Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
■ Hvað svo sem halastjörnur
gera af sér að öðru leyti þá hafa
þær áhrif á imyndunarafl fólks
og hafa alltaf gert. Þær eru, í
bókstaflegri merkingu, himna-
sending fyrir frumstæða hjátrú
og enn þann dag í dag eru þeir
til sem telja þær merki um
voveiflega atburði. Arið 60 eftir
Kríst birtist ein slik á himninum
yfir Róm og borgarbúar tóku
strax að velta fyrir sér hver yrði
OG SKELFING!
— Halley-halastjarnan kemur um áramótin 1985—86
eftirmaður Nerós, því nú væri
hann feigur. Neró brá við skjótt
og lét taka fjölda mektarmanna
í borginni af lífi í von um að svala
með þvi blóðþorsta stjörnunnar.
Inkarnir í Perú litu á halastjörn-
ur sem merki um að sólarguðinn
Inti væri þeim reiður og fórnuðu
smábörnum til að friðþægja
honum, sem dugði þó ekki þegar
hin fræga Halley-halastjama birt
ist árið 1531. Nokkru siðar birtist
Pizzarro. Fimm öldum áður var
Halley einnig á ferðinni, 1066:
þá gerði Vilhjálmur bastarður
innrás á England. Trúin á mátt
halastjörnunnar er siík að menn
hika ekki við að svindla dálítið
til að trúin haggist ekki. Það er
útbreidd þjóðsaga að skömmu
fyrir morðið á Cesar hafi
halastjarna blikað á himinhvolf-
inu yfir Róm en raunin er sú að
halastjarnan birtist ekki fyrr en
mörgum mánuðum eftir morðið.
Trúgjarnir Rómverjar ákváðu
þá að stjarnan værí sál leiðtog-
ans á leið til æðri heima. Og á
þessari öld er trúin enn við lýði.
Þegar Halley skaut upp kollin-
um árið 1910 var það aðeins
snaggaraleg framganga lögreglu-
stjóra nokkurs i Oklahoma sem
kom i veg fyrir að hópur sem
kallaði sig Heilögu lærisveinana
fórnaði óspjallaðri stúlku,
stjömunni til dýrðar. Um sama
leyti rikti mikill ótti við að för
jarðar gegnum hala stjörnunnar
myndi orsaka gaseitranir og veit
ekki hvað og þó visindamenn
reyndu að fullvissa þjóðir heims
um að slíkt væri með öllu
skaðlaust þá þorðu margir ekki
að láta reyna á það, heldur
frömdu sjálfsmorð. Og spáð var
miklum hörmungum um áramót-
in 1973-74 þegar halastjarnan
Kohoutek lét sjá sig skamma
hrið: þá gengu Guðsbörn um
götur Reykjavikur og dreifðu
bæklingum eftir Móses Davíð
um komandi heimsendi.
Hver var Halley?
Langfrægasta halastjarnan er fyrr-
nefnd Halley-stjarna enda birtist hún
með reglulegu millibili og er ein
skærasta halastjarnan sem heimsótt
hefur sólkerfið okkar. Halley sá sem hún
er nefnd eftir hefur, þrátt fyrir að hann
hafi verið mætur visindamaður, alveg
fallið í skuggann og fáir vita hver hann
var - ekki fremur en menn vita hver
Parkinson var, þó flestir þekki Parkin-
sonveiki. En það vakti fyrir Halley að
koma halastjörnum fyrir á réttum stað i
tilverunni og eyða þannig ótta fólks við
þær en fór á annan veg. Er hann fæddist,
árið 1656, voru halastjörnur mjög i tísku
hjáfrumstæðumvísindunum og segja má
að keppni hafi rikt um hver yrði fyrstur
tii að átta sig á eðli þeirra. Halley datt
i lukkupottinn - að sumu leyti. Klukkan
rúmlega hálf sjö að morgni hins 22.
nóvember 1682, er Halley var við
rannsóknir i stjörnuathugunarstöð sinni
rétt fyrir utan London, kom hann fyrst
auga á stjörnuna sem átti eftir að verða
n.k. tvífari hans.
