Tíminn - 23.06.1982, Qupperneq 8

Tíminn - 23.06.1982, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23.JÚNÍ 1982. Útgefandi: Framsóknarfiokkurínn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heíður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Samvinnan um saltfisksöluna ■ Reynslan hefur jafnan sannað, að þegar erfiðleikar steðja að, verður þeim bezt mætt með samvinnu. Fyrir 100 árum, þegar hér ríkti mikill harðindatími og við það bættist óhagstæð verzlun, stofnuðu þingeyskir bændur fyrsta kaupfélagið, sem nú er starfandi. Kaupfélagshreyf- ingin breiddist síðan um landið og hefur orðið lífskjörum og framförum landsmanna mikil lyftistöng. íslendingar hafa hagnýtt sér samvinnuna á mörgum fleiri sviðum, þótt í öðru formi sé. Nýlega hélt t.d. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda upp á 50 ára afmæli sitt. Það var stofnað, þegar heimskreppan mikla var í algleymingi, verð á saltfiski sem þá var helzta útflutningsvaran, féll gífurlega og við það bættist að útflytjendur fóru að undirbjóða hver annan. Framsýnir menn í hópi útflytjenda og forráðamenn banka sáu, að þetta bauð mikilli hættu heim. Niðurstaðan varð sú, að helztu útflutningsfyrirtækin tóku höndum saman og brátt bættust nær allir útflytjendur í hópinn. Sú reynsla, sem fengizt hefur af hálfrar aldar starfi SIF, er tvímælalaust hagstæð. Markmið þess hefur verið að tryggja sem hagstæðast verðlag, afla nýrra markaða jafnhliða því, sem unnið er að því að treysta stöðuna á eldri mörkuðum, og að kappkosta vöruvöndun. Það má benda á stórfelldan árangur á öllum þessum sviðum. SIF er opið öllum saltfiskframleiðendum og þeir hafa rétt til að sitja fundi þess. Félagar í samtökunum eru samvinnufélög, samlög útgerðarmanna, útgerðarfélög og einstakir útgerðarmenn. Félagsmenn eru nú um 250. í ræðu, sem Tómas Árnason viðskiptamálaráðherra flutti á 50 ára afmæli SIF, lét hann þá skoðun i ljós, að bezt færi á því, að SIF annaðist áfram saltfiskverzlunina á líkan hátt og verið hefir og alveg sérstaklega þegar framleiðendur óska þess sjálfir. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda er gott dæmi þess, að samvinnan hentar á margvíslegustu sviðum og í mismunandi formi. Það mun gefast þjóðinni vel að efla samvinnustarfið sem víðast. Óvandaðar kveðjur ■ Geirsblöðin með Morgunblaðið í fararbroddi halda áfram hörðum ádeilum á þá flokksmenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem taka þátt í ríkisstjórninni eða standa að henni með einum eða öðrum hætti. í þeim hópi eru þeir Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson, Pálmi Jónsson, Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal, svo nokkrir séu nefndir. Ríkisstjórninni er kennt um efnahagserfiðleikana, sem stafa af aflabresti og verðbólgu. Við það er svo bætt, að hún sé alveg í vasanum á kommúnistum. Meðan þessum áróðri er haldið uppi í Geirsblöðum, er lýst yfir með miklum hátíðleika, að eining ríki í Sjálfstæðisflokknum. Það ber þó vissulega vott um eitthvað annað en einingu, þegar Gunnari Thoroddsen, Friðjóni Þórðarsyni og öðrum flokksmönnum Sjálfstæðis- flokksins, sem standa að ríkisstjórninni, eru sendar kveðjur eins og hér er lýst. - Þ.Þ. Samvinnu- hreyfingarinnar I. Grundvöllur og markmið 1. Skilgreining Til samvinnuhreyfingarinnar á íslandi teljast sambands- kaupfélögin, Samband íslenskra samvinnufélaga, eignar- og samstarfsfélög þessara aðila og þau fyrirtæki önnur sem eru að meirihluta i eigu samvinnufélaganna. Ennfremur önnur samvinnufélög sem aðhyllast stefnuskrá þessa. Samtök starfsmanna samvinnuhreyfingarinnar teljast einn- ig innan raða hennar. 2. Lífsviðhorf Samvinnuhugsjónin er lifsviðhorf, sem virðir jafnan rétt allra til lífsbjargar og andlegs þroska. Samvinnustefnan er byggð á grundvelli félagshyggju og hefir mannúð og rétt- læti i heiðri. Það er markmið samvinnufélaga að menn leysi saman þau verkefni sem sameiginlegt átak þarf til, og styðji með þvi eigin velferð og hag annarra jafnframt. 