Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. JÚLI 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinrt Þórarlnsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Frlðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttirjngólfur Hannesson (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Fiosi Kristjánsson, Krlstin Þorbjarnardóttlr, Maria Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknidelld Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins ! :-- mj Safnahúsí minningu Jónasar Hallgrímssonar Nýr samningur við Sovétríkin ■ Morgunblaðið hefur undanfarna daga haldið uppi látlausum æsiskrifum vegna viðskiptasamnings milli íslands og Sovétríkjanna, sem verður undirritaður í dag. Samningur þessi er samhljóða slíkum samning- um, sem Sovétríkin hafa gert við hin Norðurlöndin og fjölmörg önnur ríki. í honum felast engar nýjar skuldbindingar af hálfu íslands. Síðastliðinn miðvikudag birtist viðtal hér í blaðinu við Halldór Asgrímsson, annan fulltrúa Framsóknar- flokksins í utanríkisnefnd, þar sem fjallað var um þennan samning. Halldóri Asgrímssyni sagðist m.a. svo frá: „Nú má vel vera, að það sé óþarfi að gera samning sem þennan, og fljótt á litið gæti ég verið því sammála. Hitt er svo annað mál að maður verður að skilja það, að Sovétríkin búa við allt annað þjóðskipulag en við. Þar er allt annars konar pappírsvinna, allt önnur skriffinnska en við búum við, og það, sem hentar þessu kerfi, getur sýnzt ónauðsynlegt í okkar augum. Það, sem hefur gerzt, er einfaldlega það, að þeir menn, sem gleggst til þekkja, telja sjálfsagt að við gerum þennan samning við Sovétríkin. Ég sé það hins vegar á ummælum sjálfstæðismanna, að þeir þykjast ekki þurfa að ráðgast við einn eða neinn þeirra aðila, sem bezt eru að sér í þessum málum, og gera lítið úr reynslu þeirra og ráðleggingum. Eg held, að allir Islendingar geti verið sammála um það, að við eigum að skapa okkar atvinnufyrirtækjum og framleiðslu eins góð skilyrði gagnvart erlendum þjóðum og frekast er unnt. Það er okkur mikilvægt að selja okkar fisk, ull og aðrar útflutningsvörur og að við búum við sem hagstæðust skilyrði á erlendum mörkuðum. í sambandi við svona samning verða menn að varast að dæma um það, hvort þeim líkar betur eða verr við það stjórnarfyrirkomulag, sem ríkir hjá viðskiptaþjóðum okkar. Við samningsgerð verðum við að treysta þeim, sem bezt þekkja til mála, og fara að þeirra ráðum. Ég tel, að það hafi verið fullt samkomulag um það meðal íslenzkra stjórnmálamanna að viðhalda þessum viðskiptum og því sambandi, sem við höfum átt við Sovétríkin undangengna áratugi. Það voru menn eins og Bjarni Benediktsson og fleiri af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, sem stuðluðu að þessum viðskiptum og skildu þessa hluti. Ég fæ ekki betur séð en að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins sé á vissan hátt að breyta um stefnu og vilji gera áratuga samskipti okkar við Sovétríkin tortryggileg og blanda þeim saman við stjórnmálaágreining, sem hlýtur að vera á milli lýðræðisríkis eins og íslands og kommúnistaríkis eins og Rússlands. Menn hafa verið sammála um að gera það ekki og halda í horfinu í sambandi við viðskiptamál.“ Tíminn beindi þeirri spurningu til Halldórs, hvort hann teldi nokkur ákvæði samningsins geta skaðað okkur eða bundið hendur okkar á einhvern hátt. Svar hans var: „Það tel ég fráleitt að halda því fram, að þarna séu ákvæði, sem geta skaðað okkar hagsmuni. Ég tel sjálfsagt að samþykkja hann og finnst mjög miður, að verið skuli að blanda sama viðskiptum okkar við erlendar þjóðir og stjórnmálaþrasi hér innanlands.“ Þ.