Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 14
14________ heimilistíminn umsjón: AKB Napóleonskökur: Smjördeig: 200 g hveiti, 11/4 dl ískalt vatn, 200 g snijör 1 tsk. edik. Krem: 2 matsk. sykur, 2 tsk. maisenamjöl 2 egjarauður, 1/4 1 mjólk 2 tsk. vanillusykur, 1/2 - 1 dl þeyttur rjómi. Glassúr: flórsykur og sjóðandi vatn. Hnoðið hveiti, vatn og edik saman þar til deigið tollir vel saman og rúllið það síðan út á hveitistráðu borði í stóra ferkantaða köku. Hrærið smjörið mjúkt og smyrjið yfir helminginn af deiginu, Eplahom. Heimsins f rægustu kökur setjið hinn helminginn yfir og berjið deigið létt saman. Látið deigið á kaldan stað í nokkrar minútur (ekki fyrir neðan 0 gráður). Brjótið deigið saman i 3 lög og fletjið það út. Endurtakið þetta þar til deigið hefur verið flatt út 4-5 sinnum og á milli má setja það á kaldan stað, ef það verður of mjúkt. Þegar deigið,, er tilbúið er það flatt út í ca. 1/2 cm þykka köku. Síðan er hún skorin í 6-7 cm breiðar stangir, jafnlangar plötunni. Þær eru siðan bakaðar á ósmurðri plötu við 200 gráðu hita í 30-35 min. Stangirnar eru siðan skornar sundur i miðju, sléttari hliðin er smurð með glassúr og siðan lagðar saman með kreminu. Þar á eftir eru þær skornar í hæfileg stykki. Kremið: sykur, hveiti, eggjarauður og mjólk er þeytt saman, þar til sýður, þá er bragðbætt með vanillusykri og kælt. Þeytt öðru hverju meðan það kólnar og þegar það er alveg kalt, er þeytta rjómanum bætt út í. Sacherterta Hún er upprunnin í Austurriki og sennilega frægust af öllum kökum. Deigið: 150 g smjör, 1 di sykur, 150 g dökkt súkkulaði, 6 eggjarauður, 6 eggjahvitur, 1/2 dl syknr, 150 g hveiti. Fylling og skraut: aprikósumauk og hjúpur úr ca. 100 g súkkulaði. Hálfbræðið smjörið og hrærið það vel með sykrinum, bæði á meðan súkkulað- ið yfir mjög litlum hita og hellið því hægt í og þeytið um leið. Hrærið síðan eggjarauðurnar i eina í einu. Stífþeytið eggjahvíturnar, þeytið i sykurinn (1/2 dl) og setjið svo eggjahvítumassann og hveitið i deigið til skiptis - endið með stórum skammti af eggjahvítumassa svo ¦ Ávaxtakaka. að deigið verði létt. Setjið það í vel smurt form og bakið kökuna við jafnan hita (175 gráður) í um 1 klst. Takið kökuna úr forminu, þegar hún hefur kólnað aðeins. Skerið kökuna síðan i eins mörg lög og hægt er og leggið þau saman með apríkósumauki (aðeins þunnt lag af mauki á hvern kökubotn. Látið síðan kökuna standa á köldum stað í nokkrar klst. gjarnan til næsta dags. Bræðið þá súkkulaðið og smyrjið þvi jafnt yfir kökuna alla. Þá er kakan látin bíða á hlýjum stað, meðan súkkulaðið stifnar, en síðan má ef vill skreyta kökuna með möndluflögum. Kakan er borin fram vel köld. Ávaxtakaka: Deig: 125 g mjúkt smjör, 150 g sykur, 3egg, 250 g hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 2 tsk. vanillusykur, 1 dl apríkósusafi (eða uniiar ávaxtasafi) 3-4 matsk. þeytiijómi í botninn á mótimi: 50-70 g bráðið smjör, 4 matsk. sykur, ca. 20 sveskjur og 20 aprikósur, sem hafa ¦ Napóleonskökur. legið í sykurvatni (3-4 matsk. sykur). Hrærið smjör og sykur vel og siðan eru eggin sett i, eitt i einu. Blandið saman hveiti, lyftidufti og vanillusykri og hrærið í til skiptis við vökvann. Ágætt er að nota ilangt form t.d. 30 x 18 cm. Formið er smurt með þykku lagi af bræddu smjöri og þegar það er orðið kalt er sykrinum dreift yfir og ¦ ávöxtunum raðað í mynstur ofan á (með sléttari hliðina niður). Deigið er siðan sett yfir og kakan er bökuð við jafnan hita (175 