Hann fylgdist náið mcð leið hennar
yfir himininn og ári síðar lögðu hann og
Robert Hooke fram kenningar um að til
væri einhvers konar þyngdarafl sem
stjórnaði hreyfingum allra hluta í
sólkerfinu. Þeim tókst þó ekki að renna
stoðum undir kenningar sinar og i ágúst
1684 fékk Halley þá hugmynd að leita
hjálpar Isaac Newtons. Newton sagðist
hafa fylgst með halastjörnunni sjálfur og
komist að þeirri snilldarlegu niðurstöðu
að ef halastjarnan sem sást á leið til sólar
væri sú sama og nokkru siðar sást á leið
frá sólu, þá hlyti hún að hafa breytt um
stefnu! Hann rissaði upp mynd af leið
stjörnunnar en lét Halley um alla
útreikninga. Þá kvaðst Newton hafa
áttað sig á þyngdaraflinu en siðan glatað
reikningum sínum - sem var ámóta og
ef Kólumbus hefði gleymt leiðinni til
Ameríku. Halley tókst að sannfæra
Newton um að halda rannsóknum sinum
áfram og sem allir vita ;r hann nú talinn
uppgötvari þyngdaraflsins.
2 milljónir ára á leiðinni
En hvað um það. Halley reiknaði út
leið halastjörnunnar og spáði þvi að hún
myndi birtast aftur 1758. Evrópaöll beið
í ofvæni og sjá á jóladag kom stjarnan í
ljós og kenningar Halley höfðu reynst
réttar. Næst birtist halastjarnan, sém nú
var farið að kenna við Halley, árið 1835,
siðan 1910 og innan fárra ára er von á
henni aftur.
En Halley er ekki eina halastjarnan
sem þekkt er, langt í frá. Hjá
stjarnfræðistofnun nokkurri í Banda-
ríkjunum eru 666 halastjörnur á skrá en
flestar þeirra eru svo daufar að þær sjást
aðeins í sjónaukum. Mjög bjartar
stjörnur af þeirri gerð sem fylla fólkið
ótta sjást aðeins nokkrum sinnum á
öld. Skipta má þessum halastjörnum i
nokkra flokka og hér er fylgt skiptingu
Nigel Calders en hann skrifaði árið 1980
bók um halastjörnur.
Fyrstar eru Kohoutek stjörnur. Þær
eru liðlega hundrað og koma úr
ógurlegri fjarlægð utan úr geimnum, allt
að einu Ijósári. Þær þekkjast af miklum
hraða er þær fara kringum sólina.
West halastjörnur eru taldar nálægt
450 og það tekur þær allt að tveimur
milljónum ára að fara eina sporbraut um
sólina. West birtist um áramótin 1975-76
þessari gerð verða að likindum fyrir
miklum skakkaföllum af völdum plán-
etnanna sem víkja þeim af leið sinni með
þyngdarafli.
Encke er sér á báti. Hún er aðfeins þrjú
ár og einn þriðjung að skreppa hringinn
og birtist síðast árið 1980 þó litið hafi
farið fyrir henni. Hún kemur næst árið
1984, það er 53ja skráða heimsókn
hennar.
Ótal kenningar eru til um halastjörnur
og sumar þeirra ansi langsóttar. Um
tima var til dæmis haldið að þær kæmu
úr eldfjöllum á Júpíter og Satúrnusi,
önnur kenning segir að þær séu - ásamt
smástirnabeltinu milli Mars og Júpiters
- leifar af reikistjörnu sem sprungið hafi
i loft upp fyrir „aðeins“ tíu milljónum
w.'
■■
Mm0?íh- -■■-■
,
og var þá reiknað út að hún hefði siðast
komið fyrir 16 þúsund árum.
Ýmsar kenningar uppi
Halley gerðin er ekki lengi að þessu,
miðað við West stjörnurnar. Halley
stjörnur eru taldar vera sextán og þær
fara einn hring á 20-200 árum. Engin
þeirra fer ýkja langt út fyrir Neptúnus
áður en þær snúa til baka.
