Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 2
2 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Alvarleg nóró-
veirusýking kom upp á Heilbrigð-
isstofnun Austurlands á Seyðis-
firði um miðjan nóvember.
Flestallir sjúklingar og starfs-
menn sjúkrahússins veiktust.
Tveir sjúklingar létust vegna
hennar. Loka hefur þurft deildum
sjúkrahúsa og öldrunarstofnana
vegna sýkingarinnar sem mjög
hefur sótt í sig veðrið hér á landi
undanfarin sex ár.
Rúnar Reynisson, yfirlæknir á
Seyðisfirði, segir að sýkingin hafi
komið upp um miðjan nóvember
og verið afar hastarleg. „Sýkingin
breiddist afar hratt út og fjölmarg-
ir sjúklingar og starfsmenn höfðu
smitast áður en staðfest var um
hvers konar sýkingu var að ræða.
Það létust tveir sjúklingar á
sjúkradeildunum í kjölfarið. Þetta
lagðist á fólk sem var mjög veikt
fyrir og varð því að aldurtila.“
Rúnar segir að oft sé um lítinn
sem engan tíma að ræða því aðeins
líði um tíu til tólf klukkustundir
frá smiti þar til fólk verður mjög
veikt. „Fullfrískt fólk hristir þetta
auðveldlega af sér en þeim sem
veikir eru fyrir getur stafað af
þessu mikil hætta.“ Hann segir að
rúmlega tuttugu hafi veikst á
sjúkrahúsinu og ástandið hafi
varað í rúma viku.
Ása St. Atladóttir, verkefnis-
stjóri hjá Landlæknisembættinu,
segir að á undanförnum sex árum
hafi faraldrar af sökum veirunnar
í vaxandi mæli sett mark sitt á
starfsemi margra deilda sjúkra-
húsa og öldrunarstofnana, einkum
yfir vetrarmánuðina. „Þá veikjast
sjúklingar, vistmenn og starfsfólk
með þeim afleiðingum að heilu
deildirnar lokast tímabundið á
meðan faraldurinn er að ganga
yfir.“ Ása segir að engin tölfræði
sé yfir hversu margir falla frá
vegna sýkingarinnar. Aðgerðir
sem grípa þarf til við að hefta
útbreiðslu sýkingarinnar inni á
heilbrigðisstofnunum eru í senn
óþægilegar fyrir alla og kostnað-
arsamar. „Það má nefna sem dæmi
að nóróveirusýking hefur komið
ítrekað upp á Landspítalanum, þar
á meðal á hjartadeild þar sem
hefur þurft að loka fyrir innlagnir
á meðan þetta gengur yfir.“
Nóróveirusýkingar hafa komið
upp með jöfnu millibili hér á landi
á undanförnum árum. Alvarlegum
tilfellum fór stórlega að fjölga árið
2002 án þess að skýringar hafi
fundist á því. svavar@frettabladid.is
Veirusýking dró tvo
sjúklinga til dauða
Alvarleg nóróveirusýking kom upp á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði í nóvember.
Tveir sjúklingar létust. Meirihluti starfsfólks og sjúklinga veiktist. Sýkingin hef-
ur ítrekað komið upp hér á landi síðan 2002 en orsök þess liggur ekki fyrir.
Iðrasýkingar af völdum nóróveira eru
mjög smitandi. Veirurnar skiljast út í
hægðum og uppköstum hinna veiku
og berast auðveldlega út í umhverf-
ið og á milli fólks. Meðgöngutími
sýkingarinnar er 12 til 48 klst. og
gengur oftast fljótt yfir, á einum til
þremur sólarhringum. Sýkingin getur
staðið mun lengur hjá þeim sem
eru langveikir og getur gengið nærri
öldruðum og langveiku fólki.
Afar áríðandi er að þeir sem eru
veikir fari ekki að heimsækja ætt-
ingja og vini á sjúkrahús eða öldr-
unarstofnun meðan á veikindunum
stendur því að slík heimsókn getur
hæglega komið af stað faraldri inni á
viðkomandi stofnun. Handhreinsun
með handþvotti eða sprittun og
vönduð þrif í umhverfi hins veika
eru allt mikilvægar aðgerðir til að
hefta útbreiðslu smits.
