Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 22

Fréttablaðið - 18.12.2008, Side 22
22 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 115 369 -0,67% Velta: 291 milljónir MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +8,10% ALFESCA +2,50% FÆREYJABANKI +0,81% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -4,94% STRAUMUR -3,24% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -1,54% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,10 +2,50% ... Bakkavör 3,08 -4,94% ... Eimskipafélagið 1,28 -1,54% ... Exista 0,04 +0,00% ... Ice- landair Group 13,20 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 75,80 +0,13% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 2,39 -3,24% ... Össur 97,50 +0,00% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 208,1 +2,50 Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrrakvöld úr einu pró- sentustigi niður í núll til fjórðung úr prósenti og hafa þeir aldrei verið lægri. Lækkunin er óvænt og tók hluta- bréfamarkaður við sér í kjölfarið. Bandaríski seðlabankinn var í fyrrasumar gagnrýndur fyrir að láta hjá líða að bregðast við yfir- vofandi fjármálakreppu. Í sept- ember tók hann svo við sér og lækkaði vexti hratt. Þeir höfðu þá staðið í 5,25 prósentum í rúmt ár. Ljóst er að stýrivextir verða ekki lækkaðir frekar í vesturheimi. Greining Glitnis segir í Morgun- korni sínu bankastjórnina nú setja prentvélarnar í fimmta gír enda skilaboðin að vöxtum verði haldið við núllið þar til hagkerfið taki við sér á ný. Bloomberg- fréttaveitan bendir á að rými sé sömuleiðis fyrir lækkun vaxta í Japan og Evrópu og séu líkur á að bankar þar feti í fótspor þess bandaríska. Seðlabankar Nor- egs og Tékklands riðu fyrstir á vaðið í gær og lækkuðu stýrivexti sína. Sá norski færði þá niður um 1,75 prósent og sá tékkneski um hálft prósentustig. - jab BEN BERNANKE Prentvélar í fimmta gír „Þetta hefur legið í loftinu í ár en hefur engin áhrif á okkur,“ segir Jón Þór Hjaltason, stjórnarfor- maður NP Hotels, félags Nordic Partners sem heldur utan um hótelrekstur félagsins í Dan- mörku. Nordic Partners keypti dönsku hótelkeðjuna Remmen Hotels af Remmen-fjölskyldunni í sept- ember í fyrra. Þar innanborðs eru Hotel Kong Fredrik, Hotel Front, veitingastaðurinn Copen- hagen Corner og hótelið D’Ang- leterre. Í fyrradag hófust réttarhöld í Kaupmannahöfn vegna sölunnar á hótelkeðjunni. Málavextir eru þeir að fasteignasali stefndi fyrri eigendum og telur sig eiga inni þóknun upp á 20 milljónir danskra króna hjá fjölskyldunni fyrir millgöngu um söluna. Fram kom í rétttarhöldunum að Nordic Partners greiddi 1,4 milljarða danskra króna fyrir hótelin, eða um 15,9 milljarða íslenskra króna, á þávirði. - jab D‘ANGLETERRE Hótel D‘Angleterre hefur verið nefnt „perla Kaupmannahafnar“. Hótelin óhult fyrir málsókn Kröfur Existu í íslensku bönkun- um nema 120 til 140 milljörðum króna. Á móti hljóða skuldir gagn- vart innlendum fjármálastofnun- um og erlendum lánadrottnum uppá samtals 255 milljarða króna. Mismunurinn er á bilinu 115 til 135 milljarðar króna. Þetta kemur fram í upplýsingum félagsins um kröfur þess á hendur íslenskum fjármálastofnunum sem Kaup- höllin óskaði eftir. Þar kemur fram að eignir og skuldir Existu séu samsettar úr nokkrum gjald- miðlum til að verjast sveiflum á uppgjörsmyntinni, evru. Exista hefur átt í viðræðum við erlenda lánadrottna um endur- skoðun á lánasamningum félags- ins í ljósi breyttra aðstæðna og eru þær í jákvæðu ferli þótt engar niðurstöður liggi fyrir. Ekki sé útilokað að lán verði gjaldfelld í heild eða að hluta, að því er segir í tilkynningu. Fram kom fyrst á hluthafafundi Existu í lok október að óvissa ríki um eignastöðuna. Félagið var stærsti hluthafi Kaupþings þegar ríkið