Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 14
14 _________________ leigupennar I úilöndum SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 Af vist- vinum, karensi °g afhoppi ■ t’essa dagana er hálfgerð hitabylgja í Stokkhólmi. Nýlega birtu blöðin upplýsingar um fjölgum baðstaða í Leginum og Eystrasalti á borgarsvæð- inu, en það er nefnilega alltaf að verða hreinna vatnið hér og sjórinn. Að minnsta kosti snauðara að gerlum. í svona góðri tíð hætta menn að leggja hlustir við rausi stjórnmálamanna og spuming hvort þeir taka nú ekki höndum saman og beri hin baðvænu tfðindi til baka eða hindri ábyrgðarlausa frilystingu eftir öðrum leiðum. Þvi nú er stjómmalamönnum mikið niðri fyrir. Það grillir í kosningar. Mér datt þess vegna í hug að segja svolitið frá stjórmálunum hérna, þótt mig gmni raunar að menn hafi fengið nóg af slíku þvargi á íslandi í bili. Það á sem sé að kjósa i september. Nú gildir að sýna fram á að efnahagsmál- in séu að fara til fjandans eða öfúgt, eftir því hvar í flokki maður stendur. Hægriflokkamir hafa farið með völdin frá 1976, tvö kjörtimabil, en nú er spáð sigri vinstriflokkanna. Svíareru iðnir við að gera skoðanakannanir og nýlega voru birtar tvær slíkar. Samkvæmt báðum munu kratarnir vinna talsverðan sigur, en óljóst er hvort sænski allaballinn, VPK, muni hljóta þau 4% atkvæða sem þarf til að flokkur hreppi þingsæti. í annarri skoðanakönnuninni fékk Vist- fræðiflokkurinn eða Umhverfisverndar- flokkurinn - eða hvað á nú að kalla Miljöpartiet? - um 7% stuðning, en í hinni könnuninni komst flokkur þessi varla á blað. Nú bíða menn eftir að gerð verði skoðanakönnun um hvaða skoð- anakannanir séu marktækastar. Veiðivél Vistvinaflokkurinn á sér hliðstæðu í Vestur-Þýskalandi og víðar eins og menn kannast við (stundum kallaðir Græningjar). Hér í Sviþjóð hefur fyrirbærið samt að nokkru marki sérstaka forsögu. Upphaf málsins eru eiginlega deilurnar um hvort nota beri kjarnorku i landinu til að framleiða rafmagn. Torbjörn Fálldin og Miðflokk- ur hans unnu sinn kosningasigur á sínum tima vegna andstöðu við kjarnorkuna. Siðar var þjóðaratkvæði um málið og Torbjörn bakkaði; kjarnorkuféndur urðu hins vegar vegalausir í bili. Nú er talið að Vistvinaflokkurinn muni skjóta yfir þá skjólshúsi. Ein skemmtileg hlið stjórnmála- þvargsins hér er hermálið. Þá á ég ekki við alkunna skinhelgi Svia í vopnasölu- málum, heldur hitt að þeir hafa nú fjasað um það í heilan áratug hvort þeir eigi að smiða flugvél nokkra sem heitir svo mikið sem Veiði-, árásar-, og njósnavél, skammstafað JAS. í tiu ár hafa menn verið að bræða með sér áætlun um nýja flugvél, enda sú gamla orðin úrelt. í hergagnaiðnaði verða framfarir á degi hverjum svo ætla má að þessi tiu ár hafi menn þindarlaust haldið áfram að endurbæta teikningarnar af nýju vélinni. En pressan hefur nýlega fullyrt að vélin í JAS verði ónýt að kalla, svo ekki veit maður nú hvernig tiltækið lánast fyrir rest. En ónýt vél, - það skiptir kannski engu máli; þetta kostar ekki nema svona 50.000.000.000 islenskra nýkróna (26 mia skr) eða 333.000.000 krónur vélin svo það er nú varla hægt að ætlast til að mótorinn gangi alveg snurðulaust. Pönt- unin verður fullafgreidd um aldamótin, 150 vélar. Margt skrýtið í kýrhausnum. Sjóðir Já, en ef ég á að segja frá hitamálum kosninganna, þá er auðvitað fyrst á dagskrá að nefna launþegasjóðina. Launþegasjóðunum er ætlað það hlut- verk i fyrsta lagi að leiða kratana til sigurs i komandi þingkosningum og hins vegar að styðja atvinnulífið. Taka á af kaupi manna fé sem lagt verður i sjóði; sjóðirnir fjárfesta i hlutabréfum og fyrirtækjum. Tilgangurinn er bæði sá að útvega fyrirtækjunum fjármagn og að auka áhrif verkalýðshreyfingarinnar inn- an fyrirtækjanna. Hægri flokkurinn telur að verði þessi áætlun framkvæmd muni Sviþjóð brátt verða eins og austantjaldsland og allt fara fjandans til. Aðrir gagnrýna hugmyndina um laun- þegasjóði út frá þvi að tilgangur þeirra sé aðeins að efla hag fyrirtækjaeigenda því þeim verði með þessu útvegað ódýrt fjármagn, kaupkröfur verði vægari (kauphækkun fer til baka í fyrirtækið sem hlutafé) og starfmenn verði vilhall- ari „sinu“ fyrirtæki en