Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 6
6 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Aðeins fjórir lög-
lærðir starfsmenn eru eftir hjá
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra eftir að einum lögfræðingi
var sagt upp störfum í sparnaðar-
skyni. Ekki fást upplýsingar frá
embættinu um aðrar uppsagnir.
Eftir uppsögn lögfræðingsins
verða starfsmenn efnahagsbrota-
deildar þrettán talsins. Það er um
þriðjungs fækkun frá árinu 2004
þegar þeir voru nítján talsins.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri vildi ekki veita viðtal
vegna málsins. Í tölvupósti frá
fulltrúa hans kemur fram að emb-
ættinu sé ætlað að spara 40 millj-
ónir króna á árinu 2009.
Til að mæta þeim markmiðum
sé meðal annars „ekki ráðið í stöð-
ur yfirmanna eða í aðrar stöður
sem losna og skorið verulega niður
í öðrum rekstrarliðum embættis-
ins“, segir í póstinum.
Þar er einnig vakin athygli á því
að starfsmönnum efnahagsbrota-
deildar hafi fjölgað frá stofnun
embættis ríkislögreglustjóra árið
1997. Þótt það sé óumdeilt er það
einnig staðreynd að starfsmönn-
um deildarinnar hefur nú fækkað
nokkuð frá því sem mest var.
Starfsmenn deildarinnar voru
nítján árið 2004, sautján árið 2005
og sextán árið 2006, samkvæmt
ársskýrslum ríkislögreglustjóra.
Eftir uppsögnina verða þeir þrett-
án talsins en að auki er einn starfs-
maður í fæðingarorlofi.
Í ársskýrslu embættisins frá
árinu 2005 kemur fram að hver
starfsmaður efnahagsbrotadeild-
ar hafi verið með tvöfalt fleiri við-
fangsefni á hverjum tíma en
starfsmenn hjá sambærilegum
deildum í Noregi og Svíþjóð.
Helgi Magnús Gunnarsson,
saksóknari efnahagsbrota hjá
Ríkislögreglustjóra vildi ekki
ræða áhrif uppsagnanna þegar
eftir því var leitað. Í viðtali við
norska sjónvarpsstöð fyrir
skömmu sagði hann að lögreglu
hefði skort fé til að rannsaka
útrásarvíkingana.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra vildi ekki veita Fréttablað-
inu viðtal, en svaraði hluta af
spurningum blaðsins í tölvupósti.
Hann sagðist ekki þekkja mála-
vöxtu, ákvarðanirnar væru teknar
af embætti ríkislögreglustjóra.
Hvarvetna væri þó krafist sparn-
aðar í ríkisbúskapnum.
Björn benti á að embætti sér-
staks saksóknara sem rannsaka á
aðdraganda bankahrunsins hafi
verið auglýst. Embættið verði
öflug viðbót við efnahagsbrota-
rannsóknir. brjann@frettabladid.is
Fækka lögmönnum
á efnahagsbrotadeild
Ríkislögreglustjóri hefur fækkað lögfræðingum hjá efnahagsbrotadeild emb-
ættisins um einn. Fjórir lögfræðingar starfa nú á deildinni. Starfsmenn deildar-
innar voru nítján árið 2004 en nú hefur þeim verið fækkað niður í þrettán.
BAUGSMÁLIÐ Rannsókn á
hinu svokallaða Baugsmáli
var fyrirferðarmikið verkefni
hjá efnahagsbrotadeild
ríkissaksóknara.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
ÍRAK, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands,
boðar brotthvarf breska hersins frá Írak strax á næsta
ári.
Á blaðamannafundi í Bagdad sagði Brown að bresku
hermennirnir í Írak verði farnir ekki síðar en 31. maí.
Bretar höfðu áður sagt að herinn færi snemma í sumar
en virðast nú hafa flýtt brotthvarfinu eitthvað.
Nouri Al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði á
sama blaðamannafundi að Íraksstjórn væri Bretum
þakklát fyrir baráttu þeirra gegn einræðisstjórn og
hryðjuverkum. „Þeir hafa fært miklar fórnir,“ sagði
Al-Maliki.
Ríkisstjórn Íraks hefur krafist þess að allt erlent
herlið, að því bandaríska undanskildu, fari frá landinu
ekki síðar en í júlílok. Bandaríkin gerðu nýverið
samning við Íraksstjórn um að bandarískt herlið yrði
áfram í landinu næstu þrjú árin.
Bretar hafa verið með um 4.000 manna herlið í Írak,
en það er fjölmennasta erlenda herliðið í landinu, að
því bandaríska undanskildu.
Í gær fórust hátt í tuttugu manns og meira en
fimmtíu særðust þegar tvær sprengjur sprungu í
austanverðri Bagdad. Skammt frá hafði fyrr um
daginn önnur sprengja sprungið nálægt bandarískum
hermönnum, en sú sprengja varð engum að bana. - gb
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í Írak:
Breski herinn kallaður heim
GORDON BROWN OG NOURI AL MALIKI Forsætisráðherrar Bret-
lands og Íraks á blaðamannafundi í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MÓSAMBÍK, AP Þurrkar og hátt
matarverð valda hungursneyð í
Mósambík, þar sem um það bil
hálf milljón manns þarf nú á
neyðaraðstoð að halda, segir
landbúnaðarráðherra landsins.
