Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 12

Fréttablaðið - 18.12.2008, Page 12
12 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 0 8 3 8 6 8 Allir sem eiga miða í desember 2009 geta átt von á sérstökum 75 milljóna króna vinningi sem dreginn verður út í seinni útdrætti þann mánuðinn. Númerið fer einu sinni í pottinn fyrir hvern greiddan mánuð, þannig að sért þú með strax frá upphafi árs, getur þú tólffaldað möguleikana. Nú fást miðar í sérstakri gjafaöskju á afmælissýningu okkar í Smáralind, hjá aðalumboði og umboðsmönnum um allt land. Gleddu vin og stuðlaðu um leið að uppbyggingu Háskólans. Svo getur þú auðvitað keypt einn fyrir þig í leiðinni! Nánari upplýsingar á sölustöðum, í síma 800 6611 eða á hhi.is. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 12 /0 6 í jólapakkann Esprit sportfatnaður 1.990 6.990 6.990 Bolir frá Peysur frá Buxur frá HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Auglýsingasími – Mest lesið DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykja- víkur til að greiða Holberg Más- syni skaðabætur vegna ólögmætr- ar handtöku. Holberg voru dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur. Málavextir eru þeir að lögreglan handtók Holberg hinn 19. janúar 2006 ásamt tveimur erlendum mönnum, eftir fund, sem þeir áttu í Íslandsbanka, þar sem talið var að hann væri viðriðinn tilraun til að selja Íslandsbanka falsaða bankaábyrgð. Var Holberg í haldi til næsta dags. Rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós tengsl hans við meint misferli og var málið fellt niður. Hann kvaðst fyrir dómi hafa aðstoðað Íslandsbanka við öflun leyfis fyrir áreiðanleikapróf á bankaábyrgð- inni umræddu. Hafi hann eingöngu verið milliliður en á þessum tíma hafi hann aldrei séð bankaábyrgð- ina. Fram kom að lögreglan hefði einungis stuðst við munnlegar upplýsingar sem fengust símleiðis frá lögfræðingi Íslandsbanka. Síðar hafi komið í ljós að upplýs- ingar, sem starfsmaður bankans veitti, hafi verið rangar. Hin fals- aða bankaábyrgð hafi ekki borist Íslandsbanka með boð um kaup frá Holberg, heldur með tölvupósti frá öðrum útlendingnum. - jss Ríkissjóður dæmdur til að greiða skaðabætur vegna ólögmætrar handtöku: Holberg dæmdar skaðabætur HOLBERG MÁSSON Vann málið og fékk skaðabætur. LANDBÚNAÐUR Kostnaður við mjólkurframleiðsluna var lang- mestur á Íslandi árið 2007 ef miðað er við flestöll lönd í heiminum, samkvæmt Dairy Report 2008. Í yfirliti frá norskri stofnun sem stundar rannsóknir í landbúnaðar- hagfræði kemur fram að Íslend- ingar hafi mun dýrari framleiðslu miðað við meðalstærð á búi en aðrar þjóðir. Íslendingar hafi um 40 kýr að meðaltali og framleiðsl- an kosti um 187 krónur íslenskar á kílóið. Mjólkurframleiðslan í Sviss sé næstdýrust. Þar séu búin helm- ingi minni og kostnaðurinn um 136 krónur á kílóið af mjólkinni. Norð- menn eru í fjórða sæti yfir dýrustu framleiðsluna. Í Noregi eru búin svipuð að stærð og í Sviss og þar nemur kostnaðurinn rúmum 100 krónum á kílóið. Stærst eru hins vegar kúabúin á Nýja-Sjálandi með um 307 kýr og þar er kostnað- urinn langminnstur, tæpar 34 krónur á kílóið. Erna Bjarnadóttir, hagfræðing- ur hjá Bændasamtökunum, segir að tölurnar séu kunnuglegar. Mjólkurframleiðsla sé dýrari hér en annars staðar því að fjármagns- kostnaðurinn sé margfalt hærri hér. „Annars vegar er það þessi hái vaxtakostnaður sem atvinnu- lífið býr við og hins vegar meiri fjárbinding í byggingum og vélum heldur en þekkist í löndunum í kringum okkur. Vetur eru oft slæmir hér og það þarf að leggja meira í byggingar, til dæmis vegna jarðskjálfta. Síðan er minni fram- leiðsla á mjólk á hvern fermetra í fjósunum heldur en þar sem kynin eru afurðameiri.“ - ghs Mjólkin er langdýrust í framleiðslu hér á landi: Vextirnir eru að sliga bændur DÝRARI Í FRAMLEIÐSLU Framleiðslukostnaður á mjólk er meiri hér en annars staðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.