavík siðdegis á laugar- dag. Auk hænuunganna voru í búinu um fimm þúsund varphænur. Flest- ar komust þær lífs af en aftur á móti er allsendis óvíst talið hvort þær verpi áfram, vegna reykeitrunar sem þær urðu fyrir. Talið er að eldurinn, sem kom upp í norður- álmu hænsnabúsins, hafi kviknað út frá rafmagns- ofni. Skemmdir á búinu voru óverulegar. - Sjó. Elín Pálsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs ■ Jafnréttisráð hefur ráðið Elínu Pálsdóttur Flygenring til að gegna starfi framkvæmdastjóra ráðsins frá 1. júli næst- komandi. Elin er um það bil að ljúka lagaprófi frá Há- skólanum og fjallar kandi- datsritgerð hennar um jafnréttislögin. AIIs sóttu tiu um starf framkvæmdastjóra, en einn dró umsókn sína til baka. Ráðning Elinar var samþykkt samhljóða í ráðinu. SV Hvernig stendur á þessu? ■ Skýrsluormur okkar hér á Timanunt hefur komst að þvi, að það sem kallast „almenn framfærsla“, það er að segja ýmiss konar aðstoð við fólk sem er hjálpar þurfi, kostaði hvern Reykvíking 150.60 krón- ur í fyrra. Hver einstakur Seltirningur þurfti hins vegar einungis að greiða 4.40 krónur til sömu hluta, eða 34 sinnum minna. í Reykjavik fóru 4% af útsvarsgreiðslum borgarbúa til þessara hluta, en á Scltjamar- nesi aðeins 0.1%. Og fyrmefndur skýrsluorm- ur Timans hélt áfram að reikna: Ef Reykvikingar gætu komið þessum útgjöldum i sama horf og er á Seltjamar- nesi væri hægt að lækka útsvarsálagninguna i höfuð- borginni úr 11.88% i 11.40%. Hvemig skyldi nú standa á þessum gifurlega mun? Dúfa Napóleons ■ íslendingur, sem var á ferð um Suður-Jótland i vor brá sér inn á veitingahús og pantaði steikta dúfu, sem honum fannst vera gimilegasti réttur- inn á matseðlinum.Landi vor var ekki fyrr farinn að taka til matar sins en hann dauðsá eftir öllu saman, þvi það er skemmst frá þvi að segja að dúfuskrattinn var svo ólseigur, að það var likast þvi að um kjöt af hálffertugum dráttarldár væri að ræða. íslendingurinn hrópaði æfur af bræði á þjóninn? „Hvað er þessi dúfa eiginlega orðin gömul?“ „Gömul?“, svaraði þjónn- inn, „hún var keypt glæný á markaðinum i morgun“. Þegar Íslendingurinn hélt áfram þeirri erfiðisvinnu að slita kjötið frá beinum fuglsins kom hann auga á hvítan bréfmiða bundinn við annan fót dúfunnar. Á miðanum stóð: „Gemm árásina í dögun. Napóleon“. Krummi... er að velta því fyrir sér hvort rikið gæti ekki höggvið á kjarasamningahnútinn með þvi að sjá fyrir beinni útsend- ingu frá þeim leikjum sem eftir em í heimsmeistrakeppninni, og ASÍ féUi frá kröfum um gmnnkaupshækkanir gegn þvi að fólk fái að horfa á útsendingamar i vinnutíman- um?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.