Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 23 JÚNÍ 1982. 10 heimilisiíminn umsjón: AKB Fálmarar, sem minna á geitar- horn Um geitunga segir m.a. i Skordýrabók Fjölva: Eigin- legar vespur, Vespidae, eru f rá fornu fari kallaðar geitung- ar, af því að þær hafa bogna fálmara, sem minna á geitar- horn. Geitungar mynda samfé- lög, sem vara aðeins eitt sumar. Úr eggjum geitunga- drottningar koma geld kven- dýr, sem brátt hjálpa móður sinni við hreiðurgerð, eftir þvi sem þeim fjölgar, dregur hún sig i hlé og fær það eitt hlutverk að verpa eggjum, en þernur taka að ala hana og annast uppeldi ungviðis. Búið tekur á sig svip geitungshreið- urs sem kúlulaga leirker með kringlóttu hálsopi. Getur þar risið samfélag nokkurra hundraða eða þúsunda ein- staklinga. Er líður að hausti fá nokkrar lirfur kraftmeira fóður og koma úr þeim kynjuð karl- eða kvendýr, sem para sig. Siðan deyja karldýrin, en kvendýrin grafa sig í jörð og bíða vorsins. Geitungar hafa sérkenni- lega stór nýmalaga netaugu, fálmarar eru festir við augn- jaðar. Eru allar þernurnar vængjaðar og hafa stungu- brodd með eitri, stungur þeirra sársaukafullar og lífs- hættulegar, ef margar stinga. Á stungubroddi eru aðeins örsmá festihök, sem brotna ekki af, svo þær geta stungið margsinnis. Karldýr geitunga hafa ekki stungubrodd, auð- þekktir af lengri fálmumm. ■ „Geitunga hefur ekki orðið vart með vissu hér í sumar“, sagði Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Nátt- úrufrxðistofnun Islands, er ég bar spurninguna upp við hann. „Það er oft komið með skordýr til okkar, sem fólk telur vera geitunga, en þá er gjarnan um hunangsflugur að ræða. Það er alveg óvíst að geitungar hafi tekið sér varanlega bólfestu hér, en þeirra hefur orðið vart. í fyrsta skipti, sem vitað var um bú, var árið 1973. Talið var að búið hafi verið við Miðbæjarskól- ann eða jafnvel í honum sjálfum. Geitungarnir gera sér stundum bú í húsum, ef einhver glufa er. Hér á landi hafa fundist tvær tegundir af geitungum, sem lifa norður eftir allri Skandinavíu, það eru Vespula Germa- nica, og Vespula Vulgaris. Geitungar eru gaddvesputegundir en auk þeirra eru hunangsflugur, býflugur og maurar gaddvespur. Einkenni á gaddvespum er að kvendýrin eru með tungugadd á afturenda. Hunangsflugur stinga aldrei ótilneyddar, en það geta geitungarnir aftur á móti gert. Býflugur lifa ekki villtar hér á landi, en hafa þó fundist. Þær hafa þá slæðst hingað með varningi og sama gildir um geitungana. Þeir hafa komið með varningi. Drottningarnar leita að skuggsælum stað til að verpa og þvi liklegt að þær slæðist inn í gáma eða ofan í lestir flutningaskipa. Auk gaddvespanna lifa hér á landi fjöldamargar tegundir af blaðvespum og snikjuvespum, en það eru skordýr sem fólk verður litið vart við.“ - En hvernig á að þekkja geitung- ana?“ - „Geitungarftir eru mjóslegnir, með gulum og svörtum röndum. Þeir hafa mjög margar rendur. en það er ólikt hunangsflugunni, sem hefur fáar rend- ur og er auk þess mun bústnari en ! geitungar.“ - „Eru stungur gaddvespanna hættu- legar?