Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 „Islendingen Kristinn Björnsson dominerte i stor stil...” Pál Jacobsen Morten Haugen Kristinn Bjornsson F ótboltaævinlýrið hans Kidda Björns KRISTINN - FUNN FOR KVIK Han hadOe slett ikke tenkt A bll fotballapiller, men havnet likevel pá det islandeke landslaget. Sá ble det Norge og cupmesterskap med V&lerengen. Og i &r er Kristlnn Bjernsson stor helt hojs Kviks snpportere. Rlét islendlngen som HÁs lordagsgjest p& side 4. ■ „Ævintýrið hófst eiginlega fyrir tilviljun. Ég hafði fengið inngöngu í íþróttaháskólann hér í Osló í ágúst 1980 og vildi endilega gutla i fótboltanum með náminu. Einn skólabróðir minn, Tor Brevik, sem leikur með stærsta og rikasta félaginu hér, frétti af því að ég hefði leikið landsleiki fyrir Island og hann dreif mig með sér á æfingu. Eftir það gerðust hlutirnir nokkuð hratt og innan tíðar var ég kominn með samning við félagið i hendurnar. Þetta var byrjunin á fótboltaævintýrinu minu hér.“ Sá sem þannig mælir heitir Kristinn Björnsson, 26 ára gamall Reykvíkingur, sem hefur gert garðinn frægan í norskri knattspyrnu siðustu 2 árin. Kristinn, eða Kiddi Björns eins og íslenskir knatt- spymuáhugamenn kannast kannski best við hann, er „fæddur og uppalinn“ í Val, en hefur einnig leikið knattspyrnu með liði Skagamanna, var m.a. í hinu fræga liði ÍA fyrir nokkrum árum er Pétur Pétursson og Karl Þórðarson voru á Skaganum. Þá hefur Kristinn leikið 2 landsleiki fyrir ísland, gegn Færeyingum og Norður-írum. Félagið sem Kristinn vísar til hér að framan heitir Válerengen og er ansi stórt félag, a.m.k. á íslenskan og skandi- naviskan mælikvarða. Til dæmis má nefna að áhorfendafjöldi á heimaleikj- um þess, á hinum fræga Bislett-leik- vangi, er um 12-14 þúsund að meðaltali og að í ár ákvað félagið að verja tæpum 300 þúsundum ísl. króna til kaupa á nýjum leikmönnum. „Eftir nokkrar æfingar gerði félagið mér tilboð og bauð samning til eins árs. Þegar ég sá hvað í boði var tók ég tilboðinu eins og skot, þetta var ákaflega freistandi allt saman,“ segir Kristinn. - Nú eru margir af bestu knattspyrnu- mönnum Noregs i Válerengen-liðinu, t.d. bræðurnir Tom og Pál Jacobsen. Hvernig var að æfa og leika með þessum frægu köppum? „Það var ákaflega spennandi að bera þá saman við félaga mína í Val og ÍA, t.d. Albert Guðmundsson, Guðmund Þorbjörnsson, Atla Eðvaldsson, Magn- ús Bergs, Pétur Pétursson, Karl Þórðar- son o.fl. o.fl. í stuttu máli má segja, að þessi samanburður orsakaði ekki minni- máttarkennd hjá mér, nema síður sé. Kristinn byrjaði að leika með Váler- engen vorið 1981, skoraði grimmt og vakti mikla athygli áhangenda liðsins. í einum af fyrstu leikjunum í deildar- keppninni varð hann fyrir þvi óhappi að tábrotna og var úr leik ansi lengi. „Það má segja, að tábrotið hafi orsakað að ég missti af lestinni, a.m.k. um tíma, því sigurganga liðsins var nær óslitin og því erfitt fyrir þjálfarann að gera breytingar. Hins vegar kom ég inná í nær hverjum leik, var notaður sem eins konar vöndur á aðra leikmenn. Alls fékk ég skráða 14 leiki með Válerengen-lið- inu i 1. deildinni." Til þess að gera langa sögu stutta, þá varð Kristinn Noregsmeistari með Váalerengen-liðinu og er hann fyrsti íslendingurinn sem vinnur það afrek. En hvað skyldi hann segja um mismun- inn á íslenskri og norskri knattspyrnu? „Fyrir nokkrum árum var norska knattspyman ekki ýkja ólík þeirri íslensku, en uppá síðkastið hafa breyt- ingamar hér verið hreint ótrúlega miklar. Byggðir hafa verið stórir leikvangar, eins og t.d. i Stavanger, og allar aðrar ytri aðstæður hafa breyst til batnaðar. Undirrótin að þessu er, að fjármagn hefur streymt inn i knatt- spymuhreyfmguna, frá atvinnufyrir- tækjum fyrst og fremst. Ég get nefnt það, að fyrirtækin eru svo ólm í að komast að sem „sponsor" (Auglýsingar á búningum o.