Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 16
gerður með því að hafa það eftir.“ En hún brosir að minningunni um einhverja smellna vísu. - Vissirðu hvort hann ætlaði að verða skáld? Pað kom aldrei fram í orðum hans hvað hann hugsaði sér að verða. Hann sagði heldur ekki margt um sjálfan sig, hvorki þá né siðar, nema i Ijóðunum. Það var Jóhannes úr Kötlum sem uppgötvaði hann, ef taka má svo til orða. Jóhannes var farkennari i sveitinni og sá fljótt að það var ekkert flón á ferðinni þar sem Steinn var. Mig minnir að það hafi verið siðasta veturinn sem Jóhannes lét nemendur sína skrifa ritgerð um árstíðirnar og máttu þeir velja sér árstið að skrifa um. Steinn valdi sér haustið. Ritgerð hans hófst á þessa leið: „Túnin voru orðin föl og bleik, eins og ásjóna deyjandi manns.“ Þetta fór ekki framhjá Jóhannesi. Hann vissi að þessi drengur var skáld, að hann var fæddur skáld, og hann hvatti Stein áfram. En Steinn var illa settur, bláfátækur drengurinn - þá var nú brauðstritið svo mikið að það var litið tóm til að hlúa að ándlegum þroska. Og þó vissu allir að Steinn var ekkert venjulegur maður. Hann gleymdist engum sem sá hann.“ „Hann þyrsti í að læra“ - Hvernig var samband ykkar Steins? Voruð þið vinir? „Það var alltaf gott á milli okkar. Ég var varla annað en stelpa þegar ég kom að Miklagarðiog satt að segja hálfleidd- ist mér til að byrja með. Ég var langyngst af fullorðna fólkinu, Steingrimur bóndi minn var rúmum tiu árum eldri en ég og tengdamóðir min mun eldri, svoéghafði mesta skemmtun af Steini, eða Alla, Hann var fátækur drengur, einrænn og vantaði bakhjarlinn. Ég sagði honum að ég myndi biðja fyrir honum.“ - Én ykkar kynni héldust eftir þetta? „Já, hann kom til okkar nokkrum sinnum, bæði að Miklagarði og að Heiðnabergi, en þangað fluttumst við bóndi minn. Ég man eftir því að hann sat stundum i þröngu stofunni okkar á Miklabæ og var þá með litlu börnin sitt á hvoru hné, því hann var sérlega bamelskur og hændi að sér öll börn. Hann skildi sál þeirra. Annars fór hann þá mikið einförum um landareignina og hefur þá líklega hugsað sitt. Hann átti oft erfitt þótt hann flíkaði því ekki. Ég kynntist seinna konunni hans, henni Ásthildi, og ég held að hún hafi reynst honum það lífakkeri sem hann þurfti." - Hvenær sástu hann siðast? „Það mun hafa verið að Heiðnabergi, nokkru áður en hann giftist Ásthildi. Hann tók því sem að höndum bar og bakkaði aldrei með neitt. Þannig var hann og að þessu leyti var hann karlmenni." Steinunn þegir langa hríð og hugsar. Svo heldur hún áfram: „Það sagði einu sinni gamall maður við mig: Varð hann það sem hann teiknaði alltaf til að vera. Það sem Steinn teiknaði til að verða, það varð hann, að svo miklu leyti sem ég veit.“ „Þakklát fyrir kynnin af honum“ - Heldurðu að hann hafi verið hamingjusamur? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að tala fyrir munn þess manns sem sjaldan tjáði sig sjálfur.“ - En lastu ljóðin hans, þegar þau komu út? „Ég las þau upp til agna,“ segir hún og brosir svolitið. „En þurfti mikið að hafa fyrir þeim sumum...“ Ég stend upp til að kveðja og Steinunn fylgir mér út að dyrum. Þá segir hún: „Jæja, ég var nú bara að tala fyrir sjálfa mig. En mér þykir vænt um þegar einhver minnist á Stein - mér var ákaflega hlýtt til hans og er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ég vildi honum allt hið besta og bað alla tíð fyrir þvi að honum tækist það sem hann ætlaði sér. Að hann fyndi það sem hann leitaði að.“ - Og heldurðu að hann hafi fundið það? spyr ég. „Ég er ekki viss,“ segir Steinunn hugsandi. „Og þó.