Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982' 24 nútlminn Umsjón Fridrik Indriðason og Viðar Karlsson i ■ Erlendis hefur það lengi tíðkast að hljómplötuverslanir sérhæfi sig i ein- hverri ákveðinni tónlistarstefnu. Hér á landi hefur þetta einnig verið reynt en aldrei enst i langan tíma. Nú hefur hins vegar orðið breyting á því, nýlega opnaði ný hljómplötuverslun að Lauga- vegi 20. Verslun þessi heitir Stuð og aðstandendur eru þeir Sævar (Talandi höfuð/brosandi höfuð) Sverrisson og Jens Kr. Guðmundsson. Verslunin sérhæfir sig í öllu rokki en leggur aðaláherslu á nýbylgjurokk. En Stuð á ekki eingöngu að vera hljómplötuversl- un því i framtíðinni er fyrirhugað að hún þjóni einnig sem gallerý fyrir unga listamenn sem vantar veggpláss fyrir sýningar sínar. Einnig er fyrirhugað að verslunin selji bækur um rokk og eins bækur ungra skálda og rithöfunda. í versluninni er einnig auglýsingatafla þar sem fólk getur hengt upp auglýsingar því að kosnaðarlausu. Jafnframt þessu gefa aðstandendur verslunarinnar út blað, Stuðblaðið sem hver viðskiptavinur fær ókeypis. Fyrsta tölublað kom út i maí en annað er á leiðinni. Fyrir utan auglýsingar eru i blaðinu fréttamolar úr rokkinu og fleira. í fyrsta tölublaði var einnig skoðana- könnun um fylgi flokkanna fyrir borgar- stjórnarkosningamar i Reykjavík. Hún var all athyglisverð þó niðurstaða kosninganna væri því miður á annan veg. Sem C ef einhvern vantar stuð þá skal hann snúa sér til Sævars á Laugavegi 20. vika Blondie: The Hunter Chrysalis/Steinar hf. ■ The Hunter er sjötta breiðskífa hljómsveitarinnar Blondie sem strax með fyrstu breiðskifu sinni „Blondie“ sem út kom 1976 varð mjög vinsæl vestanhafs. Hljómsveitin var stofnuð 1973 i New York af Deborah Harry og Chris Stein. önnur breiðskífa þeirra Plastic Letters sem út kom 1977 jók enn hróður þeirra vestanhafs og vakti áhuga fólks í Englandi og annars staðar í heiminum t.d. hér á landi. f>að var aðallega lagið Denis sem þar gerði útslagið. Pað var þó ekki fyrr en með þriðju breiðskifu þeirra Parallel Lines sem þau slógu verulega í gegn. Sú skífa náði ótrúlegum vinsældum í Evrópu og seldist í milljónum eintaka. Ég held að ein sex lög af skífunni hafi komið út á smáskífum en lagið Heart of Glass varð þeirra langvinsælast. Fyrstu dagana cftii útkomu þess i Englandi var salan svo mikil að plötu- pressumar höfðu ekki undan að fram- leiða plöturnar og varð að flytja þær inn frá meginlandinu. Næsta breiðskifa þeirra Eat To The Beat kom út 1979. Hún náði ekki að fylgja vinsældum Parallel Lines eftir en náði þó verulegum vinsældum. Árið 1980 gáfu þau út breiðskifuna Autoamerican sem er þeirra versta plata til þessa. Þar kvað nokkuð við nýjan tón og þá aðallega tón New York diskósins. Platan var einnig samhengislaus og hljóp úr einu i annað jazz, disco, rokk og ég veit ekki hvað. Á þessari nýju breiðskifu Blondie er allt annað uppi á teningnum, hér hverfa þau aftur til rokksins sem þau spiluðu fýrir diskóöldina. Platan verður þvi i heildina sterk og grípandi og hefur einnig gamla góða Blondie-sjarmann sem svo mjög einkenndi þau fyrr á ámm. Sem sagt besta Blondie-platan síðan 1978. Bestu lög: For Your Eyes Only, Danceway og Island og Lost Souls.vika. Á hverju kvöldl ■ Björgvin Halldórsson hefur sent frá sér nýja sólóplötu. Ber hún nafnið Á hverju kvöldi. Björgvin hefur verið mjög afkastamikill tónlistarmaður og komið nálægt gerð yfir þrjátíu breið- skifa. Þessi þriðja sólóplata Björgvins var að öllu leyti tekin upp i London af Geoff Calver sem núorðið er vel þekktur hérlendis fyrir störf með t.d. dúóinu Þú og ég og fleirum. Hljóðfæraleikarar em allir enskir. Lögin em flest ný samin af ýmsum íslenskum lagahöfundum s.s. Gunnari Þórðarsyni, Jóhanni G. Jó- hannssyni og Jóhanni Helgasyni. Einnig em nokkur erlend lög með íslenskum textum. Björgvin mun leggja land undir fót í