eðlilegt er, meðan hins vegar raunveruleg yfirráð starfs- manna yfir framleiðslutækjunum muni aldrei verða að veruleika sé þessi leið farin. Þegar kratamir brosa til hægri benda þeir á að sjóðirnir útvegi fyrirtækjum nýtt fjármagn og þægt vinnuafl; þegar þeir brosa til vinstri segja þeir að í sjóðunum felist þjóðnýt- ing. Stórt mál eru launþegasjóðirnir, en ennþá þyngri á metunum virðist svo- nefndur karens ætla að verða. Hvað er þá þessi karens fyrir nokkuð. Jú, það mál gengur út á það að sitjandi ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Mið- flokksins hefur með stuðningi Hægri- manna ákveðið að launamenn fái ekki bætur fyrir tekjumissi vegna veikinda fyrr en á fjórða degi veikindanna. Hingað til hefur það verið þannig að menn hafa fengið næstum fullar bætur frá fyrsta degi. Tilgangurinn með breytingunni er auðvitað sagður vera spamaður. Ætlunin er að hindra að menn taki sér frí og þykist vera veikir þegar þeir em við bestu heilsu að mála ■ „Má þvi segja að þetta einkennilega hopp hafi átt sér upphaf en engan endi og hangi þvi maðurinn enn einhvers staðar á miðri lcið í lausu lofti.“ skútuna sina, gera við bilinn eða passa veikt barn sitt eða hvað það er nú sem hið svikula vinnuafl dundar sér við þegar það þykist vera veikt! Já og nú mega konur með langvinna túrverki passa sig. Karensdagar heita semsé þessir þrir fyrstu dagar veikindanna, sem nú skulu verða bótalausir. Lögin hafa verið samþykkt i trássi við vilja verkalýðs- hreyfingarinnar og kratarnir lofa því að breyta þessu til fyrri vegar vinni þeir kosningarnar, lofa þvi sem sagt að „afnema karensinn" eins og það heitir á fjölmiðlamáli þessa dagana. Að öðrum kosti hyggst verkalýðshreyfingin ná rétti sínum í kjarasamningum. Hóphopp Nú er ég búinn að gera nokkra grein fyrir aðalmálefnum líðandi stundar í sænskum stjómmálum. En ekki eru öll kurl komin til grafar fyrr en sagt hefur verið frá svo nefndum afhoppurum. Afhopparar í stjórnmálum nefnast þeir sem neita að sætta sig við hina gefnu línu og „hoppa af“ með gauragangi. Um daginn vakti talsverða athygli hóphopp nokkurra ungmenna úr samtökum ungra allaballa hérlendis. Orsakir hóp- hoppsins voru sagðar ónógur áhugi móðurflokksins á innanríkismálefnum Sviþjóðar og of mikill á innanrikismál- um Pólverja. Fjölmiðlum þótti þetta mál feitmeti og kvað raunverulega orsök hoppsins vera hlýhug ungmennanna i garð öldungaráðsins í Kreml. Mun skemmtilegra afhopp var þó að minu áliti það þegar einn þingmaður Mið- flokksins lýsti þvi yfir að hann væri eiginlega ekki lengur í flokknum, heldur væri hann miklu frekar meðlimur Kristilega flokksins, sem er afarlítill og hingað til þingmannslaus áhugamanna- hópur i Mið-Svíþjóð (Bibliubeltinu). Svo virtist sem þingmaðurinn hafi ekki áttað sig á þvi að úr þvi að hann var orðinn afhuga Miðflokknum var eðlileg- ast að hann segði af sér þingmennsku; en það gerði hann nú samt ekki. Má þvi segja að þetta sérkennilega hopp hafi átt sér upphaf en engan endi og hangi því maðurinn enn einhvers staðar á miðri leið í lausu lofti. Annað skemmtilegt afhopp átti sér stað í júnibyrjun þegar tveir krataþing- menn hoppuðu af stefnu flokks sins í JAS-málinu. Rokkurinn heimtar að ákvörðun um þessa langdregnu, dýru og lélegu flugvél sé frestað, enda sé ófært að hrapa þannig að ákvörðun i máli sem ekkert sé raunverulega vitað um. Hoppararnir koma frá stað inni miðju landi, svo það er ekki af landvarnar- ástæðum sem þeir vilja fá flugvélina sem allra fyrst, heldur vegna þess að flugvélaverksmiðjan er staðsett þar. Flokksforinginn mun hafa hoppað af bræði yfir óðagoti afhopparanna. » Stutt lexia Jæja, ég slæ þá botn í bréfið. Það mætti kannski reyna að taka saman þessa stuttu lexiu um sænsku stjórnmál- in. Höfuðmál kosningabaráttunnar verða karens og launþegasjóðir. Óljóst er hvort eitthvað er að marka hóphopp vistvina úr Miðjumannaflokknum enda Lögurinn óðum að gerilsneyðast. Á- hopp tveggja óðagotskrata á tiu ára gamla en splunkunýja Veiði-, árásar- og njósnavél mun tæpast skifta sköpum, nema eitthvað sérstakt komi til. Júníbyrjun, Stokkhólmi Á.S. Árni Sigurjónsson skrifar Stokkhólmsbréf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.