Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 28
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
ingum þessara tveggja manna sem eru
komnir yfir fimmtugt og á köldu, úfnu
og gráu úthafinu, En Krabbann sjáum
við aldrei nema þegar horfið er til baka
í timann (flash-backs) og hann er aðeins
rödd, sem dag nokkurn heyrist í
fjarskiptatækjum skipsins.
Þannig er sagan um „Crabe-
Tambour" i myndinni sem Pierre
Schoendoerffer gerði árið 1977.
Er myndin kom fyrst fyrir almennings-
sjónir i Frakklandi varð hún tilefni
mikilla deilna og skiptust gagnrýnendur
í tvo vel aðgreinda hópa. Er sett er á
svið lif hermanna i nýlendustyrjöldum
Frakka í Indókina (1950-1954) og i
Alsír (1954-1962) er vikið að tíma i
nýlegri sögu, sem skilið hefur eftir sig
djúp sár i minningu allra Frakka. Það
ekki við öðru að búast en að skiptingin
yrði mjög skýr: vinstri blöðin for-
dæmdu myndina og sögðu hana styðja
hernað og varpa vafasömum dýrðar-
Ijóma á nýlendufortið Frakklands,
hægri blöð báru lof á myndina fyrir þann
boðskap er hún flytti um hugrekki,
heiður og vináttu karlmanna.
Spumingu blaðamanns frá „LE
Monde“ (hverju svarar þú þeim er segja
Dagskrá
Laugardagur 3. júlí.
kl. 3 Unglingurinn
kl. 5 Lestin.
Sunnudagur 4. júlí
kl. 5 La guerre des Polices
kl. 7 Le Grabe - Tambour
kl. 9 Lestin.
Þriðjudagur 6. júli.
kl. 9 Síðasti milljónamæringurinn
Miðvikudagur 7. júlí
kl. 9 Unglingurinn
Fimmtudagur 8. júli
kl. 9 Le Crabe - Tambour
Laugardagur 10. júli
kl. 3 Síðasti milljónamæringurinn
kl. 5 Unglingurinn
Sunnudagur 11. júli
kl. 5 Le Crabe - Tambour
kl. 7 La guerre des Polices
kl. 9 Lestiri
að myndin sé afturhaldssöm?) svaraði
Pierre Schoendoerffer á sínum tíma:
„Það skiptir engu máli þótt fólk hafi ekki
sömu viðmiðun og ég, hvorki herinn né
Indókínastríðið eru til umfjöllunar I
myndinni... Þá hef ég heldur ekki gert
mynd um mannlegt líf, það vill svo til
að ég styðst við lif í hemum af því þar
þekki ég vel til.“
Aður en Pierre Scoendoerffer snéri
sér að kvikmyndagerð var hann stríðs-
fréttaritari í Indók-ina og fangi í
Dien-bien-Shu. Er hann hafði gert tvær
kvikmyndir (önnur þeirra „Pecheur d
Islande" 1959) hóf hann jafnframt
rithöfundaferil. „Le Crabe-Tambour"
er byggð á skáldsögu með sama nafni
sem hann skrifaði 1976 og sem hann
hlaut fyrir heiðursverðlaun Frönsku
akademíunnar.
Að horfa á myndina eingöngu út frá
pólitiskri gagnrýni væri hlutdrægt og
ófullnægjandi. í allra fyrsta lagi er hún
sem kvikmynd einstaklega fallegt verk
og frumlegt: Það var á allan hátt
verðskuldað að „Crabe-Tambour“ hlaut
árið 1978 Cesar-verðlaunin fyrir bestu
kvikmyndun (Cesar-verðlaunin eru
æðstu verðlaun á kvikmyndasviðinu í
Frakklandi, sambærileg við Oscars-verð-
launin í Bandaríkjunum). Kvikmynda-
tökumaður „Crabe-Tambour“ , eins og
í öðrum myndum eftir Pierre Schoend-
oereffer,var Raoul Coutard, sem stóð
að fjölmörgum myndum Nýbylgjunnar
(það var hann sem „fann upp“ 1960
kvikmyndavélina sem látin er hvíla á
öxlinni i „A bout de souffle" eftir
Godard). { „Crabe-Tambour“ er hver
taka, hver einasta mynd.aðdáunarverð
og mögnuð.
