Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 6
6 £>s»I ijji yt ■;>- \ \yy:\v. SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 '1*1'V f ;’.'í (ÍSI) ■ Það er búið að semja. Engin verkföll. „Það fer enginn í sumarfrí þess vegna,“ sagði leigubílstjóri einn við mig og hló mikið. Virtist ekki hafa óhóflegt álit á verkföllum og verkfallsmönnum. En það er annars sumt dálitið kúnstugt við þessa samninga. Þó það hafi verið Vinnuveitendasamband íslands, VSÍ, sem skrifaði undir samningana við ASÍ aðfaranótt miðvikudagsins síðasta þá var það f rauninni ekki VSÍ sem hafði náð þessum samningum, heldur Vinnu- málasamband samvinnufélaganna. Stolt VSÍ-manna krafðist þess hins vegar að þeir fengju að vera á undan að semja. Og þegar skrifað var undir gengu VSÍ-menn svo langt að heimta að enginn Vinnumálasambandsmaður fengi að vera í húsinu - og helst áttu þeir að vera utan borgarmarkanna! Margt kúnstugt við samningaviðræður. Skautum nú yfir siðustu lotu samningaviðræðnanna. Það hafði, sem kunnugt er, verið boðað verkfall frá og með föstudeginum 18. júní. Allsherjarverkfall allra félags- manna í ASÍ. Á samningafundi í hinu svonefnda „Karphúsi" aðfaranótt 16. júní virtist hins vegar kominn skriður á málin, og ASÍ féllst á þeim fundi á að fresta boðuðu verkfalli um ótilgreindan tíma, „í Ijósi yfirlýsinga vinnuveitenda um að þeir væru reiðubúnir til efnislegra viðræðna við Alþýðusambandið og sérsamböndin, um einstök mál þeirra,“ eins og sagði i fréttatilkynningu sem ASÍ dreifði á blöðin af öðru tilefni nokkrum dögum seinna. Þar sagði enn fremur: „Var það þá skilningur viðræðu- nefndar ASÍ, að stefnt væri að samningum sem tryggðu kaupmátt ársins 1981.“ Það sem þarna var farið að ræða um var vísitöluskerðing, eða skerðing verð- bóta, þann 1. september næstkomandi. Þóttu það nokkur tíðindi að ASÍ skyldi ljá máls á visitöluskerðingu en þó bar nokkuð á milli. ASÍ bauð 2.5% vísitöluskerðingu en VSÍ vildi 3.5%. Altént varð þetta til þess að viðræður gátu hafist fyrir alvöru, og í samtali við útvarpið sagði Guðlaugur Þor- valdsson, ríkissáttasemjari, að þó hann vildi engu spá um hvort og hvenær Karpað um fleira en krónur: „VIÐVILJUM SEMJA FYRST!” — sögðu VSI-menn, þó Vinnumálasambandið hefði i raun náð samningunum Allt benti til þess að samningar næðust í nótt á mílli ASI, Vinnumálasambands samvinnufélaganna og VSÍ: SAMNINGSUPPKASTIÐ MET- IÐ A TÆP NÍU PRÓSENT — en gert rád fyrir um 3% vísitöluskerdingu 1. sept. nk. ■ Ailt bentí til þess í öðrum tímanum I oótt að samningar txkjust, á mOIi Alþýðusambands Isiands annars vegar og Vinnumálasambands samvinnufélag- anna og Vinnuveitendasambands Is- lands hins vegar, siðar um nóttina um nýjan kjarasamning þessara aðila sem þá mun giida fram til 1. september á nxsta ári. Samkvæmt heimildum Timans þá mun þad samningsuppkast sem tii umræðu var milli aðila fcla I sér tæplcga níu prósent launahækkun, en að vísu mun ráð fyrir því gert að tæp þrjú prósent verði tekin til baka á móti moð vísitöluskerðingu 1. september n.k. Jafnframt mun gengið út frá því að visitaia svónefndra ólafslaga gildi áfram, en hún gerir m.a. ráð fyrir að tekið sé tillit til viðskiptakjara við útreikning verðbóta. Sjálf grunnkaupshækkunin sem ( samningsuppkastinu felst nemur fjór- um prósentum, en auk þess er gert ráð fyrir breytingum á starfsaldurshækkun- um strax og fimmtung úr prósentu til afgreiðslu á sérkröfum sérsamband- anna. Síðar á samningstimabilinu er gert ráð fyrir eins flokks