Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 10 heimilistíminn umsjón: B.St. og K. L. „ÞÚ VERÐUR EKKI „RÚSSI’’ NEMA EINU SINNI Á ÆVINNI” russer“, og eru með bláar húfur. f byrjun síðasta skólaársins er strax farið að skipuleggja hátíðahöld vorsins. Þá er kosin „russe„stjórn“. í henni er auðvitað formaður og varaformaður og svo „russevert“ og „russevertinne". Auk þess er kosinn skemmtanastjóri og löggæslumaður og kosið er í fleiri embætti. Allan maímánuð er mikið um skemmtiferðir og böll, grillveislur o.fl., en 16. og 17. mai eru aðalhátíðisdagar stúdentanna. Áður voru prófin öll búin fyrir þann tíma, svo þá byrjuðu hátíðahöldin og stóðu allt fram í miðjan júni, en nú eru prófin fyrr, svo við fórum að halda hátiðlegt strax í byrjun mai. Farið var í ferðir til annarra bæja í heimsóknir til stúdenta þar og skemmt sér saman. Ferðast er mikið um á bílum, sem nemendurnir kaupa. Þeir skiptast i hópa um hvern bíl, en þó eru sjaldan allir með í kaupunum. Bílarnir eru svo málaðir i rauðum eða bláum litum, eftir þvi hvort þeir eru i eigu rauð-rússa eða blá-rússa. Svo eru auglýsingar málaðar með hvítri málningu um alla bilana. Fyrirtæki borga fyrir auglýsingarnar, svo auglýs- inga-peningarnir nægja stundum til að borga bilana. Bílarnir eru svo seldir til næsta árgangs, og nemendur mála þá upp á nýtt og selja auglýsingar. Svona gengur þetta ár eftir ár. Ég var með i kaupum á einum bil með 7 stelpum. Pað var „VW-rúgbrauð“, og hét billinn „RAUTEN“, sem þýðir að baula eða jótra, en við vorum með flautu i bilnum, sem hljóðaði eins og heil hjörð af beljum væru að baula og jótra í senn. Rússaskírn Snemma morguns þann 16. maí var mætt uppi við vatn, sem er rétt utan við nóttu. Alls staðar var fólk á ferð, jafnt ungir sem eldri. Það er siður hjá „rússum“ að um miðja nótt er farið til kennaranna og skólastjóra og þeir vaktir með miklum látum. Nú var ákveðið hverjir ættu að fara og vekja og var skipt í hópa og ekið af stað á bílunum. Þarna komumst við að raun um, að ekki voru allir eins morgunglaðir og við. En ekki var hætt fyrr en að kennarar komu til dyra, og þá fengu þeir boð um að klæða sig í sitt finasta púss, þvi þeim væri boðið til morgunverðar. Morgunverðarboðið var haldið á einu kaffihúsi bæjarins og var þar mikið og gott á borðum. Menn voru nú orðnir ansi þreyttir, og lá við að sumir hálfsofnuðu með brauðsneið í munnin- um. Og þá voru það skrúðgöng- urnar En ekki var allt búið enn, því nú tóku skrúðgöngurnar við. Fyrst var „borgar- stjóragangan", og það er ein sú lengsta skrúðganga, sem ég hef tekið þátt i. Það var þreytt fólk, sem gekk þarna meðal bæjarstjórnarmanna og stoppað var við hverja styttu, lagður blómsveigur við styttuna og sungið og haldnar óralangar ræður. Loksins var þessi ganga á enda, en sú næsta var kl. 9, svo við fengum hálftíma hvíld. Skólafólk bæjarins gekk nú allt i einni skrúðgöngu og yngstu börnin fremst, og lúðrasveitir blása og fánar blakta. Næst börnunum koma svo framhaldsskólarnir og nú rákum við lestina. Fólkið stendur svo meðfram götunum sem gangan fer um og hrópar húrra og veifar til barnanna. Siðast mynduðum „við rússar" keðju, héldumst í hendur og hlupum á milli hópanna, en hver bekkur gekk i einum hóp. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur, og fékk ég svo mikið sár af nýju skónum, að það fossblæddi. Nú hef ég fallegt ör til minnningar um þetta hlaup. Eftir þessa göngu fengum við loksins fri, en þó ekki allir, þvi sumir fóru að selja skólablaðið. Síðasta skrúðgangan var um eftirmið- daginn, en það voru einungis „rússar" sem tóku þátt i henni, enda er gangan kölluð „Russetoget". Gengið var með plaköt og á þau málað ýmislegt sem gert var grín að í bænum og minnst á atburði vetrarins. Þeir sem báru spjöldin voru klæddir og uppdubbaðir í samræmi við það sem stóð á viðkomandi plakati. Bílarnir voru með í göngunni, en nú var þeim öllum ekið aftur á bak í gegnum bæinn. Aftur var farið upp á torg. Þar voru nú bæði blá- og rauð-rússar og héldu formenn flokkanna ræður, og upphófust svo miklar kappræður, sem enduðu með rjómakökuslag! Krýndur var sérstakur „heiðurs-rússi“ af báðum hópum, og fyrir valinu varð gamall maður, sem hefur mikið hjálpað