Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 20
SPASSKÍJ
— Mistækur !
sóknarsnillingur
Seinni hluti M|^J|
■ í fyrri viku var fylgst meö ferli Bóris
Spasskijs frá upphafi og þar til hann náöi
loks heimsmeistaratitlinum af Tigran
Petrósjan árið 1969. Allt frá því að
Spasskij náði sér upp úr lægðinni sem
hann hafði verið i um og eftir 1960 hafði
hann teflt snilldarvel og flestir töldu
hann hafa alla burði til að vera
heimsmeistari mjög lengi. Sjálfur var
Spasskíj ekki viss, og kom þar við sögu
sá óhóflegi sjálfsefi sem hann hefur
löngum verið haldinn. Árið 1966 - er
hann hafði tapað fyrir Petrósjan í fyrra
heimsmeistaraeinvígi þcirra - sagðist
hann vonast til að verða i betra formi
eftir þrjú ár. En svo bætti hann við:
„Eftir það fcr mér liklega að hnigna og
það mun einhver skjóta mér ref fyrir
rass.“ Þcssi hugsunarháttur kann auðvit-
að ekki góðri lukku að stýra og
sérstaklega ekki ef þegar er kominn
fram á sjónarsviðið maöur sem hefur
fullan hug á að verða þessi „einhver",
Robert James Fischer. Spasskij var
reyndar nxstum hinn eini af sovésku
stórmeisturunum sem Fischer hafði
nokkurt álit á, og að sínu leyti var
Spasskíj mjög hrifinn af Fischcr og
taflmcnnsku hans. Margir hafa leitt að
þvi rök að sú hrifning hafi orðið þess
valdandi að Spasskij hafi siðar ekki
getað einbeitt sér nægilega vel fyrir
einvigið hér í Reykjavik: hreinlega
vegna þess að Spasskíj hafi undir niðri
viljað að Fischer yrði heimsmeistari því
hann ætti það skilið. Altént er það ljóst
að þó Fischer hafi án nokkurs vafa verið
töluvert sterkari en Spasskij árið 1972
þá var Spasskij aö ýmsu leyti ekki nema
skugginn af sjálfum sér.
En hvað um það. Þvert ofan i það sem
flestir höfðu búist við, þá var frammi-
staða Spasskíjs á toppnum ekkert til að
hrópa húrra fyrir. Fyrsta mótið sem
hann keppti á sem heimsmeistari var
Mallorcka 1969 en þar lenti hann aðeins
i fimmta sæti, vann ekki nema þrjár
skákir en gerði 14 aðgerðalítil jafntefli.
1970 vann hann fjögurra manna mót i
Leiden i Hollandi þar sem tefld var
fjórföld umferð, hinir keppendurnir
voru að visu stcrkir (Larsen, Bótvinnik
og Donner) en til sigurs nægði Spasskij
að vinna aðeins tvær skákir en gera tiu
jafntefli. Síðar sama ár varð hann i 1.-2.
sæti á IBM i Hollandi, stóð sig ekki
nema sæmilega i keppninni „Sovétrikin
gegn heimsliðinu" (hann vann Larsen
einu sinni, tapaði einu sinni, gerði eitt
jafntefli og tók sér fri fjórða daginn) en
á ólympiumótinu i Siegen stóð hann sig
að visu mjög vel. Hann vann þar sjö
skákir, gerði fimm jafntefli en tapaði
aldrei og vann Fischei m.a. í frægri
skák.
Á endanum var Spasskij cfstur fyrsta
borðs manna með 79.2% vinningshlut-
fall en næstur kom Fischer með 76.9%.
Þessi ágæti árangur stappaði stálinu i
aðdáendur Spasskijs og þeir vonuðu að
hann myndi nú taka á sig rögg en það
fór á annan veg. Hann tefldi ekki i niu
mánuði eftir ólympíumótið og frammi-
staða hans árið 1971 var vægast sagt
heldur léleg. Hann varð þriðji i
Gautaborg (Hort vann), tefldi að visu
vel i sveitakeppni Sovétrikjanna en fór
siðan i slæma ferð til Kanada þar sem
hann tefldi á tveimur opnum mótum.
Fyrst tókst honum með naumindum að
verða jafn Hans Ree, alþjóðameistara
frá Hollandi, i Vancouver og siðan lenti
hann i 3.-4. sæti i Toronto. Seint á árinu
tefldi hann svo á hinu ægisterka
Alekhine-minningarmóti í Moskvu þar
sem segja mátti að allir sterkustu
skákmenn heims væru samankomnir, að
undanskildum þeim Fischer og Larsen.