En einkanlega eins og kvikmynda-
gagnrýnandinn Jacques Siclier skrifaði í
„Le Monde" 12. njóvember 1977 er „Le
Crabe-Tambour“ „Ijóðræn kveðja til
rómantikur æskunnar". Eins og i lok
allra mikilla skáldsagna um leitina, sem
skrifaðar hafa verið, kemur óhjákvæmi-
lega að þeirri stund er menn átta sig á
því að það sem lejjað er að, það sem
menn elta, kemst ávallt undan.
Fyrir söguhetjunum okkar tveim, sem
teknar eru að eldast, er fomvinur þeirra
Krabbinn sama og æskan, draumurinn
um æskuna, sem þeir vildu geta fundið
á ný, á þeirri stundu er aðeins dauðinn
biður þeirra.
Breytingar á starfsemi Fjalakatt-
arins.
Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur
• Oll almenn prentun
• Litprentun
• Tölvueyðublöð
• Tölvusettir strikaformar
• Hönnun • Setning
• Filmu- og plötugerð
Prentun • Bókband.
PRENTSMIÐJA
KUd,J) / /
n C^ddc
Cl HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000
framhaldsskólanna, er nú að verða átta
ára gamall og hefur lifað af allar
þrengingar. Á þessum tíma hefur Kisi
sýnt um það bil 250 kvikmyndir sem
gerir nálægt 30 myndum á hverju ári.
Má það kallast nokkuð vel af sér vikið.
Á síðasta ári var horfið frá
hefðbundnu fyrirkomulagi klúbbsins,
nefninlega að sýna aðeins um helgar og
sýningargestir urðu að kaupa ársskirteini
sem gilti inn á allar sýningar hvers
starfsárs. Þótti breytinga vera þörf og
i staðinn var tekin upp sú skipan að
haldnar voru margar átta daga
kvikmyndahátíðir og voru sýndar fjórar
til sex myndir í hvert sinn. Að því er segir
i frétt frá Klúbbnum varð þessi breyting
ekki sú lyftistöng sem stefnt var að.
Töldu margir að of margar myndir væru
sýndar á of skömmum tíma.
Stjórn Fjalakattarins ákvað þvi að
gera nokkrar breytingar á þessu
fyrirkomulagi. Er það álit stjómarinnar
að aldrei fyrr hafi fólki verið gert jafn
auðvelt að sækja sýningar Kisa. Nú
verður hver mynd sýnd i eina til tvær
vikur en sýningafj öldi fer eftir aðsóknum
að henni.
Þá verður félagsskirteinum breytt og
verða eingöngu seld fimm - mynda
skirteini, þ.e. skirteini sem gilda inn á
einhverjar fimm myndir af 20-30 sem
sýndar verða næsta vetur. Þetta skirteini
verður hægt að endumýja þegar það
hefur verið notað fimm sinnum og fá i
staðinn nýtt á aðrar fimm myndir.
Verðið verður á að giska það sama og
verð eins miða í „venjulegu" kvik-
myndahúsin.
Meðfylgjandi þessari grein er listi yfir
sýningar frönsku myndanna fimm.
-'j-
GLASURIT BÍLALÖKK
ERU í SÉRFLOKKI
Glasurit bifreiöalökk eru sérstaklega endingargóö og áferöarfalleg. Þau eru létt í
meðförum og henta því leikmönnum ekki síður en fagmönnum.
Af lager getum viö afgreitt alla liti á nær allar tegundir bifreiða.
Viö mælum meö:
1. Glassodur 21. olíuacryllakki til stykkja- og almálninga.
2. Glasso AD/AE06 Nitro sellulósa lakk til blettunar í stærri og smærri verk.
3. Glassomax 54. Til notkunar viö tveggja laga sprautanir -
litalag + glært yfirlag.
4: Öll önnur hjálparefni t.d. grunnur, sprautusparsl, þynnir, tape, strípur ofl. ofl.
5. Fagleg sérfræðiþjónustaástaönum. Opiö fráklukkan 9— 18allavirkadaga.
Remaco hf.
Skeifan 5, Reykjavík, sími 37711.
8 1881181
maa*
° i
VHS
Graetz
myndsegulband
I
Graetz 4913