þ.h. - innskot, IngH) hjá norska Knattspyrnusambandinu, að færri komast að en vilja og er biðlistinn langur. Þetta orsakar síðan, að Knatt- spyrnusambandið (og einnig félögin) fjölgar sinum starfsmönnum, skipulagið verður betra. Siðan fylgir á eftir að kröfurnar um betri og árangursrikari knattspyrnu, hjá félagsliðunum og landsliðinu, verða meiri. Þannig helst þetta í hendur. Deildaknattspyrnan hér er mun betri en heima og breiddin mun meiri. Hins vegar er það óvíst hvort norska landsliðið er betra en það islenska." - Hvað með cinstaka þætti eins og t.d. leikskipulag? „Ég fullyrði að norskir þjálfarar eru hæfari en þeir íslensku, einfaldlega vegna þess að hér er lögð mun meiri áhersla á menntunarþáttinn en heima.Á íslandi hefur verið ákveðin stöðnun í þessum málum, m.a. vegna erlendu þjálfaranna. Ég get nefnt það, að nær öll mín ár í meistaraflokki heima var ég undir stjóm erlendra þjálfara. Þar að auki finnst mér, að ieikmenn hér séu sér vel meðvitaðir um að taktískur skilningur er nauð- synlegur ef árangur á að nást. Þetta bendir síðan til ýmissa hluta, eins og t.d. mismunandi áherslur hér og heima í sambandi við unglingaþjálfun. - Norðmenn eru mjög iðnir við að liefja einstaka leikmenn til skýjanna, t.d. Tom Lund og Pál Jacobsen, í mun ríkara mæli en þekkist heima. Hvað finnst þér um slíka stjörnudýrkun? „Hún er sjálfsagt í lagi. Þessir tveir sem þú nefndir eru frábærir knattspyrnu- menn. Sjáðu til, margir „hinna stóru" í norskum fótbolta tapast ekki eins og gerist heima, alla vega ekki þessir jafngóðu. Hér er hálfatvinnumennska og allt niður í 4. og 5. deild þekkjast bónusgreiðslur, ýmis hlunnindi og fastir samningar. Menn rjúka ekki í burt fyrirvaralaust. Reyndar er þetta hálfskrítið með suma af hinum „stóru" i norskum fótbolta, t.d. Pál Jacobsen, sem hefur fengið ógrynni atvinnutilboða frá félög- um í Evrópu. Hann kýs heldur að leika með Válerengen í Oslo. Héma hljóta að vera miklar greiðslur undir borðið. Hvað Tom Lund varðar, þá er hann yfir 30 ára, en gæti leikið með hvaða liði sem er í heiminum, hann er knattspymumað- ur á heimsmælikvarða. Eitt af fjölmörg- um félögum sem hafa viljað fá hann til liðs við sig var Ajax á stórveldistímum þess félags þegar Cmyff, Neskens o.fl. frægir kappar léku með því. (Ein af orsökunum fyrir því, að Lund hefur ekki viljað leggja út i atvinnumennsku er sú, að hann hrjáist af „krónískri flug- hræðslu", - innsk. IngH). Sjáðu hvað slíkir yfirburðamenn gera fyrir norska knattspyrnu, áhorfendur flykkjast á vellina til þess að sjá þá leika.“ -Peningamir em hér undirstaðan, ekki satt? „Jú, jú, blessaður vertu. Mönnum eru útveguð lán til húsbygginga, bilar eru til frjálsra afnota fyrir leikmenn, góð atvinna er ekkert vandamál o.s.frv. Bónusgreiðslur fyrir hvert stig þekkjast i öllum efstu deildunum, frá um 400 til 1.800 ísl. kr. fyrir sigur, allt eftir liðum og mikilvægi stiganna, i toppbaráttu eða botnbaráttu. Þá eru sum félögin með fastar mánaðargreiðslur til sinna leik- manna, sem auk þess fá allt sem viðkemur knattspyrnunni ókeypis, fatn- að, skó, töskur og föt til þess að ferðast i. Leikmannakaup á milli 1. deildarliða kosta þetta á bilinu 70 til 170 þúsund isl. krónur. Á þessu sést, að fjármagns- streymið er mikið í norskri knattspymu. Um áramótin siðustu tók fótbolta- ævintýrið hans Kidda Björns nýja stefnu. Hann yfirgaf Válerengen og gekk til liðs við eitt af betri liðum 2. deildar, Kvik frá Halden. Þar hefur gengi Kristins verið með ólikindum gott, hann er yfirburðamaður í liðinu, skorar grimmt og fær skinandi góða dóma i dagblöðum. Til dæmis fékk hann eftirfarandi umsögn i norska Dagblað- inu: „...og bl.a. dominerte islendingen Kristinn Björnsson í stor stil...“ En hvers vegna yfirgaf hann hið stóra Válerengen-félag? „Þessi félagaskipti voru mjög jákvæð fyrir mig persónulega og nú eru allar aðstæður mér mjög í hag, t.d. er þjálfarinn góður kunningi minn og meiri sveigjanleiki i sambandi við samræm- ingu fótboltans og námsins. Þá get ég sagt, að ég hef ekki tapað á þessu fjárhagslega, nema síður sé.“ - Fáum við að sjá Kidda Björns i islensku knattspymunni næsta sumar? „Það er ekki gott að segja. Eins og málin standa nú stefni ég að einu ári i námi hér i viðbót og það er fast lagt að mér að vera áfram í knattspymunni. En maður veit aldrei hvaða stefnu ævintýrið tekur...“ IngH/Osló

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.