Það var þarna sem Anatólí Karpov vakti
fyrst á sér heimsathygli en hann sigraði
á mótinu ásamt Leonid heitnum Stein.'
Smyslov varð þriðji, Túkmakov og.
Petrósjan i 4.-5. sæti en Spasskij varð
að láta sér nægja 5.-6. sæti, fjóra sigra
og tvö töp. Eftir þetta tefldi Spasskij
ekki fyrr en hann mætti Fischer hér í
Reykjavík.
Spasskíj sagði oft að það væri „kalt á
toppnum" og nokkrum árum áður en
hann mætti Fischer sagði hann: „Skák-
inni fylgir mjög óeðlilegt lif og til að
halda sér á toppnum þarf gífurlegan
sjálfsaga. Bótvinnik var til dæmis búinn
þessum sjálfsaga, en hann verður að
vera meðfæddur. Égerekki fæddurmeð
hann, þvert á móti. Ég er mjög
ópraktiskur og algerlega óskipulagður."
Eftir að hafa náð hcimsmeistaratitlinum
átti Spasskij mjög erfitt með að aga
sjálfan sig, enda hafði hann þá ekki
lengur að greinilegu marki að stcfna.
Hann er kúltiveraður maður og hefur
fjölda áhugamála fyrir utan skák,
nefnum bara að uppáhaldsrithöfundur
hans er Fjodor Dostoévskíj, en slikt
þykir í meira lagi óhentugt af heims-
meistara. Aðdáendur Spasskijs, og
hann sjálfur, vonuðu aftur á móti að sú
mikla ógnun sem honum stafaði af
Fischer á framabraut myndi verða til
þess að hann tæki sjálfum sér tak. Hann
reyndi en það nægði ekki. Heimsmeist-
araeinvígið i Reykjavík er flestum
vafalítið i fersku minni svo það verður
ekki rakið sérstaklega en Spasskij beið
ósigur á öllum vigstöðvum, bæði yfir
skákborðinu og i hinu sálfræðilega striði
sem Fischer háði gegn honum og
Sovétmönnum i heild. Kannski var
Spasskij þrátt fyrir allt of mikill
séntilmaður til að standa í þvilíku stappi
og fylgdi einviginu hér.
Eftir einvígið var Spasskíj harðlega
gagnrýndur austur i Sovétrikjunum,
eins og við mátti búast. Sovétmönnum
sveið sárt að tapa heimsmeistaratitlinum
- tala ekki um i hendur Bandarikja-
manns! - og Spasskíj var sakaður um
ónógan undirbúning og sigurvissu sem
hefði leitt til hruns þegar fór að halla
undan fæti. Allar þessar ásakanir áttu
við nokkur rök að styðjast, og einnig sú
að Spasskij hefði teflt alltof sjaldan
meðan hann var heimsmeistari. Hann
hóf þvi árið 1973 með miklum látum og
tefldi á fjórum allsterkum skákmótum
en virtist enn miður sín eftir tapið gegn
Fischer og stóð sig aðeins miðlungi vel
á þeim. í árslok virtist verða breyting á.
Þá fór fram 41. skákþing Sovétríkjanna
og i örvæntingu sinni vegna taps
heimsmeistaratitilsins lögðu yfirvöldin
nú ofurkapp á að fá alla sterkustu menn
sína til leiks. Af leiddi eitt sterkasta
Sovétmeistaramót allra tima og Spasskíj
gerði sér lítið fyrir og vann, var heilum
vinningi á undan fimm skákmönnum
sem deildu öðru sætinu: Karpov,
Korchnoi, Petrósjan, Pólúgaévskíj og
Kúsjmín. Taflmennska hans þarna
virtist einnig öruggari og kraftmeiri en
áður. Nú fór einnig að líða að þvi að
hæfist næsti hringur heimsmeistara-
keppninnar og Spasskíj hafði fullan hug
á að freista þess að endurheimta titilinn
af Fischer.
1974 átti Spasskíj ekki í neinum
erfiðleikum með að vinna Robert Byrne
1 8-manna einvígjum um áskorendarétt-
inn en siðan mætti hann nýju stjörnunni
Karpov sem unnið hafði Pólúgaévskíj.