launahækkun til allra launþega og frekarí starfsaldurs- hækkunum. Samtals er þetta metið á tæp níu prósent. í gærkveldi var framhaldið ófdrmleg- um samningaviðræðum á milli ASÍ og VSÍ án tilhlutan sáttasemjara, og fóru þær fram i höfuðstöðvum VSÍ við Garðastræti. Á þessum fundi voru aðeins mættir forsvarsmenn þessara samtaka. Að ganga hálf eitt í nótt lauk þessum fundi, og hófust þá fundir samninganefnda aðila ( húsakynnum sáttasemjara (Borgartúni. Á þeim fundum var samningsuppkast- ið ( endalegrí mynd kynnt. Var þeim ekki Iokið þegar blaðið fór í prentun, en búist var við að hægt yrði að undirríta samninga síðar um nóttina, nema eitthvað alveg sérstakt kæmi upp á yfirborðið. Voru áhöld uppi um það hvort rafiðnaðarmenn ásamt jámiðnað- armönnum yrðu með í þessum samningi, en vangaveltur voru um það, aö e.t.v. setti VSÍ það sem skilyrði að þeir yrðu með svo af undirrítun samningsins gæti orðið. Vinnumálasamband samvinnufélag- anna mun einnig undirríta samninginn við ASÍ ef af undirrítun verður á annað borð, enda má segja að hann sé að stærstum hluta til afrakstur samninga- viðræðna þess og ASÍ undanfarna daga, samkvæmt heimildum Tímans. HEI/Kás Bfla- geymsla inn í Arnarhól? — Möguleikar á tengingu T ryggvagötu og Hverfisgötu kanna$ir ■ Á fundi borgarráðs ( gær var samþykkt tillaga um að úttekt verði gerð á bifreiðastæðamálum I miðborg Reykjavíkur, ( svonefndri Kvos. Hefur borgarverkfræðingi og Borgarskipulagi Reykjavíkur verið falið að gera úttekt á fjölda bifrciðastæða, möguleikum á fjölgun þeirra, og hvort það sé tæknilega mögulegt og hvað það muni þá kosta. Er mönnum þá efst ( huga bygging bílageymsluhúss á svæðinu. ' - f í-'t&Í -■ { Um hálf eitt leytið I nótt nuettn forevgrsmenn ASf og VSÍ á ný inn i Karphns, til nð gera samninganefndnm má sjá fulitnia VSf þá Þoretein Pálsson, Kristján Ragnareson og Gunnar Friðriksson. En á hxgri myndinni neðast Gnðmnndsson, nýkomnir inn nr dyrnnnm. sinum grein fyrir samningsuppkasti aðila. Til vinsdi þeir við Ásmnndnr Stefánsson og Gnðmundnr J. samningar næðust á þeim grundvelli sem þá var farið að ræða.um þá virtist honum allt stefna i rétta átt. Og enn var karpað um sinn. Svo kom „sprengjan". Henni var varpað á samningafundi að kvöldi sunnudagsins 20. júní af Vinnuveitenda- sambandinu. Það lagði fram tillögur sem gerðu ekki aðeins ráð fyrir vísitöluskerð- ingu hinn 1. september heldur og verulegri skerðingu vegna aflabrests sem spáð hefur verið. Þessu var lýst svona í plaggi frá VSÍ: „Byggði tilboðið á því, að haldið yrði meðalkaupmætti ársins 1981 miðað við svipaðar efnahagsforsendur. Hvað þennan meginþátt i tilboði VSÍ varðar, þá skilur aðeins 1% í kaupmætti á milli tilboðsins og hugmynda ASÍ. Útreikn- ingar sýna, að tilboð þetta hefði 1. september n.k. leitt til 3% meiri kaupmáttar en sem svarar meðaltali ársins 1981, en i heild hefði kaupmáttur ársins 1982 orðið svipaður. Á öllu samningstímabilinu hefði kaupmáttur orðið mjög í samræmi við það, sem var árið 1981. Eins og áður segir, byggði tilboð VSÍ á þeirri forsendu að á samningstímanum yrði haldið meðalkaupmætti ársins 1981 miðað við svipaðar efnahagslegar for- sendur. í samræmi við þessa meginfor- sendu, gerði VSÍ tillögu um, að komi til samdráttar í framleiðslu sjávarafurða þá hafi það áhrif á verðbætur á laun. Ef til aukningar kæmi aftur, þá leiddi hún að sama skapi til hækkunar." Eins og vænta mátti orðaði ASÍ þetta á allt annan hátt. í frétt frá Alþýðu- sambandinu sagði: „Þvert ofan i fyrri yfirlýsingar svaraði VSÍ.. með tillögu um verulega kaup- máttarskerðingu og gæti endanleg niður- staða miðað við tillögu VSÍ orðið sýnu verri en óbreyttir samningar þrátt fyrir núverandi skerðingarákvæði vísitölunn- ar. Vinnuveitendasambandið krefst al- menns visitölufrádráttar auk sérstakrar skerðingar vegna minnkandi fiskafla.