NÓRÓVEIRUSÝKING - VARNAÐARORÐ
HJARTADEILD Á Landspítalanum hafa komið upp alvarleg tilfelli nóróveirusýk-
ingar og hefur þurft að loka deildum vegna þess. Það er nábýlið sem gerir það
erfitt að fyrirbyggja útbreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Geir, hefur gengi Jens fallið að
undanförnu?
„Það hefur aldrei staðið.“
Geir Ólafsson söngvari og bloggarinn
Jens Guð deila þessa dagana um hvort
sá fyrrnefndi sé vinsæll í Færeyjum eða
ekki.
BANDARÍKIN, AP Tímaritið Time
skýrði frá því í gær að Barack
Obama hafi orðið fyrir valinu
sem maður
ársins.
Áður hafa til
dæmis George
W. Bush, Bill
Clinton,
Vladimír Pútín,
Mikhaíl
Gorbatsjov,
Jósef Stalín og
Adolf Hitler
verið menn
ársins að mati
tímaritsins.
Í gær kynnti
Obama til
sögunnar tvo nýja ráðherra í
ríkisstjórn sinni, sem tekur við í
næsta mánuði. - gb
Obama maður ársins:
Tilkynnir um
fleiri ráðherra
MAÐUR ÁRSINS
Nicolas Sarkozy og
Sarah Palin komu
einnig til greina við
valið í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MÓTMÆLI Um sjötíu manna hópur mótmælti í
Landsbankanum í gærmorgun. Hópurinn hóf
mótmælin á skrifstofum Landsbankans við Austur-
völl, færði sig þaðan í útibú bankans við Austur-
stræti og loks í útibúið við Laugaveg.
Fólkið hrópaði slagorð á borð við „Borgið ykkar
skuldir sjálf“. Í yfirlýsingu frá hópnum er þess
krafist að skuldir bankans lendi ekki á íbúum
landsins og saklausum börnum. Ekki sé hægt að
plata fólk með nýjum kennitölum og forstjórum,
sama fólkið og sama hugmyndafræðin sé við völd.
Einnig var veru Tryggva Jónssonar, fyrrverandi
aðstoðarforstjóra Baugs, í Landsbankanum mót-
mælt. Mótmælin fóru friðsamlega fram.
Þá mótmælti svipaður fjöldi fólks fyrir utan útibú
Landsbankans í Lúxemborg í gær. Var þess krafist
að staðið yrði við loforð um greiðslu lögbundinna
launa í uppsagnarfresti eftir að bankinn fór í þrot.
Um 160 manns, þar af um fjörutíu Íslendingar,
misstu vinnuna við gjaldþrot bankans. - kg
Tugir manna mótmæltu við útibú Landsbankans í miðbænum og Lúxemborg:
Mótmælt í tveimur löndum
MÓTMÆLI Hópur fólks mótmælti friðsamlega á skrifstofum og
útibúum Landsbankans í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL „Ljóst er að ekki var
vilji til þess að koma til móts við
áherslur ASÍ og voru það mikil
vonbrigði,“ segir í yfirlýsingu
forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson-
ar, eftir fund sem hann átti
ásamt varaforseta sínum með
oddvitum ríkisstjórnarinnar.
Gylfi kveðst hafa kynnt áherslur
og kröfur miðstjórnar ASÍ
varðandi fjárlagafrumvarpið og
ráðstafanir í ríkisfjármálum.
„Einkum strandar á vilja
ríkisstjórnarinnar til að endur-
skoða áform um mikla skerðingu
bóta elli- og örorkulífeyrisþega
nú um áramótin. Einnig lýsti
forysta ASÍ miklum áhyggjum
sínum með afdrif frumvarps til
laga um greiðsluaðlögun sem
heimili niðurfærslu og skilmála-
breytingu á húsnæðisskuldum
heimilanna,“ segir í yfirlýsingu
Gylfa. - gar
Forseti ASÍ óánægður:
Ríkisstjórnin
vill engu breyta
BANKAMÁL Ákveðið hefur verið
að Nýi Glitnir taki upp nafnið
Íslandsbanki hinn 20. febrúar
næstkomandi.
Í tilkynningu frá bankanum er
haft eftir Birnu Einarsdóttur
bankastjóra að nafnið Glitnir
hafi beðið hnekki.
Í tilkynningunni kemur enn
fremur fram að breytingarferl-
ið, sem muni eiga sér stað á
næstunni, hafi verið kynnt
starfsmönnum bankans í gær.