þeim unglingum, sem eitthvað hafa átt erfitt, og reyndar verið nokkurs konar „frændi" fyrir unga fólkið. Þjóðhátíðardagurinn endaði síðan með útidansleik, en að honum loknum var það aðframkomið fólk, sem hélt heim á leið eftir næstum tveggja sólarhringa vöku. Stúdents-árið mitt í Noregi verður mér alltaf kær minning um gott og skemmtilegt skólaár með góðu fólki, og mikill glæsibragur var yfir lokahátíða- höldunum. Ég fékk líka oft að heyra: „Þú verður ekki „rússi“ nema einu sinni!" Ragnheiður S. Káradóttir ■ Ragnheiður Svala Káradóttir út- skrifaðist i vor sem stúdent frá menntaskólanum i Kongsberg i Noregi. Hún hafði áður verið í Menntaskólanum við Sund, en vegna þess að foreldrar hennar voru búsettir í Kongsberg i tvö ár sótti hún um inngöngu i menntaskól- ann þar i 'þriðja bekk. Hún fékk inngöngu i skólann og þar með græddi hún eitt ár, þvi að i Noregi útskrifast stúdentar úr 3ja bekk menntaskóla - en ekki 4. bekk eins og á íslandi, cn skólaárið þar er um 10 mánuðir í stað 8 hér á landi. Mikill gleðskapur er hjá stúdentum i Noregi - ekki siður en hér - og margar gamlar siðvenjur i heiðri hafðar. Aðalfjörið hjá þeim er i kring um 17. mai, þjóðhátiðardag Norðmanna, og þá eru stúdentar fremstir i flokki i hátiðahöldunum. Ragna ætlar að segja lesendum Heimilistímans svolítið frá þessum hátiðisdegi. Ragnheiður Svala Káradóttir er dóttir hjónanna Kára Þ. Kárasonar, múrara- meistara, og Önnu Eiriksdóttur, Ijós- móður, og á*hún fjögur systkini, þar af eina systur, sem gift er Norðmanni og búsett er i Kongsberg. Rögnu segist svo frá: Rauðir og bláir rússar Þeir sem útskrifast úr menntaskólum i Noregi eru kallaðir „russer" Mennta- skólastúdcntar eru kallaðir „röd-russer“ og hafa rauðar stúdentshúfur, en stúdentar úr verslunarskólanum „blá- ■ Keðjuhlaup „rauð-rússanna“ ■ „RAUTEN“ hét bill stelpnanna 7. Hljóðið í flautunni var eins og kúahjörð væri að baula. bæinn (Kongsberg). Þar voru málin rædd og gerðar áætlanir fyrir dagana 16. og 17. Ákveðið var, að hópurinn mætti kl. 13.00 uppi á aðaltorginu í Kongsberg, en þar átti svokölluð „russe-skirn" að fara fram. Skírnin var þannig framkvæmd, að „russi-vert og vertinne" spurðu hvern mann einnar spurningar, sem svara átti á sem skemmstum tíma, og helst átti svarið að vera sniðugt og kitla hlátur- taugar áhorfenda, sem áttu að dæma um hvort svarið væri gott eða vont. Ef vel var svarað var flautað hástöfum og „skírnarbarninu" síðan gefið kampavin. En hins vegar ef svarið þótti ekki gott, þá var úað og púað og viðkomandi fékk lýsi í staupi í stað kampavins. Ég var svo heppin, að ég fékk kampavín, en spurningin var um það, - hvort strákarnir á íslandi væru ekki heitari en þeir i Noregi, þar sem það væri svo mikið um eldfjöll og hveri á íslandi! Ég gleymdi mér og svaraði á íslensku, en svarið vakti mikla gleði, svo ég fékk kampavinið. Fólkið hefði bara átt að vita hverju ég svaraði! Ekki öfundaði ég þá sem lýsið fcngu, því þennan dag var yfir 20 stiga hiti og sólskin, svo ég held að þykkt og heitt lýsið hefði varla verið góður drykkur í þessum hita. Eftir skírnina var skiðaganga til skólans frá torginu. Það skal tekið fram, að götur bæjarins voru auðvitað snjó- lausar. Ekki höfðu allir skíði, svo sumir tóku sitt hvort skiðið og bundu sig saman og voru þannig 2-3 á einum skíðum. Þegar til skólans kom var farið i fótboltakeppni við þá bláu, - og gengu þeir af vellinum sem sigurvegarar, en við „rauð-rússar“ máttum bita í það súra epli að viðurkenna ósigur okkar manna. Næst söfnuðust menn i bílana og óku um bæinn og voru flauturnar óspart notaðar. Síðan var ekið upp að vatni og grillað. Menn skemmtu sér við söng, góðan mat og drykk þangað til að haldið var á 17. mai-ball, sem var opið öllum. Þar var dansað fram á rauða nótt. Kennarar vaktir um miöia nótt Að dansleiknum loknum var aftur farið i bílana og ekið i fylkingu um bæinn. Þetta er gamall siður og lögreglan skiptir sér ekkert af þvi, þótt einhver hávaði fylgi þessu svo seint á ■ Hátiðahöldin eru um garð gengin. Ragna situr þama og heldur á rauðu stúdentshúfunni sinni. Dagur f lífi Ragnheidar S. Káradóttur, fslensks „raudrússa” f Kongsberg í Noregi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.