“ Ef þessi skerðing vegna aflabrests er undanskilin bar, að sögn, lítið á milli, báðir aðilar voru komnir niður á viðræðugrundvöll sem myndi tryggja, nokkurn vcginn, kaupmátt launa en „alla mun hætt að dreyma um raunveru- legar kjarabætur," eins og sagði í forsíðufrétt Timans um málið. Afla- bresfsskerðingin þótti hins vegar „sprengja“, sem fyrr sagði, og Alþýðu- sambandið sleit samningaviðræðunum í bili. í frétt Tímans þriðjudaginn 22. júní var haft eftir ónefndum samningamanni ASÍ: „Það sprakk auðvitað á helv.. ósvífn- inni i vinnuveitendum, þannig að við ætluðum að ganga út. En sáttasemjari bjargaði málinu siðan fyrir horn þannig að viðræður halda áfram i fyrramálið.“ En það varð fátt um viðræður. Þeir fjandvinirnir, Ásmundur Stefánsson og Þorsteinn Pálsson, iétu hins vegar i sér heyra í fjölmiðlum og voru ekki sammála, frekar en fyrri daginn. Þorsteinn kvað það ábyrgðarleysi af ASÍ að neita að semja í samræmi við aðstæður í þjóðfélaginu, og ef ASf samþykkti ekki þessa skerðingu, þá myndi ríkisstjórnin bara framkvæma hana í staðinn, síðar meir. Ásmundur sagði það aftur á móti út í hött að ASÍ myndi semja um þessa skerðingu, samkvæmt óvissum forsendum. Væri samningsrétturinn lítils virði við slikar kringumstæður. Og það var allt stopp milli ASÍ og VSÍ. Blikur á lofti, sumir héldu að „samflotið“ innan ASÍ væri að fara út um þúfur. Svo fór þó ekki og samningaviðræður héldu áfram, en nú aðeins milli ASÍ og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna. Vinnumála- sambandið hafði ekki átt hlut að tillögu VSf um skerðingu vegna aflabrests og bar þvi, eftir sem áður, ekki mikið á milli þess og ASÍ. Þótti enda sýnt strax um siðustu helgi, 26.-27. júni, að samningar myndu nást. Um síðustu helgi hófust einig óform- legar viðræður milli forystu manna ASÍ og VSÍ, þeirra Þorsteins og Ásmundar. Fóru þær nokkuð leynt, að þvi er sagt er, en VSf var boðið upp á að vera með i samningum ASÍ og Vinnumálasam- bandsins, enda lá nokkuð ljóst fyrir að VSÍ hlyti að semja upp á eitthvað mjöp svipað og Vinnumálasambandið. Á mánudag og þriðjudag í vikunni sem er að liða kom VSÍ þvi inn i myndina en þær viðræður sem þá siðustu daga höfðu farið fram voru að mestu án umsjár ríkissáttasemjara. Það þótti sumum skrýtið að eftir að VSÍ fór að krukka i samningsgrundvöll þann sem var að mestu tilbúinn milli Vinnumálasambandsins og ASÍ þá urðu þær litlu breytingar sem á honum voru gerðar flestar ASÍ i hag, heldur en hitt. Til dæmis hafði Vinnumálasambandið lýst sig reiðubúið til að semja upp á starfsaldurshækkanir og var þá miðað við starfsaldur frá tveimur og upp i fimm ár, en er VSÍ hafði komið við sögu hafði þessi starfsaldur lækkað, var nú frá einu og upp í fimm ár. í staðinn krafðist VSf þess að vísitöluskerðingin 1. september yrði hækkuð úr þeim 2.5% sem ASf bauð, og mættust aðilar svo að segja á miðri leið, á endanum var vísitöluskerð- ingin ákveðin 2.9%. Á þriðjudagskvöld var allt klappað og klárt, að því er virtist. Viðræður fóru það kvöldið fram i höfuðstöðvum VSÍ við Garðastrætið, en þegar ljóst var að litið sem ekkert stæði lengur í vegi fyrir samningum fluttu