Talið er að um 450 þúsund
manns þurfi á aðstoð að halda
strax. Af þeim séu um 150 þúsund
í brýnni neyð. Í yfirlýsingu frá
landbúnaðarráðuneytinu segir að
þessi stóri hópur dragi fram lífið
á einni máltíð á dag.
Mósambík er á suðausturströnd
Afríku. Íbúafjöldi er um 21
milljón manns en landið er
tæplega átta sinnum stærra en
Ísland. - bj
Hungursneyð í Mósambík:
Hálf milljón
þarf aðstoð
AKUREYRI Fjárhagsáætlun Akur-
eyrar gerir ráð fyrir eins millj-
arðs halla á rekstri bæjarfélags-
ins. Þar munar mest um
fjármagnskostnað Fasteigna
Akureyrarbæjar sem gert er ráð
fyrir að verði tæpir tveir milljarð-
ar króna á næsta ári. Heildartekj-
ur bæjarfélagsins verða 14,6 millj-
arðar á næsta ári.
Oddvitar allra flokka í bæjar-
stjórn unnu áætlunina, ásamt
starfsmönnum bæjarins. Gert er
ráð fyrir hækkun útsvars úr 13,03
í 13,28 prósent og fasteignagjöld
hækka um tíu prósent. Almenn
hækkun gjaldskrár verður 10 pró-
sent, en gjöld fyrir leikskóla og
frístundir hækka ekki. Skorið er
niður í almennum rekstri og er
sparnaður áætlaður 200 til 300
milljónir króna.
Laun bæjarstjóra, bæjarfull-
trúa og nefndafólks verða lækkuð
um 10 prósent. Ekki verða upp-
sagnir meðal bæjarstarfsmanna
en dregið verður úr yfirvinnu eins
og hægt er. Gert er ráð fyrir lán-
töku upp á 3,1 milljarð og afborg-
unum lána upp á 2,3 milljarða.
Hermann Jón Tómasson, odd-
viti Samfylkingarinnar, segir að
markmiðið með fjárlagagerð hafi
verið að draga úr útgjöldum án
þess að segja upp fólki. „Við
reyndum að jafna byrðarnar eins
og hægt er. Aukinn fjármagns-
kostnaður er aðalástæða þessa
halla og það er erfitt við það að
eiga.“ - kóp
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar lögð fram í bæjarstjórn:
Halli næsta árs einn milljarður
AKUREYRI Gert er ráð fyrir halla upp á
einn milljarð á næsta ári. Hár fjármagns-
kostnaður er aðalorsökin. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
Upplestur úr jólabókum
á Háskólatorgi fi mmtudaginn
18. desember kl.16
Hálmstráin
Friðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu
Magnús Sigurðsson
Gott á pakkið
Níels Rúnar Gíslason
Fluga á vegg
Ólafur H. Símonarsson
Sólkross
Óttar M. Norðfjörð
Konur
Steinar Bragi
Af mér er það helst að frétta...
Gunnar Gunnarsson
Hola í lífi fyrrverandi golfara
Guðmundur Óskarsson
Háskólatorgi Sími 570 0777 boksala@boksala.is www.boksala.is
- Tilboð á jólabókum
- Háma með kaffi og meðlæti
- Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is
Innbundin
hátíðarútgáfa
Seldist upp
í fyrra!
Auglýsingasími
– Mest lesið
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra undrast áhuga
Fréttablaðsins á fækkun
starfsmanna efnahagsbrota-
deildar. Það kemur fram í
tölvupósti þar sem hann
svarar hluta af spurningum
blaðsins vegna málsins.
„Fréttablaðið hefur
sem Baugsmiðill tekið því
almennt illa undanfarin
misseri að unnið sé að rannsókn
efnahagsbrota og hefur blaðið og
eigendur þess gagnrýnt mig, þegar
aflað hefur verið fjár til að
styrkja rannsóknir og sak-
sókn vegna efnahagsbrota
og talið að þeim fjármunum
væri betur varið til annarra
hluta,“ skrifar Björn.
„Hvað veldur sinnaskipt-
um blaðsins? Mér finnst það
fréttapunkturinn í þessu máli
frekar en krafa fjárveit-
ingavaldsins um aðhald í
ríkisrekstri í viðleitni stjórnvalda til
að draga úr skaða bankahrunsins á
þjóðarbúið.“
UNDRAST ÁHUGA FRÉTTABLAÐSINS
BJÖRN
BJARNASON
Verða rjúpur á borðum hjá þér
um jólin?
Já 11,7%
Nei 88,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Styrkir þú hjálparstarf fyrir
jólin?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
KJÖRKASSINN