“ -'j- Tilboð óskast í eftirtaldar vélar: Universal 445 dráttarvél árgerð 1977,ekin um 1.000 tíma. P.Z. sláttuþyrlu,Vicon múgavél, lyftutengda. Upplýsingar í Þernuvík, sími um Súðavík. ,HANN ATTI ANNAN HEIM’ Samtal við Steinunni Guðmundsdóttur um Stein Steinarr ■ Steinn Steinarr átti ekki alltaf auðvelt með að lifa. Hann var alinn upp fjarri foreldrum sínum, bjó lengst af við erfið kjör heldur en hitt og var meira eða minna sjúkur áratugum saman. Líklega hefur hann verið með viðkvæma lund en hann bugaðist þó aldrei: brynjaði sig hæðni, sem oft var bæði köld og beinskeytt, hleypti fáum nálægt sér og lét sjaldan uppskátt um dýpstu hugsanir sínar. Nema í ljóðunum. í ljóðum sínum kom Steinn fram eins og hann var klæddur, eða klæðlaus, nakinn þegar svo bar undir, og bestu ljóð hans vitna um auðuga sál og miklar gáfur. Hann varð ekki langlífur. Steinn fæddist, eins og margir vita .kannski, árið 1908, að Laugalandi við ísafjarðardjúp. Hann var skirður Aðal- steinn og var Kristmundsson, en móðir hans hét Etelriður Pálsdóttir. Alls áttu þau Kristmundur og Etelriður fimm börn en það var streð að lifa og á endanum fóru bæði á hreppinn. Börnin dreifðust. Etelriður reyndi þó að hafa Stein hjá sér svo lengi sem hún gat en það var ekki lengi. Steinn var i Bessatungu i Saurbæ til sex ára aldurs en þá fór hann á næsta bæ við, Miklagarð, og það gladdi Etelriði að þá gat hún gefið með honum sjálf en ekki hreppurinn. Föður sinum kynntist Steinn aldrei en sá hann einu sinni. Á Miklagarði var Steinn fyrst og fremst i umsjá Kristinar Tómasdóttur, móður bóndans, og reyndist hún honum vel. Er hann hafði verið um það bil fimm ár á bænum kom þangað ung brúður bóndans: Steinunn Guðmundsdóttir. „Saumaði á hann fermingarfötin“ Steinunn er orðin gömul kona, hálfniræð, en ber sig vel þrátt fyrir aldurinn. Hún hefur þó áhyggjur af þvi að ef til vill muni hún atburði úr fortíðinni ekki nægilega skýrt - „og ég vil ekkert segja nema sannleikann," bætir hún við ákveðin, en þegar hún byrjar að tala um Stein er ekki að sjá annað en hann standi henni ljóslifandi fyrir hugskotsjónum. Það er mikil hlýja i augum þessarar gömlu konu. - Má ég biðja þig, spyr ég fyrst, að segja mér svolitið frá sjálfri þér? „Föðurætt min er rakin i Stranda- sýslu,“ svarar hún, „en móðurættin kemur úr Dalasýslu. Ég er fædd á Óspakseyri við Bitrufjörð en þegar ég var um tvitugt fór ég að Miklagarði i Saurbæ, litlu koti sem ekki ber nafn með rentu. Þar bjó bóndi minn, Steingrímur Samúelsson. Og þar kynntist ég Steini fyrst.“ - Hvað var hann gamall þá? „Þetta var siðasta veturinn áður en hann fermdist. Ég ætti nú að ntuna það, þvi ég saumaði á hann fermingarfötin. Ég hafði lært saumaskap og fór þarna um sveitina til að sauma á fólkið." Nú bregður fyrir glettnisglampa i augum Steinunnar. „Ég varð auðvitað að mæla fyrir fötum hans, og þá var hann svo þybbinn og þéttur á velli, hann Steinn, og þykkur undir höndina - ólikt þvi sem hann varð siðar á ævinni. Hann var svo ansi hraustlegur strákur, þó ekki væri hann hár í loftinu. Ég held að veikindin hafi farið ákaflega illa með hann.“ - En hann mun ekki hafa verið mikill vinnumaður þó hann væri hraustur á skrokkinn, eða hvað? „Onei, það var hann ekki. Hann átti að vera til liðléttinga, svona snúninga- drengur, en hann virtist vera - eins og bóndi minn sagði nú oft - „klaufi til verka“. Honum virtist sýnna um allt annað en vinnu, hann var með aðra hluti i kollinum. Ég held að ég hafi skilið það betur en bóndi minn. Þeir áttu ekki nógu vel saman, Steingrímur bóndi minn og hann - annar var þessi dugnaðarforkur og hinn hataði vinnuna eins og pestina. En ég hafði gaman af Steini, hann var sérstæður drengur. Ákaflega sérstæð- ur.“ „Las allt sem hann náði í“ - Hvemig þá? skýt ég inn i, en Steinunn tekur varla eftir spumingunni. Hún hugsar nokkra stund með sjálfri sér en segir svo: „Stundum var eins og hann væri ekki af þessum heimi, eða réttara sagt, að hann ætti sér annan heim, sem við sáum ekki. Hann var einrænn og hugsaði mikið. Og sílesandi var hann. Bóndi minn átti dálítinn bókaskáp með þó nokkrum hillum og Steinn hafði lesið hvert kver og hverja bók. Einnig fengið lánaðar bækur á öðmm bæjum. Mér þótti hann fara illa með bækumar, hann fleygði þeim alltaf frá sér þegar hann hafði lesið þær og hirti ekki um hvað af þeim varð, en þegar ég áminnti hann að fara vel mað bækurnar svaraði hann ævinlega: „Bækur em til að lesa þær.“ Síðan fór hann að finna sér nýja bók að lesa.