Spasskij vann fyrstu skákina snilldarlega
en síðan hrifsaði Karpov frumkvæðið i
einvíginu til sín og vann fjórar skákir
það sem eftir var einvigisins, leyfði
fjögur jafntefli en tapaði ekki aftur.
Þetta var mikið reiðarslag fyrir Spasskij,
verið getur ð hann hafi vanmetið Karpov
og einkum eftir að hafa unnið fyrstu
skákina svo léttilega, en hann mætti
einnig óvæntri mótspymu: sovésk skák-
yfirvöld höfðu sem sé ákveðið að
Karpov væri mun sigurvænlegri gegn
Fischer heldur en nokkur úr „gamla
lífverðinum" og þá síst Spasskíj sem var
nýbúinn að tapa mjög illa fýrir honum.
Karpov var vissulega mjög efnilegur
skákmaður en yfirvöldin beittu einnig
ýmsum óprúttnum ráðum til að stöðva
keppinauta hans. Byrjanasérfræðingur-
inn Géller sem hafði unnið mikið með
Spasskíj og var aðstoðarmaður hans hér
i Reykjavík var t.a.m. lokkaður yfir i
herbúðir Karpovs og í heild má segja að
Karpov hafi fengið alla þá aðstoð sem
hann þurfti en Spasskíj var á ýmsan hátt
gert erfitt fyrir. Þetta sama rak Korchnoi
sig á ári siðar sem frægt er.
Og þegar Ijóst var að Spasskíj var úr
leik i keppninni um áskoranda Fischers
leið ekki á löngu þar til farið var að
minna hann á gamlar syndir. Yfirvöldin
gátu ekki fyrirgefið honum fyrir tapið í
Reykjavik en ofan á það bættist að hann
hafði að ýmsu leyti reynst yfirvöldunum
óþægur Ijár i þúfu bæði áður en hann
varð heimsmeistari og þau þrjú ár sem
hann var á toppnum. Hann var ekki
andófsmaður en hann var ósmeykur við
að láta í ljós álit sitt á ýmsu þvi sem
honum þótti fara miður i sovésku
samfélagi. í ævisögu sinni nefnir Korch:
noi frægt dæmi: er Spasskíj hélt eitt sinn
fyrirlestur í Sovétrikjunum var hann
spurður um ástæðu þess að Paul Kéres
hefði aldrei tekist að verða heimsmeist-
ari. „Kéres var aldrei heppinn maður,“
svaraði Spasskij, „fremur en ættjörð
hans.“ Ættjörð sú er Eistland sem hefur
verið fótum troðið af Sovétríkjunum i
42 ár. Þetta kann að virðast saklaust en
eystra var litið öðruvísi á. Fleira var tínt
til og Spasskij féll í algera ónáð. Um
tima var hann farinn að óttast um lif sitt,
segir Korchnoi sem að sönnu er ekki
áreiðanlegasta heimild sem völ er á. En
honum var altént ekki leyft að tefla um
langt skeið og komin var upp sú
undarlega staða að tveir þeirra sovésku
stórmeistara sem lengst höfðu náð i
áskorendakeppninni sáust varla á skák-
mótum, Spasskij og Korchnoi. Um
þetta leyti kynntist Spasskij henni
Marinu, franskri stúlku sem vann í
sendiráði Frakklands i Moskvu og
tókust með þeim ástir en Bóris var þá
skilinn við Larissu. Hann vildi fá leyfi til
að giftast henni og flytjast úr landi en
það var torfengið. M.a. vegna þrýstings
frá Vesturlöndum fékkst það þó að
lokum og síðan hefur Spasskij búið í
Frakklandi. Upphaflega fékk hann
aðeins leyfi til að dveljast erlendis í eitt
ár en nú hefur hann gerst franskur
ríkisborgari þó hann tefli áfram fyrir
Sovétrikin. Hann hefur aðeins einu sinni
skroppið i heimsókn austur, 1978.
Eftir að báðir voru komnir til
Vesturlanda hefur Korchnoi oft gagn-
rýnt Spasskij harkalega fyrir samkomu-
lag sitt við sovésk yfirvöld en sú gagnrýni
þykir flestum afar óréttlát. Spasskíj
gafst kostur á að búa á Vesturlöndum
án þess að slíta öll tengsl við heimaland
sitt og því skyldi hann ekki hafa tekið
þann kost? Korchnoi hefur einnig sakað
Spasskíj um að sniðganga mót þar sem
Hhnn er keppandi skv. fyrirmælum
Sovétmanna en þær ásakanir eru ekki
lengur gildar þar sem þeir félagar
mættust á opnu móti i Sviss nú í vor,
eins og hinn góðkunni skákfréttaritari
Helgar-Tímans, Bent Larsen, hefur sagt
frá.