gráður) í um 40 mínútur. Kakan er tekin úr forminu á meðan hún er heit. Vel má nota kringlótt form til að baka ávaxtakökuna í. Franskar vatnsdeigslengjur Vatnsdeig: 2 dl vatn, 50 g smjör, 100 g livtiii, 3egg. Fylling: sama krem og i Napóieons- kökumar, en í staðinn fyrir vanUlusykur er sett ¦ það 1-2 tsk. af kaffiduiti. Glassúr er búinn til úr flórsykri og sterku, heitu kaffi. Sjóðið saman vatn og smjör, setjið síðan allt hveitið í og þeytið deigið vel, þar til það er fast og þétt og vel soðið saman. Kælið það að nokkru og hrærið svo saman við það hrærðum eggjum í smáskömmtum. Deigið má ekki vera of lint. Það er síðan sett í sprautupoka og sprautað í þykkar lengjur ca. 8 cm langar á vel smurða plötu. Bakaðar við góðan hita (200 gráður) i 25-30 minútur. Fyrstu 20 mínúturnar má ekki opna ofndyrnar. Þegar lengjurnar eru bakað- ar eru þær skornar í sundur og glassúr settur ofan á þær, en kremið á milli. Eplahorn Deig: 250 g hveiti, 1 tsk. salt, 1 egg, 2 matsk. olia, 3-4 matsk. mjólk. FylUng: ta. 3/4 kg af frekar súruiii cplum, 100 g bráðið smjör, 2 dl rasp, 75 g gróft hakkaðar möndlur, 11/4 dl sykur, 1 matsk. Iiveili. Hnoðið hveiti, salt, egg, oliu og mjólk saman i þétt en vel meðfærilegt deig. Deigið á að vera fremur teygjanlegt. Látið það síðan biða á köldum stað á meðan fyllingin er útbúin. Fletjið deigið siðan út á hveitistráðu borði i ferkant- aða köku eins þunna og þið möguiega getið. Setjið siðan eplabita yfir og blandið saman smjöri, raspi, möndlum, sykri og hveiti og setjið blönduna yfir. Rúllið kökuna saman í þykka pylsu og leggið í hálfhring á smurða plötu. Kakan er síðan pensluð smurð með eggi, sem hefur verið blandað með rjóma. Kakan er bökuð við 200-225 gráðu hita i 35^10 minútur. Kakan bragðast best volg borin fram með ísköldum þeyttum rjóma. Sacher-terta. Eitrað fyrir bladlús og birkilifru ¦ Eiturúðanir í görðum eru framkvæmdar nú í júní og má sjá aðvörunar merki bæði í almennings- görðum og húsagörðum. Það eru mjög sterk eitur- efni, sem úðað er með og því má ekki snerta gróður- inn eða neyta neins úr garðinum fyrst á eftir úðun. Ég spurði Hafliða Jóns- son, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar um það, hversu lengi þyrfti að varast garðana eftir úðun. - 10-14 dögum eftir úð- un, á að vera algjörlega hættulegast að neyta græn- metis úr görðunum, en að sjálfsögðu á að þvo græn- metið vel eins og reyndar alltaf á að gera. - En hefur það komið fyrir að fólk hafi fengið eitrun af úðuninni? Það hefur sjaldan komið fyrir, en þá helst að menn- irnir sem eiturúða, hafi fundið fyrir óþægindum. Þau lýsa sér með uppköst- um og höfuðdrunga og við því er til mótefni, sem þá er gefið. - Eru garðar úðaðir ár- lega? - Það hefur verið. Hér áður voru vetrarúðanir með karbolinefnum, sem drepa eggin, en upp úr 1950 fór það minnkandi. Það er óframkvæmanlegt í þéttbýli, þar sem þau efni geta t.d. eytt lakki á bif- reiðum og setjast einsog fita á gluggarúður húsa. Karbolinefnin eru ekki hættuleg efni, og þau eru t.d. notuð á ávaxtaekrum erlendis. En hér notum við nú aðallega Bladan eitur- efni. - Hvaða skordýr eru það aðallega, sem verið er að eitra fyrir? - Það er aðallega blaðlús og birkilirfan. Það er mismunandi mikið af þess- um skordýrum eftir ár- ferði og einnig fer það eftir borgarhlutum, hve mikið er af þessu. Úti í náttúr- unni valda þessi skordýr sjaldan skaða. Það er meiri hiti í þéttbýlinu en inni í húsagörðum."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.