“ - Hvernig bækur vom þetta? „Alls konar bækur. Ég man sérstak- lega eftir Fomaldarsögum Norðurlanda en hann las allt sem hann náði í. Hann var lestrarormur.“ - Heldurðu að honum hafi sviðið það sárt að fá ekki að vera hj á móður sinni? „Ég man að hann sagði einu sinni við mig: „Ég veit hver hún móðir mín er, en mér þykir ekkert vænna um hana en konurnar hérna á næstu bæjunum í kring.“ Hann hafði lítið af henni að segja. Þetta var sorgarsaga. Etelríður hefði sjálfsagt viljað hafa börnin sin hjá sér, og sjálfsagt hefur hún átt nógan kærleika handa þeim öllum, en þetta fór bara svona. Þau voru fátæk, hjónin, áttu börnin þétt og réðu ekkert við þetta. En það var enginn efi á því að Etelriði þótti sárt að svona skyldi fara og hún reyndi að lita eftir Steini eftir þvi sem hún gat og vinna fyrir honum. En hún var þá í kaupavinnu á öðrum bæjum og sam- bandið var oft lítið.“ - Þekktirðu Etelriði? „Ég gerði það,“ svarar Steinunn. „Hun var oft hjá mér.“ - Hvernig manneskja var hún? „Hún var dálítið sérstakur persónu- leiki, eins og Steinn. Hún var litil kona, nett og hugguleg, og virtist alltaf segja meiningu sina hispurslaust. Það hafði Steinn frá henni. Mér var vel við Etelríði.“ „Túnin föl og bleik eins og ásjóna deyjandi manns“ - Veistu hvort Steinn var farinn að fást við að yrkja á þessum árum? „Það var svolitið," segir Steinunn og brosir. „Hann var að hnoða saman vísum en þær voru þannig að fóstra hans, Kristín Tómasdóttir, tengdamóðir min, sagði að hann ætti ekki að láta nokkurn heyra þetta. Hann sagði einhvern tima i viðtali að fóstra sin hefði sagð að það væri ólánsmerki að yrkja. En hún mun hafa átt við að vera níðskældinn. Ekki aðyrkja í sjálfu sér.“ - Voru þetta þá niðvísur? „Nei, ekki tel ég það nú. Meira skop. En hann var sjáandi, hann sá það sem aðrir sáu ekki, og hann var heldur ekkert að vanda sig við að tala vel um þá sem hann hafði eitthvað á móti.“ - Manstu eftir einhverri visu? „Engri sem ég vil hafa eftir - þetta var mesta bull, og honum er enginn greiði eins og hann var kallaður, eða Aðal- steinn. Mér þótti hann strax mjög skemmtilegur og ég held að honum hafi þótt gaman að fá þessa stelpu á bæinn. Hann sóttist eftir þvi að vera með mér i flekknum og þá talaði hann við mig - hann talaði liklega meira við mig en flesta aðra.“ - Og um hvað talaði hann? „Um fjarska margt. Stundum talaði hann um bækur sem hann hafði lesið, og þótti mér betra að láta hann segja mér en lesa sjálf.“ Og það fæðist bros í augum Steinunnar. - Heldurðu að hann hafi verið ánægður þarna á Miklagarði? spyr ég. „Það bar ekki á öðru. Og honum þótti afar vænt um fóstru sína, sem hann kallaði, það var greinilegt. En það var ekki gott að átta sig á honum. Hann var einfari.“ - En svo fór hann? „Svo fór hann, ójá. Steingrimur sótti um skólavist fyrir hann á Núpi og ég er nú viss um að hann hefur haft gott af þvi, þótt ekki yrði vistin löng. Sigtryggur kom öllum til nokkurs þroska: Sigtrygg- ur Guðlaugsson, skólastjóri, sem stóð fyrir skólanum ásamt bróður sinum Kristni, sem var ráðsmaður hans. Og Steini blandaðist ekki hugur um að hann gat lært, hann skrifaði okkur um það. Hann þyrsti í að læra, vissi sem var að hann yrði seint atgervismaður til likamlegrar vinnu. En eftir þennan vetur lá leiðin suður og hann var svona hrakningsmaður næstu árin, hann Steinn." „Ákaflega uggandi um hann“ - Við hverju bjóstu af honum þegar hann fór? „Ég var ákaflega uggandi um hann. Yiö köllum hann Tyllistólinn Hann er framleiddur úr stáli og er með stillanlegu sæti og baki. Þegar hann er ekki í notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verk- stæðið, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. Smiðjuvegi 54, Kópavogi S: 77740 - 73880 IVFTARA-OG VÉIAMÓAUSTAA Tilboð óskast I lögn hltaveitu í nokkrar götur í Hofstaðamýri í Garðabæ. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. júli 1982 kl. 11. f.h. INNjUuPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR y' Fríkirkjuvtgi 3 — Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.