Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til nidurrifs Simi (91) 7 - 75-51, (91) 7 - 80-90. HEDD HF. Skemmuvegi 20 Kopavogi Mikið úrval Opið virka diiga 919 Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféiag C^Babriel HÖGGDEYFAR T? QJvarahlutir ífTiMsS y dropar Allir vilja selja sport ■ Það eru margir sem ætla sér að græða á íþróttum í sumar. Ekki færri en þrjú ný íþrótta- timarit hafa eða eru að líta dagsins Ijós þessa dagana, fyrir utan íþróttablaðið sem nú stendur til að flikka svolitið upp á, eins og kom fram í Dropum fyrir nokkrum dög- um. Þessi þrjú timarit eru Allt um knattspymu sem þegar er komið út, Tímaritið íþróttir, sem kemur út næstu daga undir ritstjóm Ragnars Arnar Péturssonar og Stefáns Krist- jánssonar, og Sportvciðiblað- ið. Engar getur skulu að þvi leiddar hvort markaður sé fyrir hendi fyrir öll þessi timarit, en það segir kannski sina sögu að um síðustu helgi sást til rítstjóra Sportveiðiblaðsins fyrír framan „rikið“ bjóðandi afkvæmi sitt til sölu. Hví hann velur þann stað, og hvort sportveiðimenn eigi þangað frekar eríndi en aðrír vitum við ekki. Ásgeir fljótur ■ Ásgeir Bragason trommu- Ieikarí hljómsveitarinnar Purrkur Pillnikk þykir með taktþéttustu mönnum hérlend- is. Honum virðist fleira til lista lagt stráknum meðal annars það að vera ótrúlega fljótur í förum ef marka má skemmti- staðaauglýsingar i Mogganum í gær. Þar auglýsa þrír skemmtistaðir að hann muni koma fram á timanum frá kl. 10 til kl. 1, sem plötusnúður i Hollywood og á Hótel Borg og sem dansari í Klúbbnum. Ekki er beint hægt að segja að þessir staðir liggi hlið við hlið þannig að hann hefur mátt halda vel á spöðunum. Samkeppni um Grím Thomsen ■ Heimildarmenn Dropa segja að þessa dagana sitji Matthias Johannessen, Morg- unblaðsritstjóri með meiru, á fríðarstóli í fræðimannsíbúð- inni i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn, og safni efni i bók sem hann hyggst rita um líf og starf Gríms Thomsen skálds. Engar sögur fara hins vegar af hvernig gagnasöfnunin gengur og þvi siður hvort skriftir eru hafnar fyrir alvöru. Hins vegar er vitað að Andrés Bjömsson, útvarpsstjórí, hef- ur um langan tíma velt fyrir sér ritun ævisögu Gríms Thomscn. Það er þvi hugsanlega faríð svo eftir allt saman að samkeppni verði á endanum um rítun sögu skáldsins. Krummi... ... las það i DV að selaveiði- menn tækju aðeins kjammann af sel sem þeir skjóta og skilji restina af hræinu eftir. Væri ekki rétt að þeir, sem þannig haga sér, fengju á kjammann? FOSTUDAGUR 2. JULI 1982 fréttir Fa mótatkvæði hjá Verslunarmanna- félaginu og Iðju ■ Á fundi i Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur voru nýju kjarasamning- arnir samþykktir með 90 atkvæðum gegn 5 i gær- kvöldi. Miðað við at- kvæðatölurnar hefur þetta verið fámennur fundur í svo stóru félagi, en þeir sem mættu virðast hafa haft þvi meira að segja, þar sem fundurinn stóð fram undir klukkan 12 á miðnætti. Iðja félag Verksmiðju- fólks hélt einnig fund um samningana i gær, þar sem þeirvoru samþykktirmeð meginþorra atkvæða gegn sex. Hafa ..samningámir þar með verið samþykktir í þrem stærstu verkalýðs- félögunum. - HEI. ■ Þessa dagana er verið að leggja videokerfi i ibúðir aldraðra við Dal- braut. Samtals eru ibúðirnar 62 í fjórum húsum og aflaði