tók bankann yfir auk þess sem talsverð uppstokkun var bæði á eignasafni og hluthafalista félagsins í kjölfarið. - jab Enn óvissa um Existu Ríkið hefur að líkindum greitt vel yfir 60 milljarða króna til fjárfesta í mán- uðinum vegna skuldabréfa sem ekki voru endurfjár- mögnuð. Bréf fyrir um 100 milljarða voru á gjalddaga. Ný bréf voru keypt fyrir innan við 30. Staða á viðskiptareikningum ríkis- ins hjá Seðlabankanum hefur lækk- að vel yfir 60 milljarða króna í þessum mánuði. Staðan var um 163 milljarðar króna um mánaðamótin en er nú um 100 milljarðar, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Þetta skýrist af viðskiptum með skuldabréf ríkisins. Stór ríkisbréfaflokkur var á gjalddaga 12. þessa mánaðar, fyrir um 52 milljarða króna. Til viðbótar voru á gjalddaga verðbréfalán í sama flokki fyrir um 50 milljarða til viðbótar. Ríkið hefur gefið út skuldabréf á móti í mánuðinum en þátttakan verið dræm. Tilboðum var tekið í 29,5 milljarða. Það merkir að um 20 milljarðar hafa farið beint út af viðskipta- reikningum ríkisins í Seðlabank- anum í mánuðinum vegna þessa. Björgvin Sighvatsson, hjá alþjóða- og markaðssviði Seðla- banka Íslands, segir að á bak við verðbréfalánin séu tryggingar í formi annarra skuldabréfa. „Sumar af þessum tryggingum eru örugg- ar, aðrar ekki. Þar sem gömlu bank- arnir þrír gátu ekki skilað til baka bréfum sem þeir fengu lánað í flokknum getur ríkissjóður gengið að tryggingunum sem bankarnir höfðu lagt fram.“ Björgvin segist ekki geta svarað því hversu langt tryggingar bank- anna nái upp í flokkinn sem féll á gjalddaga enda hluti af tryggingun- um í formi óvarinna bankabréfa þar sem óvissa er um verðmat. Ekki hafa fengist upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu um möguleg- ar heimtur. Þar er því enn fremur hvorki játað né neitað að staða við- skiptareiknings ríkisins í Seðla- bankanum sé nú um hundrað millj- arðar króna. Því má ætla að um 50 milljarðar í viðbót hafi farið út af reikningum ríkisins. Jón Bjarki Bentsson, sérfræð- ingur hjá Greiningu Glitnis, hefur áður bent á að meirihluti þeirra sem keyptu skuldabréfin á sínum tíma hafi verið erlendir aðilar. Til greina kemur að ríkið gefi út verðtryggð skuldabréf. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið í þeim efnum. Bent er á, úr Seðlabanka og fjár- málaráðuneyti, að ríkissjóður hafi staðið sterkur og eigi enn háar fjár- hæðir á viðskiptareikningum sínum í Seðlabankanum. Hann hafi því burði til að mæta stórum gjalddög- um skuldabréfa. Bréf fyrir yfir 130 milljarða falla í gjalddaga á næsta rúma árinu. Inni í þeirri tölu eru bæði keypt bréf og lánuð. Þá eru bréf og lán fyrir tugi millj- arða króna á gjalddaga árin 2013 og 2019. Ríkisvíxlar, í tveimur flokkum, verða boðnir út á morgun. Gjald- dagi þeirra er í janúar á næsta ári og í mars. ingimar@markadurinn.is Tugmilljarða útstreymi af reikningum ríkisins Fagfjárfestasjóðurinn KB ABS 10, kt. 541107-9910, hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. Skuldabréfin eru að nafnvirði 1.000.500.000 kr. og voru gefin út 18. apríl 2008. Auðkenni flokksins í NASDAQ OMX Iceland hf. verður KBABS10 WB. Skuldabréfin verða tekin til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. þann 19. desember 2008. Skuldabréfin bera ekki vexti. Skuldabréfin skulu endurgreiðast 9. október 2009. Samkvæmt greiðsluskil- málum byggir ávöxtun skuldabréfanna á þróun vísitölu sem samsett er á eftirfarandi máta og hlutföllum: S&P 500 (53,0%), DJ STOXX 50 (17,5%), FTSE 100 (11,5%), TOPIX (11,0%), Swiss Market Index (3,0%), S&P/ASX 200 (2,5%), Hang Seng (1,0%) og MSCI Singapore Free (0,5%). Hver eining skuldabréfanna er 100.000 kr. og því er fjöldi skuldabréfanna 10.005 talsins. Lýsinguna er hægt að nálgast á