Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23.JÚNÍ 1982. 17 HM- PUNKTAR Portkonur hafa mikið að gera þessa dagana á Spáni. Frést hefur t.d. að um 2000 þeirra hafi streymt til Bilbao, hvar enskir starfsmenn eru at- kvæðamestir, og haft ærinn starfa síðustu dægrin. Kurr ku þó vera í portkonum spænskum vegna þess að „kollegar" þeirra frá öðrum löndum hafa ruðst inn á hefðbund- ið vinnusvæði þeirra. Kuldinn á Spáni setti hroll heljarmikinn í markvörð Afrikulandsins Kame- run. Hann var íklæddur æfinga- búningi sínum allan leikinn gegn Perú. Þess skal getið, að hitinn á meðan á leiknum stóð var 18 gráður. Já, það er margt skritið. Breitner er reiður þessa dagana, fyrst og fremst vegna þess hve öryggisráð- stafanir spænsku lögreglunnar eru strangar. „Við erum meðhöndlað- ir eins og einhverjir andsk.. stjómmálamenn, ekki eins og íþróttamenn“. Slúðrið segir að Breitner hafi tekið öll völd i herbúðum þýskra eftir tapið gegn Alsirbúum á dögunum, Hkt og Franz keisari Beckenbauer gerði árið 1974. Nánari fréttir hafa ekki borist. Nærrí dauðanum var belgiski landsliðsmarkvörður- inn í siðustu viku er hann var nær drukknaður í sundlauginni fyrir utan hótel belgíska liðsins. Kapp- inn er nú Idæddur og kominn á ról. Keegan og Brooking ero tilbúnir i slaginn bjá enska landsliðinu, en óvist er hvort þessir gömlu rebbar sleppi i liðið. Leikmenn Argentinu fengu „fritt spil“ hjá þjálfaranum, C'esar Menotti, eftir sigurinn gegn Ungverjum. 3'ar þeim leyft að fara á hótel í nágrenninu, Hotel Eurotennis, og horfa þar á tískusýningu, sem eiginkona bakvarðarins Tarantini skipuiagði. Andrúmsloftið ein- kenndist af almennri gleði og var þar fremstur i flokki Maradona. Hann lét hafa það eftir sér, að hann væri ánægðastur vegna þess að sér hefði tekist að sýna spánskum almcnningi hvers hann væri megnugur á knattspyrnu- veliinum. ■ Hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Danmörku fyrir skömmu á 18. afmælisdegi sinum. Hann er markahæst- ur i dönsku 1. deildinni. Blöð i Evrópu hafa kallað hann „efnilegasta knatt- spyrnumann veraldar i dag“. Hann hefur gert samning við Barcelona félagið, sem tekur gildi frá og með vorinu 1984 og mun þá leika með sjálfum Diego Maradona. Hann leikur með danska U-21 landsliðinu gegn okkar strákum á Laugardalsvellinum í kvöld... Strákurinn sem hér um ræðir heitir Michel Laudrup, nýorðinn 18 ára og leikmaður með danska 1. deildarliðinu Bröndby. Hann lék i siðustu viku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Danmörku, gegn Noregi á Ullevaal leikvanginum i Ósló. Danskurinn tapaði leiknum 1-2, en auðvitað var það Laudrup sem skoraði eina mark liðs sins. Dagblaðið norska hafði m.a. þetta að segja um leik stráksins: „Það var ekki hægt að merkja það, að Laudrup léki þama sinn fyrsta landsleik, hann var yfirburðamaður á vellinum. í sókninni gerði hann vart eina smáskyssu. Einleikurinn var jafn auð- veldur honum og hárnákvæmar sending- ar, allt framkvæmt af öryggi hins frábæra leikmanns. Svellkaldur „rúllaði hann“ norsku varnarmönnunum upp hvað eftir annað. Hann er hæfileikaríkasti knatt- spyrnumaður sem Danir hafa eignast, betri en bæði Alan Simonsen og Frank Arnesen". Frá vorinu 1984 mun Laurup leika með Barcelona félaginu á Spáni, rikasta og frægasta félagsliði veraldar í dag. Hann vill fyrst klára menntaskólanám sitt, a.m.k. áður en hann fer að sýna kúnstir sínar í atvinnuknattspyrnunni. Þess má geta, að Real Madrid reyndi árangurslaust að bera viurnar i stráksa. En hvernig lýst Laudmp á að ieika við hliðina á stórstirninu Maradona, þegar þar að kemur? „Ég þekki Maradona ekkert og auk þess er ekki alveg víst að hann leiki hjá