Þ. ■ Náttúrufræði á sér lengri hefð í Eyjafirði en víðast hvar annarsstaðar á landinu. Má rekja upphaf hennar til miðrar 18. aldar, en þeir félagar Bjami Pálsson og Eggert Ólafsson ferðuðust um landið til að kanna náttúru þess og mannlíf, en Bjarni var upp runninn á Upsaströnd í Eyjafirði. Jónas Hallgrímsson var fæddur á Hrauni í Öxnadal og alinn upp á Steinsstöðum i sömu sveit. Jónas hafði brennandi áhuga á náttúrufræði og gerði sér far um að kynnast náttúru landsins sem best enda leit hann fremur á sig sem náttúrufræðing en skáld. Hann var ötull safnari og vakti fyrstur máls á stofnun náttúrugripasafns á íslandi, og hófst sjálfur handa um að koma þvi á fót árið 1841, er hann dvaldi i Reykjavik. Ekki varð sú hugmynd að veruleika i það skipti, en til eru enn nokkrir gripir úr þessu náttúrusafni Jónasar. Gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum, sem stofnaður var 1880, laðaði til sin nokkra af okkar merkustu náttúrufræð- ingum, sem notuðu sumarfri sín til söfnunar og rannsókna á náttúru landsins og lögðu grundvöllinn að þekkingu okkar á mörgum sviðum. Ber þar hæst nöfn þriggja manna, þeirra Þorvaldar Thoroddsen, Ólafs Daviðs- sonar og Stefáns Stefánssonar. Allir unnu þeir þrekvirki í fræðum sinum, hver á sina vísu, Þorvaldur í almennri landkönnun og jarðfræði landsins, Stefán í rannsóknum á háplöntugróðri og Ólafur með ýtarlegri söfnun mosa, skófa, sveppa og annara lægri plantna. Flóru íslands samdi Stefán á Möðru- völlum og gaf út 1901, og ritverkið „Botany of Iceland" byggist að verulegu leyti á söfnunarstarfi Ólafs Daviðsson- ar. Þorvaldur Thoroddsen hefur ritað meira um ísland og náttúru þess en nokkur annar maður og eru mörg rita hans grundvallarrit og alkunnug hér á landi og i grannlöndum. Eftir að skólinn fluttist til Akureyrar og nefndist Gagnfræðaskólinn á Akur- eyri og siðar Mcnntaskólinn á Akureyri, störfuðu þar einnig sem kennarar ýmsir þjóðkunnir náttúrufræðingar, sem fet- uðu dyggilega í fótspor frumkvöðlanna á Möðruvöllum. Má þar sérstaklega nefna þá Guðmund G.Bárðarson jarð- fræðing, Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (siðar Veðurstofustjóra), Pálma Hannesson (siðar rektor), Steinþór Sigurðsson jarðfræðing, Trausta Einars- son jarðfræðing og Steindór Steindórs- son grasafræðing. Þótt sumir þeirra væru hér aðeins stuttan tima, virðist sú dvöl hafa orðið þeim gott veganesti, og hér hófu þeir rannsóknaferil sinn og ritstörf. Guðmundur rannsakaði m.a. Tjörnes- lögin, og samdi grundvallarrit um þau, og Trausti og Þorkell könnuðu ísaldar- minjar í Eyjafirði og rituðu um það efni. Steindór var sá eini af þeim sem staðfestist hér ævilangt, enda Eyfirðing- ur (Hörgdælingur) að uppruna. Hann hefur haldið áfram rannsókna- starfi Stefáns við könnun á gróðurríki landsins og ritað fjölmargt um það efni. Samtímamenn hans, grasafræðingarnir Ingimar Óskarsson og Ingólfur Davíðs- son, eru og báðir upp runnir i Eyjafirði, og fengust nokkuð við rannsóknir þar á fyrri árum, þótt þeir staðfestust annars- staðar. Þá ber enn að nefna Ólaf Jónsson búfræðing, sem fluttist til Akureyrar 1924 og átti þar heima siðan, en hann stundaði landkönnun á öræfum Þing- eyjarsýslu og rannsakaði skriður, berg- hlaup og snjóflóð, og ritaði miklar bækur um öll þessi efni. Vann hann það allt í frístundum frá erilsömu embættis- starfi. Náttúrugripasafnið á Akureyri er stofnað árið 1951 fyrir forgöngu Jakobs Karlssonar o.fl. Kristján Geirmunds- son, sem lengi hafði fengist við fuglaskoðun og uppsetningu á fuglum, Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráöherra: Faekkun skipa leysir ekki — Ummæli um of stóran flota koma oft ur hörðustu átt ■ Talsverður úlfaþytur hefur verið um tima vegna skipakaupa, enda flotinn orðinn nógu stór. Margir virðast gáfaðir eftir á, þegar loðnan hefur