skrifstofu útgefanda í Borg- artúni 19, 105 Reykjavík, og á sjóðasíðu Nýja Kaupþings banka hf., www.kaupthing.is/sjodir, í eitt ár frá birtingu hennar. Umsjónaraðili töku skuldabréfanna til viðskipta er Lögfræðisvið Nýja Kaupþings banka hf. Reykjavík, 18. desember 2008 Fagfjárfestasjóðurinn KB ABS 12, kt. 410408-9960, hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. Skuldabréfin eru að nafnvirði 1.100.700.000 kr. og voru gefin út 25. júní 2008. Auðkenni flokksins í NASDAQ OMX Iceland hf. verður KBABS12 WB. Skuldabréfin verða tekin til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. þann 19. desember 2008. Skuldabréfin bera ekki vexti. Skuldabréfin skulu endurgreiðast 24. febrúar 2010. Samkvæmt greiðsluskil- málum byggir ávöxtun skuldabréfanna á þróun vísitölu sem samsett er á eftirfarandi máta og hlutföllum: S&P 500 (53,0%), DJ STOXX 50 (17,5%), FTSE 100 (11,5%), TOPIX (11,0%), Swiss Market Index (3,0%), S&P/ASX 200 (2,5%), Hang Seng (1,0%) og MSCI Singapore Free (0,5%). Hver eining skuldabréfanna er 100.000 kr. og því er fjöldi skulda- bréfanna 11.007 talsins. Lýsinguna er hægt að nálgast á skrifstofu útgefanda í Borg- artúni 19, 105 Reykjavík, og á sjóðasíðu Nýja Kaupþings banka hf., www.kaupthing.is/sjodir, í eitt ár frá birtingu hennar. Umsjónaraðili töku skuldabréfanna til viðskipta er Lögfræðisvið Nýja Kaupþings banka hf. Reykjavík, 18. desember 2008 Tímaspursmál er hvenær Ekv- ador kastar fyrir róða Banda- ríkjadal sem þjóðargjaldmiðli hefur Bloomberg fréttaveitan eftir Alberto Ramos, S-Ameríku- sérfræðingi Goldman Sachs bankans í New York í Bandaríkj- unum. Sérfræðingurinn dregur þessa ályktun af því að landið ætli ekki gera upp skuldir sínar vegna alþjóðlegrar skuldabréfaútgáfu upp á 3,9 milljarða dala og eigi nú í viðræðum við útgefendur um skuldaafslátt. Alberto Ramos segir notkun Ekvador á dalnum sem gjaldeyri þýða að Rafael Correa, forseti landsins, hafi ekki tök á að veita peningum í hagkerfi landsins vegna þurrðar á alþjóðlegum lánsfjármörk- uðum um leið og tekjur hafi hrunið af olíuút- flutningi landsins. Hann segir forsetann andsnúinn dollaravæð- ingu landsins, sem átti sér stað árið 2000, og kunni að nota efna- hagsástandið til að hverfa frá henni. „Ég myndi ekki veðja á að dalurinn verði hér í notkun eftir þrjú til fimm ár,“ segir hann. Þá er haft eftir sérfræðingum annarra banka að einhliða upp- taka dalsins í löndum á borð við Ekvador, Panama og El Salvador, sé ávísun á úrræðaskort hjá stjórnvöldum þegar hægi á í hag- kerfinu. Sérfræðingur Barkleys-banka telur líklegt að gjaldeyrishöft verði innleidd í landinu áður en að því komi að dalnum verði kastað. Það sé ekki einfalt mál því kynna verði þá til sögu nýja mynt sem engin eftirspurn sé eftir. - óká Ekvador að kasta Bandaríkjadal RAFAEL CORREA Forseti Ekvador er sagður hugleiða að innleiða nýja mynt í stað dalsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SEÐLABANKI ÍSLANDS Lánamál ríkisins, sem áður nefndust Lánasýsla ríkisins eru til húsa í Seðlabanka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að auka bilið á milli hæstu og lægstu vaxta bankans. Aðgerðin er ekki sögð fela í sér breytingu á peningastefnu Seðla- bankans og verða stýrivextir áfram óbreyttir, 18 prósent. „Vaxtabreyt- ingunum er hins vegar ætlað að stuðla að auknum viðskiptum á millibankamarkaði með krónur,“ segir í tilkynningu bankans í gær. Vextir á viðskiptareikningum fjármálafyrirtækja í Seðlabankan- um verða lækkaðir úr 17,5 í 15 pró- sent og vextir á daglánum hækkað- ir úr 20 í 22 prósent. Þá verða vextir innstæðubréfa og bundinna innlána lækkaðir úr 17,75 prósent- um í 15,25 prósent. - óká Aukið bil hæstu og lægstu vaxta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.