Samhliða nafnbreytingunni hafi
verið kynntar áherslubreytingar
í starfsemi bankans. Kostnaði
vegna breytinganna verði haldið
í lágmarki. - kg
Nafnabreyting hjá banka:
Glitnir verður
Íslandsbanki
STJÓRNMÁL „Við landsmenn förum
þess einarðlega á leit við yður,
hæstvirtan forseta Íslands, Ólaf
Ragnar Grímsson, að þér í krafti
embættisins hafnið samþykki á
fjárlögum þeim sem núverandi
ríkisstjórn hefur lagt fram,“ segir
í áskorun hóps sem nefnir sig
Landsmenn gegn ríkisstjórninni.
„Fjárlagafrumvarpið mun velta
gríðarlegum skuldaklafa yfir á
almenning í landinu til margra
ára, skuldum sem til var stofnað
af óheilindum af hálfu athafna-
manna sem störfuðu í skjóli
stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og
stofnanaumhverfis sem hafa
algerlega brugðist hlutverki
sínu,“ segir hópurinn sem kveður
landsmenn eiga skýlausan rétt á
að segja hug sinn til frumvarps-
ins í þjóðaratkvæðagreiðslu. - gar
Áskorun frá mótmælendum
Forsetinn synji
fjárlögunum
VIÐSKIPTI „Enginn starfsmaður
okkar er á tvöföldum launum,“
segir Atli Atlason, starfsmanna-
stjóri Nýja Landsbankans.
Hann staðfestir að Björn
Ársæll Pétursson, sem stýrði
útibúi bankans í Hong Kong, hafi
fengið starfslokagreiðslu, enda
þótt hann starfi nú í bankanum.
DV fullyrðir að greiðslan hafi
numið hátt í einni milljón Hong
Kong-dala. Um fjórtán krónur
eru í hverjum slíkum dal. Atli
segist ekki geta staðfest upphæð-
ina.
„Við greiddum honum hluta af
uppsagnarfrestinum. En að
sjálfsögðu tökum við tillit til þess,
þegar hann er ráðinn til nýja
bankans, að hann hefur hlotið
greiðslu. Hann fær þá ekki laun
hjá okkur á meðan, og ekki fyrr
en hann hefur unnið það af sér.“
- ikh
Björn Ársæll Pétursson:
Er ekki á tvö-
földum launum
STJÓRNMÁL „Það er svolítið skrítið að fimm þúsund
manns geti farið fram á kosningu aftur og aftur á
sama kjörtímabilinu um sömu spurninguna,“ segir
Pétur Óskarsson, talsmaður samtakanna Sól í
Straumi, sem eru andvíg stækkun álversins í
Straumsvík.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær voru
5.014 undirskriftir afhentar bæjarstjóranum í
Hafnarfirði í fyrradag með áskorun um að
íbúakosningin sem fram fór 2007 um stækkun
álversins verði endurtekin. Samkvæmt samþykkt-
um bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þarf 25 prósent
atkvæðisbærra manna til að knýja fram íbúakosn-
ingu og nær fjöldi undirskriftanna því lágmarki.
Pétur segir að á meðan bæði sé óljóst með
afstöðu eigenda álversins og með raforkuöflun sé
naumast grundvöllur fyrir nýrri íbúakosningu um
stækkun. Hann telji að ekki ætti að kjósa aftur um
stækkun álversins fyrr en í sveitarstjórnarkosn-
ingum vorið 2010. „Það er í raun fásinna að draga
Hafnfirðinga að kjörborðinu fyrr en allar forsend-
ur liggja fyrir,“ segir hann.
Pétur segir það skjóta skökku við að í kjölfar
þess að hætt hafi verið við íbúaþing í haust í
sparnaðarskyni eigi að verja tíu til tólf milljónum
í kosningar um mál sem sé í raun ekki á dagskrá.
Bæjarstjórinn eigi að efna fyrri loforð að ekki
verið kosið aftur um stækkun álversins á kjör-
tímabilinu. Þá gildi samþykktin um íbúakosningar
einu. „Þetta eru vinnureglur sem Samfylkingin
setti og þeir ráða hvernig þeir vinna úr því.“ - gar
Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík efins um nýja íbúakosningu í bráð:
Skrítið að kjósa sífellt um sama mál
ÁLVERSKOSNINGAR Pétur Óskarsson ásamt Lúðvík Geirssyni
bæjarstjóra. Á milli þeirra stendur Rannveig Rist, forstjóri
álversins í Straumsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPURNING DAGSINS