Pons-Winnecke: um það bil hundrað
stjörnur sem skjótast fram og aftur á
milli 5 og 20 árum. Pons-Winnecke sjálf
fer leiðina á rúmlega sex árum og mun
næst komast í námunda við sólu árið
1983 og verður það í 19. sinn sem hún
sækir okkur heim. Halastjörnur af
ára, og svo framvegis. Vinsæl kenning
var og er að ský geimryks sé upphaf
halastjarnanna: þyngdarafl sólar dragi
hluta þess smátt og smátt til sín og er
nær dregur sólu eykst hraðinn svo að
ýmsar agnir dragast aftur úr og mynda
halann góðkunna.
Kveikti halastjarna
líf á jörðinni?
Upp á siðkastið hefur mjög verið um
það rætt hvort ýmis efni i halastjörnum
geti haft áhrif hér á jörðinni. Sumir telja
til að mynda að sjúkdómar geti brotist
út i kjölfar halastjörnu en þær kenningar
eru ekki hátt skrifaðar. Á hinn bóginn
taka ýmsir vísindamenn ekki illa i að
efni í halastjörnum geti hafa orðið til
þess að flýta fyrir eða jafnvel kveikja lif
á jörðinni. Of lítið er þó vitað um
samsetningu halastjarna til að nokkur
þori að fullyrða um slíkt en nú ber svo
vel í veiði að Halley er á leiðinni.
Bandaríkjamaður nokkur, Donald
Yeomans hjá Jet Propulsion Labratory
hefur reiknað út braut Halleys mjög
nákvæmlega og hann hefur komist að
þeirri niðurstöðu að á leið sinni til sólar
verði Halley fyrst sjáanleg með berum
augum i janúar, en stjaman mun fara
fram hjá jörðinni alllöngu fyrr, eða í
nóvember. Undir lok desember ætti svo
að vera unnt að sjá stjörnuna með
sterkum sjónauka en þriðju vikuna i
janúar ætti sem sagt að vera unnt að sjá
hana á vesturhimninum eftir sólarlag.
Þá mun halastjarnan þó ekki verða
bjartari en hvaða fastastjama. Skömmu
síðar æðir Halley svo fram hjá sólinni
og týnist þá i allri birtunni.
Er Halley verður komin framhjá sólu
verður stjarnan sýnileg frá jörðu
skömmu fyrir dögun. Undir lok febrúar
gerir Yeomans ráð fyrir að hún muni
sjást allvel um það klukkustund áður en
sólin kemur upp en siðan „risa“ sífellt
fyrr á hverri nóttu um leið og hún færist
sunnar á himininn. 7. mars mun hún
vera komin á hæð við tunglið og um
miðjan mars ætti halinn, ef hann sést á
annað borð, að teygja sig yfir einn sjötta
hluta himinsins.
Sést ekki frá íslandi
Þann 11. april verður Halley næst
jörðu og verður hátt á himninum yfir
Ástralíu, Nýja Sjálandi og Argentínu,
fremur björt. Svo illa vill hins vegar til
fyrir okkur íslendinga að við munum
ekki sjá Halley, fremur en aðrir á
norðurhveli jarðar, nema e.t.v. sunnar-
lega en þar verður stjarnan þó aðeins
mjög lágt á himninum. Gera má ráð
fyrir, ef einhver hefur áhuga, að
skiputagðar verði hópferðir á suðurhvel
jarðar til að sjá stjörnuna...
Besta tækifæri norðurhvelsins til að
líta Halley augum verður i lok apríl en
snemma i maí má reikna með að
stjörnuhröpum fjölgi stórkostlega en þá
fer jörðin inn á sjálfa braut Halley, en
að visu sjö vikum eftir að hún sjálf er
farin hjá. Þá verður aðeins hægt að sjá
hana i sterkum sjónaukum.
Árið 1910 gerðist það að önnur og
óvænt halastjarna skyggði á Halley þar
sem hún var bjartari. Jafnvel þó það
sama yrði uppi á teningnum nú er varla
hætta á að Halley tapi nokkru af frægð
sinni. Á eftir sólinni og tunglinu er
Halley-halastjarnan liklega frægasti
„hnötturinn" i sólkerfinu og engin
ástæða til að hún glati þeirri stöðu.
Halastjörnur hafa nefnilega áhrif á
imyndunaraflið...
-ij endursagði lauslega