félaginu öll 6 árin sem hann er samningsbundinn. Maradona mun örugglega lenda í því að verða sparkaður niður margsinnis og í raun eru meiðsl það eina sem getur stöðvað hann. Annars spekúlera ég ekki svo ýkja mikið i þessum málum nú, ég ætla mér að ljúka menntaskólanámi og öðlast dýrmæta reynslu i dönsku 1. deildinni áður en ég kasta mér inn í hina grjóthörðu spænsku knattspyrnu." Þess má geta hér í framhjáhlaupi, að faðir Michels, Finn Laudrup, var um árabil einn besti leikmaðurinn i danska landsliðinu og hann lék m.a. aðalhlut- verkið þegar Danir lögðu landann 14-2 i ágúst 1967, sællar minningar. Nóg um það. Nú er semsagt strákurinn Michel á fullri ferð og vart að búast við þvi að hann slái slöku við gegn íslenska liðinu í kvöld. Hann segir sjálfur: „Þó að ég sjái fram á að leika nokkra leiki með A-liðinu á þessu ári, verður U-21 árs liðið samt minn aðal „vinnustaður". Leikurinn í kvöld hefst kl. 20. (Byggt að hluta ó norska Dagblaðinu og Politiken, - IngH.) ■ Michel Laudrup (t.h.), „betri en hinum 18 ára gamla Jan Mölby. Alan Simonsen og Frank Arnesen“, ásamt félaga sinum í U21-liðinu danska, /982 Á Laugardalsvellinum í kvöld Einn efnilegasti leikmadur heims? Strákurinn Michel Laudrup mun leika með Maradona hjá Barcelona eftir 2 ár Sunnudagurinn 27. júní: Trimmdagur ■ íþróttasamband íslands mun næst- komandi sunnudag gangast fyrir svoköll- uðum Trimmdegi. Ætlunin er að hvetja almenning til reglubundinnar þátttöku í íþróttum og eins að vekja athygli á þvi umfangsmikla iþróttastarfi sem fram fer í landinu. Samhliða hinu almenna trimmi fer fram eins konar keppni milli kaupstaða landsins. Gefið er eitt stig fyrir að framkvæma einhverja af eftirtöldum æfingum: 200 m sund, 2000 m skokk, 5000 m göngu, 10.000 m hjólreiðar, 25 m sund fatlaðra, hjólastólaakstur, boccia, bogfimi og hestamennsku fyrir fatlaða. í ávarpi frá fyrrverandi íþróttafulltrúa rikisins, Þorsteini Einarssyni, til væntan- legra þátttakenda i trimminu á sunnu- daginn, segir m.a.í ÍSÍ undirbýr nú öfluga hvatningu til almennings á þátttöku í almannaiþróttum 27. júní. Þann sunnudag skal um allt land i íþróttamannvirkjum og viðavangi bjóða almenningi til iðkunar eða kynningar á íþróttum. Takmarkið er hið sigilda, að hver íslendingur eigi sina iþrótt, sem hann iðkar iðulega sér til ánægju og styrkingar... Hvaðsemsegja máumþau nútima fyrirbæri æfingastöðvar vaxtar og heilsu, heimilisbaðlaugar og baðstof- ur, þá er félagsskapurinn við iðkun almannaiþrótta hjá iþrótta- og ung- mennafélagi afdrifa- og þýðingarmikill þáttur, því að: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.." Góðir íslendingar, tökum undir hvatningu ÍSÍ og leituni til íþróttaiðkana sunnudaginn 27. júní.“ Við hér á Timanum tökum undir áskorun Þorsteins og þeirra ÍSÍ-manna og erum þegar komnir i hlaupaskóna.. - IngH Álafosshlaupid verður næstkomandi sunnudag ■ Hið árlega Alafoss-hlaup verður haldið sunnudaginn 27. júni og hefst kl. 10 árdegis við Kaupfélagið i Mosfellssveit. Áhersla er lögð á fjöldaþátttöku enda er hlaupið háð á „Trimmdégi“ ÍSÍ. Hlaupavegalengd er um 13 km og getur fólk hagað hlaupi sínu að vild, þ.e. tekið sér hvíld hvenær sem er, gengið o.s.frv. Aðalatriðið er að vera með. FRÍ beinir þeirri áskorun til allra áhugatrimmara, að fylla flokkinn, sem hleypur sunnudaginn 27. júní nk. Þátttakendum er skipt niður i 12 aldursflokka. Búningsaðstaða verður bæði á Laugardalsvelli en þaðan verður rútuferð kl. 9 og i Sundlauginni Varmá. Þátttökutilkynningar berist skrifstofu FRÍ, sími 83386 einnig getur fólk látið skrá sig við upphaf hlaupsinsJ. Þátttökugjald kr. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.