sumar og leika á öllum helstu stöðum á landinu. Með í för verður Úllen dúllen doff hópurinn. Þar sem Björgvin ásamt Magnúsi Kjartanssyni hefur sagt skilið við hljómsveitina Brimkló hafa þeir stofnað nýja hljóm- sveit fyrir þessa ferð. Meðlimir ásamt þeim Björgvini og Magnúsi em þeir Björn Thoroddsen (gítar) Hjörtur Howser (hljómborð) Hans Rolin (trommur) og Mikael Berglund (bassi). í september í haust er fyrirhugað að Björgvin og félagar fari i hljómleikaferð til Sovétríkjanna og haldi þar 25-30 tónleika í 15 borgum. Án efa verður þeim vel tekið þvi eins og flestir vita em sovefmenn nokkuð á eftir tímanum hvað tónlist viðkemur og sjaldgæft að vestrænar hljómsveitir sæki þá heim. vika ■ „Hvað viljiði heyra“ öskrar söngvarinn fram i áheyrandaskarann... „O, Reykjavik, Ó, Reykjavík“ er svarað úr salnum. Söngvarinn snýr baki í á- heyrendur og öskrar svo aftur... „Hvað viljiði heyra“... aftur er svarað „O, Reykjavík, Ó, Reykjavík“ ... Hljóm- sveitin verður við óskum áheyrenda. ■ Vonbrigði. , Reykjavík” Ofangreint gerðist á tónleikum hljómsveitarinnar Vonbrigði en þeir komu meðal annarra fram á Jónsmessu- vökunni í Félagsstofnun Stúdenta í síðustu viku. Vonbrigði hafa á skömmum tíma skipað sér sess sem ein af efnilegustu nýju hljómsveitum okkar um þessar mundir á sviði nýbylgjurokksins og var innskot þeirra á Jónsmessuvökunni glöggt dæmi um það. Einhverjir erfiðleikar voru i hljóð- blönduninni hjá strákunum og skyggði það aðeins á flutning þeirra sem að öðru leyti var „þrumugóður“ svo maður noti orð sem klint hefur verið á mann. Hrátt og nokkuð hratt nýbylgjurokk er tónlist þeirra í Vonbrigðum eins og þekktasta lag þeirra Ó, Reykjavik ber vitni um en í prógrammi þeirra má finna aðrar perlur eins og t.d. lagið Sexý. Næstu tónleikar sem ég veit um hjá þeim í Vonbrigðum verða er þeir koma fram með Comsat Angels um næstu helgi og er ekki að efa að það verði gott »g»g“- -FRI ■ Roscoe Mitchell er hann lék hér á Broadway með Art Ensemble. NYJUNGAR HJA JAZZVAKNINGU Leo Smith ásamt New Dalta Ahkri og Roscoe Mitchell kom hingað í júlí ■ Jazzvakning mun standa fyrir því að hingað koma tveir þekktir jazz-leikarar, Leo Smith og Roscoe Mitchell i júlímánuði en með Smith kemur hljómsveit hans The New Dalta AHKri. Leo Smith telst til framsækinna jazz-tónlistarmanna og leikur hann og hljómsveit hans tónlist sem er á mörkum jazzins og nútímatónlistar. Hljómsveit hans verður skipuð þeim Bobby Naugh- ton, vibrófón, og Dwight Andrews, blásturshljóðfæri. Leo Smith er gamall i hettunni og hefur leikið með ýmsum þekktum jazzleikurum eins og til dæmis Anthony Braxton og Marion Brown en hljómsveit sína NDA stofnaði hann árið 1970 og hafa ýmsir þekktir frammúrstefnumenn leikið með honum i henni en af kunnugum þykir tónlist hans falleg og áheyrileg. Hann hefur sitt eigið útgáfufyrirtæki sem gefur út plötur hans og bækur, og er meðlimur í AACM en það eru samtök til eflingar skapandi tónlist. Tónleikar hans verða þann 15. júli í Félagsstofnun Stúdenta. Roscoe Mitchell kannast margir við en hann kom hingað með Art Ensemble er sú sveit hélt hér tónleika í Broadway á sínum tíma. Tónleikar hans verða á sama stað þann 28. júlí og verður nánar greint frá kappanum þegar þar að kemur. -FRI ICELANDIC PHe- NoMeNAL MUSIC! ■ Loksins er platan Northem Lights Playhouse komin út hér á landi. Þetta er safnplata sem breska hljómplötufyrir- tækið Rough Trade gaf út í Englandi siðasta haust. Hún átti upphaflega að koma út hér á sama tima og i Englandi en vegna ófyrirsjáanlegra örðugleika kemur hún ekki út fyrr en nú. Á þessari plötu era hljómsveitimar: Þeyr, Utan- garðsmenn, Taugadeildin, Purrkur PiU- nikk, Fræbbblarair og Megas. Þetta er því ekki alveg glænýtt efni lyrir okkur Islendinga en er ágætt sýnishom af þvi sem hér var að gerast á fyrstu áram nit. vika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.