“ - „Það er algjör undantekning, ef svo stungurnar verða hættulegar. Þeim fylgir venjulega sviði og bólga og i sumum tilfellum kláði, en það hverfur fljótt. Það er einkum hætta á ferðum er stigið er t.d. ofan á geitungabú eða þá að viðkomandi hefur ofnæmi fyrir eitrinu. Það hefur komið fyrir erlendis að menn hafa fengið geitung beint upp í sig og fengið stungu í kokið. Það hefur t.d. komið fyrir hjólreiðamenn og hlaupara og einnig er börnum hætt við þvi. Þau hlaupa gjarnan með opinn munninn. Ef geitungur stingur mann í kokið getur bólgan teppt öndunarveginn. Ef ekki er hægt að komast til læknis fljótlega og bólgan hefur lokað öndunarveginum geta menn brugðið á það ráð að stinga á barkann til að geta andað. Erlendis eru yfirleitt net fyrir barna- vögnum og þau eru til þess að bægja frá geitungum og nhosquito flugum, en mosquito flugur eru um allan heim nema á íslandi. Hér hafa þær aldrei fundist. - „Hvað á fólk að gera, ef það uppgötvar geitungabú í garðinum sínum eða húsinu?" - „Það er nú fyrst að vera viss um, að um geitunga sé að ræða. Búin eru venjulega falin ofan í holu i jörðinni, í glufu i vegg eða i trjágrein. Ef um geitunga er að ræða er best að ráðast að þeim að næturlagi, þvi að þá eru allir geitungarnir inni i búunum, að degi til er helmingur þeirra úti við fæðuöflun. Að nóttu til er því hægt að komast að búinu og ágætt ráð er að hella yfir það sjóðandi vatni. ■ Hunangsfluga. ■ Geitungurinn Vespula vulgaris L. karldýr (lengd 1,4 cm.), safnað i geitungabúi í Reykjavík 16.10.1978. ■ Geitungurinn Vespula vulgaris L. drottning (lengd 1.5 cm.) safnað í geitungabúi i Reykjavík 16.10.1978. Eru geitungar hér á landi? ELDHÚSKRÓKUR: Kjjöt- réttir Vínarsneiðar 600 g kálfakjöt (Ixri) eggjahvita 5 matsk. brauðmylsna 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 100 g smjörUki 4 snciðar sitróna 4 gaffalbitar 2 tsk. kapers Kjötið er þerrað og skorið i sneiðar (4-6). Barið með kjöthamri og feitin brúnuð á pönnu. Kjötsneiðunum er velt upp úr eggjahvítu og brauðmylsnu og steikt við hægan hita. Gaffalbitarnir lagðir í hring á sitrónusneiðarnar, kaperskornin sett innan i sildarhring- inn og sitrónusneiðarnar settar á kjötið, þegar það er borið fram. Blandaður kjötréttur 400 g kálfakjöt 6-8 kindanýru smjörlíki 1 laukur 5 stórar kartöflur 3/4 I soð 1 lárviðarlauf steinselja Kjötið er skorið i sneiðar og barið með kjöthamri. Nýrun eru hreinsuð og skorin í sneiðar. Kjöt og nýru brúnað í smjörlikinu, salti og pipar stráð á. Kartöflur og laukur flysjað og skorið i sneiðar. Kjöt, nýru, kartöflur og laukur sett i lögum i pott, soði hellt yfir. Kryddið og lárviðarlaufið sett út i. Soðið i 3/4 klst. Steinselju stráö yfir. írskur kjötréttur 600 g súpukjöt 50 g smjöriíki I 1/2 dl vatn 1/2 kg hvítkál 1/2 kg kartöflur 1/2 kg gulrætur 1 blaðlaukur 11/2 tsk. salt pipar 2 tsk. söxuð steinsclja Kjötið er skorið i jafna bita. Smjörlfkið og vatn sett i pott, kjötbitarnir þar i og soðið við hægan hita i 1/2 klst. Á meðan er grænmetið hreinsað og hvitkálið skorið f stóra bita. Gulrætur og kartöflur flysjaðar og skornar í fremur þykkar sneiðar ásamt blaðlauknum. Kjötið er tekið upp úr og sett i lögum með grænmetinu og kryddið á milli. Efsta lagið er grænmeti. Ef til viil þarf að bæta meira vatni á, en það á rétt að sjást i það. Rétturinn síðan soðinn áfram i 3 stundarfjórðunga. Lambakjöt með eplum og karrý 750 g lambakjöt með beini i litlum bitum smjör 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1-11/2 tsk. karrý nokkra steinseljugreinar 1 matsk. hveiti 2 dl vatn eða soð 1 stór bladlaukur (eða 1-2 laukar) i sneiðum 2 súr epli (flysjuð), skorin í báta Brúnið kjötið og heilið feitinni síðan frá. Kryddið með salti, pipar og karrý. Stráið hveitinu yfir og hellið vatni eða soði yfir. Hreinsið blaðlaukinn, skerið hann í sneiðarog dreifið yfir kjötið (ef venjulegur laukur er notaður má brúna hann á undan kjötinu.) Sjóðið i 50-60 mín. við vægan hita. Flysjið siðan eplin og skerið i báta. Bætið þeim i pottinn og sjóðið í 5 min. i viðbót. Borið fram með hrisgrjónum og grænmctissalati.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.