heimilisfólkið sjálft fjár með kaffisölu og basar á sumardaginn fyrsta til að standa straum af kostnaðin- um. „Við höfðum hér opið hús á sumardaginn fyrsta og seldum kaffi,“ sagði Róbert Sigurðsson forstöðumað- ur, þegar Timinn spurði hann um þetta mál. „Við áttum von á 300 gestum en fengum 3000. Við fengum inn rúmlega 50 þúsund krónur. Meiningin var að kaupa eitt videotæki af venjulegri heimilisgerð. En þar sem peningarnir urðu svona miklir, keyptum við fullkomið stúdíó. Nú getum við tekið myndir hér inni, við getum farið í ferðalag og tekið myndir og það er hægt að láta taka myndir af hinum og þessum elliheimilum út um allt land og sýna þær hér. Nú er verið að koma þessu i allar íbúðirnar og reksturinn á þessu verður kostnaðarlaus, nema bara spóluleiga og eitthvað smávegis annað. Upphaflega var ákveðið að hafa þennan kaffidag í september i fyrra. Þetta var ákveðið á fundi með öllum íbúunum og ætlunin að gefa Rcykvíking- um kost á að sjá þetta fallega og mikla hús. Þá var skipuð undirbúningsnefnd starfsmanna eingöngu, sem skyldi starfa í samráði við aðstandcndur allra ibúanna. Siðan var ákveðið að allir, starfsfólk, aðstandendur og það af gamla fólkinu, sem treysti sér til, skyldi baka til kaffidagsins. Þegar svo til kom störfuðu hér allir saman við kaffisölu, sýningu á ibúðum og öðru sem gera þurfti. Nú, við áttum von á 300 gestum en fengum tífalt fleiri. Það sem bjargaði okkur var að þegar allar kökur voru hér á þrotum var sendiferðabil bakkað hér upp að húsinu og bilstjórinn sagðist vera kominn með kökur frá Ragnarsbakaríi i Keflavík. Það datt af okkur andlitið, við höfðum ekkert pantað, og það var enginn reikningur með. Og bíllinn var fullur, ég hef aldrei séð annað eins tertuflóð á ævinni. Ég spurði svo gefandann hvað þessi kökufarmur hefði kostað í heildsölu og hann sagði að það ■ Tvcir tæknimenn eru önnum kafnir við að koma „græjunum“ fyrir og Róbert Sigurðsson forstöðumaður, t.h., athugar hvernir sumar þeirra fara i hendi. Tímamynd Róbert Skoðanakannanir meðal borgarbúa ■ Gerður Steinþórsdótt- ir, borgarfulltrúi, flutti til- lögu á fundi borgarstjórnar I gærkveldi um að heimilt verði að hafa skoðana- kannanir meðal borgarbúa um einstök borgarmál, og ákvæði þar að lútandi verði sett í reglur um stjórn borgarinnar. Skylt verði að láta skoð- anakönnunina fara fram ef krafa komi um það borin fram a.m.k. af einum fimmta atkvæðisbærra borgarbúa og tveimur fimmtu borgarfulltrúa, enda verði unnt að greiða atkvæði á milli tveggja kosta. Niðurstaða slíkra skoðanakannana verði þó aðeins ráðgefandi fyrir borgarstjórn. Einnig flutti hún tillögu um að teknir verði upp fastir viðtalstím- ar borgarfulltrúa. Samþykkt var að tillögu borgarstjóra að vísa tillög- unum til borgarráðs, en áður hafði verið visað frá tillögu flutningsmanns um að tillagan yrði aftur tekin á dagskrá næsta borgarstjórnarfundar. -Kás Öldungarnir á Dalbrautinni seldu kaffi og keyptu video „HEF ALDREI SÉÐ ANNAD EINS TERTUFIÓÐ" segir Róbert Sigurðsson forstöðumaður hefði verið nálægt 5000 krónum,“ sagði Róbert. Og nú þarf gamla fólkið ekki að kvíða þvi að sjónvarpið fari í sumarfri, því það hefur fengið sína eigin stöð og þarf ekki að láta sér leiðast tilbreytingaleysið á meðan. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.