brugðist. þorskafli fór að tregðast og rísa upp æ fleiri spámenn sem fordæma endumýj- un flskiskipastólsins og telja m.a. að ekki hefði átt að gera samninga um skipasmiði fyrir einu og tveimur ámm. Era spámennirnir lagnir að skella aUri skuld á sjávarútvegsráðherra þótt sömu aðilar hafl einatt verið fremstir í flokki til að beita áhrifum sinum til útvegunar skipa til ýmissa byggðarlaga og telja sér það til gildis þar sem það á við. Þessir menn láta i veðri vaka að einn stærsti vandi þjóðarinnar felist i fjölgun fiskiskipa og endurnýjun gamalla og úr sér genginna. Tíminn bað Steingrím Hermannsson sjávarútvegsráðherra að skýra sin sjónarmið í sambandi við þessi mál. - Ég er þeirrar skoðunar að áður en loðnuveiðin brást svo sem raun ber vitni, hafi verið sæmilegt jafnvægi í skipastóln- um. Þá var fyrst og fremst nauðsynlegt að endurnýja elstu bátana án þess að stækka flotann. Hitt er svo Ijóst að eftir að loðnuveiðarnar hrynja og 52 loðnuskip hafa ekki önnur verkefni en að fara á þorskveiðar, þá er þorskveiðiflotinn orðinn of stór. Þó vil ég minna á, að þótt mjög hafi verið dregið úr skrapdögum i ár og enn fleiri skip stundi þorskveiðar en i fyrra, næst samt ekki á þennan stóra flota sá heildarafli sem leyfður er. Við náum örugglega ekki þeim 400 þúsund tonnum sem við erum að gera okkur vonir um nú ef miklum hluta af flotanum verður lagt. Ég hef heldur engan heyrt halda þvi fram að afli á hvert skip í ár hafi verið eitthvað minni vegna of margra skipa. Staðreyndin er sú að þorskurinn hefur ekki náðst hvort sem fleiri eða færri skip stunda veiðarnar. Engu að síður tel ég að i meðal ári sé þorskveiðiflotinn of stór með þessum 52 skipum sem bæst hafa við. Vonandi kemur loðnan upp aftur. Ég vil vara við að menn leggi i einhverjar örvæntingar- fullar aðgerðir þótt á móti blási í bili. í sambandi við þessa togara sem menn eru að nefna, aðallega eru það fimm skip sem þeir hafa á milli tannanna, vil ég benda á að t.d. Þórshafnartogarinn var vissulega samþykktur af fleirum en mér. Þótt ég af byggðaástæðum samþykkti kaupin á honum voru þau ekkert sérstakt keppikefli mitt. Reyndar samþykkti Svavar Gestsson, sem nú er farinn að finna að skipakaupum, kaupin á honum og það gerðu ýmsir fleiri. Þetta skip er nú komið til landsins, það er mjög fullkomið, hefur reynst ótrúlega ódýrt og reynist vonandi bæði eigendum og þjóðarbúinu gott skip. Tveir togarar hafa nýverið verið samþykktir í Fiskveiðisjóði i stað skipa sem fara úr landi, þar er þvi um algjöra endumýjun að ræða. Þessir togarar eiga að fara á Sauðárkrók og Seyðisfjörð. Vafasamt er þó hvort verður úr kaupum á togaranum til Sauðárkróks um sinn. Þeir togarar sem verið er að smíða hér heima em Þingeyrartogarinn, sem sam- þykkt var á þessu ári að hefja framkvæmdir við og Hólmavikurtogar- inn, sem samþykktur var i fyrra. Ef það voru einhverjir sem þrýstu á að fá þá togara samþykkta i Fiskveiðisjóði, vom það skipasmiðastöðvamar og iðnaðar- ráðherra fyrir þeirra hönd sem er út af fyrir sig ekki óeðlilegt. Ég hef ekki hvatt þá sem standa að þeirri smiði til að láta byggja þá togara. Þeir fullnægðu hinsvegar þeim skilyrðum sem sett vom um eiginfjármagn og því vafasamt að hafna þeim umsóknum. Ummæli um skipastólinn og þau vandræði sem af honum eiga að hljótast, koma að því er mér virðast oft úr hörðustu átt því á sama tima er hamast á því að leyfa raðsmiði skipa hér heima sem iðnaðarverkefni. Ég er ansi hræddur um að við þurfum að endurskoða þá stefnu, ef við emm þar með að auka „stærsta vanda þjóðarinnar.", eins og komist hefur verið að orði. Með þvi gemm við ekki annað en flytja einn vanda yfir i annan, sem eftir ummælum að dæma virðist I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.