deiluaðilar sig yfir i margumtalað „Karphús" að Borgartúni 22, þar sem ríkissáttasemjari er til húsa. Samningurinn gerði í stuttu máli ráð fyrir tæplega niu prósent kauphækkun en vegna visitöluskerðingar 1. septem- ber er hækkunin i raun um það bil 6%. Einnig mun gengið út frá að vísitala svonefndra Ólafslaga gildi áfram, en hún gerir ráð fyrir að tekið sé tillit til viðskiptakjara við útreikning verðbóta. Loks eru sem sagt ýmis ákvæði um launastigahækkanir. Samkvæmt þessu er ljóst að byggingarmenn, sem þóttust góðir vegna þess að þeir sömdu á undan öðrum og um meiri hækkanir en talið var að aðrir myndu fá, lenda nú innan þessa samnings i raun, vegna þess að í honum er beinlinis gert ráð fyrir visitöluskerðingu. Munu byggingar- menn hafa álitið fráleitt að ASÍ mynd semja upp á vísitöluskerðingu, en þeir fylgja að sjálfsögðu sömu visitölunni. En ekki var allt búið enn. Þessi samningur var, eins og tekið hefur verið fram, að mestu leyti tilbúinn af Vinnumálasambandinu og ASf áður en VSÍ kom til skjalanna. Engu að síður heimtuðu VSÍ-menn nú að þeir fengju að semja á undan Vinnumálasamband- inu! Fundu menn enga aðra skýringu á þessu en þá að VSÍ vildi fá heiðurinn af þvi að hafa samið fyrst. Mun þetta tiltölulega léttvæga atriði raunar hafa verið gert að algeru skilyrði fyrir undirritun af hálfu VSÍ siðastliðið þriðjudagskvöld og aðfaranótt mið- vikudags. Ef ekki myndi Vinnuveitenda sambandið ekki skrifa undir neitt!. Og það var úr, að VSÍ fékk að vera á undan. En er loks átti að skrifa undir samninga gerðu liðsmenn VSÍ mikið veður út af því að nokkrir Vinnumála- sambandsmenn væru í húsinu! Neituðu þeir að skrifa undir fyrr en allir Sambandsmenn væru farnir búrt úr húsinu og helst - að þvi er heimildar- maður einn sagði - átti Vinnumálasam- bandið að halda sig „fyrir utan borgarmörkin"! Og Sambandsmenn fóru, tautandi eitthvað um „dekur- börn“... Svo gerðist það eldsnemma á miðviku- dagsmorgni, rétt áður en samningar skyldu undirritaðir, að Tíminn kom út. Aðalfréttin var að sjálfsögðu um að samningar væru að nást en í niðurlagi fréttarinnar sagði svo: „Vinnumálasamband samvinnufélag- anna mun einnig undirrita samninginn við ASf ef af undirritun verður á annað borð, enda má segja að hann sé að stærstum hluta afrakstur samningavið- ræðna þess og ASÍ undanfarna daga, samkvæmt heimildum Tímans." Þetta þótti VSÍ-mönnum ekki nógu gott. Var haft i flimtingum að blaðamað- ur Timans sem skrifaði fréttina, Heiður Helgadóttir, ætti að hypja sig brott meðan skrifað væri undir - og helst „austur fyrir Fúlalæk"...! En það var að lokum skrifað undir og höfð voru viðtöl við forystumenn ASf og VSf i útvarpinu snemma þennan sama morgun. Á þessi viðtöl hlustuðu samninganefndir beggja að sjálfsögðu. Þar var Þorsteinn Pálsson m.a. spurður að því hvers vegna VSÍ hefði fallið frá tillögum sinum, eða kröfum, um að vísitöluskerðingu vegna aflabrests yrði bætt inn í samninginn. Þorsteinn svaraði eitthvað á þá leið að það hefði verið ASí sem upphaflega vildi hafa vísitöluna inn í þessum samningum. Er Alþýðusam- bandið hefði siðan fallið frá þvi hefði ekki verið sjálfsagt af hálfu VSÍ að fella þetta burt. Þá hlógu samningamenn ASf. Skellihlógu. Það kom hins vegar að VSÍ-mönn- um að brosa í kampinn, þegar samning- urinn var loks undirritaður - strax ljóst að enginn yrði feitur af þessum samningi. Og Ásmundur reyndi varla að bera i bætifláka fyrir hann... -ij tók saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.