En nóg um þessi deilumál, snúum
okkur að taflmennsku Spasskíjs undan-
farið. Hann hafði ekki teflt i heilt ár
þegar hann tók þátt i millisvæðamótinu
á Manila 1976 og i ljósi þess og þeirra
erfiðleika sem hann hafði átt við að
striða er varla undarlegt að hann skyldi
aðeins ná 10.-13. sæti. Hann komst þó
inn i áskorendakeppnina vegna þess að
Fischer nýtti ekki rétt sinn til að taka
sæti í henni og eftir ósannfærandi sigur
yfir Hort hér í Reykjavik vann Spasskíj
Lajos Portisch frá Ungverjalandi i
4-manna einvigjunum. Sá sigur var mun
öruggari en sigurinn yfir Hort og
Spasskíj tefldi mun betur. { úrslitunum
virtist Spasskíj i fyrstu ekki eiga séns
gegn Korchnoi og fylgdi mikið sálfræði-
stríð einvígi þessara gömlu vina.
Spasskíj tók sig þó á, vann fjórar skákir
i röð og hafði nærri jafnað metin en
missti svo þráðinn og tapaði með þriggja
vinninga mun. Hann mátti þó kallast
góður að hafa náð svona langt eftir mörg
erfið ár.
1978 hófst nýr kafli á skákferli
Spasskíjs. Hann var þá búinn að koma
sér fyrir á Vesturlöndum og sanna að
hann var enn í fremstu röð. Snemma
ársins vann hann, ásamt Karpov, hið
geysisterka mót i júgóslavneska bænum
Bugojno og sýndi þar þróttmikla
taflmennsku. Litum á sigur hans yfir
Vlastimil Hort, Spasskíj hefur hvítt:
1. e4 - c5 2. Rc3 - Rc6 3. g3 - g6 4.
HRAÐSKÁKMÓT
OG FLEIRA • ••
■ Nxstkomandi mánudag verður
haldið hraðskákmót á Lxkjartorgi á
vegum Skáksambands íslands. Kepp-
endur verða 30, nxr aliir sterkustu
skálunenn þjóðarinnar, og er teflt á
vegum fyrirtækja og stofnana. Er mót
þetta með mjög svipuðu formi og
Lxkjartorgsmót þau sem skákfclagið
Mjölnir stóð fyrir en það hefur nú lagt
upp laupana og Skáksambandið tekið
upp þráðinn. Hefst mót þetta klukkan
hálf fjögur á mánudaginn og verða
tefldar sjö umferðir eftir Monrad-
kerfi. Umhugsunartimi er sjö mínútur
á hvorn keppanda. Þess má geta að
Ttminn, fylgirit Helgar-Tímans, hefúr
gefið farandbikar sem veittur verðnr
sigurvegaranum.
Báðir stórmeistarar okkar verða
meðal þátttakenda og allir alþjóða-
meistaramir nema Margeir Pétursson
sem er erlendis. Hann gerði garðinn
frxgan i Júgóslaviu i siðustu vikn en
þá sigraði hann, ásamt öðrum, á all-
sterku opnu skákmóti, þar sem kepptu
m.a. nokkrir stórmeistarar. Tveir aðrir
íslenskir þáttakendur vom á mótinu,
þeir Þór Om Jónsson og Sxvar
Bjaraason en hann stóð sig einnig
mjög vel og náði öðmm áfanga að
alþjóðameistaratitli.
10. og 11. júli nxstkomandi verður
islenska landsliðið i skák á Englandi
þar sem teflt verður við landslið
þarlenskra og er þetta liður i
sveitakeppni Evrópu. íslendingar
verða að sigra tfl að komast áfram og
þó lið okkar sé án efa hið sterkasta
sem keppt hefur fyrir okkar hönd er
Ijóst að við ramman verður reip að
draga þar sem Englendingar eiga
fjölda stórmeistara. Liðið cr þannig
skipað: 1. Friðrik Ólafsson, 2. Guð-
mundur Sigurjónvson, 3. Margeir
Pétursson, 4. Jón L. Árnason, 5. Helgi
Ólafsson, 6. Haukur Angantýsson, 7.
Ingi R. Jóhannsson, 8. Jóhann
Hjartarson og varamaður er Sxvar
Bjaroason.
-Ö-