3. Starfsemi Samvinnuhreyfingin byggir á því að samstarf frjálsra einstaklinga i samvinnufélögum sé öðru fremur vænlegt til að tryggja almenningi réttláta viðskiptahætti og bætt lífskjör. Hún er andstæða fjármagnshringa og einokunar. Samvinnuhreyfingin leggur áherslu á að öll fyrirtæki innan hennar starfi ávallt í samræmi við hugsjónagrundvöll samvinnumanna. Hreyfingin vill vera öflugur þátttakandi í framfarasókn íslensku þjóðarinnar og vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efnahagslíf og heilbrigt mannlíf í landinu. Reglurnar eru þessar: 1. Aðild að samvinnufélagi skal vera frjáls og opin, án nokkurra tilbúinna hindrana og án allrar félagslegrar, stjórnmálalegrar, trúarlegrar eða kynþáttalegrar mismun- unar, fyrir alla menn sem geta hagnýtt sér þjónustu þess og eru reiðubúnir til að taka á sig þá ábyrgð sem aðildinni fylgir. 2. Samvinnufélög eru lýðræðisleg samtök. Málefnum þeirra skal stjórnað af mönnum sem eru kosnir eða tilnefndir á einhvern þann hátt er félagsmennirnir samþykkja, og sem eru ábyrgir gagnvart félagsmönnunum. Félagsmenn sam- vinnufélaga skulu hafa jafnan kosningarétt, hver maður eitt atkvæði, og jafnan rétt til hlutdeildar í ákvarðanatöku í málum varðandi félög sin. Samvinnusamböndum og öðrum óbeinum samvinnufélögum skal stjórnað á lýðræðislegum grundvelli eftir þeim leiðum sem best eiga við. 3. Af framlögðu stofnfé félagsmanna skal einungis greiða mjög takmarkaða vexti, ef slíkir vextir eru greiddir. 4. Hagnaður eða uppsafnað fjármagn - ef um slíkt er að ræða - sem til er orðið í rekstri samvinnufélags, tilheyrir félagsmönnum í því félagi, og skal slíku fé dreift á einhvern þann hátt sem miðar að þvi að koma í veg fyrir að nokkur félagsmaður hagnist á kostnað annarra félagsmanna. Þetta getur gerst - eftir ákvörðun félagsmanna - á einhvern eftirtalinn veg: a) Með því að leggja fé til að efla starfsemi samvinnufélagsins. b) Með þvi að leggja fé til málefna sem snerta almannaheill. c) Með þvi að skipta fénu á milli félagsmanna i hlutfalli .við viðskipti þeirra við félagið. 5. ÖIl samvinnufélög skulu annast fræðslu fyrir félagsmenn sína, kjörna trúnaðarmenn, starfsmenn og allan almenn- ing, um grundvallarreglur og starfsvenjur samvinnuhreyf- ingarinnar, bæði hina viðskiptalegu og félagslegu hlið hennar. 4. Rekstur í samræmi við framangreind markmið hafa aðildarfélög samvinnuhreyfingarinnar með höndum starfsemi á sviði verslunar, þjónustu, framleiðslu og fræðslu. Þau telja það meðal annars hlutverk sitt að leita nýrra leiða í atvinnuuppbyggingu og atvinnurekstri. 6. í þeim tilgangi að þjóna sem best hagsmunum félagsmanna sinna og samfélagsins skulu öll samvinnufélög taka virkan þátt - innan hagkvæmnismarka - í samstarfi við önnur samvinnufélög, bæði innan landshluta, landa og á alþjóðlegum vettvangi. 5. Forsendur Rekstur samvinnuhreyfingarinnar skal byggjast á traustum fjárhagslegum og félagslegum forsendum og miða að aukinni hagkvæmni í atvinnurekstri. Stefnt skal að því að efla hreyfinguna og treysta atvinnuöryggi byggða til hagsældar fyrir félagsmenn. 6. Erlent samvinnusamstarf. Samvinnuhreyfingin á íslandi tekur þátt í alþjóðasamvinnu- starfi meðal annars með aðild Sambands ísl. samvinnuféiaga að Alþjóðasamvinnusambandinu - International Co-opera- tive Alliance. Ennfremur tekur samvinnuhreyfingin þátt í norrænu samstarfi með aðild að Nordisk Andelsforbund og öðru samvinnustarfi á þeim vettvangi. Hún telur það meðal verkefna sinna að rétta þeim þjóðum hjálparhönd sem höllum fæti standa, með fræðslu og fjárstuðningi eftir þvi sem ástæður leyfa. 7. Samvinnureglurnar. Samvinnuhreyfingin á íslandi leitast við að haga starfsemi sinni í samræmi við reglur Alþjóðasamvinnusambandsins. Hugsjónagrundvöllur þess markast af grundvallarreglum samvinnufélaga (Rochdale-reglunum) sem samþykktar voru á 23. þingi Alþjóðasamvinnusambandsins 1966.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.